Morgunblaðið - 11.08.1936, Síða 3

Morgunblaðið - 11.08.1936, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Þriðjudaginn 11. ágúst 1936. Fjölmennasla útískemtun sumarsins. 5 þúsund manns á skemtistað Sjálfstæðismanna. 1000 manns hjá sósíalistum í Rauðhólum. T T tiskemtun SjálfstæS ^ isf jelaganna síðastL sunnudag varS f jölsótt- ari en nokkrum hafði getað dottið í hug, jafn- vel |>ótt reynslan hafi verið búin að sýna að f jöldinn vil! hvergi held- ur vera. Þúsundum saman streymdi fólkið inn að Eiði við Gufunes. Um miðjan dagin mátti svo heita að á veginum rnilli Reykjavíkur og Gufu- ness væri ein óslitin híla- keðia. auk bess. sem 10 vjelbátar gengu látlaust á milli með fólk. En þrát fyrir þenna mikla far kost á sjó og landi varð margt fólk að bíða lengi áður en það komst að. VeðurblíSan. Ekki er gott að segja með neinni vissu hve margir hafi komið að Eiði á sunnudaginn, en ekki mun of hátt reiknað að þar hafi verið 5000 manns. Veður var óviðjafnanlega gott. Strax um morguninn, er menn komu á fætur, var him- inn alheiður, svo hvergi sást skýhnoðri á lofti. Blæjalogn var, svo ekki bærðist hár á höfði. Sjálf skemtunin átti ekki að hefjast fyr en kl. 2 e. h. En með fyrstu bátunum, sem fóru frá Steinbryggjunni kl. 10 f. h. fór fjöldi manns. Um há- degið var f jaran umhverfis Eið- ið orðin hvít af baðandi fólki, ungu og gömlu. Hundruðum saman fór fólk í sjóinn og langt fram á kvöld var krökt af sundfólki, alt í kringum skemtistaðinn. Um alt túnið og graslendið láu menn í hópum og nutu sól- arinnar og góðveðursins. Skemtunin sett. Klukkan 2 e. h. kom Lúðra- sveit Reykjavíkur og ljek nokkur lög á hæðinni fyrir of- an bæjarstæðið á Eiði. Safn- aðist fólk þar saman og í brekk unni við ræðupallinn, því nú áttu ræðuhöldin að hefjast. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Skips með 18 manna áhöfn saknað úr síldveiðaflotanum. Línuveiðarinn Orninn frá Hafnarfirði. Ekkert til hans spurst síðan á sunnudag. Óveður skall á Norðanlands á laugardaginn. , OTTAST er um afdrif línuveiðarans „Örninn“ frá Hafnarfirði, en hann var eitt þeirra skipa, sem lenti í aftaka norðvestan illviðri fyrir Norðurlandi á laug- ardag og aðfaranótt sunnudags. — 18 manna skipshöfn var á Erninum. Ekkert hefir til skipsins spurst síðan á sunnudags- morgun kl. 10. En þá sigldi línuveiðarinn „Jarlinn“ fram- hjá Erninum við Mánareyjar. Örninn var þá á leið vestur með landinu og virtist alt vera í lagi hjá honum, nema að hann var búinn að missa annan nótabátinn- Örninn hafði verið að síldVeiðum við Langanes ásapit mörgnm öðrum skipum og aflað þar mjög vcl. Skipverjar á „Jarlinum“ segja þá að „Öminn‘‘ hafi ekki haft mikla síld á þilfari. Hefir hann því sennilega verið búinn að moka mikhi af síld út til að ljetta skipið. í gærmorgun þegar öll skip, sem úti höfðu verið í óveðrinu, voru bomin til hafnar nema Orninn, fóru menn að óttast afdrif hans og var þegar hafin leit að honnm og lýst eftir honum í útvarpinu. Yarð- sbipið Ægir, sem var á Húsavík í gærmorgun, fór þegar að leita, svo og mörg síldveiðiskip. í gærkvöldi voru leitarskipin ekki komin til hafnar og ekkert hafði frjest af „Erninum", en menn gera sjer vonir nm að aðeins sje um vjelarbilun að ræða, að að minsta kosti hafi mennirnir komist í nóta- bátinn, sem eftir var, ef skipið hefir sokkið. Á súhnudagsmorguninii, þegar „Jarlinn“ sá til „Arnarins“, var veðrinu farið að slota töluvert. Líhuveiðarinn „Hringur" kom með bræðslusíld til Dagverðareyrar í gærmorgxm. „Hringur“ var að veiðum við Langanes á sömu slóðum og „Örniim“ á laugardaginn. „Hringur“ lenti í versta veðrinu og var hætt kominn. Fekk hann á sig stórsjó útaf Rakkanesi austan við Sljettu og lagðist á hliðina. Sighvatur Bjarnason, skipstjóri á „Hring“, hefir skýrt svo frá í viðtali við frjettaritara Morgunhlaðsins: Frásögn skipstjórans á Hring. — Á föstudagskvöld kl. um 11 vorum við, „Örninn“ og fleiri skip staddir út af Svínalækjartanga á Langanesi. Um kvöldið þegar við sigldum upp undir til þess að leita skjóls af landi undir nóttina sá- um við „Örninn“ fá mjög stórt kast og kölluðu sliipverjar með eimpípunni á önnur skip sjer til aðstpðar. Kom línuveiðarinn „Ald- en“ að og hjálpaði þeim til að ná kastinu. Klukkan 4 á laugardagsmorgun lögðum við út aftur og sáum við að „Örninn“ var talsvert hlaðinn af kastinu frá kvöldinu áður. Um sex leytið um morguninn sáum við til- sýndar að þeir á „Erninum:“ voru í bátunum og fengu þá að öllum líkindum stórt kast. En við sigldum burt og veittum „Erninum" ekki frekari athygli. Þremur klukkustundum síðar skall á svartaþoka og heldum við áfram í þokunni í klukkustund. Þá sáum við stóra síldartorfu. Köst- uðum við fyrir torfuna og kom svo mikil síld í nótina að við nrð- um að fá línuveiðarann „Rifsnes" okkur til aðstoðar. En þrátt fyrir það náðum yið ekki nema 150 mál- um, þá sprakk nótin. Veður fór nú að versna og ákvað jeg að leggja af stað heimleiðis til Siglufjarðar um hádegisbilið. Vor- um við þá staddir ca. 5 mílur norð- austur og Ponti. Sigldum við síð- an 14 mílur í norðvestur. Var veðr- ið þá orðið svo slæmt að skipið lág undir áföllum. Sigldum við þá uþp undir Rakka nes til þess að leita hafnar í Við- arsvík í Þistilfirði. Út af nesoddanum fengum við á okkur stórsjó, sem setti skipið á. hliðinæ og tók út aAa síld, sem var á þilfari, en það yar ekki nema 150 mál. Eftir 20 xnínútur tókst okkur að rjetta skipið og biðum við síðan þar til veðrinu slotaði á sunnu- dagsmorgun. Síra Friðrik HaUgrímsson kom ieim úr sumarferðalagi með Gull- fossi frá útlöndum á laugardaginn var. Var hann og frú hans í Dan- mörku um mánaðartíma. AtvinnumálaráOherra skipar kommúnista rannsóknardómara. flrás rikisstjðrnarinnar á Vestmannaeyjar. i fyrra sumar hóf Alþýðublaðið svæsin rógskrif um Yestmannaeyjakaupstað og taldi átvinnumála- ráðherrann, Haraldur Guðmundsson, „sjer skylt“ að verða við kröfum blaðsins og skipa rannsókn á bæjarfjelagið. J,ón Guðmundsson endurskoðandi, bróðir ráðherrans, fór til Eyja og framkvæmdi rannsóknina. Skýrsla Jóns Guðmundssonar staðfesti ekki neitt af þeim sökum, sem blaðið feitletraði þegar rannsóknin var hafin. I ' Alþýðublaðið mintist ekki framar á málið eftir að Jón Guðmundsson kom úr rann- sóknarförinni. Samfylkingin í bæjarstjórn Vest- mannaeyja, Jón Rafnsson, ísleifur Högnason og Haraldur Bjarnason kommúnistar og „fulltrúi jafnað- armanna“, Páll Þorbjarnarson, voru samt ekki af haki dottnir. Nú var endurskoðendum bæj- arreikninganna beitt til að finna höggstað á gjaldkeranum, Guö- laugi Gíslasyni. í nóvemher s.l. haust sendn kömmúnistar endurskoðendur til gjaldkera, töldu sjóðinn og gerðu upp sjóðbókina. Gáfu þeir gjald- keranum síðan vottorð um það, að þeir hefðu ekkert fundið athuga- vert. 1 xxxars s.l, sendu kommúnistar ogJPáll Þorbjamarson til stjóm- arráðsins kænx á gjaldkerann, bæjarstjórann og meiri hluta bæj- arstjómar. Kæran var send þeim kærðn til umsagnar og hafa þeir í svari sínu sýnt fram á það að kæruatriðin eru tilhæfulaus og pólitísk árás samfylkingarinnar á bæjarstjórnar- meirihlutann. Oll gögn um þetfa hafa verið lögð fram fyrir at- vinnumálaráðherra. Til þess að vera vissir nm að ráðherrann sendi hentugan mann til rannsókn arinnar skrifaði einn kærenda, kommúnistinn ísleifur Högnason, Haraldi Guðmhndssyni eftirfarandi knnningjahrjef. Kaupfjel. Verkam. Po. Box. 96. Vestmaxmaeyjum ísland. Reykjavík, 17/4 1936. Með sjkirskotun til viðtals okkar í dag sexxdi jeg þjer hjer með sem fylgiskjöl með kærunni á bæjax- stjórnarmeirihlutaim í Vestmanna- eyjum nokkuð af brjefaskriftum gjaldkerans og endurskoðenda. Þungamiðjan í kæruskjali okkar er dregin saman í niðurlagi henn- ar í einum 6 punktum og þykir mjer óþarft að telja það upp hjer. Mjer hefir dottið í hug að hent- ugt væri að Ingólfur Jónsson, sem hefir sagt mjer að hann ætti erindi tál Vestmannaeyjá í eftirlitsferð til lyfsalans þar, rannsajkaði um leið gildi kæruatriða okkar í nafni stjórnarinnar. Með vinsemd og virðingu. ísleifur Högnason. Hr. atvinnumálaráðherra Haraldur Guðmnndsson, Reykjavík. Brjef þetta slæddist með skjölum málsins, hinum opinberu, sem send voru úr Stjórnarráðinu *til' Vest- mannaeyjia. ' ... Brjefið þarfnast engrg skýringa. Isleifur vill tryggja sjer árangur- inn af kærunni fýrirfram og biður um yfirlýstan kommúnista tií að framkvæma „rannsókniha". Haraldur Guðmundsson hefir fúslega orðið við tilmælum kunn- ingja síns og dúsbróður, kommún- istans í Vestmannaeyjum, og hefir nú skipað Ingólf Jónsson kommún- ista til ,að rannsaka kæruatriðin sem kommúnistarnir í bæjarstjórn bera fram. Með þessu stofnar þessi ráðherra til þess vitandi vits að rannsóknin verði hlutdræg og kommúúistum í vil og hleypur þannig erindi kommúnista. Það er ljóst af því hvernig at- vinnumálaráðherrann, Haraldur Guðmundsson, fer í ölln eftir fyrir- lagi kommúnista í Eyjum í þessu máli, að blekkingar þeirra og Páls npphótarþingmanns ern framdar í skjóli og með fnllu samþykki þessa ráðherra og að ráðherrann rær að því með þeim að kommúnistasam- fylkingin nái yfirráðnm yfir bæj- armálum Vestmannaeyja til að leggja atvinnulífið þar í rústir. Jóhann Þ. Jósefsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.