Morgunblaðið - 27.09.1931, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.09.1931, Qupperneq 2
2 MOR<JUNBLAÐIÐ Lfllð f glnggana f Sokkabtiðfnnf í dag. Sllkl-Olfukðpuraar eru komnar aftur í öllum stærðum. Komið fljótt á meðan úr nógu er að velja. „Qeysir" Fermingarfataefni. Blátt sheviot, verulega gott, sel jeg með innkaupsverði meðan end- ist. — Hjörtur Fjeldsted, Tjarnargötu 30. RúgmíUi í slátrifi, best í Versl. Vfslr. Vefmrkðpir, Dömukjólar Skólakjólar Regnhlífar Gardínutau fallegt úrval. Nýkomið. Margskonar aðrar Haustvörur teknar upp daglega. Versl. Vik. m . =11 inr==n =1G Morgunstund gefur gull í mund, þeim, sem auglýsa í Morgunblaöinu. nr—..=ii :ini -irr^r: ..Jlíu-i Leikfjelag Reykiavíkur. Starf og áætlun. I. Áður en langt um líður hefur Leikfjelagið starfsemi sína á þessu hausti. Um nokkurn tíma hafa leikendur og aðrir starfs- menn unnið af kappi að und- irbúningi fyrstu leiksýningar vetrarins, og jeg vona, að mjer sje óhætt að segja, að fjölmarg ir bæjarbúar hlakki til að sjá ávöxtinn af þeirri iðju, ekki að eins að því er snertir fyrstu sýninguna, sem verður hinn vin sæli gamanlpikur „Imyndunar- veikin“, með Friðfinni Guð- jónssyni í aðalhlutverkinu, held ur og allar sýningarnar, sem eiga eftir að koma. Að minnsta kosti er ekki svo sjaldan spurt, hvað líði starfseminni, hvenær við ætlum að byrja að leika o. s- frv. — og sjálfsagt er að greiða þessum spurningum svör eftir því sem tök eru á. Áður vildi jeg þó víkja nokkr um orðum að starfsemi fjelags- ins á síðasta vetri, þó ekki væri til annars en skýringar á ein- hverjum hluta hins margbrotna starfs, sem áhorfendur eiga nú enn á ný kost á að kynnast frá áhorfendabekkjunum í Iðnó. — Sú hlið málsins var og er raun- ar öllum opin — galdurinn var allur sá, að kaupa aðgöngumiða að sjónleikjunum — og dómend ur blaðanna hafa þegar tekið af mjer ómak með löngum, og eins og gengur, misjafnlega hlið- hollum dómum sínum um leik- ina, eins og þeir komu fyrir sjónir frá áhorfendabekknum í Iðnó. En það eru aðrar hliðar á starfseminni, sem að jafnaði er minna rætt um, en eiga ekki síður skilið rjettan skilning og athygli bæjarbúa, og er þá fyrst til að taka fjárhagshliðina. Fjárhagur fjelagsins hefir víst aldrei staðið með miklum blóma, en út yfir tók þó vorið 1930, því þá var fjelagið bein- línis í nauðum statt sökum skulda, sem á það höfðu hlað- ist, á undanförnum 4—5 árum. Með það fyrir augum, að rjetta fjárhag fjelagsins, gerðu nokkr ir helstu leikendur og athafna- menn á þessu sviði samtök með sjer á síðastliðnum vetri, og tóku að sjer reksturinn að öllu leyti. Með aukinni hagsýni og stjórnsemi, ósjerhlífnu starfi og góðum skilningi landsstjórnar og bæjarstjórnar á hag og starfi fjelagsins, tókst svo til á síðastliðnum vetri, þrátt fyrir ó- fyrirsjáanlega örðugleika, sem steðjuðu að fjelaginu, m. a. tafir vegna viðgerðar á húsi og samkomubann, að fjárhag- urinn rjettist til muna. Þó að hagur fjelagsins sje nú stórum mun betri en í fyrra, mun starfsemi þess á komandi leikári mörgum sömu annmörk- um háð og þá. Nær þetta fyrst og fremst til leikenda og starfs- manna, sem verða enn sem fyr að sýna ósjerhlífni á hverju sviði og vinna margt og mikið fyrir litla eða enga þóknun. — Eins nær þetta til sýningar- í jölda hvers leikrits, sem verður takmarkaður, eins og í fyrra. Þetta síðasta atriði kann að koma mönnum einkennilega fyr ir sjónir, vegna þess, hve nærri liggur að ætla, að margar sýn- ingar borgi sig betur en fáar. En því er til að svara, að með- an svo hagar til, að varla er hægt að sýna leikrit fyrir minna en 800.00 kr. í beinan kveld- kostnað (auk stofnkostnaðs, sem er varlega áætlaður 1500— 2000 kr. á hvert leikrit), þá er það sýnilegt, að eftir að aðsókn linast nokkuð til muna að leikn um, þá er beint fjárhagslegt tap að halda sýningunni áfram. Þó ekki sje fyllilega sambæri- legt í öllum tilfellum, þá er hjer bent á örðugleika, sem öll leik- hús eiga við að stríða. Hjer eft- ir, sem hingað til munu sjálf- sagt mörg góð leikrit „vera tek- in af leikskrá“ eftir fáar sýn- ingar, meðan áhorfendur hafa ekki sett á sig þá gullnu reglu: að koma fljótt, að koma á fyrstu sýningarnar, ef þeir á annað borð ætla að sjá leikinn — annars eiga þeir hæglega á hættu að missa alveg af hon- um. — Það væri vel þess vert, að láta staðar numið við ýmsar fleiri hliðar á starfsemi L. R. á síðastliðnum vetri. — Það gæti .gefið tilefni til víðtækra bolla- legginga um framtíð leiklistar- innar hjer í höfuðstaðnum, og ætti það ekki illa við, þar sem hjer er verið að reisa þjóðleik- hús; en þessar hugleiðingar verð jeg því miður að leiða hjá mjer að sinni — rúmsins vegna. II. Eins og áður er sagt, byrja sýningar nú í haust á gaman- leiknum „Imyndunarveikin", og verða fyrstu sýningar núna eft- ir mánaðamótin. Yfirhöfuð mun L. R. kappkosta eftir því að sýna ljetta og skemtilega leiki í vetur, og mun þó vitanlega ekki gleyma lærdómsríkari og alvarlegri viðfangsefnunum. — Með „Imyndunarveikinni" verð ur sýndur dansleikur — ballet — og stjórnar ungfrú Rigmor Hanson leiknum og dansar sjálf. Er það í fyrsta skifti, að L. R. sýnir heilsteyptan ballet — orðið dansleikur er iðulega notað í annari merkingu, og þyrfti það að breytast — en slíkar sýningar eru algengar á leikhúsum erlendis. Kemur það sjer nú vel, að Leikfjelagið ræður nú yfir betri leiksviðs- útbúnaði en nokkru sinni fyr, vegna hringtjalds og aukinnar leiksviðslýsingar. Á eftir „ímyndunarveikinni" verður leikrit Einars H. Kvar- ans „Hallsteinn og Dóra“ vænt anlega sýnt nokkrum sinnum. Var það leikið í vor við geysi- mikla aðsókn, en sýningunum varð að hætta áður en leikur- inn væri þrautsýndur, vegna þess að áliðið var sumars. — Sýndi fjelagið sjónleikinn á Ak- ureyri við fádæma aðsókn í júlí-byrjun. Telja má víst, að einhverjum sje enn forvitni á að sjá þennan merki- lega sjónleik, sem vakið hefir svo mikið umtal og athygli um land alt. Síðar verð- ur nýtt enskt leikrit „The Ghosttrain“ sýnt, og þar á eft- ir kemur jóla-sýningin, sem að þessu sinni verður, að öllu for- fallalausu bráðfjörugur og skemtilegur þýskur söngleikur. Lengra fram í tímann verður engu lofað að svo stöddu; til umræðu hafa komið leikrit eft- ir Galsworthy, Shaw, Staven- hagen o. fl. Þá hefir fjelagið ákveðið að taka í sínar hendur sjerstakar barnasýningar, og verða til þeirra sýninga valin leikrit við hæfi „minstu áhorfendanna“, en leikendur verða valdir úr hópi þeirra yngstu, þó þannig, að eldri leikendur leiki erfið- ustu hlutverkin og stjórni sýn- ingunum. Leikendur verða allir hinir sömu og í fyrra, nema hvað ungfrú Arndís Björnsdóttir, sem þá var utanlands, hefir bætst í hópinn og svo nokkrir nýir leik- endur, sem ekki hafa leikið hjer á leiksviði fyr. L. S. Peter Freuchen heimtar að Grænland verði opnað. NRP. 26. sept. FB. Danski Grænlandsfarinn Peter Freuchen hjelt fyrirlestur í Kaup- mannahöfn í fyrradag og vítti einangrunarstefnuna viðvíkjandi Grænlandi. Kvað hann nauðsyn- legt að stofna fríhafnir á ströndum Grænlands, til þess að koma í veg fyrir að erlend skip lentu í erfið- leikum og neyð. H. I Heinz & Go. London, framleiða 57 tegundir af alls konar kryddvörum og matvörum. Baked Beans. Mixed Pickles. Sinnep. Capers. Tomat Súpa. Warsester sósa. Mayonnaise. Salad Cream. Sandw. Spread. Spaghetti m. fleski o. fl. o. fl. Reynið Heirz vörur, og sannfærist um gæðin. Atvinnuleysi á Akureyri. Bæjar- stjórn Akureyrar telur fyrirsjáan- legt, atvinnuleysi i bænum í haust og komanda vetri og hefir skorað á atvinnuveitendur að láta menn búsetta í bænum sitja fyrir vinnu, og aðvarar utanbæjarm-enn að koma þangað í atvinnuleit. (FB.). Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. „Brúarfoss" fer á þriðjudagskvöld (29.sept.) vestur og norð- ur um lanð til London. Farseðlar óskast sótt- ir fyrir hádegi á þriðju- dag. rn E.s. „Goðafoss" kom með það, sem okkur vantaði. Nú eru allar deildir fullar af nýjum vörum. - Úrvalið er ffott. Verðið er lágt. Fyrst off síðast í Haraldarbúð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.