Morgunblaðið - 26.11.1933, Side 5

Morgunblaðið - 26.11.1933, Side 5
5 Sunnudaginn 26. nóv. 1933. Fyrir nokkru lögðu 30 franskar flugvjelar á stað í hópflug yfir nýlendur Frakka í Afríku. Mynd- in lijer a^ ofan er tekin á Istres-flugvellinum hjá París rjett áður en flugvjelarnar lögðu á stað. — Fremst á myndinni er foringi hópflugsins, Vuillemin hershöfðingi, 0g Pierre Cot flugmálaráðherra Frakka. — Séinnstu fregnir herma, að flugvjelaflotinn væri kominn til St- Louis í -Senegal og var gert ráð fyrir að hann hefði þar tveggja daga viðdvöl. V arhugaverð verndarstefna. I. í fyrra gerðust þau tíðindi á Alþingi, að borið var fram frum varp um að gerbanna með lög- um innflutning á niðursoðinni mjólk. Frumvarpið var sam- þykt og afgreitt sem lög og ekki bar á, að nokkur fyndi hvöt hjá sjer til þess að andmæla þeirri einstæðu löggjöf, sem hjer var á ferðinni. Þótt margar þjóðir gangi nú langt í því, að hindra innflutning frá öðrum löndum á ýmsum vörum, hefir víst eng- in þeirra tekið svo djúpt í ár- inni í þessu starfi, sem íslend- ingar, með því að bannfæra inn- flutning einnar fæðutegundar á þenna hátt. Bannið er svo rót- tækt, að engar undanþágur er hægt að gefa, hversu sem á stendur. Vöruna má heldur ekki flytja til landsins, hversu háan toll, sem menn vilja af henni greiða. II. Frumvarp þetta fekk svo góð- an byr í þinginu í> fyrra og sætti svo litlum andmælum, að nú er fram komið á Alþingi annað frumvarp, sem gerir ráð fyrir að banna gersamlega innflutn- ing á kjöti, fiskmeti, ostum, eggjum, egg.iadufti, smjöri og kartöflum. Unclanþágu frá banni þessu má ekki gefa nema fyrir smjör og kartöflur. Hvernig sem fer um frum- varp þetta, má ekki svo snúast, að ekki sé bent á hversu einstæð og varhugaverð stefna hjer er á ferðinni. Hún er varhugaverð á tvennan hátt. I fyrsta lagi gagnvart þeim erlendu þjóðum, sem vjer skiftum við. I öðru lagi gagnvart landsmönnum í heild, sem vörurnar verða að kaupa. Þar að auki er undanþágulaust aðflutningsbann, eins og þetta, svo fátítt, að það er varla sæmandi menningarþjóð, sem nokkur viðskifti hefir við um- heiminn. Það er hinn mesti mis skilningur, og ekki háskalaus, að trúa því að vjer getum leyft oss í þessu efni það, sem aðrar þjóðir treysta sér ekki til að gera. Ef þær vilja hindra inn- flutning einhverrar vöru, er það gert með tolli eða takmörk- ‘un á því vörumagni, sem inn er flutt. Algert bann á innflutn- íngi einhverrar vöru getur ann- arsstaðar ekki til mála komið, nema alveg einstæð og óvenju- leg atvik sjeu fyrir hendi. Hjer er ekki um neitt slíkt að ræða. Stefna sú, sem hjer hefir ver- ið tekin til verndar afurðasölu landsmanna innanlands, er ó- þörf. Það er óþarfi og óvitur- l.egt að taka upp svo varhuga- verða stefnu, sem þessi er, ef hægt er að ná markinu á ann- an hátt. Hjer er ekki um neitt annað að ræða en það, að forða framleiðendum innlendrar vöru frá utanaðkomandi samkeppni, er aregið gæti úr höndum þeirra söluna eða lækkað verðið. Lát- um nú svo vera, sem lengi má um deila, að þetta sje sann- gjarnt og nauðsynlegt, þá er afar auðvelt að gera þetta með | toilum, og svo háir geta þeir | verið, að enginn hafi hvöt til j þess nje getu að flytja vör-, urnar frá útlöndum. En þá skilstj mjer, að náð sé sama marki og ætlast er til með aðflutnings-j banninu. Það er ekki nauðsynlegt að slátra kálfinum til þess að hann hlaupi. ekki um alt túnið, það má tjóðra hann. Háir tollar eru í rauninni ekki annað en grímu- klætt aðflutningsbann, en þeir eru hyggilegri stefna, eins og málum er nú háttað, heldur en að taka upp það eindæmi, að gerbanna innflutning einhverr- ar vöru. Önnur hlið þessa máls og ekki sú lítilvægasta, er sú, hversu langt skuli gengið í toll- þyngslumrm. En út í það skal ekki farið Jijer. Á hitt skal að- eins bent, að tollarnir geta far- ið út í öfgar ekki síður en sú verndarstefna, sem hjer hefir verið gerð að umtalsefni. | III. Verndarstefna þessi er aðal- lprra t.il knmin vpffna landbúu-i aðarafurða landsmanna. En fiskur og fiskmeti hefir þó ver- ið tekið með, þótt innflutningur á slíku sje lítilræði eitt og geti alls engin áhrif haft á fiskfram- leiðslu landsmanna. En út af þessu má þó benda á, að tvær þjóðir, sem mest kaupa af ís- lenskum fiski, hafa talsverðan iðnað við niðursuðu á smásíld. Þessa smásíld er landsmönnum bannað að kaupa af þessum þjóðum fyrír nokkur þúsund krónur á ári meðan þær kaupa af oss fyrir tugi miljóna og öll aíkoma vor er undir þeirra við- skiftum komin. Undanþágulaust innflutningsbann á portugölsk- um sardínum gæti haft æði- mikla örðugleika í för með sér. Og hjer er verið að gera til- raun til að setja bann á inn- flutning fiskmetis, sem þjóðar búskapinn skiftir engu máli. Framleiðsla á eggjum svo nokkru nemi, er enn í bernsku hjer á landi og er langt frá því að enn sje framleitt hér nóg af eggjum alt árið. Hænsabú hafa risið upp mörg síðan innflutn- ingsbannið hófst 1931, vegna þess að innflutningur eggja hefir verið mjög takmarkaður. En framleiðsla þessi hefir ekki farið varhluta af barnasjúkdóm um, eins og við er að búast, og virðist þessi rekstur mjög á reiki og lítt orðinn fastur í sessi. Til þess að hægt sé að lögbanna innflutning jafnnauðsynlegrar vöru og eggja, verður hin inn- lenda framleiðsla vörunnar að standa á öruggari grundvelli en hún gerir nú hjá oss. Auk þess má ekki verð og vöruvönd- un standa mjög langt að baki því, sem annarsstaðar tíðkast. Jeg hefi aðeins drepið á þessi tvö atriði í sambandi við frumvarpið, til þess að sýna fram á að fleira getur verið var- hugavert við það en stefnan, sem það byggist á. I stað þess að koma með í mörgu lagi slík- ar verndarráðstafanir, sem hvorki eru fugl nje fiskur, virð- ist nær að skynsamlegur grund- völlur sje nú þegar lagður fyr- ir vernd innlendu vörunnar í heild og innflutningshöftin um leið afnumin. Björn Ólafsson.. . Þökkum hjartanlega hinar mörgu og hlýju hamingjuóskir og gjafir á 40 ára hjúskaparafmæli okkar. Guð launi ykkur öllum. Margrjet og Halldór Ó. Sigurðsson. fakB'ífsiin RevM ví ur, (Halldór Sigurbjörnsson) Hafnarstræti 17. Sími 2742. Kemisk fata og skinnvöru hreinsun. Litun. Hraðpressun. Hattapressun. Látið okkur gufuhreinsa, lita eða kemisk hreinsa fatnað yðar, og þjer munuð sannfærast um að þjer fáið það hvergi ódýrara nje betur gert. Afgreiðsla í Hafnarf. hjá Ólafi Jónssyni kaupm. Sími 9148. Afgr. í Keflavík hjá Skúla Hallssyni bilstjóra. Sími 36. Afgreiðsla í Vestmannaeyjum hjá Jóni Sigurðssyni klæð- skera. Sími 143. Hvergi fljótari nje betri afgreiðsla. Hreinsum og pressum karlmannsbindi, föt og hatta yðar meðan þjer bíðið. — Sjerstök biðstofa. Sent gegn póstkröfu um land alt. Tökum að okkur allar viðgerðir á karlmannafatnaði. Houpmenn og kaupfielög! Höfum fengið Konfektrúsínur í pökkum og kössum og Gráfíkjur í pökkum og kössum. Birgðir mjög takmarkaðar. Væntanlegt næstu daga: Epli, Delieious, Jonathan og Machintos. Appelsínur, Jaffa og suðafríkanskar. Vínber. Laukur. Kartöflur. Rúsínur. Fíkjur í pökkum og 10 kg. kössum. | Éggert Kristjánsson & Co. Ef yður ekki er sama hvort rafmagnsreikningurinn er hár eða lág- ur, þá kaupið hinar viðurkendu V.I.R. raf- magnsperur, sem eru framúrskarandi straum- sparar. Kosta aðeins 90 aura stykkið. Helgi Magnússon & €o. Hafnarstræti 19. Bannhneyksli í U. S. A. Berlín. 25. nóv. F. Ú. 1 Bandaríkjunum hefir ný- lega verið kveðinn upp dómur í einu stærsta smygl- og bruggun- armáli, sem þar hefir komið fyr- ir. Ákærðir voru 78 menn, og fengu flestir þeirra fangelsis- dóm. Meðal hinna ákærðu voru öldungaráðsmaður í einu af sam bandsríkjunum, og ritari ríkis- stjórans í sama ríki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.