Morgunblaðið - 28.01.1934, Blaðsíða 12
12
MQRGUNBLAÐIÐ
Nvana-
in
vítan
smjörlíki
er bragð gott og
næríngar meíra
en vítamínlatíst
smjöríítii.
Blaöakóngurinn
útsalan
*
heldur áfram í fullum
gangi.
Manchester.
Rothermere lávarður
gengur í lið með fasc-
istum.
Sími 3894.
Rothermere lávarður.
Það ltom mörgum á óvart er
blaðakóngurinn enski, Rother-
mere lávarður, birti grein í „Daily
Mail“ hinn 15. janúar þar sem
hann hvetur æskulýð Englands til
þess að fylkja sjer undir merki
fascismans. Greinin heitir „Húrra
fyrir svartliðum‘‘ og í henni stend-
ur m. a.:
— Pascisminn kom upp í ítalíu
og stefnan er stefna æskulýðsins
í öllum löndum. Hún sýnir að nýja
kynslóðin hefir fundið leið til þess
að berjast gegn úreltu fyrirkomu-
lagi o gsetja annað nýtt í staðinn.
Pram til þessa hefir starfskröftum
æskulýðsins í Englandi verið spilt.
Á dögum Victoríu drotningar voru
það sextugir öldungar, sem höfðu
völdin. Meðan alt var með kyrrum
kjörum og góðæri helst, gat þetta
gengið, en til þess að sigrast á
þeim erfiðleikum, sem vjer eigum
nú við að stríða, þarf kraft æsk-
unnar og ótrauðleik.
Eins og nú er komið hefir
stjóm gamalla manna ekkert veru
legt fylgi í landinu, og út á við
skortir hana álit. í öðrum löndum
hafa menn hönd í bagga með
■ framþróuninni og skipulagningu
framleiðslunnar, en vjer Englend-
ingar höfum látið reka á reiðan-
um. Á sama hátt höfum vjer farið
að í Indlandi, og búum oss undir
að missa yfirráðin þar og á Ceyl-
on, og á sama hátt eigum vjer það
á hættunni að missa írland.
Svartliðahreyfingin í Englandi
er gerð til þess að leysa af hólmi
aldurhnigna stjórnmálamenn. Um
skipulag og starfstilhögun er hún
alensk, og hefir ekkert meira
saman að sælda við ítalska fase-
ismann heldur en ítalski flotinn
hefir saman við breska flotann að
sælda. Hin furðulega aukning
flokksins í Englandi, sjerstaklega
í iðnaðarborgunum, sýnir það hvað
þessi hreyfing er nauðsynleg. 500
fundir eru haldnir í viku hverri í
landinu.
Svartliðar skiftast aðallega í
tvær deildir, þá, sem eru svo
gamlir að þeir muna eftir hörm-
ungum stríðsins og hafa orðið fyr-
ir eftirköstum þess, og hina, sem
eru of ungir til þess að muna
eftir stríðinu mikla, en hafa fund-
ið til köllunar sinnar og þola ekki
hvað hinir gömlu stjórnmálamenn
eru óákveðnir. Nýi tíminn krefst
nýrra ráða og nýrra manna.
Síðan minnist Rothermere lá-
varður af hrifningu á ítalíu og
Þýskaland, og segir að það sje
enginn minsti vafi á því, að þeim
ríkjum sje nú best stjórnað.
Hinn mikli meirihluti, sem nú-
verandi stjórn fekk við kosning-
arnar 1931, er seinasta traustsyfir-
lýsingin til hinnar öldruðu sveitar.
Eftir 2 ár göngum vjer til kosn-
inga aftur og undir þeim kosn-1
ingum er framtíð Englands komin. j
Það virðist útilokað, að núverandi ^
stjórn sitji áfram við völd. Það i
er ekki nema um tvent að gera —1
sigur vinstri manna, eða sigur
hægri manna. Sigur jafnaðar-
manna mundi leiða til sigurs kom-
múnista, fyr eða síðar. Starf í
stað athafnaleysis er kjörorð fram
tíðarinnar í enskum stjórnmálum,
og þess vegna hrópa jeg húrra
fyrir hinum ensku fascistum.
Hin aukna sala á
Foringi fascistaflokksins í Eng-
landi er Sir Oswald Mosley.
Enskir fascistar á flokksgöngu. Fremst til hægri Sir Oswald Mosley.
Rósól-tanncrem
sannar, að það eru fleiri og f'Ieiri,
sem læra að meta gæði þess.
Hf. Efnagerð Reykjavíkur
kemisk-teknisk verksmiðja.
Ruðugler
og
Saumur
ávalt fyrirliggjandi í
JÁRNVÖRUDEILD
Jes Zimsen.
Munið
Þjófnaðartryggingarnar.
Upplýsingar á
V átryggingarskrif stof n
Sígfúsar Slghvatssonar
Lækjargötn 2. Sími 3171.
Mnnftð A.S L
Grand-Hótel. 25.
bergjum gistihússins, og því miður væri ekki hægt
að gera neina undantekningu.
,,Já, en, guð minn góður, þetta er ekki nein heim-
sókn, heldur skrifarinn minn, sem ætlar að fara að
vinna með mér; það getið þér vonandi skilið sjálf-
ur“, sagði Preysing með óþolinmæði. Símabros
greifans færðist í aukana. Hann bað forstjórann
ómaka sig niður í bréfritunarstofuna, sem væri ein-
mitt til afnota til slíkra hluta. Preysing hringdi
af og skellti heymartólinu niður. Hann var illa til
reika andlega, og að honum fannst, líkamlega.
Hann þvoði hendur sínar, skolaði munninn, barð-
ist við flibbann og hálsbindið og fór svo niður í
lyftunni.
í forsalnum sat litla Flamm, ungfrú Flamm nr. 2,
systir Flamm nr. 1. Ólíkari systur var ekki hægt að
hugsa sér á guðsgrænni jörðunni. Preysing rifjaði
hina upp fyrir sér sem roskna konu með litlaust hár,
skrifstofuermi á hægra handlegg og pappírssmokk
á vinstri, það var hún sem var svo góð til þess að
halda óæskilegum gestum frá skrifstofu dr. Zinno-
witz, heð einhverjum ósýnilegum svip, sem á henni
var. Aftur á móti var litla Flamm gjörsneydd þess-
um eiginleikum skrifstofuþjónsins. Hún hallaði sér
aftur á bak í hægindastól, rétt eins og hún væri
heima hjá sér, vippaði gljáskónum upp og niður og
svo leit út sem hún skemmti sér ágætlega, og hún
var fráleitt yfir tvítugt.
„Doktor Zinnowitz hefir sent mig hingað til að
afrita. Eg er, sem sé litla Flamm, sem hann var bú-
inn að lofa yður“, sagði hún hátíðlega. Á miðjum
vörunum var ofurlítil litarklessa, sem hafði verið
slett þar af handahófi, af því það var móðins. Þegar
hún reis úr sæti sínu, kom það í ljós, að hún var
hærri vexti en yfirforstjórinn, með langa fótleggi,
þröngt leðurbelti um mjóa mittið og glæsilega vax-
in, hvernig sem á hana var litið. Preysing varð æf-
ur við Zinnovitz fyrir að hafa gert honum þennan
bölvaðan grikk. Nú gat hann vel skilið mótmæli
móttökustjórans. Og auk þess ilmaði hún eins og
heil sápubúð. Hann langaði mest til að senda hana
lei§ar sinnar tafarlaust.
„Eg er hrædd um, að við verðum að flýta okkur“,
sagði hún með djúpri, ofurlítið hásri rödd, eins og
litlar stúlkur hafa oft. Pepsin, dóttir yfirforstjórans,
hafði einmitt haft svona rödd, þegar hún var lítil.
„Svo þér eruð systir ungfrú Flamm? Eg þekki
hana vel“, sagði hann — og fremur gróft og undr-
andi. Flamm teygði neðri vörina fram og blés burt
lokk, sem hékk niður undan litlu flókahúfunni,
niður á ennið. Gullna hárið lyftist ofurlítið upp og
féll síðan hægt aftur niður á ennið. Preysing vildi
ekki sjá það, en sá það samt.
,,Hálfsystir“, sagði litla Flamm. JrEg er seinni
konu barn. En okkur kemur ágætlega saman, allt
um það“.
„Ja-á“, sagði Preysing, og leit á hana með döpru
augnaráði. Þá voru það bréfin, sem hún átti að
skrifa, allt til einskis og út í bláinn. I marga mán-
uði hafði hann verið að reyna að semja við Bur-
leigh & Son og beitt allra handa brögðum í því
tilefni — honum var ekki unnt að losa sig við þá
umhugsun, svona í fljótum hasti. Hann gat blátt
áfram ekki látið það eins o!g vind um eyrun þjóta.
Strandað fyrir fullt og allt. Brösemann. Fullt og
allt. Hann ætlaði líka að lesa fyrir bréf til Bröse-
manns, og það skyldi verða kjarnyrt. Og svo til
gamla mannsins um fjörutíu þúsundin. Ef nú Chem-
nitz forðaði sér á morgun, var það sama sem þess-
um þúsundum væri fleygt í sjóinn.
„Jæja, við skulum fara inn í bréfritunarstofuna”,
sagði Preysing í illu skapi og gekk á undan eftir
ganginum. Litla Flamm brosti að hnakkakúlunni,
sem forstjórinn var með.
Það mátti þegar heyra á ritvélunum eins og það
væri smá vélbyssuhríð, litla bjallan hringdi með
reglulegum millibilum. Þegar Preysing opnaði
dyrnar, kom vindlareykurinn á móti honum og lið-
aði sig eins og höggormur.
„Hér heyrist vel“, sagði litla Flamm og fitjaði
upp á litla trýnið. Þarna inni æddi maður um gólf-
ið og las fyrir á amerísku. Það var forstjóri kvik-
myndafélags eins, og hann íleit auga kunnáttu-
mannsins á litlu Flamm og vaxtarlag hennar og las.
áfram.
„Nei“, sagði Preysing og skellti aftur hurðinni,
„hér dettur mér ekki í hug að vera. Eg vil fá her-
bergi út af fyrir mig. Það eru líka bölvaðir ófriðar-
staðir, þetta hótel“.
Nú gekk hann á eftir litlu Flamm eftir gangin-
um. Hann var bálvondur, en einmitt í vonzku sinni
varð hann auðveldlega fyrir áhrifum af vaggandi
mjöðmum litlu Flamm. Og úti í forsalnum störðu
allir á litlu Flamm. Hún var heldur ekki slorlegt
sýnishorn af konunni — það var víst og satt. Preys-
ing kunni hálfilla við sig að ganga gegn um sil-
inn með svona áberandi persónu, svo hann lét hana
bara bíða og talaði við Rohna um að fá ritvélaher-
bergið fyrir sig og fá að vera þar í friði. LitlaFlamm
sem kærði sig kollótta um eftirtekt þá, er hún vakti
— það var ekki nema daglegt brauð — var, eins.
og ekkert hefði í skorist að dufta á sér nefið, dró
síðan vindlingaveski upp úr vasa sínum, eins og
strákur, og fór að reykja. Preysing gekk að henni
eins og hún væri brenninetla.
„Við verðum að bíða í tíu mínútur", sagði hann..
„Bon“, sagði litla Flamm. „En þá verðum við líka
að halda á spöðunum á eftir. Eg þarf að fara til
Zinnowitz kl. 5. '