Morgunblaðið - 21.12.1933, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.12.1933, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ 'iw? KiDDABUÐ býður yður aðeins bað besta: Delicious-epll, heimsþekt fyrir gæði. Jaffa«appelsínur, stórar. Bananar, nýir, fullþroskaðir. Vínber stór og góð. Confektöskiur, mikið úrval. Hncttir. Confektrúsínur. Döðltir. Fíkjar. K1D DAB Þórsgötu 14. Sími 4060. Spil, margar teg. Kerti, smá, ísl. og útl. Kerti, stór, ísl. og útl. <iW? KOMID i ufMttMHto. MttaM n Þar munið þið gera bestu viðskiftin til jólanna, bæði hvað gjafir snertir og einnig til eigin notkunar. Þar fáið þið til dæmis: Nærföt, sokka, trefla, vasaklúta hanska, sjöl og ekki að gleyma hinum óviðjafnanlegu: Lifstykkjum, brjósthöldum, mjaðmabeltum og ótal mörgu fleira, sem ekki er rúm til að telja hjer upp.. Gæði og verð óaðfinnanlegt. Komið, skoðið. Þjer munið kaupa. UistykMabúðln. HefnariM 11. JÍú er númer komíð á húsíð. Dagbók. Veðrfö (miðvikudagskv. kl. 5): S- og SV-átt með 7—8 st. hita um alt land. Ný lægð mun vera að nálgast suðvestan af hafi og er því búist við að herði S-áttina til muna á morgun. — Lægð hefir myndast í dag fyrir rorðaustan Island og veldur hún NAN fárviðri (12 vindstig) á Jan Mayen. Veðurútlit í Rvík í dag: S- hvassviðri og rigning. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Guðríður Oddsdóttir og Kjart- an Helgason, Moshúsum, Mið- nesi. Bæjarstjómarfundur er í dag kl. 5 í Kaupþingssalnum. Fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs og hafn arsjóðs fyrir næsta ár verður þar til umræðu. Verslanir verða opnar til kl. 10 í kvöld. Innbrot í Hafnarfirði. I fyrri- iiótt var brotist inn í Áfengis- Verslunina í Hafnarfirði og stolið 20 flöskum af Portvíni. Hafði verið rifinn hleri frá glugga, er vissi út að portinu «g rúðan brotin. Um 15 krónur í peningum voru í ólokaðri skúffu í búðinni, en ekkert hafði verði snert við þeim. K. F. U. M. A.—D. fundur í kvöld kl. 814. .Framkvæmda- sidórinn talar. Allir karlmenn velkomnir. fsland. Samkvæmt fregnum frá Kalundborg í gærkvöldi hafði ísinn ekki heft för gufu- skjpsins „lsland“ um dönsku sundin, og er skipið væntanlegt til Kaupmannahafnar í dag. Gjafir til Mæðrastyrksnefnd- arinnar: Frá konu 10 kr. Tveir fatabögglar. Gjöfum til Mæðrastyrksnefnd arinnar er veitt móttaka í Vinnu miðstöð kvenna, Þingholtsstræti 18, frá kl. 3—6 á daginn og á afgreiðslum dagblaðanna. Esja var á leið til Bíldudals í gærmorgun. Alþýðublaðið birti í gær Ianga frásögn af fundi í fulltrúaráði Mjólkurfjelags Reykjavíkur. — Var frásögn blaðsins hreinn til- búningur, röng í öllum atriðum, að því er Mbl. hefir frjett. Norðlenskur rjómi. Hingað eh von á bíl í kvöld með rjóma- flutning að norðan. Er sumt af rjómanum frá Mjólkursamlagi Byfirðinga, en sumt úr Húna- vátnssýslu. Bíll fór hjeðan frá Mjólkurfjelagi Reykjavíkur til BlÖnduóss til að teækja rjómann, en bíll af Akureyri flutti hann þangað. Tók M. R. þetta ráð til að bæta úr rjómaeklu sem búast mátti annars við að yrði hjer um jólin. Björgunarskipið breska, sem á að reyna að bjarga enska tog- aranum „Margaret Clark“, kom hingað í gærkvöldi. Liggur það ná hjer og bíður það hagstæðs véðurs, að komist verði að tog- aranum. Slysatrygging ríkisins tilkynn ir í auglýsingu í dag um slysa- tryggingu sendisveina. Næturvörður verður í nótt í Reykjavíkur Apóteki og Lyfja- búðinni Iðunn. Smákom heitir lítill bækling- ur, sem nýkominn er út, eftir Guðrúnu Finnsdóttur, og er hún iálf útgefandi. Kannast marg- ’ bæjarbúar við þessa rauna- mæddu gömlu konu, sem haft ;efir við mikla og erfiða van- heilsu að búa áratugum saman. I bækling sinn ritar hún hug- í pontisku mýrunum. Sunnan við Rómaborg eru hinar svonefndu pontisku mýr- ar. Var það til skams tíma fenja flói, óbyggilegur öllum mönn- um. Nú hefir Mússólíni látið ræsa mýrarnar fram og gera þar akra og borgir. Fyrsta borg- in, sem þar var bygð, heitir Lit- toria, og sjest hjer á myndinni ráðhúsið, sem þar hefir verið reist. leiðingar sínar og um reynslu þá er lífið hefir veitt henni. Bæklingurinn fæst á afgreiðslu Morgunblaðsins. Ötvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. Endurtekn- ing frjetta o. fl. 19.00 Tónleik- ar. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Tilkynningar. 19.25 Dagskrá næstu viku. Tónleikar. 19.50 Tilkynningar. 20.00 Klukku- sláttur. Frjettir. 20.30 Erindi: ísland erlendis. (Vilhj. Finsen ritstjóri). 21.00 Tónleikar. (Út- varpstríóið). Grammófón: Men- delsohn: Symphonia No. 4 í A- dúr. (Scala orkester, Milano). Togaramir. Bragi kom frá Englandi í gærmorgun og fór á veiðar í gærkvöldi. „Hannes ráðherra" fór á veiðar í gær- morgun. Karlsefni fór til Isa- fjarðar í gærmorgun til þess að kaupa bátafisk fyrir vestan. — Geir hefir verið á veiðum, kom hingað í gærmorgun, en fór strax aftur á veiðar. Hilmir fór á veiðar í gær. Kópur var vænt- anlegur hingað frá Englandi í gærkvöldi. t Meðal farþega hjeðan' með Lyru í gær til Bergen voru: Guðmundur Helgason, Halldór Guðmundsson, Reidar Sörensen, Kristþór Alexandersson, Þor- steinn Hannesson, og Gunnþ. Bjömsdóttir til Thorshavn. Til Vestmannaeyja: Matthildur Karlsson, Margrjet Gunnars- dóttir, Hulda Magnúsdótt- ir, Anna. Einarsdótir, Magnús Magnússon, Snorri Halldórsson. Skeiðamenn hafa nýlega lok- ið við smíði á vönduðum heima vistarskóla fyrir böm. Stendur skólinn nálægt Húsatóftum. Jólablað Spegilsins kemur út á morgun, þrefalt að stærð og með litmyndum. Eimskip. Gullfoss er í Reykja vík. Goðafoss er í Reykjavík. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Dettifoss fór til Hull og Ham- borgar í gærkvöldi. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er í Reykjavík. Mæðrastyrksnefndin hefir upplýsingaskrifstofu opna á mánudagskvöldum og fimtu- dagskvöldum kl. 8—10 í Þing- holtsstræti 18, niðri. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Frá tveimur litlum stúlkum, fundið á götu 1 kr. og 2 aurar. Áheit frá Þ. M. 10 kr. Kærar þakkir. Ól. B. Björnsson. Gjöf til björgunarskútusjóðs Slysavarnaf jelags íslands að upphæð kr. 1000.00 — eitt þús- und krónur — frá einum eldri borgara bæjarins sem ekki vill láta nafns síns getið. Hjartans þakkir f. h. Slysavarnafjelags Islands. Þorst. Þorsteinsson, Vatnsveitan lokúð. í dag verð ur lokað fyrir vatnið í þeinr hluta austurbæjar, sunnan Laugavegar 0g vestan Hring- bráutar, sem venjulega verður ekki fyrir vatnsskorti. Þennan tíma verður reynt að koma vatni upp á Skólavörðuhæðina .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.