Morgunblaðið - 27.09.1931, Síða 9
Simnudaginn 27. sept. li>81.
9
Bláa bðkln".
Ný bók á kostnað ríkissjóðs.
Útsráfukostnaður 22—25 búsund krónur.
„Emáþjófuriun, sem tekur
20 króna virði, þarf að finna,
að hann sje undir sömu
vernd og sama aðhaldi eins
og maður, sem ranglega tek-
ur frá öðrum tugi þúsunda' ‘.
Ur formála „Bláu bókar-
innar' ‘.
I.
Þegar landsreikningurinn 1929'
kom til yfirskoðunarmanna, fanst
þar útgjaldaliður í 11. gr. B. 5, að
upphæð 9450 kr., sem yfirskoðun-
armenir gátu eklti áttað sig á. Við
gjaldalið þenna voru þær einu
upplýsingar gefnar, að þetta væri
greiðsla fyrir „útdrátt nokkurra
mála“. Yfirskoðunarmenn óskuðu
eftir skýringu á þessu. Svar stjóm
arinnar var, að hjer værí um að
ræða „kostnað við prentun á mörg-
um þýðingarmiklum skjölum“. Yf-
irskoðunarmönnum þótti svarið
snubbótt ; þeir segja: „Svarið er
ófullnægjandi og því er ekki unt
að gera tillögu til úrskurðar“.
Landsreikningurinn 1929 kom
til umræðu og úrskurðar á síðasta
þingi (sumarþinginu). Jón Þór-
láksson flutti m. a. þá breytinga.r-
tillögu í Ed., að þessi ntgjalda-
liður yrði tekinn burt úr frv„ því
óviðfeldið væri fyrir Alþingi, að
samþykkja gjaldalið, sem yfir-
skoðunarmenn sæju sjer ekki færi
að gera tillögu um. Stjórnarliðið
fann þó ekki ástæðu til að bíða
eft-ir tillögu yfirskoðunarmanna, og
feldi brtt. J. Þorl.
Nú má telja þáð fyllilega upp-
lýst, til hvers þessu fje liefir verið
varið. Upphæðin er hluti prent-
unarkostnaðár „Bláu liókarinnar“
svo nefndu.
Skömmu eftir þingrofið í vor,
sagði Tryggvi Þórhallsson forsæt-
isráðherra stjórnarandstæðingum,
að liann hefði engan þátt átt í út-
gáfu rits þessa.. Og hann lýsti því
yfir, ótilkvaddur, að þessi bók
skyldi alls ekki verða send út.
Þessi yfirlýsing forsætisráðherra
verður ekki skibn á annan veg en
þann, að hann hafi talið innihald
bókarinnar þannig, að ósæmilegt
væri að láta ríkið gefa hana út.
Til þess svo að bjarga lieiðri rík-
isins frá ósómanum, sem orðinn
var, hafi ráðherrann ákveðið, að
eyðileggja upplagið, sem búið var
að prenta. En þessi góði ásetn-
ingur ráðherrans breyttist snögg-
lega, eftir að Jónas Jónsson kom
aftur í dómsmálaráðherrasætið. Og
nú er sjón sögu ríkari, því að
„Bláa bókin“ er komin út.
1
II.
Ritstj. þessa blaðs fór fyrir fám
dögum að grenslast eftir, hvar
þessi margumtalaða bók mundi fá-
anleg. Hann símaði fyrst í ráðu-
neyti forsætisráðherrans, en fekk
þa.r þær upplýsingar, að ritstjóri
Tímans sæi um útsendingu bókair-
irnar. Er þá ekki unt að fá bókina
nema ef ritstjóra Tímans Þóknast
að láta hana af hendi? spurði rit-
stjóri þessa blaðs. Var það talið
va.fasamt, en reynandi væri þó að
tala við dómsmálaráðunevtið. Því
ráði var tekið með þökkum; það
hreif, og er ritstjóri Tímans beð-
inn velvirðingar á því, að fram
hjá honum var gengið.
Þessi „Bláa bólt“ er 226 bls. í
sama broti og „Verkin tala“. —
Framan á kápunni er prentað stóru
letri: „Nokkrar skýrslur og dóm-
ar. — Gefið út að tilhlutun ríkis-
stjómarinnar.“ Skal hjer stuttlega
getíð innihalds bókarinnar.
Fyrst er Formáli; tekur hann
yfir nokkuð á 3. bls. Er hann
dags. 10. mars 1931 og nafnið
„Jónas Jónsson“ undir. Vafalaust
er það dómsmálaráðherrann. Þessi
„Formáli“ er eins konar leiðbein-
ing til lesandans um það, hvaða
ályktanir beri að draga af hinum
ýmsn skýrslum og dómum, sem á
eftir koma. En „skýrslurnar“ og
„dómarnir“ snerta. þau mál, sem
nú skal greina:
Vífilsstaðamál. Er þar birt
skýrsla nefndar þeirrar, sem þá-
verandi dómsmálaráðherra skip-
aði í árslok 1922, til þess að rann-
saka aðbúnað sjúklinga á Vífils-
stöðum. Tilefni þesarar rannsókn-
ar voru svæsnar ádeilugreinar, að-
allega í garð yfirlæknsins á Víf-
ilsstöðum. er birtst liöfðu í Alþbl.
og Tímanum. Ekki er vafi á því,
að Jónas Jónsson frá Hriflu átti
drjúgan þátt í skrifum þessum.
Var ætlun lians sú, að koma Sig-
urði Magnússyni frá hælinu. En
nefndin komst að þeirri niðurstöðu
að yfirlækuirinn hefði yfirleitt
staðið vel í stöðu sinni. Segir
nefndin í lok slcýrslunnar, að lækn-
irinn liafi unnið sama verk, og
3—4 læknar vinna á jafnstórum
heilsuhælum erlend.is. J. J. tókst
því ekki að koma Sigurði Magn-
ússyni frá liælinu.
Júppíter- og Tervani-málin.
Eigi verður sjeð, livað stjórnin
ei- að fara með því að birta á ný
skýrslu um þessi mál. Er helst svo
að skilja á „Formálanum", að
ekki sje samboðlð menningarþjóð,
að taka gildan vitnisburð óbreyttra
sjómanna í opinberum málum, svo
sem Hæstirjettur gerði í máli Jú-
píters. er hann tók gildan eiðsvar-
inn vitnisburð sjómanna á vjel-
bátnum „Trausta“. — í Tervani-
málinu er farið fljótt yfir sögu;
þar er birt brjef frá sambandi
enskra togaraeigenda, þar sem
krafist er að niður falli málsókn
gegn hinum brotlega skipstjóra. á
Tervani. svo og þakkarbrjef frá
sömu. eftir að dómsmálaráðherra
íslands hafði í heimildarleysi gefið
skipstjóra upp salcir, og loks
þakkarbrjef frá bretska konsúlat-
inu. Va.ntar því ýmislegt inn í
þetta mál, svo sem brjef dóms-
málaráðherrans, þar sem hann
leysti liinn brotlega, erlenda skip-
stjóra undan rjettmætri refsingu;
einnig vantar frásögnina um veislu
þá, sem mælt er,.->að dómsmálaráð-
herra Islands ha.fi setið með hin-
um brotlega skipstjóra .eftir að
ráðherrann hafði endurgreitt þær
3G þús. krónur, sem skipstjórinn
var krafinn um til tryggingar
sekt sinni.
Þá koma þrír dómar í landhelg-
ismáliiHi, og verður ekki sjeð hver
tilgángur er með birtingu þeirra,
ekki síst þar sem dóma.rnir eru
birtir í dómasafni. ,
Árbæjarmálið. Ætla mætti, að
stjórnin og flokkur hennar hefði
fengið nóg af rógskrifum Jónasar
frá Hriflu í sambandi við Arbæj-
armálið svo nefnda. En svo virð-
ist ekki, því að stjórnin birtir hjer
enn á ný prófin í þessu máli og
clóminn. Jafnfra.mt er gefið í skyn
í „Formálanum", að meðferð
þessa máls hafi eigi verið lögum
samkvæm. Hitt hefir þó margoft
verið sannað, að dómur undirrjett-
ar var í fullu samræmi við dóm-
venju. Um þetta bera vitni ótal
dóma.r í dómasafni yfirrjettar og
hæstarjettar. Þá þykir skýrsluhöf.
undarlegt, að í tíð fyrv. stjórnar
skyldi hafa verið áfrýjað „lítil-
vægu“ sakamáli gegn þrem mönn-
um í Rangárvallasýslu. Þetta ætt-i
höf. þó að geta skilið, þega.r hann
athugar að undirrjettardómarmn
heimfærði ekki brot hinna seku
undir þá grein hegningarlaganna,
sem vera bar.
Shellmálið. f ,Formálanum‘ seg-
ir dómsmálaráðh. um Shell-málið,
a.ð sú „mikla“ spurning vakni,
hvort h.f. Shell á íslandi sje lög-
legt, íslenskt fjelag eða ekki. Uro
þetta er það að segja, að núver-
andi dómsmálaráðh. hefir undan-
arin ár verið að grafast fyrir um
þetta. Ha.nn hefir haft í þjónustu
sinni sæg lögfræðinga. eytt tugum
þúsunda af ríkisfje til að rann-
saka þetta. Hann hefir fyrirskipað
opinbera málsókn og fengið dóm
undirrjettar og Hæstarjettar. —
Niðurstaða.n hefir orðið sú, að
þetta fjelag er talið löglegt, ís-
lenskt fjelag. Þarna er svarað
liinni „miklu“ spurningu.
Bæjarfógetamálið kemur næst.
Vonandi fer nii þetta mál að vera
nægilega birt. Þega.r Bergur Jóns-
son hafði kveðið upp sinn dóm
í málinu, var dómurinn birtur í
Tímanum á ríkissjóðs kostnað. —
Yfirskoðunarmenn landsreiknings-
ins víttu harðlega slíka meðferð á
fje ríkissjóðs og „átelja hlutdræga
notkun ríkisfjár.“ Næst voru
dómarnir birtir í dómasafn; Hæsta
rjetta.r; einnig á ríkisins kostnað,
eins og aðrir dómar þar. Loks eru
dómarnir nú birtir í þriðja sinni.
á kostnað ríkissjóðs. Yæri fróð-
legt. að fá skýrslu um, hvað búið
er að kosta miklu af opinberu fje
til að birta dóma í þessu máli.
Það er víst orðin lagleg summa..
Hegningarhúsið í Reykiavík. t
þessum kafla. eru birt fjögur brjef,
frá lögreglustjóra, dómkirkjupresti,
landlækni og hjeraðslækni, um
nauðsyn endurbóta á hegningar-
húsinu í Reykjavík. Yafala.ust
kemur mörgum það kynlega fyrir
sjónir. að stjómin skuli þirta þessi
brjef. ITndanfarið hefir dómsmála-
ráðh. sí og æ verið að hrósa sjer
fyrir umbætur á hegningarhúsinu.
Eftir þessum brjefum að dæma,
, eru það aðrir, en dómsmálaráð-
.herrann, sem hafa haft forgöngu
'í þessu máli.
Stokkseyrarmálið. Þar eru birtir
dómar undirrjettar og Hæstarjett-
ar í brunamálinu á Stokksevri;
sömu dómar eru birtir í dómasafni
Hæstarjetta.r. f „Formálanum"
segir, að dómur undirrjettar sje
„skýr og ákveðinn“ ; minna er
látið af dómi Hæstarjettar, enda
var Magnús Torfason þar óþægi-
Hgætar gulrðfur
frá Hvanneyri koma hingað um helgina. Tekið á móti
pöntunum hjá Kaupfjelagi Borgfirðinga á Laugavegi,
Tómasi Jónssyni, H. Benediktsson og Co. og Hvanneyr-
arsölunni, Tjarnargötu 5.
Átsúkbnlaði.
Snðnsúkknlaði,
Cacao.
Þegar þjer biðjið um ein-
hverja af ofangreindum
vörutegundum, þá takið
fram að það eigi að vera
frá C-I-D-A.
lega mintur á títuprjóna og salm-
íakspíritus.
Það, sem enn er óta.lið í þessu
merkilega stjórnarriti, er nánast
samtíningur og sitthvað. Þar er
Bolungarvíkurmálið (Hnífsdals-
málinu slept), Tveir hæstarjettar-
dómar (í máli S.Í.S. gegn B. Kr.
og Garðars Gíslasonar gegn Tr.
Þ.), Rannsókn í læknamálinu
(Skýrsla Þórðar Eyjólfssonar),
Útdráttur úr dagbók Þórs 1924,
Tillaga til þingsályktunar um yf-
irlæknisstöðuna við geðveikrahælið
á Kleppi' (orðrjett prentuð þál.till.
J. Þori.!) og loks Brjef frá bæjar-
'fóg'etanum í Reykjavík til stjórn-
arráðsins (frá 13. febr. 1922). Er
þá alt talið. scmti bókin hefir að
flytja. h.ins otr s.iá r.iá, er hjer
aðallega um að ræða uppprentun
á ýmsum skjölum, sem áður liafa
verið birt, og sum oftar en einu
sinni.
Af þessum síðast töldu málum,
þykir rjett að minnast aðeins á
eitt, en það er „Útdráttur úr dag-
bók Þórs 1924“. Þessum útdrætti
fjdgir svohljóðandi greinargerð í
formálanum: „Utdrátturinn vir
dagbók Þórs frá 20. mars 1924
er merkilegur þáttur í hinni byrj-
andi viðleitni tslendinga til ' að
verja landhelgina. Togararnir eru
í það sinn reknir úr landhelginni.
en ekki sóttir til saka.“
Hjeðinn Valdimarsson var fyrir
nokkuru í Alþýðublaðinu með
dylgjur í garð skipherranna Jóh.
P. Jónssonar og Friðriks Ólafsson-
pr í svipuðum anda og hjer er gert.
Þeir Jóhann og Friðrik stefndu
Hjeðni fyrir dylgjur hans og kröfð
ust þess, að hann yrði sektaður og
ummælin dæmd dauð og ómerk.
Fór fram opinber lögreglurann-
sókn í sambandi við þetta mál og
voru prófin lögð fram’ í meiðyrða-
málunum. Lögmaðurinn i Reykja-
vík kvað upp dóm í þessum meið-
yrðamálum nú í sumar, og dæmdi
Hjeðin í sekt og málskostnað
og ummælin dauð og ómerk. Af
þessu er ljóst, að skipherrunum,
Jóhanni og Friðrik, væri í lófa
lagið að fá rílrisstjórnina dæmda
fyrir dylgjwnar { þessari bók, sem
gefin er út fyrir almannafje!
III.
„Smáþjófurinn, sem tekur 20
króna virði, þarf að finna. að hann
:.;je undir sömu vernd og sama að-
haldi eins og maður. sem rang-
!ega teknr frá öðrum tugi þús-
unda''.
Þessi orð eru telrin úr formála
„Bláu bókarinnar.“
Láta mun nærri, að kostnaður-
inn v.ið útgáfu ])essarar síðustu
bókar stjórnarinnar hafi numið
22—25 þúsundum króna. Þetta fje
er ranglega og í algerðu heimild-
arleysi tekið úr ríkissjóði.
Aður hafði stjórn Afturhaldsins
Itekið um 80—90 þúsund krónur úr
ríkissjóði til útgáfu flokkslitaðra
og hlutdrægra bóka. Þetta verða
þá samtals 102—115 þúsundir kr„
sem stjórnin hefir ranglega tekið
úr ríkissjóði til útgáfu bóka.
Stjórnin hefir ekki enn fengið
maklega refsingu fyrir þetta at-
hæfi. Og á meðan svo er, er hætt
við, að smáþjófurinn, sem tekur
20 króna virði, eigi erfitt með að
finna, að hann sje undir sömu
vemd og þeir „hæstvirtu“, sem
óátalið taka — ekki tugi — held-
,ur hundruð þúsunda af almanna-
fje.