Morgunblaðið - 21.12.1933, Page 8

Morgunblaðið - 21.12.1933, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ] Sma-auglýsingar Postulíns kaffistell og bolla- pör með heildsöluverði á Lauf- ásveg 44. í jólapokana fæst nú, sem fyr, mikið af allkonar sælgæti í Tóbakshúsinu, Austurstræti 17. — Jólavörur. Hattar harðir og linir, manchettskyrtur hvítar og mislitar, húfur, nærföt, háls- bindi, dömusokkar og márgt fleira. Karlmannahattabúðin, Hafnarstræti 18. Georgette með flauelisrósum í langfallegustu úrvali í Versl. „Dyngja“. Frönsk Sjöl eru besta jóla- gjöfin fyrir konur á peysuföt- um, fást í Versl. „Dyngja“, Bankastræti 3. Ullarvesti á Drengi eru ný- komin. Versl. „Dyngja“. Silki-Kaffidúkar, hvítir og mislitir, verð frá 7.10. Versl. „Dyngja“. Silki- og Isgarnssokkar á 1.75 eru komnir aftur. Versl. „Dyngja". Slifsi, Slifsisborðar, Upphluts- skyrtuefni, Ullarklæði. Alt fæst þetta í Versl. „Dyngja“. Vasaklútakassar o g Vasa- klútamöppur. Versl. „Dyngja“. Tilbúnir Skúfar og Skúfsilki. Versl. „Dyngja“, Bankastræti 3. Hótel Skjaldbreið. Tökum á móti pöntunum á jólamatnum til föstudagskvölds. Virðingar- fylst. Hótel Skjaldbreið. Sími 3549. Corselet, Lífstykki og Sokka- bandastrengir. Einnig nokkur Silkiundirlíf við peysuföt. Versl. „Dyngja“. Flóra, Vesturgötu 17, sími 2039. Jólatrjen komin og úrval af græn- um greinum. Mogunblaðið fæst í Café Svanur við Barónsstíg og Grettisgötu. Vanti yður kjól, ættuð þjer að athuga tilbúnu kjólana hjá mjer. Fallegan kjól fáið þjer fyrir kr. 24.00. Alla Stefáns. Vesturgötu 3 (Liverpool). Nýr silungur. Nordals-íshús. Sími 3007. Jólaspilin og spilaborðin eru best á Vatnsstíg 3. Húsgagnaversl. Reykjavíkur. Dúkkur í miklu úrvali, ný- komnar. — Leikfangagerðin, Laugaveg 19. Handmáluð kaffistell óvenju- lega falleg, með tækifærisverði í Leikfangagerðinni á Lauga- veg 19. 1 Dívanar, dýnur og alls konar I stoppuð húsgögn. — Vandað 1 efni. Vönduð vinna- VatnssL 3 ‘J Húsgagnaverslun Reykjavíkur Jeg heilsa þjer. Ljóð eftir Guðmund Daníelsson frá Gutt- ormshaga. Reykjavík 1933. Höfundur þessara ljóða er ungur maður við nám í Kenn- araskólanum. Minnist jeg þess ekki að hafa sjeð eftir hann Ijóð á prenti fyr en nú, er hann kemur fram með þessa bók, sem er 112 bls. að stærð og hefir inni að halda 51 kvæði. Hefir margur lagt af stað með minna, enda bera kvæðin sjálf þess vott, að maðurinn er stór- hugá. Það leynir sjer ekki, að höf. er sjerstaklegá, ljett um að yrkja. Honum vefst aldrei tunga um tönn og hann stiklar Ijett og liðlega á erfiðum hátt- um jafnt sem hinum ljettu. Mál hans verður því eðlilegt og ó- þvingað, hvergi myrkt eða tor- sótt. Mjer flýgur í hug við lest- ur kvæðahna, hvort hjer muni vera að koma fram á sjónar- sviðið nýr rangæskur rímsnill- ingur, sem eigi eftir að komast til jafns við Guðmund Guð- mundsson í orðsins list. Tíminn verður að skera úr því. Annað einkenni kemur og fljótt í Ijós við lestur þessarar bókar, að höfundurinn er skil- getið bam 20. aldarinnar. Hann er nútíðarinnar maður. Ein- staka sinnum bregður jafnvel fyrir expressionisma í kvæðum hans (Harmur, bls. 48; Ást, bls. 80 og víðar). Þar til vil jeg telja samlíkingar hans ýms- ar, sem okkar realistisku klass- ikurum hefði ekki komið til hugar að leyfa sjer að nota. — Um fjöllin segir hann: Sum eru blá eins og cheviot, en sum eru hvít af mjöll. (Vegamaðurinn, bls. 10) Um kaupakonurnar segir hann: Ást þeirra er hyldjúp, sem hafið 0g heitari en föt úr ull. (Kaupakonur, bls. 8). Og í sama kvæði segir hann: Þær komu eins og kríuhópur, eða kindur, sem mæta stygð. Og í kvæðinu Bæn (bls. 16), kemst hann svo að orði: Bæn mín er stór sem biblían • hans afa. Þessar djörfu samlíkingar og hæpnu frá sjónarmiði skáld- legrar fegurðar eru ávöxtur hinna nýjustu skáldskapar- stefna, sem komið hafa upp eftir ófriðinn mikla og borist hafa hingað til lands. Flest eru kvæði höfundar kendarljóð. Eru þau yfirleitt vel ort og allvíða glitrar þar í gull innan um ljettari málma. Með bestu kvæðunum af því tæi eru Síðasta sjóferðin (bls. 13) og Skógarganga (bls. 11). Þar er lesandinn í andrúmslofti hins þýska snillings Heine, sem mörgum íslendingum hefir fall- ið skálda best í geð, enda ort margt í hans anda og stíl, hvort sem það hefir verið þeim sjálfrátt eða ósjálfrátt. — Til þessa flokks heyra enn frem- ur kvæði eins og Þú veröld (bls. 30), Vindurinn tók blóm- ið mitt (bls. 65), Nótt (bls. 78), Við tjörnina (bls. 89), Særingar (bls. 101) og Síðasta sigarettan (bls. 104). Vanda- samt er að yrkja um augna-1 bliks blæbrigði hugans, svo að , úr því verði annað en áferðar- j sljett rím, en kvæði þessi og fleiri í bókinni gefa vonir um, að höfundurinn sje það mikill listamaður í eðli sínu, að hon- um sje óhætt að halda áfram í þeirri kveðskapargrein. En lífið og starfið verður honum einnig yrkisefni. Hann ber aðdáun fyrir þeim, sem erja jörðina og rækta hana. — Viðhorf hans við þessum efn- um speglast í kvæðinu Útsýn (bls. 27), sem er gott kvæði og fult af framfarahug og bjartsýni: , Knýjast hjól á kargann, kvama undur móann. Holtasveitin hýmar. Hvítá vökvar Flóann. Vellir vefjast grasi. Vaxa grænir meiðir. Og til allra átta opnast nýjar leiðir. Bæði í þessu kvæði og fleirum, t. d. Þverárbrú (bls. 33) bland- ast saman hjá skáldinu þjóð- rækni og trú á land og þjóð og áhrif frá nýjum þjóðfjelags- kenningum, sem höf. er auð- sjáanlega snortinn af, og kem- ur það ljósast fram í kvæðinu Bylting (bls. 49), sem er hvort tveggja í senn, lýsing á ástand- inu, lýsing á byltingunni og framtíðarsýn, þegar „böls mun alls batna“. En hann stendur engu að síður á þjóðlegri rót. Ást hans á íslenskri jörð er undirtónn í mörgum kvæðum hans. Auk þeirra kvæða, sem síðast voru nefnd, má sjerstak- lega nefna kvæðið Vor (bls. 22) og Jökulgil (bls. 55). Það endar svo: Hjerna er alt úr eldi, klöpp og klaka, með kynjasvip, er töfrar huga mahns, svo hjeðan allir halda leið til baka með hugargull og ást til þessa lands. Tvö kvæði em í bókinni sögu- legs efnis, Einar Þveræingur (bls. 81) og Kári Sölmundar- son (bls. 85), hvorttveggja vel gerð kvæði. Með bók þessari hefir höf. farið mjög myndarlega af stað, og hann má óhræddur halda áfram. Hann virðist eiga eld- móð æskunnar í ríkum mæli, og honum er ljett um mál. — Yngsta kynslóðin í landinu hef- ir eignast góða fulltrúa á skáldaþinginu, þar sem eru þeir höfundur þessarar bókar, og Bjami M. Gíslason, sem með skömmu millibili, hafa báðir hvatt sjer svo skörulega hljóðs, að alt bendir til þess, að mikils megi af þeim vænta. G. J. Úrvalsleðurvöru. Kventöskur feikna úrval, einnig seðlaveski, seðla- buddur, ferðaáhöld, skjala-, sköla- Og músík— möppur. Eindæma miklu úr að velja af allskonar fallegúm en ódýrum buddum handa kvenfólki, karlmönnum, drengjum og télpum. Cigarettuveski úr leðri frá 1.50. Lyklabuddur, vasagreiður og speglar, sjálfblekungar, blýantar, spil frá 35 aur- um og spilapeningar. Bamatöskur mjög fallegar og fleira. Ódýr veski tekin upp í dag. LEÐURVÖRUDEILDIN. HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ. Bankastræti 7 (við hliðina á skóbúð Lárusar). ATLABÚ Ð. Laugaveg 38. Að gefnu tilefni viljum vjer tilkynna að versluninni er lokað alla laugardaga kl. 12 á hádegi. Enn fremúr það, að ekki verður svarað í síma á Þorláksmessu og laugardaginn 30. desember. Vínverslun Ríkisins. Jólakjólar. Enn er tækifæri til þess að fá fallegan jólakjól. Eftirmiðdagskjólar frá kr. 24.00 Samkvæmiskjólar frá kr. 29.00 Alt nýjasta tíska. Alla Stefáns. Vesturgötu 3 (Liverpool). Hin margeftirspurðu Gólfteppi Olg Gólfrenningar eru nú komnir aftur. Sömuleiðis fallegt úrval af Dívanteppum. Brsuns-verslun S „ÚLFABLÓГ Ijóðmæli Álfs frá Klettstíu, hafa flogið út undanfarna daga, enda. engin ný ljóðabók hlotið jafn góða dóma. — Hjer skulu birtir tveir smákaflar úr „Stormi“, sem kom út í gær: „Ljóð hans eru „lyrislcnáttúrulýsingar víða ágætar, og mörg eru ort undir nýjum, fögrum og hrynjandi bragarháttum‘‘. „ÍJr kvæðinu „Haustsálmur“, sem er eitthvert fegursta kvæð- -iS í bókinni, enda svo ágætt kvæði, að hvert stórskáld væri full- sæml af —----------“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.