Morgunblaðið - 16.07.1939, Síða 8

Morgunblaðið - 16.07.1939, Síða 8
8 Sunnudagur 16. júlí 1939L . Jfaujisftapuc FREBÝSA lúðuriklingur, ísl. bögglasmjör, og reyktur rauðmagi. Þorsteins- búð, Hringbraut 61, sími 2803, Grundarstíg 12, sími 3247. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — BJörn Jónsson, Vesturgötu 28. Sími 3594. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guð mundsson, klæðskeri. Kirkju- hvoli. Sími 2796. ÞORSKALÝSI. Laugavegs Apóteks viðurkenda þorskalýsi í sterilum ílátum kostar aðeins 90 aura heilflask- mn. Sent um allan bæ. — Simi 1616. SP ART A—Dreng jaf öt. Laugaveg 10 — við allra hæfi. MEÐALAGLÖS Fersólglös og Soyuglös, keypt daglega. Sparið milliliðina og komið beint til okkar ef þið viljið fá hæsta verð fyrir glös in. Laugavegs Apótek. RABARBAR rauður, nýupptekinn 30 aura pr. % kg. Vanillestengur, Hellu kandís dökkur, Púðursykur dökkur, Sýróp ljóst og dökt. — Þorsteinsbúð, Hringbraut 61, sími 2803, Grundarstíg 12, sími 3247. ÍSL. KARTÖFLUR vel geymdar, í heilum pokum og smásölu. — Þorsteinsbúð, Hringbraut 61, sími 2803. Grundarstíg 12, sími 3247. ISLENSK FRÍMERKI kaupir hsesta verði Gfsli Sig- txrbjörnsson, Austurstræti 13 il. hæð). LEGUBEKKIRNIR eru bestir á Vatnsstíg 3. Hús- gagnaversJun Reykjavíkur. TJÖLD, SÚLUR og SÓLSKÝLI. Verbúð 2, sími 1840 0g 2731 Ur—1—IBBE FÓÐRUM DÖMUTÖSKUR Leðurgerðin h.f. Hverfisgötu 4. Sími 1555. BIKUM ÞÖK Notið sólskinsdagana. Hringið í síma 5161. — Jón Ingvar. RauDa akurliljan og rænda brúðuiin Ráðabrugg hertogans og Martin-Rogets 'ts HREINGERNINGAR Jón og Guðni — Sími 4967. OTTO B. ARNAR, löggiltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- íng og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. GERI VIÐ saumavjelar, skrár og allskonar heimilisvjelar. H. Sandholt Klapparstíg 11. Sími 2635. SOKKAVIÐGERÐIN, Hafnarstræti 19, gerir við kven- sokka. ljót afgreiðsla. — Sími 2799. Sækjum sendum. Kernogan hertogi dvelur landflótta í Englandi. Hann vill gifta dóttur sína, Yvonne, Martin-Roget, sem þykist vera auðugur bankastjóri írá Brest. En í raun og veru er hann Pierre Adet, sem hefir staðið fyrir uppreisn á móti hertoganupi, orðið að flýja, en faðir hans verið hengdur saklaus. — Anthony lávar&ur hefir fengið leyni lega orðsendingu um, að Yvonne, sem hann elskar, sje í hættu og fær hann hana til þess að giftast sjer á laun. Yerður föður hennar mikiS um, er hann fær brjef frá henni í Combwich Hall, þar sem þau ætla að dvelja hveitibrauðs dagana. „Það, sem við þurfum að gera, Monsieur de due“, sagði liann að eins, „er að fá Mademoiselle de Kernogan til þess að yfirgefa lá- varðinn sem allra fyrst“. „Og hvernig ætlið þjer að fara að því?“, spurði hertoginn háðs lega. „Jeg ætlaði ekki að blanda mjer í það“, svaraði Martin-Roget og ypti öxlum. „Hvernig gæti jeg-----“ „Jú, einmitt“, greip Martin-Rog et fram í fyrir honum. „Þjer eigið við — —f“ Martin Roget kinkaði kolli. Og þrátt fyrir hálfkveðna vísu höfðu þessir tveir menn skilið hvorn annan. „Auðvitað verðum við að fá hana til þess að yfirgefa liann“, sagði hertoginn og var nú alt í einu orðinu jafn rólegur og hinn. Síðan dró hann stólinn að arnin- um og settist, studdi olnbogunUm á hnje, og teygði hinar fínlegu hendur fram yfir eldinn. Hálftíma síðar kom þjónninn inn, til þess að spyrja húsbónda sinn, hvort hajtn vildi morgunverð. Þá sátu þeir hertoginn og Martin- Roget hlið við hlið við eldinn, sem var að deyja út. Og þjónninn varð hinn ánægðasti yfir að sjá, að her- toganum var runnin reiðin, og tal- aði vingjarnlega við Martin-Roget. Y. KAPÍTULI. Gildran. I. Næstsíðasta dag nóvembermán- aðar 1793 sat Lady Anthony Dewhurst úti við glugga í dag- stofunni á Combwich Hall og var að skrifa Lady Blakeney. —• Hún reyndi að leggja í brjefið alla þá ást, þakklæti og hamingju, sem hjarta hennar var fult af. Nú voru liðnir þrír dagar síðan hún hafði, að viðstöddum fáeinum tryggum vinum, heitið Anthony lávarði æfitrygð í lítilli sveita- kirkju, meðan aðrir góðir vinir, meðal annara hans hátign prins- inn, höfðu tekið þátt í því, að beina athygli hertogans frá henni og jafnvel ef nausðynlegt væri, bægja Martin-Roget í burtu. Síðan hafði líf hennar verið einn óslit- inn sæludraumur. Og jafnvel þar, sem hún hafði búist við sorg, hafði ræst úr öllu. Því, að faðir hennar, sem hún hafði óttast sem harðan dómara og ófúsan til sátta — hann hafði reynst óumræðilega kærleiksríkur og þolinmóður. Strax og hún var komin til Combwich Hall, hafði hún skrifað honum langt og ástúðlegt brjef, þar sem hún bað hann fyrirgefn- ingar á þeim vonbrigðum, sem hún hafaði valdið honum með ó- hlýðni sinni. Hún bað með hjart- næmum orðum um rjett til þess að vera hamingjusöm, að mega elska og vera elskuð, fá sitt eigið heimili, sem ást manns hennar gat gert að himnaríki fyrir hana. Þetta brjef hafði hún sent hrað- boða með til föður síns. Daginn eftir hafði hún fengið svar. Hún opnaði brjefið með titrandi liönd- um. En þegar hún byrjaði að lesa það, ætlaði hún varla að trúa sín- um eigin augum. Faðir hennar á- lasaði henni að vísu ofur lítið. En hann sagði ekki eitt einasta hörkulegt orð. Hann ætlaði ekki, sagði hann, á æfikvöldi sínu, með slíka reynslu að baki, að skyggja á lífshamingju hennar. „Þú hefðir átt að treysta mjer, barnið mitt“, skrifaði hann. „Mig grunaði ekki, að hamingja þín væri undir þessu hjónabandi komin, því að þá hefði jeg ekki reynt að fá þig til þess að breyta eftir ósk minni. Jeg á eng- an að nema þig nú, þegar jeg er orð-inn fátækur og landflótta. — Hjelst þú, að jeg myndi setja persónulegar óskir ofar ást minni til þín“? Yvonne grjet af hamingju, þeg- ar liún las brjefið frá föður sín- um og hafði samviskubit út af því hve rangt hún hafði dæmt hann. Eiginmaður hennar var líka mjög hrærður, er hann las hin vingjarnlegu orð hertogans í lians garð: „Anthony lávarður er göf- ugur maður“, skrifaði Kérnogan hertogi. „Hann mun án efa gera þig hamingjusama, barnið mitt, og þá er gamli faðir þinn ánægður. Það eina, sem hryggir mig, er það, að þú skyldir ekki bera traust til mín. Gifting á laun er ekki sam- boðin dóttur af okkar ætt“. „Jeg talaði mjög alvarlega við hertogann, er jeg bað um leyfi til þess að mega biðja þín“, sagði Tony lávarður hugsi á svip. „En jeg er svo óframíærinn, þegar jeg á að tala mínu eigin máli, að hann hefir líklega hafnað mjer þess- vegna“. Þá var hann ákveðinn í því, að jeg ætti Martin-Roget, þrátt fyrir öll mín tár og mótmæli. Veslings pabbi. Hann hefir líklega ekki trú- að því að mjer væri alvara“. „Hann hefir að minsta kosti sætt sig vel við það óumflýjan- lega“, sagði Tony lávarður. Wkíðan lásu þau brjefið enn einu sinni. ílann hjelt utan um hana á meðan, og hún hallaði höfð- inu að brjósti hans. Mjer líður ekki sem best í dag“, skrifaði faðir hennar að lokum. „Kuldinn og hin vota veðrátta hefir haft slæm áhrif á gigtina. Þið kærið ykkur víst ekki um að fá gest núna, en ef veðrið verður skárra á morgun, kem jeg til Combwich síðari hluta dagsins. Þið gefið mjer þá kannske kvöld- verð og lofið mjer að gista? Send- ið mjer boð með brjefberanum, sem fer um hæl til Bath, hvernig stendur á hjá ykkur“. Var hægt að hugsa sjer yndis- Iegra? Það var einmitt þetta, að fað ’ ætlaði að heimsækja þau, sem gerði hana svo óumræði- >eg 'mmingjusama. Næsta dag skrifaði Yvonne Lady Blakeney, og sendi henni afrit af brjefi föður síns, og abð hana að segja Lady Ffou- ekes þessar gleðifrjettir. Sjálf bjóst hún við föður sínum á hverri stundu, og Tony lávarður hafði farið út, til þess að svipast um eftir vagni kertogans. Hálftíma síðar kom monsieur de Kernogan, og dóttir hans fleygði sjer í faðm hans, sælli en frá' verði sagt. Hann var all-þreytu- legur að sjá og kvartaði yfir gigt. Og þegar mestu fagnaðarlætin yfir endurfundinum voru liðin hjá, fór Yvonne að vera áhyggjufull út af honum, því að það var auðsjeð, að hann var ekki heilbrigður. Þegar leið á kvöldið varð hann þegj- andalegri. Hann liafði engar mat- arlyst. Kl. rúmlega 8 vildi hann fara að liátta. „Jeg er alls ekki veikur“, sagði hann, er hann bauð dóttur sinni góða nétt með kossi. — „Aðeins þreyttur — af geðshræringu. — Mjer batnar í nótt“. Hann var mjög vingjarnlegur við Tony lávarð, en mjög blátt áfram, enda var hann maður dulur og ljet yfirleitt ekki tilfinningar sínar í ljósi. En við dóttur sína var hann óvenju ástríkur og sýndi henni undirgefni og blíðu, eins og hann liefði slæma samvisku. Um morguninn virtist hann vera alvarlega veikur. Hann var kinnfiskasoginn í andliti og náfölur, og alt líf úr augum hans. Þó vildi hann ekki heyrða það nefnt að verða um kyrt einn eða tvo daga. „Nei, nei‘, sagði hann ákveð- inn. „Mjer batnar strax, þegar jeg kem til Bath. Þar er skjól fyrir norðannæðingnum, sem hjer myndi strax reka mig í rúmið.“ Og þegar hann snerti ekki súkku laðið, sem hún hafði sjálf búið til handa honum, varð Yvonne enn áhyggjufyllri út af líðan lians, þó að hann reyndi að sefa hana. „Mjer batnar, þegar jeg kem til Bath“, sagði hann, „og síðar, þeg- ar þú hefir tíma, eða lávarðurinn vill af þjer sjá, kemur þú kannske og heimsækir föður þinn?“ „Auðvitað læt jeg þig ekki fara eina til Bath‘, svaraði hún ákveð- in. „Viljir þú fyrir alla muni fara,1 fer jeg með þjer“. „Nei“, maldaði hann í móinn. „Það er óþarfi, barnið mitt. — I vagninum fer vel um mig, og jeg verð ekki einu sinni tvo tíma á leiðinni“. „Jeg kem með þjer“, svaraði hún blíðlega um leið og hún leit á fölt andlit hans og titrandi hendurnar. „Jeg hefi talað um það við mann- inn minn, og hann gefur samþykki sitt til þess að jeg fari“. „Honum mun leiðast, ef þú ferð, barnið mitt“. „Já“, andvarpaði hún. „En því fegnari verður hann, þegar þjer er batnað, og jeg kem aftur glöð til Combwich". Þá ljet hertoginn undan og kysti dóttur sína í þakkarskyni. Hann virtist feginn því, að hún færi með honum, og var ákveðið að þau færu kl. 11. Anthony lávarður kysti konu sína hryggur í bragði, er hana kvaddi liana. „Jeg er sorgmæddur yfir þvír að þú skulir yfirgefa mig, ástiiis mín“, sagði hann. „Mjer finst ó- þolandi að þurfa að missa sjónar á þjer í eina klukkustund, hvað þá fleiri daga“. „Og þó verð jeg að fara, vinur minn“, svaraði hún og brosti, þá væri hún alvörrugefin. „Jeg gæti ekki látið pabba fara einan. Finst þjer það ?“ „Nei, nei“, svaraði hann hik- andi. „En mundu það, að þú erfc mjer svo kær, að jeg get ekki á heilum mjer tekið, fyr en þú ert aftur komin til mín, heil á húfi“. „Jeg sendi liraðboða með brjef til þin í kvöld“, sagði hún og - losaði sið blíðlega úr faðmi hans~ Og ef jeg get komið á morgun ..* Framh. Stfáynniiufav VENUS SKÓGLJÁI mýkir leðrið og gljáir skóna af~ burða vel. VENUS-GÓLFGLJÁI afburðagóður og fljótvirkur. —- Ávalt í næstu búð. K.F.U.M. og K. Hafnarfirðí. Almenn samkoma í kvöld kL 8,30. Steinn Sigurðsson talar. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN. Samkomur í dag: kl. 11, 4 og 8i/2- Kapt. Holmöy o. fl. Vel- komin! ZION — SAMKOMA í kvöld kl. 8. Allir velkomnir.. FRIGGBÓNIÐ FÍNA, er bæjarins besta bón. BESTI FISKSlMINN er 5 2 75. MINNINGARSPJÖLD fyrir Minningarsjóð Einars* Helgasonar, garðyrkjustjóra,.. fást á t eftirtöldum stöðumt. Gróðrarstöðinni, Búnaðarfjei fslands. Þingholtsstræti 33 Laugaveg 50 A. Túngötu 45, og* af greiðslu Morgunblaðsins. — I Hafnarfirði á Hverfisgötu. 3K SLY S A V ARN A JELAG H), skrifstofa Hafnarhúsinu við? Geirsgötu. Seld minningarkort,. tekið móti gjöfum, áheitum, árs- tillögum o. fl. > 5ajtað-furuUÉ MYNDAVJEL í svörtu veski hefir tapast fr& Mógilsá að Álafossi og Reykja- ,vík. Skilist á afgr. blaðsins. FÓLK UTAN AF LANDI óskar eftir 2 herbergjum og eldhúsi, helst utan við bæinn. Mjög skilvís greiðsla. Tilbo<l» sendist Mbl. merkt: „R. J.“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.