Morgunblaðið - 06.08.1939, Qupperneq 11
Sunnudagur 6. ágúst 1939.
MORGUNtíLAÐIÐ
11
A slóðum Páls postula
FRAMH. AF BLS. 9.
• er formið alveg hreint, og það er
ákaflega fíngert.
Maturinn er bæði mikill og
góður. Kl. 7—9 er morgunmatur,
þá kl. 12 lunch, sem er með
mörgum rjettum og óskaplegur.
Þá er kl. 4—4Va eftirmiðdags-
kaffi eða te, og loks kl. 8 mið-
degismatur, dinner, margrjettað
ur og ágætur. Það er meira átið!'
Kl. 91/2 er bíó á þilfarinu.
Meðan á Bíóinu stóð, fórum
við milli Elbu og lands. Borgir
sáust, þ. e. a. s. ljósin í þeim á
bæði borð.
Við fórum í háttinn strax að
því loknu.
Föstudíigur 16. júní.
Stromboli í augsýn!
Ágætt veður og fremur svalt.
Sólskinslítið. Við og við sést örla
á einhverju landi eða eyjum á
bakborða. Við venjumst egypska
lífinu um borð. Annars gerist
ekkert.
Um klukkan 9i/2, þegar bíó
átti að fara að byrja, var sagt
að nú værum við komin að
Stromboli, eldfjallinu fræga, sem
rís hjer úr sæ, nokkru norðan
við Sikiley. Því miður er aldimt
orðið. Allir flykkjast út að borð
stpkknum. Tveir rauðir, lýsandi
deplar sjást, og miklu neðar sjást
vitar. Þeir sýna hæð fjallsins.
En hvað þessir rauðu dílar eru,
veit jeg ekki. Hjelt helst að hjer
væru rauðir vitar til þess að
impónera ferðamennina. Þó er
■eins og reykur sje upp af efra
ijósinu. Jeg spyr hvað þetta sje.
Það er eldur! Fjallið er sígjós-
andi. Og nú komum við nær.
Þá leynir það sjer ekki, að hjer
er gos. Við og við gjósa glóandi
strókar upp, hrynja niður aftur..
Nú má aðeins greina línur fjalls
ins. Gosið kemur ekki upp úr
toppnum sjálfum, heldur virðist
^ígnum halla mót norðri.
Og við rætur þessa meinvættis
sjást nú ljósin loga rólega í frið-
sömum bæ! Að nokkur skuli
þora að búa þama, því að undir-
lendi virðist hverfandi lítið.
Ásmundur fer að hátta. Jeg
þráast dálítið við, því að Messína
sundið er fram undan. En jeg
gefst bráðlega upp. Við eigúm
•ekki að koma að því fyr en kl.
um hálf 2 og jeg er syfjaður. —
Það er óheppilegt, að við förum
fram hjá öllum merkisstöðum á
leiðinni að næturlagi., Elbu,
Stromboli og Messínasundi. Svo
sjest hvergi land fyr en í Alex-
andríu.
1 kvöld eru fjórar vikur síðan
við fórum frá Reykjavík. Hví-
líkur tími, og enn erum við ekki
líkt því komnir alla leið.
Laugardagur 17. júní.
Þegar jeg lít yfir þennan ís-
lenska þjóðhátíðardag, held jeg
helst, að hann hafi verið alveg
viðhafnarlaus. Við Ásmundur
hjeldum hann ekki á neinn hátt
heilagan, og því var ekki von,
að Arabar, Egyptar og annar
slíkur lýður gerði það. Líklega
hafa þeir ekki einu sinni vitað,
að 17. júní er þjóðhátíðardagur
okkar og afmæíisdagur Jóns Sig-
urðssonar. Það verður að fyrir-
gefa þeim, vegna þess hve fá-
fróðir og lítið menntaðir þeir eru.
Hjer eru nú, t. d. hjón frá Am-
eríku, sem ekki vissu annað en
að Eskimóar byggju á Islandi.
Mjer skilst, að þá væri hreint
og beint móðgandi að þekkja Jón
Sigurðsson, því að ef hann hefði
verið til í landi, sem er bygt af
Eskimóum einum, þá hefði hann
verið Eskimói. Og hvað segið
þið um svoleiðis trakteringar? —
En Arabarnir og Egyptamir eru
það kurteisir, að þeir hafa enga
hugmynd um að ísland yfirleitt
er til, og þá er varla von að þeir
viti um Jón Sigurðsson, eða það,
að afmælisdagur hans, 17. júní,
er þjóðhátíðardagur. Þetta verð-
ur alt skiljanlegra, þegar farið
er að hugsa um það.
Það hvessir töluvert, þegar
á daginn líður og um kvöldið er
orðið svo hvasst, að taka verð-
ur segldúksþakið. Bíóið er því
undir beru lofti í kvöld, enda
var myndin eftir því. Jeg er glað
ur yfir því, að þessi norðaustan
vindur kom ekki á okkur á Ful-
ton, því að þá hefði ferðin um
Miðjarðarhafið orðið erfið.
Á slóðum Páls postula.
Nú erum við á þeim slóðum,
þar sem Páll postuli var að hrekj
ast. Er um það meistaraleg frá-
1. Fulltrúaráð. 2. Landstjóri. 14.
Kveikir. 17. Hjör. 19. Þingdeild. 21.
Námsgi-ein. 22. Leit. 23 Sæki sjó. 25.
Hana — 26. Bor. 27. Togaöi. 29. Hug-.
rekki. 30. Straumhvörf. 32. Verða. 33.
Nafn á hesti. 34. Hjari. 35. Hugur. 36.
Eggver. 37. Fæða. 39. Símaskammstöfun
41. — ta. 43. Þynnka. 44. Mál. 45. Að-
gæti. 47. Gróður. 49. Heimskingi. 51.
Beyingarending. 52. Stari. 53. Leiði. 54.
Anar. 56. Reiki. 57. Foi-si ‘ning. 59.0ddi
61. Sól. 62. Geng. 63.. Æði. 64. Glúrin
68. Þyngdareining. 70. Skammstöfun.
71. Festa. 75. Lægð. 77. Huggun. 79.
Érjóta. 81. Sama og 19. 83. Lífsneisti.
84. Rölt. 85. Mannsnafn. 8$. Stafur.
87. Togaði. 89. Gróðurblettur. 91. Tón-
skáld. 93. — Þór. 94. Fyrir blóm. 95.
Draga saman. 97. yopn. 98. Ógróin
jörð. 99. Umfram. 101. Viðkvæm. 102.
Til skjóls. 104. Ættingi. 105. Þyngdar-
eining. 106. Titill. 108. Tveir eins. 109.
Skammstöfun. 110. Tröllkonuheiti. 112.
Fóðra. 113. Gróður. 115. Ljúka, 117.
Mannsnafn. 118. Fuglar.
sögn í Postulasögunni 27. kap.
Páll hafði skotið máli sínu til
keisarans. Hann var rómverskur
borgari og átti því fþennan rjett.
Hann hefir vafalaust haft gildar
ástæður til þess að láta ekki
dæma málið í Jerúsalem.
★
áli var fyrst komið fyrir, á-
samt. nokkrum föngum í
skipi, sem sigldi til Litlu-Asíu-
strandarinnar. Er enginn vafi á,
að hersveitarforinginn, Júlíus,
sem var sendur með föngunum,
hefir litið alt öðruvísi á Pál en
venjulegan fanga. Enda munu
víst ílestir, sem með Páli voru,
hafa komist að þeirri niðurstöðu,
að hjer væri heldur óvanalegur
maður á ferðinni. Þó hefir Páll
sjálfsagt verið hlekkjaður við
hermann, til öryggis.
Ferðin gekk seint, en loksins
var þó komið til suðausturhoms
Litlu-Asíu. Skipið hjelt þá áfram
norður eftir, og þar fór því Júl-
íus af því, með fangana, og tók
stórt skip frá Alexandríu, sem
var á ferð til Rómaborgar, vafa-
laust með komfarm. Það var
því sama siglingaleiðin og sú,
sem við erum nú á.
En ferðin gekk seint vegna
9. Tónar. 10. Hryggir. 11. Forsetning.
12. Fallending. 13. Mótbárur. 15. Manns
nafn. 16. Skagi. 18. Sjúkrahús. 20.
Þjóð. 22. Rusl. 24. Fugl. 26. Iiæktað
land. 28. Reyki. 29. Skip. 31. Flýta sjer
32. Man — 38. Hnöttur. 40. Þíða. 42.
Vatnsfall. 45. Spök. 46. Tveir eins. 47.
Frjettaritari. 48. Titill. 49. Eignast. 50.
Deig. 52. Skáld. 55. Mynt. 57. Fugl.
SS.Djásn. 59. Þrek. 60. Kend. 65. Ðrykk
ur. 66. Mylsna. 67. Óánægja. 69. Stopp.
71. Galdrakerling. 72.Gubba. 73. Tónn.
74. Lúður. 76. Gróðurblettur. 77. Titill.
78. Fóstraði. 79. Upplirópun. 80. Manns
nafn.82. Afturgöngur. 86. Moka. 88.
Þrá. 89. Málmnr. 90. Óhæf. 91. Hylja.
92. Autt rúni. 93. Fóstra. 96. Vala. 97.
Piltur. 100. Á litinn. 103. Lítill. 106.
Fljótt. 107. Sár. 110. Skrækja. 111.
Fljótfengið fje. þf. 113. Skammstöfun.
114. Tvíhljóði. 115. Söngvari. 116.
Tveir eins.
■ %í:
mótvinda, og loks komust þeir
til Krít. Þumlunguðust þeir
vestur með eynni, þar til þeir
komu til staðar, sem heitir Góð-
hafnir. Þar lágu þeir svo og
komust hvergi. Og nú fór að líða
að þeim tíma, er siglingar tók
af, en skipstjórnarmenn voru ó-
ánægðir með lægið og vildu kom-
ast til annarar hafnar.
Páll hafði orðið var við þetta
og rjeði eindregið frá því að fara
Þó að hann væri ekki sjómað-
ur, þá hafði hann mikla lífs-
reynslu í allskonar ferðalögum á
sjó og landi. En þeir fóru ekki
eftir ráðum hans. Og nú rann á
hægur sunnanvindur, svo að alt
virtist vera .í besta lagi. Var nú
dregið upp akkeri, og undin upp
segl.
Hrakningar.
Alt í einu skifti um veður.
Skall á þá norðaustanvindur,
sem kallaður er evrakvíló. Það er
einmitt vindurinn, sem við erum
nú í, nema vitanlega miklu hæg-
ari um sumartímann. Og nú hefj
ast hrakningarnir, sem er svo
meistaralega lýst.
Hjer fyrir suðvestan eru flóar
með hroðalegum sandrifjum, sem
voru einhver mesti skipa-kirkju-
garður fornaldarinnar, líkt og
Jótlandssíðan hefir verið og
þangað virtist nú skipið stefna.
Var nú alt gert, sem hægt var,
til þess að draga úr ferð skips-
ins, og þegar svo rokið hjelt á-
fram, gáfust að lokum allir upp.
Enginn neytti matar eða gat
neina björg sjer veitt.
Þá kemur Páll fram, minnir þá
á, að hann hafi ráðið frá þess-
ari ferð, en hvetur þá til þess,
að gefast nú ekki upp. Engill
guðs hafi staðið hjá sjer í nótt
og sagt honum, að hann ætti að
komast fyrir keisarann, og að
enginn myndi farast.
Svona hröktust þeir svo fyrir
sjó og vindi í hálfan mánuð, og
þá verða þeir varir við, að þeir
eru að nálgast land. Gera þeir nú
ýmsar ráðstafanir fyrir landtök
una, og er það nú Páll, sem kem
ur fram að nýju, fær þá til þess
að matast og blæs nýjum þrótti
í þá.
Og nú erum við staddir hjer,
einmitt á þessum sömu slóð-
um. Hjer, úti á þessu dimma
hafi, sem jeg sje freyða við borð
stokkinn á Kawsar, var Páll að
hrekjast fyrir 1900 árum. Ef til
vill get jeg sjeð skipið frá Alex-
andríu hrekjast fram hjá eins
og einhverja daufa og óljósa
mynd. Það er þarna úti í sortan-
um. 176 menn hendast þar til
og frá í bjargarlausu skipinu.
Og einn þeirra er sá maður, sem
mest stórvirki hefir unnið í ver-
öldinni. Innan um þá, sem æðr-
ast, situr hann þögull og óskelfd
ur. Hann hefir fengið boðskap
um það, að guð hafi gefið hon-
um alla, sem á skipinu eru. —
Hann er fagnandi. Hvað er haf
og stormur á móts við þær dá-
semdir, lífsins, sem fyrir augum
hans eru?
Sunnudagur, 18. júní.
Þetta á að vera síðasti dagur
okkar hjer um borð í Kawsar,
þ. e. a. s. síðasti heili dagurinn,
því að á morgun um kl. 4 eig-
um við að koma til Alexandríu.
Hjer á nú, um hádegisbilið,
Grikklandsoddi og Krít, að vera
einhverstaðar skamt norður und
an. En ekkert sjest. Það er kom-
inn vestan vindur, sem er algeng
astur hjer um þessar slóðir, sami
vestan vindurinn, sem tafði skip
ið, sem Páll var á. Sólin skín og
það hlýnar. Annars hefir altaf
verið þægileg svalt og er það
enn. Við erum ekki famir að
reyna mikið af hitanum enn. En
okkur er spáð því í Egyptalandi.
I Cairo hvað vera afskaplega
heitt. Og Alexandríu. Það kem-
ur seinna. Enn er ekki nema rétt
notalega hlýtt.
Mánudagur, 19. júní.
Löng er sú leið til Palestínu.
Þann 19. maí var haldið af stað,
og nú er 19. júní. Og enn er
ekki öll leiðin búin. Nú er miklu
heitara í dag. Golan dregur dám
af eyðimörkum Líbíu og Egypta
lands. Hún er að mestu á eftir,
svo að á skipinu er logn og hita-
molla mikil. Hvað er það móti
því, sem síðar verður?
Hjer var í gærkveldi bíó á þil-
farinu eins og vant er. En mjer
fanst alt undarlegra en áður,
vegna þess að nú er Afríka að
nálgast. Það er eitthvað í senn,
spennandi og óhugnanlegt við það
að koma í svona algerlega nýtt
umhverfi. Það er svo ótrúlegt,
svo fjarstætt. Að sitja hjer og
horfa á talfilmu, eins og maður
væri heima í Reykjavík, en líta
svo upp og sjá, að hjer er hvorki
Gamla nje Nýja Bíó, heldur þil-
far á skipi, með sólsegli yfir og
Aröbum og Egyptum í allskonar
búningum í kring, og Egypta-
land á 'morgun.
Jeg sofnaði bæði seint og óró-
lega.
Og nú kemur einn, dökkur á
brún á brá og með fez á höfði,
hringjandi í hádegisverðinn.
Miðdegisverði er lokið —
Afríka og Alexandría blasa við
snjóhvít sandströnd með pálm-
um.
Hjer hætti jeg nú.
Sænskur flugmaður varð fyrir
sjaldgæfu atviki í sumar. Er
hann var kominn upp í loft í
flugvjel sinni rjeðist máfahópur að
honum og svo ágengir voru ímáf-
arnir að flugmaðurinn neyddist til
að stökkva út úr flugvjelinni í
fallhlíf.
★
Atlantshafsflugmaðurinn Dougl-
as Corrigan kvæntist nýlega kenslu,
konu. Hann vann sjer frægð með
því að fljúga í „misgripum" yfir
Atlantshafshaf á gamalli og úr
sjer genginni flugvjel. í Ameríku
er nú spurt: Er giftingin ný „mis-
grip“ ?
★
— Jeg .vil mæla með þessu efni,
frú. Það er það nýasta sem við
höfum flutt inn.
— Haldið þjer ekki að það upp-
litist?
— Upplitist, nei, frú, það hefir
legið þrjá mánuði í sýningarglugg-
anum án þess að nokkur breyting
vrði á því.
Krossgáta Morgunblaðsins 65
Lárjett.
Lóðrjett.
2. Tveir eins. .3. Þjark. 4. Hreyfinj
5. Bit 6. Skammstöfun. 8. Skræku