Morgunblaðið - 16.02.1937, Side 1
LÍFTRYGGINGARFJELAGIÐ
99
DANMARK
Stofnað 1861
Eitt elsta og ábyggilegasta líftryggingarfjelag á NorOuriðndum.
Eignir ytir 76 miljónir kröna. Fjárhæð samanlagðra trygginga yfir 300 miljónir króna.
Öllum tryggingum fylgir það ákvæði,
án sjerstaks endurgjalds, að iðgjalds-
greiðsla fellur niður að einhverju eða
öllu leyti, ef hinn trygði missir heilsuna
eða verður óvinnufær. En tryggingin
heldur áfram í fullu gildi.
í höfuðatriðum skiftist líftrygging í tvo
flokka og hvor flokkur hefir sína kosti.
Annar fIokkurinn er æfitrygging.
Sú trygging er ódýr. Tryggingarfjárhæðin
greiðist eftir andlát, hvenær sem það ber
að. Menn geta valið um hversu mörg ár
þeir greiða iðgjaldið. „Danmark" niælir
með því yfirleitt, að menn greiði iðgjald
aðeins til 60 eða 65 ára aldurs, því að
reynslan hefir sýnt, að eftir þann aldur
gengur mörgum erfiðlega að inna af hendi
iðgjaldagreiðsluna. Munið þess vegna
þegar þjer tryggið yður, að athuga hversu
lengi þjer greiðið iðgjald.
Hinn flokkurinn er trygging með
útborgun ef hinn trygði nær ákveðn-
um aldri, til dæmis 60 eða 65 ára. Falli
hinn trygði frá fyrir þann aldur, greiðist
öll fjárhæðin eftir lát hans. Á þann hátt
tryggja menn ekki að eins afkomu fjöl-
skyldu sininar, heldur mynda þeir sjer á
þennan hátt líka varasjóð er gerir þeim
fært að lifa áhyggjulausu lífi síðustu ár æf-
innar, þegar starfskraftarnir oft eru þrotn-
ir.
FLESTIR lifa í þeirri von, að alt muni
ganga vel, sem þeir taka sjer fyrir
hendur og ekkert óvænt komi fyrir. En
hið eina sem, víst er í þessari tilveru, er
að seint eða snemma verða óvænt um-
skifti.
Vonin og traustið er gott, en það er
ekki einhlítt. Gerið ráð fyrir því óvænta
og tryggið yður og f jölskyldu yðar fyrir
afleiðingum þess. Líftryggingin er auð-
veldasta, öruggasta og almennasta að-
ferðin til að tryggja fjárhagslega af-
komu sína og sinna gegn afleiðingum
hins óvænta.
Munið það, að trygging er því ódýrari
sem, menn eru yngri, er þeir kaupa hana,
Munið það einnig, að sá fjársjóður, sem
myndast við líftryggingu, er ekki háð-
ur yðar daglega starfsrekstri, sem að
meira eða minna leyti getur tekið stöð-
ugum breytingum.
Hugleiðið þetta að síðustu:
Af þúsund byggingum brennur ein. Af
eitt þúsund mönnum deyja þúsund. Hin-
ar þúsund byggingar eru allar vátrygð-
ar. En af hverjum þúsund mönnum á ís-
landi eru NÍU HUNDRUÐ EKKI LÍF-
FRYGÐIR.
Ekkert fjelag sem starfar hjer á landi
hefir lægri iðgjaldataxta en „Danmark".
Tryggingar er nema 10 þús.kr. eða minna
teknar án læknisskoðunar, nema sjer-
staklega standi á.
Menn reyn'a oftast að klifa þrítugan
hamarinn til þess að veita bömum sínum
mentun og búa þau á þann hátt undir líf-
ið. Til þess að koma þessu í framkvæmd
er fátt auðveldara en barnatrygg-
i n g . Með slíkri tryggingu má safna f jár-
hæð á mörgum árum er greiðist út þegar
börnin þurfa þess oft helst með, en það
er þegar þau þurfa að lúka hinum síðustu
og erfiðustu árum mentunar sinnar, þegar
þau eru 20 til 25 ára gömul. Ef svo atvik-
ast að faðirinn deyr áður en barnið hefir
náð fullorðinsaldri, fellur iðgjaldagreiðsl-
an niður en tryggingin er í fullu giidi og
verður greidd á hinum ákveðna tíma. Ef
börnin eru trygð meðan þau eru ung, þá er
iðgjaldið lægst.
Menn gera og börnum sínum mikinn
greiða að kaupa þeim æfitryggingu með-
an þau eru ung, því þá greiða þau lágt ið-
gjald þegar þau sjálf verða fær um að
halca tryggingunni við.
AÐALVMBOÐ:
Þórður Sveinsson & Co.H
F
REYKJAVIK
Símnefni: KAKALI
Talsími 3701 (2 iinur)
Du^Ieglc umboðsmenn teknir «nn alf land, þar
seis» fjelagið hefir enga umboðsmenn fyrlr.