Morgunblaðið - 27.11.1935, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.11.1935, Blaðsíða 7
 Miðvikudaginn 27. nóv. 1935 MORGUNBLAÐIÐ A»> 7 £ Fundur í kvöld, í Kaupþingssalnum, kl. 8*4. Á dagskrá: Ýms fjelagsmál. Inntaka nýrra fjelaga. Bkemtifundur og fleira. Fjölmennið. Stjórnin. Qagbok., Veðrið í gær. Lægðin sem var við N-strönd íslands í gær, er nú milli íslands og Noregs og veldur NV-og N-átt um alt land, með alt að 5 st. frosti. Vindur hefir víða verið allhvass í dag og sumstaðar hvass, eú er nú að verða hægari vestanlands. Suðaustanlands er veður þurt og bjart, en snjójel á N- og V-landi. Suðvestur í hafi er ný og kraftmikil lægð, sem virð- ist nálgast landið með allmiklum hraða. Má því búast við A- eða SA-átt hjer á landi á morgun. Veðurútlit í Rvík í dag: Vax- andi SA- eða A-átt með úrkomu, þegar líður á daginn. Músíkklúbburinn heldur 11. hljómleika sína í kvöld að Hótel ísland.. Þeir, sem hafa rauð kort, panti borð fyrir hádegi. En eftir þann tíma er fjelagsmönnum með gul kort jafn heimill aðgangur. Kongulóin hafði Cabarettsýn- ingu í Oddfellow-húsinu s. 1. sunnudag og þótti hún takast vel. Einna me'st mun mönnum hafa fundist til um litla liarmóniku- anillinginn, og dans Helene Jóns- son og' Egild Carlsen’s, sem var ágætur. Auk þess komu þar fram margir ágætir listamenn, ungir og gamlir. Að lokum var tískusýning frá tískuversluninni „Ninon“. Mun þeirrar sýningar vera getið hjer í blaðinu sjerstaklega síðar. Germania. Sketatifund heldur fjelagið Germania í Oddfellow- húsinu annað kvöld, 28. þ. m. — Þýski sendikennarinn Dr. Iwan heldur fyrirlestur um Wagner og Pjetur Jónsson óperusöngvari syngur lög eftir tónskáldið. Síðan verður stíginn dans fram eftir nóttu. Hjónaefni. Síðastliðinn laugar- dag opinberuðu trúlofun sína, Oddbjörg Eiríksdóttir, Barónsstíg 10 og Óskar Árnason, Bergstaða- stræti 31. Eimskip. Gullfoss er í Reykja- vík. Goðafoss fer vestur og norð- ur í kvöld, aukahafnir Önundar- fjörður og Hesteyri. Brúarfoss fór frá Kaupmannahöfn í gær áleiðis til Leith. Dettifoss kom til Hull í gærmorgun. Lagarfoss var á Hofs- ós í gær. Selfoss er í Gautaborg. Hvidbjörnen, danska varðskipið fór í gærmorgun áleiðis til Kaup- mannahafnar. Varðbáturinn Vífill fór í eftir- litsferð í fyrrakvöld. ísfisksölur. Rán seldi 960 vættir af ísfiski í Grimsby í fyrradag fyrir 860 stpd. Tryggvi gamli seldi 696 vættir fyrir 922 stpd. og Gullfoss se'ldi í North Shields 464 vættir fyrir 375. stpd. K. F. U. M. og K. Munið sam- komuna í kvöld kl. 8Vs>. Stud. theol. Gunnar Sigurjónsson talar. Allir velkomnir. 50 ára verður á morgun, 28. nóv. frú Þórunn Gunnarsdóttir, Njálsgötu 43 A. Bruninn í „Rúllu og hleragerð- inni“. Við rannsókn málsins sann- aðist að eldurinn stafaði frá raf- magni. Innbrot. í fyrrinótt var brot- ist inn í mjólkurbúð Samsölunnar á Týsgötu 8 og stolið þar um 40 krónum í skiftimynt. Lítur út fyrir að þjófurinn hafi komist inn um glugga á hliðarherbergi og að gluggin hafi verið opinn, eða að i. insta kosti ókræktur. Skúffurn- ar sem peningarnir voru geymdir í voru ólokaðar. Hjúskapur. Síðastliðinn laugar- dag voru gefin saman í hjónaband af síra Árna Sigurðssyni, ungfrú Ásta Oddleifsdóttir, Bárugötu 14 og Þorsteinn Loftsson, Hauksholti. Dánarfregn. Nýlega ljest á Norð firði Þórður Jónssonf útgerðarmað- ur. Hann lætur eftir sig konu og 2 börn. Vörugjald til Sauðárkrókshrepps. Samþykt var við 3. umr. í Nd. í gær, frv. þeirra síra Sigfúsar og Jóns á Reynistað um vöru- gjald til Sauðárkrókshrepps, og er frv. því nú komið’ til efri deild- ar. Feldar voru allar framkomnar breytingartillögur, þess efnis að gera gjald þetta að almennum gjaldstofni fyrir bæjar- og sveita- fjelög. íslenskt atvinnulíf frá hagfræði- legu sjónarmiði, heitir fyrirlestur sem Fil. lic. Erik Lundberg frá Stokkhólmi flytur í Kaupþings- salnum í kvöld kl. 8%. Fyrir- lesturinn er haldinn í Norræna- fjelaginu. Konsúlum Norðurlanda og Alþingismönnum er boðið. Að- gangur er ókeypis fyrir fjelags- menn og gesti þeirra. — Fyrirles- arinn mun einnig ræða um mögu- leika fyrir auknu viðskiftasam- bandi milli íslands og hinna Norðurlandanna. Erik Lundberg er sænskur hagfræðingur, Sem í nokkra mánuði hefir dvalið hjer á íslandi, sem ráðu- nautur skipulagsnefndar í atvinnu málum. Hefir hann áður lagt sjer- staka stund á „planökonomi". — Hefir meðal annars stundað skipu- lagningu Roosevelts og er nú starfsmaður Ríkisbankans sænska. VeTður erindi hans án efa fróðlegt því hann hefir kynt sjer íslenskt atvinnulíf mjög vel. Dráttarvextir. Morgunblaðið hef ir verið beðið að vekja athygji gjaldenda bæjarins á auglýsingu bæjargjaldkera í blaðinu í dag um dráttarvexti af útsvörum. Til Strandarkirkju. Frá A. J. 30 kr., ónefndri konu 2 kr., ó- nefndri í Hafnarfirði 5 kr., H. 5 kr., Gle'ymnum 2 kr. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Frá ónefndri konu á Vatnsleysu- strönd 10 kr. Útvarpið: Miðvikudaagur 27. nóvember. 10,00 Veðurfre'gnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir." 19,20 Þingfrjettir. 19,45 Frjettir. 20,15 Erindi: Framtíð lífsins og dauðans (dr. He'lgi Pjeturss). 20,40 Hljómplötur: Endurtekin lög. 21,05 Erindi: Nýjungar í náttúru- fræði (Árni Friðriksson nátt- úrufr.). 21,30 Hljómplötur; a) Kvintett í Es-dúr, eftir Beethoven; b) Lög, leikin á celló. 22,00 Hljómplötur: Lög, leikin á celló. Rakarafjelag Reykjavíkur. (Allar rakarastofur bæjarins) hafa komið sjer saman um að lækka verð á drengjaklipp- ingum innan 14 ára aldurs, úr kr. 1.50, niður í 1.25, klipp- ing með topp 1.00. Dömuklippingar: Drengjakollur úr kr. 1.60 niður í 1.50. Stjórnin. •:-x-:-x-x-x-:-:~x-x~x-x-:-:-x-x-x-x-x-:-x-:~x-x~x-:-x-x-x-x^fr^< Hubayaí Þeir, sem hafa gerst áskrifendur að Rubayat, eftir Omar Khayyám, þýðingu Magnúsár Ásgeirssonar, eru beðnir að vitja bókarinr.ar á skrifstofu ísafoldarprentsmiðju fyrir lok þessa mánaðar. Eftir þann tíma fer bókin í bókaverslanir, og gildir áskriftarverðið þá ekki. ■ III k-x-x—:—:~x—x-:-:~:~:-:—:~:-x~x~x—:—:~:~:~:-X“X~x~x-:-:~:~:—:—:~:—:-:-x-> Breska þingið kom saman í gær. Attlee kjörinn fór- maður verkamanna- flokksins. Breska þingið kom saman í dag til þess að kjósa sjer for- seta. Endurkosningu hlaut Cap- tain Fitzroy. Þingið verður ekki formlega opnað fyr en næst- komandi þriðjudag. Verkamannaflokkurinn á þingi kom saman til þess að kjósa sjer formann, og hlaut Attlee kosningu, en frjálslyndi flokkurinn kaus sjer sem for- mann á þingi Sir Archibald Sinclair. Þing Norður-írlands var sett í Belfast í dag (FÚ-)- Jólavarningurl kemur nú með hverri skipsferð, Nú þegar fáanlegt: Hnetur, Konfekt-rúsínur, Döðlur í pökkum, Fíkjur, Rúsínur í pk. Sýróp, Skrautsykur, Púðusykur. [Köflur og leggingar Skattstiglmi, eins og rauöliöar vilja hafa liann. Hjer fer á eftir skattstígi sá, sem rauðliðar komu sjer saman um í gær. — Til samanburðar er tekinn gamli settur var með lögum frá 9. jan. 1935. skattstiginn, sem Af 1000 til 2000 kr. greiðist 10 kr. af 1000 kr. og — 2000 — 3000 — — 30 — — 2000 — — — 3000 — 4000 — — 80 3000 — — — 4000 — 5000 — — 155 4000 — — — 5000 — £000 — — 255 — _ 5000 — — — 6000 — 7000 — — 405 6000 — -— — 7000 — 8000 — — 605 — _ 7000 — — — 8000 — 9000 — — 905 8000 — — — 9000 — 10000 — — 1215 — — 9000 — — — 10000 — 11000 — — 1530 — — 10000 — — — 11000 — 12000 — — 1850 11000 — — — 12000 — 13000 — — 2180 12000 — — — 13000 — 14000 — — 2520 13000 — — — 14000 — 15000 — — 2870 r— — 1400,0 — — — 15000 — 16000 — — 3230 — — 15000 — — — 16000 — 18000 — — 3600 — — 16000 — — _ 18000 — 20000 — •— 4360 — — 18000 — — _ 20000 — 22000 — —, 5140 — — 20000 — — — 22000 — 24000 — •— ■ 5940 — — 22000 -— — — 24000 — 26000 — — 6760 24000 — — — 26000 — 28000 — — 7600 — _ 26000 — — —x 28000 og þar yfir 8460 _ _ 28000 — — 2% af afg. áður 5% 7,5% 10% 15% 20% 30% 31% 31,5% 32% 33% 34% 35% 36% 37% 38% 39% 40% 41% ‘ 42% 43% 44% 10 kr. af 1000 kr. 30------ 2000 — 70 — — 3000 — 140-------- 4000 — 230--------- 5000 — 340------- 6000 — 460--------- 7000 — 590------- 8000 — 730--------- 9000 — 880-------10000 — 1040--------11000 — 1210------12000 — 1390--------13000 — 1580--------14000 — 1780--------15000 — og 2 % af afgangi — 4% — — _ 7 % _ — — 9% — — — 11% — — — 12% — — — 13% — — — 14% — — — 15% — — — 16% — — — 17% — — — 18% — — _ 19% _ _ — 20% — — — 21% — — — — Samkv. eldri skattstiganum greiddist af 28000 — -----33000 kr. 5270 af 28000 kr. og 33% af af- — — gangi. Af 38000—44000 kr. greiddust 8670 kr. — — af 38000 kr. og 37 % af afgangi. Af 50000 og _ _ þar yfir greiddust 13200 kr. af 50000 og 40 % — — af afgangi. nýkomnar. . * : ■’ '*V tiv*. SkermabúQin, Laugaveg 15. Ný lifur og'jijörtu. Nýreyktpiaiigikjöt. Hafnarstræti 18. Sími 1575. Saltkjöt í heilum og hálfum og kvarttunli- um og lausri vigt, frá bestu sauð- fjárplássum landsins, Rjúpur hangikjöt og margt fleira. Jóhannes Jóhannsson, Grundarstíg 2. Sími 4131.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.