Morgunblaðið - 04.01.1931, Blaðsíða 8
s
MORuUKBLAÐIÐ
Bolsanppþotið.
Þeir fjórir bolsaforsprakkar,
sem teknir voru fastir í fyrradag,
eru enn í varðhaldi.
Tveir þeirra, Haukur Björnsson
og Guðjón Benediktsson voru yfir-
heyrðir í gær. Jónatan Hallvarðs-
son fulltrúi hefir málið með hönd-
um. Yfirheyrslan stóð yfir frá kl.
10% f, h, með Htlum hvíldum og
þangað til kl. 6 e. h. Að aflokinni
yfirheyrslu var feldur úrskurður
um, að þeim skuli haldið í gæslu-
varðhaldi meðan rannsókn stendur
yfir.
Vitni verða leidd á morgun. —
Býst fulltrúinn við því, ef rann-
sókn gengur greiðlega, að henni
muni geta verið lokið á þriðjudag.
Hinir tveir, sem í varðhaldi eru,
hafa ekki verið yfirheyrðir. Hefir
lögreglan þá í haldi fyrst, til þess
að þeir afpláni ógreiddar sektir,
er þeir hafa fengið fyrir nokkru,
og ekkert koma þessu máli við.
í Verkamannaskýlinu
var samblástur nokkur meðal bolsa
í gær, og ræður haldnar um hand-
töku bolsaforsprakkanna. Er Morg
unblaðinu eigi kunnugt um hvað
þar liefir borið á góma.
Dagsbrúnarfundur
var settur í Fjalakettinum kl. 8 í
gærkvöldi.
Margt manna var þar saman
komið.
Fyrstur ræðumanna (Bagnar
Pjetursson?) talaði eftir rauðustu
forskrift bolsa, og sparaði hvergi
gífuryrðin. Úthúðaði hann öllum
flokksmönnum sínum, sem eigi
vildu vera samtaka í því, að halda
óspektum áfram.
Næstur talaði Brynjólfur Bjarna
son ritstjóri Verkalýðsblaðsins, og
skjólstæðingur Tímastjórnarinnar.
Heimtaði hann af flokksmönnum
súnumy að þeir færu þegar í stað
Hvennagullið.
hafandi og mig langaði ekkert til
að auka hann, en hann settist
þrátt fyrir það hjer upp með tveim
af þjónum sínum og ætlaði sýni-
lega að dveljast hjer tímunum
saman.
Jeg varð hlessa á þessu, en dag-
inn eftir fekk jeg skýringuna.
Einn af vinum mínum við hirðina
•endi mjer með hraðboða brjef
er fjallaði um það, að Chateller-
ault hefði að vilja konungsins lagt
af stað til Lavédan til þess að
•ækja um hönd dóttur minnar. —
Hvað olli þessu, var auðvelt að
gera sjer grein fyrir. Konungur-
inn, sem metur hann mikils, vildi
gjama sjá hann ríkan. Og til þess
var auðveldasta ráðið að fá honum
ríks kvonfangs og allir litu svo
á sem Roxalama væri auðugur
erfingi. Auk þess, er það lýðum
ljóst, að jeg hefi mikið að segja
hjer í hjeraði og óttast menn þess
vegna að jeg gangi undan merkj-
um kardínálans. Hvaða ráð var
betra til þess að ginna. mig inn
undir blessun krúnunnar — því
að krúnan og kardínálahettan
hafa með tímanum fengið sömu
þýðingu í okkar tvístraða Frakk-
landi — en að gifta dóttur mína
einum af vildarmönnum konungs-
ins. —
Guð einn veit, hvernig þetta
hefði farið, ef jeg hefði ekki feng-
ið aðvörun þessa í hendur í tæka
íV'\ Enn sem komið var, hafði1
í kröfugöngu til lögreglustjóra,
og skipuðu homun að láta þá for-
sprakka lausa, sem stóðu' fyrir
óspektunum á bæjarstjórnarfund-
inum.
Þá talaði Ólafur Friðriksson. —
Hann vildi slá því á frest að gera
áhlaup á hegningarhúsið.
Þannig var málum komið er blað
iö fór í pressuna.
Dagbdk.
I. O.O. F 3 = 112158 he
Veðrið (laugardagskvöld kl. 5):
Háþrýstisvæði yfir íslandi og djúp
lægð yfir S-Grænlandi. Hjer á
landi er yfirleitt stilt veður og
bjart, en 8—13 st. frost á V og N-
landi. Austan lands er 4—6 st.
frost, en um 0 st. í Vestmannaeyj-
um. SA-áttin mun nú bráðum fara
að gera vart við sig á SV-landi,
enda er loft því nær alskýjað í
Vestmannaeyjum og Grindavík.
Suðvestur af hafinu vantar allar
fregnir.
Veðurútlit í Rvík í dag: Vax-
andi SA-átt. Þykt loft. Sennilega
nokkur snjókoma eða slydda og
síðan hláka.
Kristileg samkoma á Njálsgötu
1 kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir
Hjónaefni. Trúlofun sína hafa
opinberað ungfrú Dagmar Frið-
riksdóttir, Hannessonar og Guð-
mundur Benónýsson, Kollafirði.
Einnig hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Ólafía Karlsdóttir og
Egill Guðmundsson sjómaður,
Hafnarfirði.
Fimtugsafmæli á á morgun Finn
bogi Finnbogason skipstjóri, Njáls
götu 27 A.
Nýi Þór liggur enn uppi í fjöru;
segja kunnugir, að undanfarna
daga hafi verið ekið nokkrum bíl-
hlössum af skrani frá skipinu.
Grímudansleikur verður haldinn
í Goodtemplarahúsinu í Hafnar-
firði á þrettándakvöld.
Chatellerault aðeins fengið eitt
eða tvö tækifæri til þess, að tala
við dóttur mína. Sama dag og jeg
fekk brjef þetta sendi jeg hana
til Auch til ættingja móður
hennar.
Chatellerault var hjer í viku-
tima, en varð svo óþolinmóður
og spurði mig, hvenær dóttir mín
kæmi aftur.
— Þegar þjer farið herra minn,
sagði jeg og þegar hann leitaði á
mig, til þess að leiða sannleikann
í Ijós, sagði jeg honum afdráttar-
laust ásetning minn, og áður en
tuttugu og fjórar stundir voru liðn
ar, var hann kominn af stað áleið-
is til Parísarborgar.
Greifinn þagnaði \0g gekk um
gólf. Á meðan velti jeg því fyrir
mjer, sem hann hafði sagt mjer,
þar sem það hafði komið mjer fyr-
ir sjónir eins og sjáldgæf opin-
berun. Hann hjelt áfram augna-
bliki síðar.
— Og nú þegar Chatellerault
hefir farið fýluför, gerir konung-
urinn annan enn þá hættulegri
mann út á móti mjer, til þess að
fá vilja sínum framgengt. Hann
sendir markgreifann Marcel de
Bardelys í sömu erindagerðum.
Vafalaust kennir hann ldaufaskap
um óheppni Chatelleraults og þess
vegna hefir hann að þessu sinni
valið mann, sem frægur er fyrir
hirðgáfur og hæversku, og sem
vanur er að beita allskonar ásta-
brögðum og klækjum og þess
vegna hlýtur að veiða dóttur mína
í net sitt. Hann gerir okkur mik-
inn heiðnr með því, að senda okk-
Fyrsta dansæfing í dansskóla
Ástu Norðmann og Sig. Guðmunds
sonar, í þessum mánuði verður á
morgun (mánudag) í Iðnó.
J. Símonarson & Jónsson opna
í dag köku- og brauðagerð sína á
Laugaveg 5 og verður hressingar-
skáli í sambandi við hana.
Togararnir. Á veiðar fóru í
fyrrakvöld Biagi, Max Pemberton
og Skallagrímur. Barðinn kom í
gær frá Englandi.
9 mattadora í spaða fekk Jó-
hann Ármann úrsmiður í „l’hom-
bre“ í fyrrakvöld. Hafði hann ása
veltu og „keypti“ fjögur spil.
Hjálpræðisherinn í Hafnarfirði.
Samkomur í dag: Sunnudagaskóli
kl. 2. Hjálpræðisherssamkoma kl.
8 síðd. Allir velkomnir!
Hjálpræðisherinn. Samkomur í
dag: Helgunarsamkoma kl. 10%
árd. Lautn. H. Andersen stjórnar.
Sunnudagaskóli kl. 2. Hjálpræðis-
samkoma kl. 8 síðd. Kapt. A. Olsen
stjórnar. Mikill söngur og hljóð-
færasláttur. Allir velkomnir.
Sjómannastofan, samkoma í ‘dag
kl. 6. Allir velkomnir.
Pjetur Sigurðsson flytur fyrir-
lestur í Varðarhúsinu í kvöld kl.
8% um þýðingarmesta atriði krist-
indómsins, brýnustu þörf þjóðar-
innar.
Lúðrafjelagið „Svanur“. Nýlega
hafa nokkrir ungir áhugamenn
stofnað hornaflokk, er hlotið hefir
nafnið Liiðrafjelagið „Svanur“. —
Hefir fjelagið ráðist í að panta
fyrsta flokks hljóðfæri handa 22
mönnum og mun innan skamms
halda hlutaveltu og reyna að fá
eitthvað upp í kostnaðinn. Stjórn
fjelagsins skipa: Ágúst Ólafsson,
Óskar A. Þorkelsson og Hersveinn
Þorsteinsson.
Að Flögu í Skaftártungu hefir
verið reist bráðbirgðaskýli handa
fólkinu til að hafast við í vetur.
ísfisksala. Þessir togarar hafa
nýlega selt afla sinn í Englandi:
Njörður fyrir 872 stpd., Snorri
goði fyrir 1015, Þórólfur fyrir
ui þenna mann, er fegurstur er
og liprastur allra annara í hirð-
inni, — ef þá orðrómurinn lýgur
ekki, — og samt bítur smjaður
þessa heiðurs engan veginn á
mjer. Bardelys mun fara hjeðan
á burt aftur jafntómhentur og
Chatellerault. Látum hann bara
koma hingað — dóttir mín verður
þá samstundis send aftur til Auch.
Finst yður ekki, Lesperon, að það
sje rjettilega gert af mjer?
— Jú, vissulega, svaraði jeg og
dró seiminn, eins og jeg væri að
hugsa málið vandlega, ef þjer
eruð sannfærður um að ályktun
yðar yðar um Bardelys sjeu á
rökum bygðar.
— Jeg þarf ekki vitnanna við.
Hvaða erindi skyldi hann eiga
annað til Lavédan?
Spurning þessi var þannig vaxin
að jeg reyndi ekki að svara henni
og til allrar heppni ætlaðist hann
heldur ekki til að jeg svaraði.
Hann fór nú, án þess að segja
meira, og gaf mjer næði til þess
að skoða málið frá annari hlið,
já, frá svo gersamlega annari hlið
að jeg var með allan hugann við
hans. Oftsinnis síðan jeg fór frá
Parísarborg, hafði jeg furðað mig
á, að hann. skyldi hafa hrapað
svóna að ráði sínu, að hætta öllum
eigum sínum í veðmál, sem komið
væri undir skapferli konu hvernig
færi. Að jeg stæði honum óneit-
anlega framar bæði um líkams-
skapgerð, ættgöfgi og auðlegð,
hlaut Chatellerault að vita eins
og allir aðrir. En þessa yfirburði
mína og möguleika þess, að jeg
1110, og Egill Skallagrímsson fyrir
rúm 1300 stpd.
Síra Helgi Hjálmarsson prjedik-
ar á Elliheimilinu í dag kl. 4 síðd.
Glímufjel. Ármann biður þess
getið, að æfingar byrji í öllum
flokkum eftir helgina.
Jólapottar Hjálpræðishersins. —
Eins og að undanförnu hafði
Hjálpræðisherinn í ár þrjá jóla-
potta til fjársöfnunar handa fá-
tækum. Var einn potturinn á horn-
inu hjá Vöruhúsinu, annar fyrir
fiaman hjá Haraldi og hinn þriðji
inni á Klapparstíg. Auk þess hafði
Herinn jólatrje í norðvesturhorni
Austurvallar, alt upp ljómað af
rafljósum, og bar það svip á bæ-
inn um tíma. Alls mun hafa safn-
ast hjá Hernum í pottana og sam-
skotabauk hjá jólatrjenu krónur
1683.48.
Gyllir kom af veiðum í gær með
nær 2000 körfur ísfiskjar. Fór
samdægurs áleiðis til Englands.
Leikhúsið. Söngleikurinn „Þrír
skálkar“ verða sýndir í síðasta
sinn í Iðnó í kvöld kl. 8.
Jólatrjesskemtun Vecrslunar-
mannafjelags Reykjavíkur. Vegna
mjög mikillar aðsóknar að jóla-
trjesskemtun fjelagsins í dag í K.
R.-húsinu, biður stjóm fjelagsins,
fjelagsmenn að athuga það, að
æskilegast er að ekki komi fleiri
fullorðnir með börnunum, en nauð-
synlegt er.
Súðin fer hjeðan í hringferð
vestur um land á þriðjudaginn (6.
þ. mán.). Þetta er fyrsta ferð henn
ar síðan hún kom úr viðgerðinni,
og er hún nú um skeið eina strand
ferðaskipið, vegna þess að Esja er
farin til útlanda, og kemur varla
aftur fyr en um næstu mánaðamót.
íslensk síld til Bandaríkjanna.
í „Havfiskeritidende“ nýútkomnu,
er þess getið, að 50 þús. tunnur af
síld sem Norðmenn hafa veitt hjer
við land í sumar, hafi verið seldar
til Bandaríkjanna. — Væri ekki
mögulegt að selja Bandaríkjamönn
um íslenska síld, sem íslendingar
veiða sjálfir?
gæti fengið ásta konu með hjálp
þeirra, hefir hann sjálfsagt metið
einskis er hann steypti sjer í
snarkasti í þetta vafasama veð-
mál.
Hann hefði átt að vita það, að
þó að hann hafði fengið hrygg-
brot, var þó engin ástæða til að
halda að jeg fengi líka hryggbrot.
Slík ályktun gat ekki verið annað
en grátleg ósamkvæmni og jeg
hafði þess vegna oft síðustu dag-
ana verið að furða mig á, hve reiðu
búinn Chatellerault hefði verið til
þess að taka á móti veðmáli mínu.
Hjer kom skýringin á þessu
loksins.
Hann liafði gert ráð fyrir að
með mig yrði farið nákvæmlega
eins á Lavédan og hann og hann
þóttist viss um, að mjer gæfist
ekki færi á að sjá hina fögru og
kaldlyndu Roxalönnu, ekki svo
mikið sem sjá hann bregða fyrir
eitt augnablik.
Hann hafði gint mig í þorpara-
lega gildu, er engum öðrum var
samboðin er erkibófum.
En örlögin höfðu tekið í taum-
ana og spilin voru gefin upp aftur,
eftir að jeg var farinn frá París.
Við höfðum gengið þannig frá
veðmálinu, að jeg hafði óbundnar
hendur til þess að fá vilja mínum
framgengt á þann hátt, sem mjer
þætti haganlegast; samt gat litið
svo út, sem einhver æðri máttur
hefði valið fyrir mig og fundið
að minsta kosti leið til þess að'
buga mótspyrnu föðurins —
brjóstvörn þá, sem Chatellerault
hafði í fullu trausti reitt sig á.
Ásmundur Sveinsson mýndhöggv
ari tók sjer far með Esju til út-
landa. Ætlar hann til Lundúna og
Parísar, og vera þar í nokkra mán-
uði. •
Um síldareinkasöluna á að halda
umræðufund á Akureyri einhverh.
næstu daga. Fundinn boða í sam*
einingu útgerðarmenn, skipstjórar
og sjómenn.
Verkafólk í klæðaverksmiðjunni
Gefjun á Akureyri gaf Einari 01-
geirssyni umboð til þess að semja
um kaup sitt eftir áramótin. En er
til átti að taka afturkallaði verka-
fólkið umboð þetta, og komst sam-
komulag á milli verkafólksins og
forstjóra verksmiðjunnar.
Jónas ráðherra hvarf burt úr
bænum í gær, tók varðskipið Oð-
in til þess að flytja sig til Borg-
arness. Hafði flogið fyrir, að sam-
herjar hans bolsarnir ætluðu að
heimsækja stjórnarráðið í gær, og
mun Jónasi hafa þótt hentugra að
vera ekki þátttakandi í þeiín
fundi. Suðurland fer til Borgar-
ness í dag kl. 10 f. h. og mun ráð-
herrann vart hafa haft svo brýnt
erindi við Borgfirðinga, að hann
hafi þurft að liitta þá endilega aj5
máli í gær, ef hitt hefði ekki verið,
að hann hafi viljað hypja sig úr
bænum einmitt þenna dag. — Til
þess þó að láta uppi eitthvert er-
indi í Borgarfirðinum, mun hann
hafa látið í veðri vaka, er þangað
kom, að hann ætlaði að „vígja'1
fjósið dýra á Hvanneyri. Guðjón
prófessor Samúelsson var í fylgð.
með ráðherranum —- til aðstoðar
við væntanlega vígslu.
Ágætt skautasvell verður á
Tjörninni í dag. Notið tækifærið
meðan það gefst.
Ríkislánið. í seinasta hefti Versl
unartíðinda er grein eftir Lárus
Jóhannesson hæstarjettarmálafl.-
mann um lántöku ríkisins liina
nýju. Segir þar m. a. svo: „Onnur
ríki hafa notað tækifærið til aþ
segja upp eldri lánum sínum til
þess að fá önnur ný með lægfi
vöxtum, og hefir (Dönum) tekist a|i
fá lán með raunverulegum vöxtuúi
rjett um 5%, þar sem raunveru-
legir vextir íslenska lánsins erU
6.18%, — Er greinilegt af þessú,
að ísland hefir í augum erlendr^t
lánveitenda mist traust frá þvi,
sem það hafði árið 1921, og ekki
síður frá því árið 1926, því ajð
þá tókst Jóni Þorlákssyni, þáver-
andi fjármálaráðherra, að fá lán
í Danmörku til kaupa á veðskulda-
brjefum, með sömu kjörum og
voru á lánum danska ríkisins uffl
það leyti. — Þetta minkaða traust
á íslandi, sem lántakanda, getur
eklci átt rót sína að rekja til van-
trausts á atvinnuvegum hjer á
landi .... hlýtur því fyrst og
fremst að vera vantraust á fjár-
málastjórn ríkisins. — Og þar sem
vænta má, að lán þetta verði tekið
til samanburðar við önnur lán ísl.
ríkisins í framtíðinni eða lán til
íslenskra fyrirtækja (t. d. Raf-
veitulán Reykjavíkur, lán til upp-
borgunar lánsins frá 1921) má
gera ráð fyrir, að þessi lántaka
verði okkur íslendingur dýr um
það er lýkur“.
Veðurfregnir um nætur. Veður-
stofan tilkynti í gær, að framvegis
verði sendar út veðurfregnir og
veðurspár kl. 1.45 mín. eftir mið-
nætti, á 1200 metra bylgju. Verða
veðurfregnir þessar og veðurspár
bygðar á veðurskeytum sem Veð-
urstofan fær um miðnætti, frá ísa-
firði, Hornafirði, Vestmannaeyj-
um, Grænlandi, Bretlandi og nokkr
um skipum, og e. t. v. víðar að.