Morgunblaðið - 28.01.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.01.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Reykjavíkurbrjef. 27. janúar. Fiskútflutningurimi. Fjögur fisktökuskip frá Sölu- aambandinu leggja frá landi full- fermd tit markaðslandanna nú um úelgina, en verið er að skipa farmi í 2 í viðbót. Búist er við ’ talsverðum fiskútflutningi í febrú- ar, og fiskbirgðir verði að mestu seldar, á næstu tveim mánuðum, eða þegar nýi fiskurinn kemur á markað. Bn fyrir fiskverð og fisk- ▼erslunina er það, sem kunnugt er tálið mjög mikilsvarðandi, að fyrra árs fiskur sje ekki óseldur, þegar afurðir hinnar nýju vertíðar ioma á markaðinn. Sölusambandið. Með hverju ári koma betur og betur í ljós kostir þess skipulags, sem sölusamþandið hefir á fiskút- flutningnum og fisksölunni. Aðal- atriðið er þetta: Sölusambandið hefir sífelt vakandi auga með því, hvar markaður er fyrir fiskinn, hvar birgðir eru svo litlar í mark- aðslöndunum, að óhætt er að bæta ▼ið, án þess um sje að ræða óeðli- legt framboð vörunnar er lækkar ▼erðið, og að viðskiftamennina ▼anti aldrei fisk, svo salan geti laldist stöðugt og truflanalaus. A fjárkrepputímum eins og nú, þeg- ar framleiðendur knýjast til að fleygja framleiðslu sinni á mark- að sem fyrst, til þess að koma henni í verð, er alveg fyrirsjáan- legt, að óstöðugt og óskipulagt framboð hlyti að verðfella fiskinn *vo. að brátt leiddi til fullkomins ófarnaðar fyrir aðalatvinnuveg ▼orn. ísfiskur. Alveg óvenjulega hátt verð á íslenskum ísfiski í Englandi í janú ar, hefir bætt nokkuð halla þann sem verið hefir á ísfiskveiðum tog- aranna á þessum vetri. Hefir feng- ist tvöfalt og þrefalt meðalverð fyrir fiskinn. Þetta háa verðlag stafar af því, hve lítill fiskur hefir borist á hinn enska markað, sakir ógæfta óg ill- ▼iðra við Bjarnareyju, Noregs- strönd og í Norðursjónum. Þegar ▼eðrátta breytist dettur verðlagið niður aftur. En allmikið hefir það hækkað meðalverð ísfiskjarins að talsvert hefir verið flutt af bátafiski til Englands, sem reynist vel á hinum enska markaði. Síldveiði er nú byrjuð aftur fyrir austan. einkum á Norðfirði. Hafa einir þrír farmar farið út af ísaðri síld. Per hún til Þýskalands. Er hjer um að ræða nýja vetrar- atvinnú fyrir Austfjarðakaupstað- ina, sem á þessum vetri hefir til- tölulega fyrirhafnarlítið gefið tugi þúsunda í aðra hönd. Skipulagsmál. I Lesbók Morgunblaðsins í dag er mjög eftirtektarverð grein eftir Sigurð Guðmundsson húsameistara um skipulag Reykjavíkur, einkum miðbæjarins, og fylgir uppdráttur, þar sem Sigurður gerir grein fyrir tillögum sínum. í mjög verulegum atriðum leggur hann til að breytt ▼erði um skipulag þessa bæjar- hluta frá tillögum þeim, er skipu- lagsnefnd gerði á sínum tíma. En tillögur, eða skipulagsuppdráttur nefndarinnar náði aldrei staðfest- ingu, sem kunnugt er. Tillögur Sigurðar um breytta húsaskipun í Miðbænum miða fyrst og fremst að því, að gera bæinn greiðfærari fyrir mikla um- ferð, götur í beinna áframhaldi, en nú er, t. d. að framlengja Amt- mannsstíg í beinu áframhaldi til Kirkjustrætis, gera gott og ein- lægt götusamband milli hafnarinn- jar.og Lækjartorgs, o. fl. o. fl. Mjög er það mikilsvarðandi fyr- ir Reykjavík hvernig tekst með skipulagsmálin. Það dylst engum, að húsaskipun í elsta hluta bæjar- ins þarf að breyta í verulegum at- riðum. Er mikisvirði að fá um þetta tillögur hugkvæmra smekk- manna, eins og Sigurðar Guð- múndssonar. Reykvíkingar munu veita till.ögum hans athygli. Bæjarstjóri á Akureyri. A fundi í bæjarstjórn Akureyr- ar á fÖstudagskvöld var sú á- kvörðun tekin, að veita Steini Steinsen verkfræðing bæjarstjóra- stöðuna, en um það efni hefir staðið talsverður styr, sem kunn- ugt er. Síðan bæjarstjórastaðan var stofnuð á Akureyri, hefir Jón Sveinssön gegnt því embætti. Samkv. fregn frá Akureyri er eigi talið víst, að endirinn verði sá, að Steinn Steinsen taki við stöðunni, því hann hefir sótt um hana með því skilyrði, að launa- kjör hans yrðu hin sömu og kjör Jóns hafa verið, en staðan var auglýst með byrjunarlaunum án þeirfa uppbótá, er Jón hefir haft, og þannig samþykti bæjarstjórn að veita hana. Dýr fulltrúi. Pramsóknarmaður einn lagði fsaman, og táldi á fingrum sjer kostnað flokksins við að koma Hermauní Jónassyni í bæjarstjórn, og þótti upphæðin orðin há. Til blaðaútgáfu skutu Pram- sóknarmenn samán 80 þúsundum í haust, sem kunnugt er. Ofan á þetta bæt.ist alt kosningaúmstang og kostnaður. Komst flokksmaður Hermanns að þeirri niðurstöðu að kílóið í þessum eina fulltrúa Pramsóknar í bæjarstjórn Reýkjavíkur sjé kom ið á 2. þúsmid krónur. Rjett athugað. Aldrei hafa sósíalistar hjer í bænum lagt eins mikið að sjer við kosningar, eins og við hinar ný- afstöðnu bæjarstjórnarkosningar. Aldrei hafa þeir tékið eins til orða um sigurvissu sína. Dag eftir dag talaði Alþýðublaðið um. að eftir 20. janúar færu sósíalistar með völdin hjer í bæuum. Bæjarbúum lofuðu þeir öllum þeim fríðindum, sem þeim húgkvæmdist að setja á prent, án nokkurs tillits til þess, hvort efndir væru mögulegar. At- vinnuleysi þóttust þeir ætla að afnema svo til samdægurs með einu handbragði, eins og numin eru úr gildi lög eða reglugerðir. Og alt eftir þessu. Því sósíalistar hjer í bænum litu svo á, sem alveg laukrjett er, að þetta var síðasta mögulega tækifæri fyrir þá að fá meirihluta hjer í bænum. Næstu 4 árin verða þjóðinni svo lærdómsrík um ó- stjórn og ónytjungshátt sósíalista, að fylgi þeirra hlýtur að þverra frá því sem nú er. Loforðin. í kosningahitanum leiddi Al- 5=5=55 í Fjelagve^naðarvörukaupmamw^^^kjavík.^ 1:; F u ii d upr verður haldinn í Fjelagi vefnaðarvörukaupmanna mánudaginn 29. þessa mánaðar klukkan 4 síðdegis, að Hótel Borg. Umræðuefni: Iiinfliilningsleyfipi. Það er áríðandi að allir fjelagsmenn sæki fundílln. .................................—rt-í-------------------------- þýðublaðið talið að ýmsum fram- faramálum höfuðstaðarins. Blaðið talaði um, að umbótastarfið yrði þá int af hendi, ef sósíalistar færu með völdin. En þar misskildi blaðið afstöðu kjósendanna. Hinn blossandi áhugi Alþýðublaðsins rjett fyrir kosn- ingar, á ýmsum nytjamálum bæj- arins jók sama og ekki fylgi sósí- alista. Menn gátu viðurkennt ýmis- legt, sém blaðið sagði um það, hvað gera þarf og gera skal fyrir atvinnu og daglegt líf bæjar- manna. En á 8. þúsund kjósenda, er kusu hjer-20. janúar litu svo á, að málefnum þeim, sem jafnvel Alþýðublaðið þóttist bera fyrir brjósti, væri best borgið undir stjórn og forsjá Sjálfstæðismanna. Blaðagjafir. Pramsóknarmenn hafa tekið upp sömu aðferð við blaðaútgáfu sína hjer í bænum, eins og útgáfu Tim- ans, að gefa bæjarbúum dagblað sitt. Undanfarnar vikur hefir kosn ingablað þeirra Framsóknarmanna verið borið hjer um bæinn, og smeygt inn á heimili manna, venju lega í slumpum, þetta fyrir viku í einu. Hafa menn, eins og kosn- ingaúrslitin best sanna, lítinn gaum gefið þessum blaðagjöfum Hriflunga. En ekki er laust við að bæ.jarbúar hafi hent að því gaman, er Hriflungar, með gleið- um fyrirsögnum gorta af „auk- inni útbreiðslu" kosningablaðs síns, þegar „útbreiðslan‘‘ er þann- ig tilkomin, að blaðinu er dreift ókeypis um bæinn. Seinfær kosningasmali. Á kosningadaginn 20. janúar týgjaði Jónas Jónsson sig snemma dags til þess að flytja fylgismenn Framsóknar á kjörstað. Ætlaði hann að nota sjer bíl þann, er flokksfnenn hans skenktu honum er hann flosnaði ,upp tir ráðherra- dómi. En bíllinn var stirður þann morgun, og varð eigi ekið úr stað. Fekk J. J. þá annan bíl til lið- veislu sjer, og var bíl hans hnýtt aftan í hinn ferðafæra bíl, og átti með því að liðka hinn staða. En nú keyrði brátt um þver- bak. Því ekki hafði bíll J. J. verið togaður nema fáar lengdir sínar, með eiganda við stýrið, er tog- bandið flæktist í bílinn, og bíllinn rakst þvert úr leið og á ljóskers- stólpa. Stólpinn hrökk í sundur og bíllinn laskaðist allmikið, en úti var kosningaakstur J. J. Var þetta þegar skoðaður sem fyrirboði fyr- ir hrakförum Framsóknar við kosningarnar. Bíla höfðu þeir Framsóknar- itíenn þó 24 um daginn, er þessi var genginn úr skaftinu, til að aka. sínum 1000 kjósendum á kjörstað. OððtelIcMJuhúsið Eftirmiðöagshliómleikar rmn • 4 :iáag Kltfeg-5. Strauss: T ; Jie<| Déú r‘Rosen Kayaliet Walzer Gaudolfo: Aúbade Boieldien: Gálif voh Bagdad ýJuverture Kálmán: Die > t&árdásfúrstin potpourri. Dvorák: Hmnfúeske Qello-Solo • iidíi Ramon Bataller Verdi: H^-ðíhtto Potpourri Castor Vila: %ffi§4rian Fantaisie Tschakoff: CÖlsa^ft Revels Danse russe Ganne: Maréhe des Malclots ■le 'JIItlH i ; ■’ <!rr. Stðr ðtsala hefst á mánudaginn og voréa þar seldar vörur fyr- ir ótrúlega lágt ver.ð p. dl :löj Ballkjólar, sem kostuðu ^kr. j fíþOO kosta nú kr. 18,00 Kápuefni sem kostuðu kr, %50 kósta nú kr. 5,75. do. sem kostuðu kr. AJV kostá nú kr. 1,75. Ullarkjólaefni sem kostuðú'kr. 4*.95 kosta nú kr. 2.75. do. sem kostuðu kr' 9,5u kosta nú kr. 5,75. Barnakjólar sem kostúðu kr. 10,50 kosta nú kr. 5,00 do. sem kostuðu 6,75, þpsta nú kr. 3,00. Silkisvuntuefni sem kostucjg kr. 18,50 kosta nú kr. 10,00. do. sem kostuðu kr.-12,00, kosta nú kr. 7,00. Slifsi sem kostuðu kr. 9’ðd kosta nú kr. 5,00 do. sem kostuðu kr. 7;50 kosta nú kr. 3,00. inod Flauel, tvíbreitt ás2,95. Mikið af Kvemsloþþum og Morgunkjólum. Kvenna og Barn'ápeysur. Kvenna- og Barna- sokkar seljast íýrir hálf virði. Silkiklæði, sjerstaklega fallegt kr. 13,00 mtr. Alklæði á 8,90 mtr. Allar aðrar vörur, sem ekki eru sjerstaklega niðursettar, verða seldár með 10%—20% afslætti. Notið tækifærið, útsalan Stendur aðeins yfir í nokkra daga.nlbt....(d fi mr Gulblargar Beiebarsdbttur Laugaveg 11. Athugið! Jeg undirritaður tek að mjer fisk til verkunar á komandi sumri, helst í maí og júní. U i Akureyri 15. jgnúar 1934. Sími 277. Sig. V. Guðmundsson. Hafnarstræti 103.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.