Morgunblaðið - 22.06.1930, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.06.1930, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ 11 \ í'jelagsmcnn orðnir frábrugðnir því, sem þeir voru áður?“ Krishnamurti fann enga brejrt- ingu, síst til hins betra, því að ihann segir á öðrum stað í sömu iræðu: „í staðinn fyrir gömlu and- legu kvíarnar hafið þjer búið til -aðrar nýjar, og í stað gömlu til- beiðsluformanna hafið þjer sett ‘önnur ný.“ Til hvers er þá að hafa fjelag? — — Afstaða Krishnamurti til Guð- •spekifjelagsins hefir verið svipuð. Hann hefir sífelt fjarlægst það aneir og meir; til skamms tíma hefir hann þó verið á fjelagaskrá; -ekki af því að hann fann í því fullnægju; sennilega hefir hann lengi aðeins átt eftir að segja sig úr fjelagsskapnum. Samkvæmt frásögn í „Frjettum og tilkynningUm“, sem guðspeki- fjelagið hjer hefir gefið út síðan í nóv. sl. ár.,- var Krishnamurti spurður að því 11. mars 1929 hvort hann væri í Guðspekifjelag- inu. Svaraði hann þeirri spurn- ingu svo: „Já, jeg er það“, eti bættí við „það er ekkert á móti því. Það er heldur ekki neitt sjer- staklega rjett við það. Það skiftir engu máli, hvorki til nje frá.“ Er þessi frjett tekin úr „The Messenger‘1, málgagni guðspekinga í Norður-Ameríku. f nýkomnu hefti „Eimreiðarinn- ar“ er greinagóður og sanngjarn dómur eftir ritstjórann, cand. theol. Svein Sigurðsson, um bók Krishnamurti „Frjálst líf.“ Fac&st ritstjóranum á einum stað í dóm- ínum svo orð: „Sjálfur hefir hann (þ. e'. Krishnamurti) þó lýst því yfir ekki alls fyrir löngu, að hann sje í guðspekifjelaginu, að því er tímaritið „The Messenger" skýrir frá.“ Tel jeg víst, að hvorttveggja sje þetta sama fregnin höfð eftir ameríska ritinu. Dreg jeg ekki í efa, að Krishnamurti hafi verið í Guðspe'kifjelaginu í mars 1929. En nú er hann genginn úr f jelags- slcapnum. Hjelt jeg, satt að segja, að hann væri fyrir löngu farinn þaðan. Til þess að útiloka allan mis- skilning um þetta mál, eem í sjálfu ■sjer er aukaatríði, leyfi jeg mjer að skýra nokkru nánar frá ástæð- um Krishnamurtis. í maí-hefti Intemational Star ■Bulletin (1930), sem er málgagn Krishnamurtis, birtir einkaritari dians, Indverjinn Prasad brjef til ritstjórans. f brjefinu segir frá ferð þeirra Krishnamurtis frá Ind- lajidi til Ameríku sl. vetur. Fóru þeir frá Indlandi þ. 1. febr. sl., komu til Trieste (Italíu) þ. 14. s. m. Flutti Krishnamurti þar e'rindi. Þaðan hjeldu þeir til Eerde (Hol- landi), höfðu þar skamma viðdvöl og fóru um London til New York og komu þangað þann 4. mars sl. f brjefinu segir Prasad: „Eftir heimsóknina í Eerde fórum við til Tjondon. f>ar flutti Krishnamurti, 'Samkvæmt sjerstalcri beiðni for- Táðamanna Guöspekifjelagsins, næðu fyrir fjelagsmönnum. Skýrði hann í aðalatriðum frá skoðun sinni um gagnsleý-si andlegra stofn ana og lýsti yfir þvi, að hann væri ekki í Guðspekifjelaginu og að flestir leiðtogar fjelagsins hefðu auðsjáanlega enga samúð með lífs- viÖhorfi hans, eins og augljóst væri af störfum þeirra, ræðum og rit- «m.“ í New York dvaldi Krishna- murti frá 4—15. mars sl. Fjöldi blaðamanna átt-i tal við hann eins og endranær; flutti hann þar nokkur erindi, sum opinberlega m. a. fyrir stúdentum. Auk þess flutti hann ræðu, sem var víðvarpað og var áætlað að nál. 15 miljónir manna muni hafa hlustað á hana. í ræðu, sem hann flutti fyrir sam- band guðspekif jelaganna í New York vjek hann að afstöðu sinni til guðspekinga og sagði m. a.: ,,.... Þjer hafið klofið lífið í margskonar lundarfar, skipt því í mörg kerfi, marga ve'gi, dulúðar- og dulfræðilega vegi og alt þetta dót, og með þessum hætti hyggist þjer að skilja sannleikann. Frá mínu sjónarmiði á sannleikurinn engar götur; hann er vegalaust land og gegnum það verðið þjen að ryðja yður sjálfum veg, og sá vegur er ekki vegur annara manna og verður ekki lagður af þeim. Þetta er alvörumál, og mjer er fullkunnugt um uppnámið, sefa orðið hefir í Guðspekifjelaginu út af afstöðu minni, og er það auð- vitað af því að jeg vil ekki laga afstöðu mína og hegðun eftir leið- togum yðar, og leiðtogar yðar eru ekki með mjer. En það skiftir mig alls eúgu, því að jeg lít svo á, að ekki sje unt að draga úr sann- leikanum nje breyta honum eftir hentisemi fjelaga, stofnana og trú- flokka. Þetta uppnám er sökum þess, að þjer hafið leiðtoga og eltið þá. Segið elcki, að jeg sje að biðja yður að vera ótrú og ólöghlýðin af því að jeg sje sjálfur ótrúr“ eða „ólöghlýðinn.“ Jeg er ekki að tala um löghlýðni. Jeg er að tala um sannleikann. Og ef þjer eruð nú á annað borð sannleikapum trú, þr eruð þjer og trú öllum, hverj- um manni og hverjum hlut, bæði lifandi og dauðum. Leiðtogar yðar hafa sagt, að jeg mundi verða eitthvað, og þegar þetta „eitthvað“ andmælir því, sem þeir hafa sagt, þá verður auðvitað uppnám. Þetta er ósköp einfalt. Þeir e^u ekki samniála mjer og jeg ekki þeim og hv rsvegna ætti það svo sein að liggja í láginni.“ — — Hýer á landi er kenning Krishnamurtis mörgum kunn af ritum hans, ritgerðnm um hann og erindum frú Aðalbjargar Sig- orðardóttur. Gætir og víða áhrifa frá Krishnamurti, jafnvel í ís- lensku þjóðkirkjunni. Fylgjast prestar þjóðkirkjunnar, einkum hinir yngri, vel með starfsemi hans og keúningu. Er það eitt hið gíeði- legasta merki um vaxandi víðsýni og frjálslyndi kennimanna vorra. í „Ganglera“, riti síra Jakobs Kristinssonar, birtir nú einn ungu prestanna prjedikún, sem í mörgu fer í líka átt og kenning Krishna- murtís og dregur höfundurinn eigi dul á virðingu sína fyrir kenningu hans og vinsamlega afstöðu sína til hans. Annar af ungu pre'stun- um virðist talca svipaða afstöðu til Krishnamurtis, þótt í öðru at- riði sje, í síðasta hefti „Strauma“. Safn af ræðum, dæmisögum og ritgerðum, sem birtust eftir Krishnamurti á sl. ári, er nýkomið út á íslensku í 1. riti „Skuggsjár“. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir hefir ar.nast um xitgáfuna og hefir í hyggju framvegis að * gefa út í sama ritsafni allt, sem birtist eftir Krishnamurti. Krishnamurti hefir nú kveikt þann eld, sem hvorki verður kæfð- ur með þögn nje háði. Og hann heldur áfram baráttu sinni fyrir andlegu frelsi manna og er reiðu- búinn að þola allt vegna þess tilgangs síns : „að leysa- alla fjötira af mönmmi." Reykjavík 16. júní 1930. Ludvig Guðmundsson. Danssýnlng. Rigmor Hanson. hin góðkunna dansmær ætlar að hafa danssýningu (Ballet-dans) í Gamla Bíó á þriðjudagskvöld- ið kemur. Ungfrúin er fjölhæf listakona á sínu sviði — hún tígur dansinn með sjerstökum yndisþokka, hvort sem hann er hægur eða hraður og hvernig sem hann breytist. Látbragðslist hennar og svipbrigðalist eru líka •viðurkendar af öllum, sem til þekkja. En þó er enn eitt ótal- ið, að hún er skáld. Hún hefir jálf samið — ef svo mætti að orði kveða — marga undurfagra dansa og nú seinast dans, sem hún nefnir ,,Álfamær“ — glóð- þrunginn faldafeyki, sem heillar hug manns. — Á sýningunni sýnir hún og nemendur hennar rússneskan ians, Ása systir hennar, „lipur- táin litla“, dansar „Sól- geisla polka“ og „Sylfide“, Rig- mor dansar sjálf grískan dans, spánskan dans og „Dauðadans- inn“. Þá er og „Rendez-vous“, þar sem dansa fjórir piltar og fjórar stúlkur saman og síðan koma þau inn í dansinn ungfrú Rigmor og Nils Hövik, ágætur dansari. — Er það skemtilegur dans Rigmor hefir sjálf samið ,,Dauðadansinn“; ennfremur ,Sylfide“ og „Spanska dansinn“. Mig skyldi ekki kynja, ]>ótt á- horfendur bæðu hana blessaða að sýna sjer „Álfameyna“ líka, begar þeir hafa sjeð hina dans- ana. ísiensk fiöss. VERÐ: 75, 100, 125, 150, 200, 225, 250 cm. löng. 3.00, 4.50, 6.75, 9.50, 16.50, 22.00, 25.00 stk. BARNAFLÖGGG, ullar á stöng 1,30. Verslunin Björn Kristjánsson. Jón Björnsson & Co. Sokka, kven- og barna, prjónatreyjur og peysur (jum- pers), nærfatnað og allskonar barnafatnað er best að kaupa í Versl. „SNÚT“ -- Vestnrgðtn 17. Fjelag Matvörukaupmanna. Að gefnu tilefni skal þa<5 tekið fram, að búðir fje- lagsmanna verða alls ekki opnar að neinu leyti sunnu- öaginn 29. þessa mánaðar. r Nánari auglýsing um lokun matvörubúða kemur á þriðjudag. Fólk er alvarlega ámint um að gera innkaup sín eftir því sem hægt er á mánudag og þriðjudag. y STJÓRNIN. m Fil Rrammof ónplötnr og iti im Ferðagrammofónar Phonyeord-plöturnar, sem ekki geta brotnað, fást að- eins hjá okkur. Einnig mikið úrval af öllum öðrum plötum. KötrTnViáar Hljóðfæraverslun. Lækjargötu 2. Sími 1815. fiefið hfirnunum hanana. SfA Hot Börnin þvo sjer með mikilli ánægju þegar bananar eru í aðra hönd. eru bestir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.