Morgunblaðið - 21.09.1930, Síða 3

Morgunblaðið - 21.09.1930, Síða 3
MORG UNBLAÐIÐ 1 «mi!iiiii!iii!iiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiii]ii!imiiiii!iiiiiiiiii]iiiiiiiium. 1 . i Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík = Rltstjórar: J6n Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og- afgreiBsla: Austurstræti 8. — Slmi 600. = Auglýsingastjóri: E. Hafberg. = Auglýsingaskrifstofo: S Austurstrætl 17. — Slmi 700. S Heimaslmar: S Jón Kjartansson nr. 74Í. = Valtýr Stefánsson nr. 1220. S E. Hafberg nr. 770. Áskrittagjald: Innanlands kr. 2.00 á m&nuBl. = Utanlands kr. 2.60 á mánuSi. S 1 lausasölu 10 aura eintakiö, 20 aura metS Lesbók. = Smiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiuiimiiiiiiim Beasía B. P. Frá uppliafi var mörgum illa við olíustöð B. P. á Klöpp við Skúlagötu. Stöðin þótti svo ná- lægt miklu timburhúsahverfi. — Timburverksmiðja og timbur- geymsla Völundar er gegnt stöð- inni við sömu götu. En það þótti mikil bót í máli, uð svo var til æltast í upphafi, úð enginn bensíngeymir yrði þarna — aðeins olíugeymar. Þannig litu bæjarfulitrúarnir á málið. Síðar var smeygt inn í samn- inginn við hafnarnefnd orðinu ^steinolíuafurðir'. Síðan var bygð- tir bensíngeymir. Og bæjarbúar hafa látið sjer þetta lynda. Ben- síngeymirinn stendur á Klöpp við Skúlágötu. Nú hefir umboðsmaður B. P. á Islandi ratað í þá ógæfu, að verða ‘til þess, að alt þetta mál er rifjað upp. Nú eftir tvö ár þykir „Brit- ish Petroleum“ stöð sín á Klöpp vera orðin of lítil. Það sækir um stækkun á lóðinni undir stöðina — þrátt fyrir hinn vafasama ben- síngeymir, sem þar stendur. Og þ>að er marið í gegn í bæjarstjórn að stækkunin fáist. B. P. sam- þ>ykkir leiguskilmálana á viðbótar- lóðinni. En hafnarnefnd á að sjá um varúðarráðstafanir gegn elds- voða vegna stækkunarinnar á stöðinni. Felt var í bæjarstjórn að bruna- málanefnd yrði falin sii umsjá. — Þar kom annað óhapp fyrir um- boðsmenn B. P., því ekkert er málefnum þeirra eins óhentugt -eins og það, ef einhver tauga- sístyrkur sýnir sig í sambandi við % afgreiðklu þessara olíumála. Því ómögulegt er að neita því, að það stafar eldhætta af olíu- stöðinni á Klöpp, eldhættan vex við það, að bensín er þar geymt, að bæjarstjórn ætlaðist í upphafi ekki til þess að þar yrðj. bensín, að eldhættan vex enn, ef stöðin er stækkuð. Spurningin er sú, hve eldhætta þ>essi er mikil. Á það er bent, að vátryggingarfjelagið Albingia hafi «ckki haft neitt að athuga við olíu- stöðina, eins og hún var þegar það fjelag tók að sjer vátrygging á húseignum bæjarins. En ekki er til mikils mælst, þó bæjarbúar fái skýlausa umsögn vátryggingarfje- lagsins um stöðina, eins og hún á a,ð verða eftir stækkunina. Og því má brunamálanefnd ekki hafa slík mál með höndum? Bensíngeymirinn við Skúlagötu var settur þar í óþökk bæjar- .stjórnar. Hann var settur þar í óþökk bæjarbúa. Nú vill B. P. Ruka eidhættuna af stöð sinni. StjðrnarkjiStið, Þegar Tryggvi Þórhallsson for sætisráðherra fór utan, skömmu eftir þinglausnir í vor, var erindi hans að sækja 12 milj. krónur handa ríkissjóði, svo að stjórn- in gæti haldið áfram bitlinga- og beinagjöfum til pólitískra flokks bræðra. — En forsætisráðherr- ann kom heim peningalaus, því að hann gat hvergi fengið lán með aðgengilegum kjörum. For- sætisráðherrann fór samt ekki erindisleysu utan. Hann kom með miklar birgðir af dönsku kjöti. Að sögn stjórnarblaðsins voru þessar birgðir 16000 pund og átti að nota lcjöt þetta í veitslur Alþingishátíðarinnar. Að vísu voru til lög í landinu, sem bönn- uðu innflutning á þessári vöru; en forsætisráðherrann sá um, að þau lög yrðu að engu. Hann flutti inn kjötið í forboði laga og gerðist um leið brotlegur við iög landsins. Stjórnin hefir enn ekki feng- ist til að gefa skýrslu um þenn- an óleyfilega kjötinnflutning. En eftir því, sem vjer höfum kom- ist næst, munu birgðir þessar hafa verið 3 smálestir af dönsku alifuglakjöti og 5 smáiestir af öðru dönsku kjöti, nautakjöti, svínakjöti og alikálfakjöti. Kjöt- birgðir þessar munu hafa kostað ríkissjóð um 40—50 þús. krónur. Dálaglegur skildingur það, og hefði vissulega verið nær, að því fje hefði verið varið til þess að kaupa fyrir kjöt af íslénskum bændum. Fjöldi íslenskra bænda sendi gripi hingað til slátrunar fyrir Alþingishátíðina, í þeirri von, að þeir fengju sæmilegt verð fyr- ir. Sambandið átti að sjá um sölu á miklu af þessu kjöti Sumt af því kjöti mun óselt enn, og bændur vita ekkert, hvað þeir fá fyrir það. Þetta kjöt íslenskra bænda hefir sennilega ekki þótt nógu „fínt“ í veitslur Alþingis- hátíðarinnar. Þegar stjórnin leyfði innflutn- ing á þessu danska kjöti fyrir Alþingishátíðina, var því borið við, að hjer mundi verða kjöt- skortur um hátíðina. En stjórn- in gerði ekkert til þess að kynna sjer þá hlið málsins til hlítar. Meira að' segja kom henni ekki til hugar að leita upplýsinga hjá forráðamönnum kjötverslana og sláturhúsa. Ef hún hefði spurt þessa rjettu aðila ráða, hefði hún fljótt komist að raun um, að hjer voru ekki of litlar birgð- ir af kjöti, heldur of miklar. Það kom og brátt í ljós^ því eftir há- tíðina voru hjer um 50 smálest- ir af kjöti fyrirliggjandi. Þess- ar birgðir hafa svo verið á R- víkur markaðinum í alt sumar, og spilt stórum fyrir sölu á dilka- kjöti bænda. Fullyrt er, að stjórnin eigi enn miklar birgðir fyrirliggjandi af hinu forboðna danska kjöti. |Verður þetta fræga kjöt orðið dýrt að lokum, því altaf fellur |á það nýr kostnaður. Væri ekki heillaráð, að stofna til allsherjar | stjórnarveitslu, og bjóða þangað öllum þingmönnum stjórnar- flokkanna og kosningarsmölum og setjast síðan að krásinni? T— Þa'ð verður hvort sem er án efa (hlutskifti þessara manna, að ihalda hlífiskildi yfir þessu lög- l>roti stjórnarinnar. ll bilreið yfir Svínaskarð. Einhver mesta glæfraför er enn hefir verið farin á bifreið hjer á landi, er för sú, er fjórir bifreiðar- stjórar fóru á sunnudaginn var í lokuðum Overlandbíl (drossíu) hringinn í kring um Esju, um Svínaskarð. Þeir lögðu af stað hjeðan klukkan 9 að morgni. — Ætl- un þeirra var í fyrstn að reyna að komast svo langt upp og yfir Svínaskarð er vegurinn og bíllinn entust. Gekk ferðin vel upp skarðið að vestan en er upp var komið og þeir litu niður brattann er fyrir þeim lá, fóru að renna á þá tvær grímur. Þó varð það úr að þeir lögðu á hallann og þegar þeir á annað borð voru komnir af stað varð ekki aft- ur smiið. Svo snarbratt var niður skarðið að nota varð báðar höml- urnar, „afturábakgírið“, og auk þess ljetu þeir nokkra steina í bíl- inn. Oft urðu þeir að stíga úr bíln- um til þess gera að veginum og stundum voru þeir hætt komnir. Beygjur eru margar krappar í hall anum, svo krappar að kunnugir fá vart sldlið hvernig mögulegt hafi vcrið að fara með bifreið þar um. Einnig er djúpt gil neðst í skarð- inu og vegurinn svo mjór þar, að það er rjett aðeins að bifreið kemst þar. En þegar fram hjá gili þessu var lcomið, fór vegurinn að skána. Ferðin niður skarðið liafðist af á 20 mínútum. Hjeldu þeir síðan á- fram að Möðruvöllum í Kjós, höfðu þar einhverja viðdvöl og komu liingað til bæjarins kl. 1 um nótt- ina, og höfðu þá farið norður fyr- ir Esju og fyrir neðan hana á heimleið. Er þetta í fyrsta skifti að farið er á bíl þessa leið, en ekki munu þeir fjelagar hvetja aðra til þess að leika það eftir. Bifreiðinni stýrði Guðm. Finn- bcgason járnsmiður, en með honum voru fjelagar hans Gunnar Bald- vinsson, Vígmundur Pálsson og Þorgrímur Ingimundarson. Ailir eru þetta ungir menn og framgjarnir, sem ekki láta sjer alt fyrir brjósti brenna. Verkfall í málmverksmiðjunum þýsku yfirvofandi. Berlín: Sáttatilraunir milli iðjuhölda málmiðnaðargrein- anna og verkamanna eru byrjT aðar. Fulltrúi iðjuhöldanna til- kynti þegar í byrjun umræðn- anna um breytt launakjör, að laun verði að lækka a. m. k. um 15%. Fulltrúar verkamanna fóru hinsvegar fram á 7 % launa hækkun. Er búist við verkfalli, uns sættir takast, en sáttahorfur eru síst vænlegar eins og sakir standa. Úr dagbók Rndróe. Stokkhólmi: Stjórnin hefir birt skýrslu, sem byggist á dag- bók Andrée, frá því er flugið hófst, 11. júlí 1897, til 2. októ- ber sama ár. í dagbókinni seg- ir, að loftfarið hafi lent á ísn- um þ. 14. júlí, eftir að kvikn- að hafði lítilsháttar í belgnum. Þeir lentu á 83° nl. br. og 30° austl. br. Hjeldu þeir því næst í áttina til Franz Jósefslands, en hættu síðar við að komast þang- að, vegna matvælaskorts. Þann 4. ágúst voru þeir staddir (L 82,17° nl. br. og 2.9.43° austl. br. Síðar komust þeir loks til Hvíteyjar og bygðu sér þar kofa, sem þeir kölluðu „Nýja ísland“. — Seinustu orðin, sem Andrée skrifaði í dagbók sína, voru á þá leið, að með jafn góð- um og dugandi félögum ætti að vera kleift að vinna sigur á öll- um erfiðleikum. —-—-<-'*>>—--- \ Afkoma bænda. Það er dapurlegt framundan hjá mörgum sveitabóndanum um þess- ar mundir .Mikið af heyjunum liggur fyrir stórskemdum. Sums staðar er nokkuð af töðunni úti ennþá og meiri parturinn af út- lieyjum; en mikið af þeim heyjum, sem náðst hafa, eru stórskemd. Er bersýnilegt, að til stór- vandræða horfir víða í sveitum landsins. Og þar sem nú er orðið mjög áliðið sumars eru því miður engar líkur til þess, að full bót fáist. Er því ekki annað sjáan- legt, en að bændur neyðist alment- til þess að eyða fjenaði í stórum stíl á komandi hausti. En hvernig eru þeir við þeim niðurskurði búnir ‘í Aðal framleiðsluvörur bænda er ullin og kjötið Ullin er mikið til óseld ennþá, því enginn vill hana kaupa. Markaðsverðið mun vera riálægt helmingi lægra en síðast- liðið ár. •Ennþá er alt í óvissu um kjöt- verðið. Má vera að það verði svip- að og í fyrra, en þess ber að gæta, að gærur eru í mjög lágu verði og rýrir það mjög afkomuna hjá bændum. Undanfarin ár hafa sunnlenskir bændur getað selt talsvert af dilk- um til Reykjavíkur um sumar- mánuðina og fengið gott verð fyrir. í sumar hefir Reykjavíkur- markaðurinn verið yfirfullur. — Kjötbirgðirnar um Alþingishátíð- ina urðu meiri en nokkurn óraði fyrir; ofan á þær birgðir bættist stjórnarkjötið danslca, sem flutt var inn í forboði laga. Sambandið hefir við og við í sumar verið að auglýsa „útsölu“ á kjöti og er mælt að það hafi enn birgðir fyrirliggjandi. Alt þetta hefir að sjálfsÖgðu mjög- dregið úr sölu á dilkakjöti til bæjarins. Það getur því ekki talist glæsi- legt fyrir bændur nú að verða að lóga miklu af fjenaði sínum. Stjórnin hefir ekki enn fengist til þess að gefa skýrslu um hið forboðna kjöt, sem hún flutti inn í landið. Tíminn gat þess snemma í surnar, að kjöt þetta væri 16000 pund og að það ætti að nota í veislur um Alþingishátíðina. — Heyrst hefir, að enn sjeu fyrir- liggjandi birgðir af þessu kjöti. Hvað er hæft í því? Mega bændur ekki fá neina vitne.skju um þenna veislumat stjórnarinnar? Nú vilja bændur gjarna eitthvað um þetta vita. Hvers vegna þegir stjórnin * Hin gífurlega aukning atvinnu- ieysisins í Þýskalandi. London (UP) 20. sept. FB. Berlín: í lok ágústmánaðar var tala hinna atvinnulausu 2.875.000. Margt hefir hjálp- ast að til að auka atvinnuleysið nú, minkandi framleiðsla á öll- um sviðum og sjerstaklega er dauft yfir byggingaiðnaðinum, því að nær ekkert er bygt, og loks er atvinná minkandi eftir því sem nær dregur vetri, en venjulega fer atvinnan ekki að minka fyr en lengra líður á. Aðeins 72.2% af meðlimum verklýðsfjelaga hafa nú fasta atvinnu, sbr. við 82.2% 1929 á sama tíma. — Fjögur hundruð þúsund verkamanna, eða 14%, sem eru atvinnulausir, eru ein- kis stuðnings aðnjótandi, hvorki frá ríkinu eða sveita- og bæjar- fjelögum. Stigamenn vaða uppi í \ Englandi. London: Barátta lögreglunh- ar við bifreiðabófana, sem hafa upp á síðkastið tekið „stjettar- bræður“ sína í Vesturheimi til fyrirmyndar, fer harðnandi. 1 dag réðust þrír bófar inn á Barkinstöðina í Essex, nálægt London, kl. hálf-eitt, bundu og kefluðu stöðvarþjónana, ljetu greipar sópa um pehingahirsl- una, og náðu um eiþt, hundrað ^terlingspundum. — Því næst hjeldu þeir á brott í. bifreið, sem þeir höfðu stolið. Fanst hún hálfa aðra mílu vegar frá stöðinni nokkru síðar. — Lög- reglunni hefir ekki enn tekist að ná í bófana. | ■...........■■/B.MSMB'W- Frá Þýskalandi. Berlín: Hindenburg forseti hefir skipað von Hammerstein greifa höfuðsmann ríkisliðsins (Reichswehr)frá 1. des. að telja Tekur hann við af von Heye. Þingkosningarnar fara fram í Bandaríkjunum þ. 4. nóvember. Kosningabaráttan er ó- vanalega hörð, sem sumpart orsak- ast af því hve erfiðir tímar eru í landinu, atvinnuleysi hefir ekkert minkað, og demokratar, andstæð- ingar stjórnarinnar veitast mjög að Hoover í sambandi við núver- andi ástand. Hinsvegar er nokk- ur ágreiningur innan demokrat- iska flokksins, þó emi verði eigi sjeð fyrir um hve víðtæk áhrif það kann að hafa í kosningunum. (Úr UP-frjettabrjefi). Morgunblaðið er 12 síður í dag, auk Lesbókar. Bíóauglýs- ingarnar og venjulegar 1. síðu auglýsingar eru á 4. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.