Morgunblaðið - 29.09.1936, Page 2
2
MURGUJN BLAÐití
Þriðjudagur 29. sept. 1936.
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Ritstjórar: J6n Kjartansson og
Valtýr Stefánsson —
ábyrgtSarmaöur.
Ritstjórn og afgreitSsla:
Austurstrseti 8. •—Sími 1600.
Auglýsingastjóri: E. Hafberg.
Auglýsingaskrifstof a:
Austurstræti 17. — Slmi 3700.
Heimasímar:
J6n Kjartansson, nr. 3742
Valtýr Stefánsson, nr. 4220.
Árni Óla, nr. 3045.
E. Hafberg, nr. 3770.
Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánubi.
í lausasölu: 15 aura eintakiö.
25 aura metS Lesb6k.
Lækkun frankans,
Lækkun frankans er vafa-
láust stórfeldasti viðburðurinn
• •• #. •• ■* ■;,/>■■
sem orðið hefir á fjármálasvið-
inu síðustu fimm árin, eða síð-
an Englendingar lækkuðu ster-
lingspundið.
Það var í septembermánuði
1931 að Englendingar lækkuðu
sterlingspundið. Sá atburður
hafði afleiðingar um víða ver-
öld. Menn stóðu sem þrumu
lostnir, Engum hafði komið til
hugar að sterlingspundið
mundi raskast úr skorðum. Á
það hafði verið litið sem þann
klett, sem óhaggaður mundi
standa í öllu hafróti fjármál-
anna.
Ekki éf hjer unt að rekja
allar þær afléiðingar, sem þessi
.viðburður hafði á ráá viðskift-
anna í heiminum, enda eru um
þær deildar skoðanir. Neville
Chamberlain jjje.lt því fram, að
fyrir England, 'mundi sterlings-
fallið hafa bætandi áhrif. Hef-
ir síðan verið'bent á af horfftm
og fylgismönnum hans á ýmis-
legt þessum spádómi til gildis,
meðal annars rýmkun atvinn-
unnar.
í kjölfar Engl^ndinga sigldi
síðan fjöldi þjóða, meðal ann-
ars Danmörk og ísland.
Síðan sterlingspundið fjell
hefir sú spurning stöðugt verið
uppi. í fjármálaheiminum:
hvað gerir frankinn og hvað
gerir markið ?
Leon Blum hefir nú svarað
þessari spurningu hvað frank-
ann snertir, og háværir spá-
dómar eru um það, ag^markið
hljóti að fara sömú leið. Blum
hefir nú leikið þánfi leik, sem
Poincaré Ijek áður. Reynsl^n
verðúr áð skera úr um það,
hvort honpni hepnast þetta eins
vel og fyrirreJinara hans.
Leon Blum telur þessum ráð-
stöfunum beint gegn atvinnu-
leysinu og fasismanum.
>y í T.úijq í*. /v . .i.
Alþýðublaðið skýrír frá þess-
ari fregn á laugardag og sfegir:
„Stjórn Leons Blum hefir stigið
fyrsta stóra sporið til þess að
koma Frakklandi út úr krepp-
unni“.
Hvaða afleiðingar, sem þessi
stórfeldi fjármáiaviðburður
kann að hafa, þá er eitt vist
að áhrifa hans mun gæta víða
um lönd.
STJORNARLIÐIÐ ER A
FLÓTTA TIL MADRID.
Eftir 70 daga vörn kom hjálpin til Alcazar.
Barist í návígi
ágötum Toledo.
Úrslitaorusturnar um
" 'Tssmz •sraam; 'raisr ir ■ ■ zmaBEXSF'r
Madrid eru að hefjast.
>— - .. ■ "■
A. síðustu stimdu — áður en hersveitir upp-
reisn.a.rmanna rjeðust inn í Toledo á
sunnudagskvöldið reyndu stjórnar-
liðar enn að ná lífi þeirra, sem varist hafa í Al-
cazarvíginu í 70 daga af frábærri hreysti, með
því að sprengja vígið í loft upp í annað sinn. Eftir
sprenginguna gerðu þeir áhlaup á vígið en voru
hraktir til baka.
Þegar hersveitir uppreisnarmannanna voru korrpiar inn í
Toledo, um kvöldið, þustu samherjar þeirra úr Alcazar-
víginu út á götur borgarinnar, og tóku að berjast í návígi,
viS þá hermenn stjórnarinnar, er ennþá voru eftir í borg-
mni.
Víða höfðu stjórnarliðar komið sjer fyrir uppi á húsþökum
og í gluggum, og skutu þaðan á uppreisnarmannaherinn.
Stjórnarherinn hörfar nú í áttina til Madrid.
Spánska stjórnin hefir.
skorað á alla and-fascista
að verja Madrid. „Hjer
verður háð úrslitabaráttan
um frelsi Spánar“, segir
í ávarpinu. „Vjer verðum
að gera Madrid að óvinn-
anlegri borg“.
I tilkynningu, sem uppreisn-
armenn gáfu út í gegn um
útvarpið í Sevilla í gærkvöldi
síðla, sögðu þeir:
„Toledo er unnin. — Nú
sækjum vjer til Madrid.
Frelsisstund Spánar nálg-
ast“.
Þá sögðu þeir einnig, að ræð-
ismenn Þjóðverja og ítala í Se-
villa hefðu vottað þeim saih-
fögnuð sinn, yfir hinni drengi-
legu vörn Alcazarvígisins.
Ekki er vitað með vissu enn
hve. margir eru enn á lífi af
þeim, sem vörðust í víginu, eða
hve margir hafa farist í spreng
ingunum í gær og á dögunum.
Samkv. einkask. og FÚ).
Leon Blum,
forsætisráðh. Frakka.
Svíar í stað
Dana.
Bolivía, Svíþjóð og Nýja Sjá-
land hafa hlotið kosningu í ráð
Þjóðabandalagsins, í stað
þeirra ríkja, er fara frá. Sví-
þjóð hefir verið kjörin í stað
Danmerkur. (FÚ).
Skráning atvinnulausra ung-
linga heldur áfram í dag og á
morgun.
- Grimmur -
bardagi um
Bilbao.
Á norðurvígstöðvunum er
nú barist um Bilbao. Hafa
uppreisnarmenn hafið ákafa
loftárás á borgina og eyði-
lagt 150 hús.
,,Politiken“ skýrir frá því
að stjórnarherinn hafi látið
skjóta níutíu gisl og hafi í
hótunum að skjóta alla gisl-
na, sem þeir enn hafa í haldi
ef loftárásinni verði haldið
áfram (símar frjettar. vor).
Hrunið frá gullinu
heldur áfram.
Hollendingar hafa
lækkað gyllinigengið.
Italska líran hætt komin.
FRÁ FRJETTARITARA MORGUNBLAÐSINS.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
PJÓÐVERJAR álíta að með gengisskerð-
ingu frankans sje verið að keppa að
pólitísku markmiði og benda á í því
sambandi að það sjeu aðeins lýðræðislönd, sem
lækkað hafa gengi gjaldeyris síns. Öpinberlega
hefir verið tilkynt í Berlín, að gengi marksins
verði ekki felt.
Italir eru aftur á móti á báðum áttum. ítaiska líran er hætt
komin og Mussolini er nú að ráðgast um það við sjerfræð-
inga, hvort ekki muni rjett að líran verði látin elta frank-
ann. Kauphöllum í Ítalíu hefir verið lokað í þrjá daga.
Þau lýðræöislönd, sem fetað
hafa í fótspor Frakka og felt
gengi gjaldeyris síns, eru Sviss-
lendingar og Hollendingar.
Meyer, forseti svissneska
sambandslýðveldisins, hefir til-
kynt, að sambandsstjórnin hafi
ákveðið að lækka gengi sviss-
neska frankans, til samræmis
við þann franska. Sagði hann
að Sviss hefði ekki þurft að
grípa til þessarar ráðstöfunar
af fjárhagslegri nauðsyn, þar
sem svissneskur gjaldmiðill
stæði á mjög traustum grunni,
en þetta hefði reynst nauðsyn-
legt af viðskiftalegum ástæðum
til þess að missa ekki af við-
skiftunum við Frakkland, sgm
hingað til hefði verið aðalkaup-
andinn að svissneskum fram-
leiðsluvörum (segir FÚ-fregn).
Dr. Colijn, forsætisráðherra
Hollands sagði í dag, að Hol-
land neyddist til þess að hverfa
frá gullinnlausn, vegna gengis-
lækkunar í Frakklaruli pg Sviss
En Hollandsstjóm myndi
taka upp þá aðferð, að
hafa fast eftirlit með gengi
gyliinisms, og stofna í
þeim tilgangi gengisjöfn-
unarsjóð, á svipaðan hátt
og stjórn Bretlands hefir
gert, og muni sá sjóður
verða tekinn í notkun á
miðvikudaginn. Hollenska
þingið heldur aukafund í
dag.
1700 kg. af gulli voru flutt
út frá Hollandi á laugardaginn.
10 miljarö Iranka
unarsjóður.
Kommúnistar styðja
gengislækkunina.
FRÁ FRJETTARITARA VORUM
KBH. I GÆR.
Stuðningsflokkar
frönsku alþýðufylk
ingarst j órnarinnar
hafa ákveðið að falla
frá kosningaloforðum
sínum og styðja frum-
varp Leon Blum um
gengisskerðingu frank-
!ans.
Komm.únistaforinginn Thor-
ez hefir lýst yfir því, fyrir
hönd síns flokks, að hann
sje nú eiginlega enn sem
fyr andvígur gengislækkun,
en að hann muni samt sem
áður styðja stjórnina, til
þess að alþýðufylkingin
sundrist ekki.
Er nú búist við að frumvarp-
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.