Morgunblaðið - 28.01.1934, Blaðsíða 11
M0RGUN.BLAÐ1Ð
ii±
stjórn Cháutemps orðið i'yrir mikl-
nm árásum. Chautemps hefir hvað
eftir annað fullvissað um, að Stav-
íski-málið verði rannsakað til hlýt
ar og engum hlíft. Eftir langar
umræður í þinginu fekk stjórnin
traustsyfirlýsingu. En þetta fjár-
glæframál hefír veikt aðstöðu
Chautemps-stjórnarinnár og meira
en það. Það hefir gefið þeim hyr
í seglin, sem vilja kollvarpa nú-
verandi þingræðisfyrirkomulagi í
Frakklandi.
Khöfn í janúar 1934.
t
Minningarorð.
Nýlátin er á heimili sínu á Ytra-
Hólmi á Akranesi hin merka og
góða kona Sigurbjörg Sigurðar-
•dóttir Ottesen frá Efstabæ í
Skorradal, 75 ára að aldri. Hún
bjó allan sinn búskap á Ytra-
Hólmi með mamli sínum Oddgeir
Ottesen, Pjeturssonar Ottesen,
Pjetur faðir Oddgeirs fluttist vest-
an af Snæfellsnesi og keypti jörð-
ina Ytra-Hólin eftir lát sr. Hann-
<>sar Stephensen. ^igurbjörg heitin
misti mann sinn fyrir nokkrum ár-
um, hætti þá búskap, en var eftir
það hjá syni sínum Pjetri Ottesen
alþm., sem tók þar við jörðinni og
h'efii búið þar síðaii með mikilli
í ausn og prýði.
Sigurbjörg lieitin var mjög vel
■skynsöm kona, dul og fáskiftin,
stilt og háttprúð, trygg Og vin-
föst með afburðum. Hún var sein-
tekin, en vinátta hennar entist
þess betur.
Heimilið var hennar héimur,
■eins og margra góðra kvenna fyr
•og síðar, og naut því óskift dugn-
aðar hennar og inikilla hæfileika,
sem margvíslega hafa borið heilla-
vænlega ávexti.
Þau hjón 'áttu tvo sýni, Pjetur
alþm., eins og áður er sagt, og
Morten, starfsmann í kreppulána-
sjóðnum.
Sígurbjörg heitin var jarð-
«ett að Görðum á Akranesi í gær.
Blessuð sje hennar minning.
0.
i-m*
Amerísk flugkona,
Helén Richey, setti nýlega met í
þolflugi ásamt ungri konu, Mrs.
Frances Marsalis. Þær voru á flugi \
í nær 10 sólarhringa samfleýtt. I
Glevum“
ifinoarvielar
ji I
og
fðsturnæiur.
Storðir frá 40 «1 36.000 egg. - 32 ARA BEYNjSLA.
9
Abyrgð verk§mið)unnar á hverri einustu
GLEVUM útungunarvjel er þessi:
1. Vjelin hefur sjálfvirka loft-endurnýjun. Loftið í vjelinni (eggjarúminu)
er algjörlega Kreint.
2. Vjelin er sjálfvirk, útbúin þeim nákvæmasta stilli sem enn hefur verið
fundinn upp. Hitastigið helst því altaf jafnt, svo að ekki getur munað
nema hálfu hitastigi.
3. Vjelin er þannig gerð, að lofthitinn er jafn yfir öllum eggja-skúffunum.
4. Vjelin notar minni olíu, og er því ódýrari í rekstri en nokkur önnur út-
ungunarvjel.
5. Vjelina er auðvelt að setja upp, og hún er sjálfvirk í notkun. Þess vegna
er þetta vjelin fyrir j>á sem ekki hafa notað útungunarvjel áður.
6. Auðveldara er að nota þessa vjel en nokkra aðra útungunarvjel, sem til
er á markaðinum, þar eð hún þarf minni pössun og vinnu.
7. Vjelin er nákvæmlega eins og henni er lýst.
8. Vjelin framleiðir stærri, hraustari og fleiri unga en nokkur önnur gerð af
útungunarvjelum.
9. Ef eitthvað J>að kemur fram við notkun vjelarinnar, sem öðruvísi er en
það sem hjer hefur verið lýst, getur kaupandinn skilað vjelinni aftur innan
60 daga, og þá fengið endurgreitt að fullu það sem hann kann að hafa
greitt af kaupverðinu.
Með öðrum orðum, vérksmiðjan ábyrgist að GLEVUM vínni svo í yðar höndum að ÞJER verðið ánægð-
ur með hana. Ekki einungis að hún vinni vel í höndunum á einhverjum öðrum — heldúr einnig í yðar
höndum. Með þessum skilmálum getur ekki verið varhugavert af yður að kaupa GLEVUM. —
ILEVIMI Lfistirisiur „PTIIMID
Ift
er hin nýjasta og fullkomnasta gerð af kjúklingafóstrum, sem enn hefir verið fundin upp. Heita loftið
er algjörlega hreint og laust við alla olíustybbu.
OIIVIIM itunguiarvlelar ug kifikllnguffisirur
eru til sýnis hjer á staönum öllum þeim sem áhuga liafa fyrir því besta sem fundið hefir verið upp á
sviði alifuglaræktarinnar.
LeiliH upplýsinga og skoðið GLEVUM vjelarnar hjá
fiilni Eliykiivikir.