Morgunblaðið - 03.03.1936, Page 5

Morgunblaðið - 03.03.1936, Page 5
Þriðjudaginn 3. mars. 1936. ggfcfrr.... ■>t)«laMBlMBPD»■* ■ '■» i'.M* i» mu MORGUNBLAÐIÐ - ww-mwtwwa.wwnM Opið brjef iil Alþingis .k Frá Guðmundi Þórðarsyni, Gerðum. l?egar Alþingi hafði le'yft drag- aiótaveiðar hjer í allri landhelgi, uð. Áður var það svo, að gamal- menni og börn gátu unnið fyrir og þar með eyðilagt Garðsjóinn til rsjer með afla, sem altaf fekst hjer veiða á opnum bátum, fórum við töluverður, og oft mikill, alveg að ná okkur í vjelbáta til að geta sótt á djúpmiðin. Við höfðum nú að nafninu til eignast 10 vje'lbáta 12—36 smálesta að stærð. Jeg he'fi þess vegna, nú í nokkur ár, sótt um styrk til Alþingis til að koma hjer upp bryggju, svo við gæturn lent vjelbátum okkar hjer, en því er stöðugt neitað. Við verðum því að le*nda með allan aflann í Sandgerði, og flytja hann svo hingað á bílum til verkunar, og svo aftur hjeðan til Keflavík- ur og stundum alla leið til Reykja víkur. Þessi bílaflutningur kost- aði okkur síðastliðið ár full 25 þús. krðnur. Enn fremur fara fleiri þúsund í viðhald á vegin- um árlega, og þar sem þessi notk- un á veginum fer fram frá ára- mótum til maíloka, er viðbúið að vegurinn verði ófær þá og þegar. ÍÚtgerðin yrði þá að hætta, þar sem ekki eru hús til í Sandgerði fyrir afla af bátum okkar. Tjón af því myndi vel’ða mjög mikið. Þar sem nú að bryggja hjer þarf ekki að kosta nema 27 þús. krón- ur, skil jeg ekki þá hagfræði ykk- ar, að láta okkur verja meira en yerði hennar árlega í bílanotkun, seta að mestu leyti er útlendur gjaldeyrir, í stað þess að styrkja ■okkur til að koma hjer upp bryggju, sem myndi endast um aldur og æfi. Til bryggjunnar þyrfti sement fyrir um 5—6 þús. kr., en hitt væri vinna, sem nú er mikil þörf fyrir. Sje slík liagfræði viðhöfð á mörgum sviðum, er ekki að furða þótt tómahljóð verði í kkúffunni. Það verður máske ekki hægt að veita Kiljan áfram 5 þús. kr. til svívirðingar þjóðinni utan lands og innan. DRAGNÓTIN. Þegar Alþingi árið 1932 leyfði dragnótaveiðar í allri landhelgi, gerði það alla opna báta hjer arð og veTðlausa, því síðan er ekki hægt að fiska hjer í soðið allan þann tíma, sem dragnótin er not- gátu EISS KaupiQ gleraugu hjá oss. Stórt og fjölbreytt úrval Ökeypis athugun á sjónstyrkleika augnanna. . A. Thiele Austurstræti 20. upp við landsteina. Þannig fjölskyldur með ótrúle'ga erfiðar ástæður bjargað sjer. Nú hefir þetta breyst þannig hjer, að árið 1931 var fátækraframfærið hjer innan hrepps aðeins kr. 1885,00, en nú, 1935 er það orðið full 11 jús. kr. Þess ev því nú skamt að bíða, að ríkissjóður verði að fæða g klæða hreppsbúa að öllu leyti. Jeg hefi marg sagt Alþingi með erindum og blaðagreinum, að enginn fiskur gengur eða tollir á svæði, sem dragnót er notuð á, vegna þess að nótin gruggar upp sjóinn, svo að fiskurinn flýr gruggið. Nú hefi jeg líka sönnun aess, að síldiii gengur ekki í grugg ugan sjó. Það brást aldrei að síldin gengi alla leið inn á Kefla- vík, á sumrin og haustin, til árs- ins 1931, og var það oft mikil tekjugrein fyrir þá, sem stunduðu já veiði. En síðan 1931, eða síðan farið var að veiða með dragnót, hefir engin síld komið þangað. Nii síðastliðið haust biðu síldar- torfurnar hjer vestan við Garð- skaga alt haustið, en fengu altaf gruggið á mðti sjer, og komu því aldrdi inn á hinar vanalegu stöðv- ar. Þar sem engin dragnót var not- uð eins og t- d. í Herdísarvík, gekk síldin alveg upp í land- steina. Svo hefði hún og gert í Keflavík í haust, ef hún hefði getað. Dragnótin hefir því skaðað plássin hjer um tugi og jafnvel hundruð þúsunda. Ykkur Apstfjarðaþingmönnum vil jeg segja það, að meðan þið látið hræra í f jörðunum með drag- nót, þurfið þið ekki að vonast eftir síld inn á firðina. Þið ætt- uð því í tíma að útvega sjómönn um ykkar síld annars staðar frá til be'itu, ef þeir eiga að geta haldið áfram að afla, sem auðvit að verður ekki lengi, þar sem alt ungviði fiskanna er drepið eða flæmt frá landinu með dragnót- inni. Allir vita að ekki þarf mikið af smokk til að reka síldina af mið- unum. Mjer er sagt að Árni Friðriks- son hafi veTið að prófa síldarnót við Norðurland í sumar. Jeg veit ekki hversu mikil brögð hafa ver- ið að þessu, en hafi honum tekist að hræra upp óhreinindi úr botn- inum, er ástæðan fengin fyrir því, að síldin hvarf svo Skyndilega þar. Jeg fullyrði að ekki hafi nema einn af hverjum 10 bátum, sem stundað hafa dragnótaveið- ir, þjenað, hinir 9 tapað mismun- andi miklu. Þetta væri nú skjal lega sannað, ef Fiskifjdagið hefði gert, skyldu sína, með að safna og birta skýrslur um veiðar þessar. Hjer í hreppi voru gerðir út tveir vjelbátar fyrsta sumarið, sem dragnótaveiði var leyfð. Þeir töp- uðu livor um sig um kr. 5000,00 á vciðum þessum. Hagfræði ykkar, meirihluta Alþingis, er þannig á þessu máli, að allar fasteignir hjer eru verðlausar, og fólkinu gert ómögulegt að bjarga sjer. Til dæmis var fasteign hjeT, sem hvíldi á um kr. 20 þús., seld hjer í sumar fyrir kr. 2600,00. Svo mun fljótlega fara um fleiri. ÞYSKALAND & Fyrir að skjótast snöggvast í land- helgi með botnvörpu, eða að leið- beina til þess, hafa menn nú ver- ið nefndir landráðamenn, en á sama tíma leyfið þið botnvörpu- veiðar í allri landhelgi. Hvaða nafn eigið þið skilið, blessaðir. BEINATOLLURINN. Þá voruð þið ekki lítið hugul- samir við okkur, þegar þið skelt- uð kr. 30,00 toll á hvert tonn okk- ar af hertum fiskbeinum. Með því tókst ykkur að arðræna okkur Garðbúa um kr. 10000,00 árið sem leið. Allur munur var, að tilgang- urinn var góður, að gera þetta til verndunar útlendum beinakvörn- um. Ef satt er að Fiskimjöl sjái sjer ekki fært að greiða meira en 0,25 aura til 0,30 fyrir körfu af beinum, ætla þeir að fá tonnið þurt fyrir kr. 40,00 til 50,00, og þar sem nú nýlega að markaðs- verð á beinamjöli í Noregi var kr. 170.00 fyrir tonn, ætla þeir að hafa góða atvinnu við að mala. Þeir hljóta að vera ykkur þakk- látir fyrir að lijálpa sjer um þessa atvinnu. Ykkur veitir ekki af, því ekki eru svo margir sem þakka ykkur. Við höfum flutt bein okk- ar hingað frá Sandgerði til þurk- unar. Það kostar um kr. 24100 að flytja efnið í þurt tonn. Við þurk- unina var töluverð atvinna fyrir gamalmenni og börn. Nú hafið þið sjeð fyrir þessu með tollinum, því flestir eru hættir að hirða hrygg- ina. Þeir eru 14 hluti beinanna, og ef Fiskimjöl er búið að fá svo sterk sambönd me'ð aðstoð ykkar, að við eigum aðeins að fá kr. 40,00 til kr. 50,00 fyrir þurt tonn- ið, dettur engum í hug að hirða beinin. Þið þurfið þá ekki að vera í vandræðum með þann gjaldeyr- ir, sem þau veittu. Hagfræðin er á fle'stum sviðum sú sama. TEKJUSTOFNARNIR. í nýjustu blöðum sje jeg að enn eruð þið að hugsa til okkar. Þið ætlið nú að bæta fyrir allar ykk- ir fyrri misgerðir með því, að leyfa okkur að taka háan skatt af fasteignum okkar, til þess að standast hörmungamar og full- nægja þörfunum. Víst er það, að þið vitið, að við höfum duglegt yfirvald úr ykkar hóp. En hrædd- ur er je'g um að honum gangi illa að innheimta skattana af fasteign- unum, þar sem þær sumar hverjar eru veðsettar fyrir um 10 sinnum hærri upphæð, en þær seljast fyr- ir, samanber salan í sumar. Nei, hagfræðin ykkar er sú sama eún. Jeg vona nú samt að ykkur fari þetta stöðugt fram. Jeg ætla ekki að liafa þetta meira nú. Jeg mun fylgjast með framförum ykkar, og ef vel tekst, máske se*nda ykkur línu seinna. Kveð ykkur svo með vinsemd og mikilli virðingu. Gerðum, 24. febrúar 1936. Guðm. Þórðarson. SPANN Ott> DÖMU HERRA BARNA S K O R * 9 * 3 * « Morgunblaðið með morgunkaffinu Það tilkynnist að móðir og tengdamóðir okkar, Margrjet Jónsdóttir, andaðist að heimili sínu, Bakkastíg 5, 29. febr.. Pálína Vernharðsdóttir, Jóhann G. Guðmundsson. hefst með Jarðarför móður og tengdamóður okkar, frú Ingunnar Loftsdóttur, fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 4. mars, og húskveðju á heimili okkar, Laugaveg 20 A, kl. 1 síðd. Fyrir hönd okkar og annara aðstandenda. Martha og Ingvar Sigurðsson. Jarðarför mannsins míns, Jóns Jóhannssonar, verkstjóra, fer fram, fimtudaginn 5. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hans, Laugaveg 69, kl. 1 e. h. Guðbjörg Jóhannsdóttir. Jarðarför Páls Þorkelssonar, gullsmiðs, fer fram miðvikudaginn 4. þ. m., frá Elliheimilinu „Grund“, kl. 3 e. m. F. h. vandamanna. Vigfús Guðbrandsson. Öllum sem heiðruðu minningu, Jóns Þorvaldssonar, pro-konsúls, við andlát og jarðarför hans, færi jeg hjer með innilegustu þakkir fyrir hönd vandamanna. Axel Böðvarsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför litlu dóttur okkar, Margrjetar Auðar. Sigríður og Torfi Bjarnason. Innilegt þakklæti til allra sem á einn eða annan hátt sýndu okfc- ur samúð við fráfall og jarðarför sonar okkar og bróður, Torfa Grímssonar, Freyjugötu 44. Dýrleif Jónsdóttir, Grímur Kristinn Ámason, Leifur Grímsson og Kölbeinn Grímsson. Hjartans þakkir til allra, sem hafa auðsýnt okkur hluttekningu við fráfall og jarðarför konunnar minnar, Önnu Pjetursdóttur. Fyrir hönd aðstandenda. Ásmundur Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.