Morgunblaðið - 16.03.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1940, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Norðmenn ekki með í bandalagi Svía og Finna? Laugardagur 16. mars 1940. Flokkur þeirra fær aftur að starfa Vinum Norðurlanda heíir fækkað — segir breskt blað Reipdráttur stórveld- anna um Noreg Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. MARGT virðist benda til þess, að Norðmenn sjeu mjög á báðum áttum um, hvort þeir eigi að taka þátt í fyrirhuguðu hernaðar- bandaiagí Svía og Finna, sem rætt hefir verið um undan- farna daga. Halvdan Koht, utanríkismálaráðherra Noregs hefir látið svo um mælt, að norska stjórnin hafi ekki lofað að taka þátt í slíku bandalagi, heldur hafi hún aðeins lofað að athuga möguleikana fyrir hernaðarbandalagi Norður- landanna. ÁN NOREGS. Málgagn norsku ríkisstjórnarinnar, „Arbeiderbladet" í Oslo ræðir þessi mál mikið í dag. Kemst blaðið að þeirri niðurstöðu, að slíkt hernaðarbandalag muni frekar veita öryggi heldur en áhættu. Hinsvegar bendir blaðið á það, að fjöldi Norðmanna sje þeirrar skoðunar, að Svíar og Finnar geti gert með sjer hernaðar- bandalag án þess að Noregur sje með í því. HLUTLEYSI Reipdráttur fari nú fram milli stórveldanna um Noreg og þar sem búast megi við að Finnland og Svíþjóð komist undir þýsk áhrif sje hæpið fyrir Noreg að gerast aðili að þessu bandalagi. Stefna Nóregs, segir blaðið, verður að vera í framtíðinni eins og hingað'til, hlutleysisstefna. DANMÖRK Það er nú fullvíst orðið, að Danmörk tekur ekki þátt í við- ræðufundunum um norrænt varnarbandalag, enda er hern- aðarlegri aðstöðu Danmerkur þannig varið, gagnvart Þýska- landi, að hún geti ekki gerst að- ili að slíku bandalagi. Sænsku blöðin líta svo á, að ósk Finna um norrænt hernaðar- bandalag sýni vilja Finna til að halda samvinnu og vináttu við hin Norðurlöndin áfram. ERFIÐ AÐSTAÐA Blöðin segja ennfremur, að, vilji ríkisstjórna Norðurlanda til að ræða möguleika á slíku1 bandalagi sýni ljósast hve af-, staða Norðurlándanna sje orðin' erfið, eftir sameiginlegan sigur Rússa og Þjóðverja við Moskva- friðinn og hlutfallslega jafnmik- ill ósigur Vesturveldanna. Þeir, sem hlyntir eru hernað- arbandalagi Norðurlanda halda því fram, að sameiginlegar her- varnir Norðurlanda sje einasta ráð þeirra til að halda frelsi sínu J og sjálfstæði, að öðrum kosti! verði Norðurlönd eyðilögð í smá j áföngum. Finska þingið samþykkir friðarskil- málana VINUM FÆKKAR Enska blaðið Yorkshire Post, sem ritar í dag um Norðurlanda málin, segir að í dag byrji rúss- neskir hermenn að taka sjer nýja landamærastöðu í Finn- landi. Með því hefjist nýr þáttur í sögu Norðurlandanna. Öryggi það, sem Norðurlöndin hafa haft í einangruninni er nú ekki lengur til, segir blaðið. — Vinunum hefir fækkað. Það er afar ósennilegt að Norðurlönd- unum tákist nokkru: sinni að losna undan áhrifum Rússa og Þjóðverja. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ¥7* inska þingið samþykti í kvöld *- friðarskilmála þá, sem undir- ritaðir voru í Moskva milli F'inna og Rússa, með 145 atkvæðum gegn 3. Umræður urðu allheitar í þing- inu þegar þingmenn fengu að heyra alla skilmálana, sem Finnar gengu að. Ryti forsætisráðherra talaði fyr ir friðarskilmálunum og sagði, að ekki hafi verið annars úrkosta en ganga að þeim. Hann svaraði því, hversvegna ekki hefði verið þegin hjálp Vest urveldanna með því að segja, að hjálp þeirra hefði óhjákvæmilega leitt til þess, að Finnar hefðu dregist inn í heimsstyrjöldina og vígstöðvarnar færst til Norður- landa. Ryti sagði ennfremur, að enn væri ekki öll hætta liðin hjá og enginn vissi, hvað morgundagur- inn bæri í skauti sjer. En eins og nú væri ástatt tryði hann því, að friðurinn hefði verið það besta fyrir Finna. Eins og Danii 1864 Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Dihlgaard, innanrík'smála- ráðherra Danmerkur hef- ir haldið ræðu og gert Finnlands málin að umtalsefni. Hann sagði að nú stæði líkt á fyrir Finnum eins og Dönum 1864. Danir hefðu haft sig upp úr niðurlægingunni og eins mundi finsku þjóðinni takast með samhug og þrautsegju að vinna upp land sitt úr þeim hörm ungum, sem það hefði lent í. Dönum ber skylda til að hjálpa Finnum, eins og þeim er unt, sagði ráðherrann, í viðreisn- arstarfi þeirra og danska þjóð- in mun og með gleði rjetta Finn- um hjálparhönd. Verður Rúmenía næsti áfangi Rússa? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. C! rá Balkanlöndunum bera3t * frjettir um aukna diplomat. iska sókn stórveldanna og víða er sú skoðun lát'n í Ijós að næstu stórtíðindi í heimsmálum gerist í suðaustur Evrópu. Margir spyrja þeirrar spurn- ingar hvort Balkanlöndin eigi eftir að hljóta sömu örlög og Finnland. Orðrómur hefir gengið um, að Rússar hugsuðu sjer til hreyf- ins í Rúmeníu og sumar frjett- ir herma, að Rússar hafi þegar á prjónunum kröfur á hendur Rúmenum. Þessu er neitað í Rúmeníu, og i London er litið svo á af Rúm- enum, sem þar eru búsettir, að varla komi til að nein hætta sje á ferðum fyrir Rúmeníu. Nokkrir af foringjum járnvarðaliðsins rúmenska, sem nú fær aftur pólitísk rjettindi. Annar maður í fremstu röð frá vinstri er fyrverandi foringi flokksins Corneliu Codreanu, sem skotinn var til bana af leyniskyttum 30. nóv. 1938, þegar verið var að i flytja hann og aðra fjelagsmenn hans milli fangelsa. Þrettán fylg- 1 ismenn hans voru skotnir með honum. Carol konungur sættist við JárnvarðaliDið Áhrif Þjóðverj-a i Rúmeníu Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Carol konungur í Rúmeníu hefir tekið járnvarnarliðið (rúmensku nasistana) í sátt og flokki þeirra, hefir verið bannaður síðan Calienscu forsætisráðherra var myrtur í september í haust, verður aftur leyft að starfa. Fjölda margir af fjelögum járnvarðaliðsins, sem setið hafa í fangabúðum, verða látnir lausir og ættingjar morðingjans, sem drap Calienscu, og sem setið hafa í fang- elsi, einnig látnir lausir. Allir þeir járnvarðaliðsmenn, sem flúðu af landi burt fá að koma heim aftur. Flestir þeirra hafa dvalið í Þýskalandi og eru nú lagðir af stað heimleiðis. Fór nefnd járnvarðaliðsmanna á fund forsætisráð- herra Rúmeníu í dag og var þeim þá tilkynt þetta. Einn af forystumönnum járnvarðaliðsmanna fær ráðherraembætti í rúmensku stjórninni án stjórnardeildar. Sættir þessar eru sagðar stafa frá þýskum áhrifum á rúmensku stjórnina. Sumar frjettir herma að Hitler hafi boðist til að á- byrgjast landamæri Rúmeníu, en rúmenska stjórnin vildi ekki ganga að því, en gekk hinsvegar inn á að leyfa járn- varðaliðinu að starfa. Erliðlcikar Finna Leikfjelag Reykjavíkur sýnir Fjalla-Eyvind aimað kvöld og verður það síðasta sýning fyrir páska. Frá frjettaritara vorum. Khófn í gær. Brottflutningur fólks úr þeim hjeruðum Finnlands, sem Rússar fá, gengur vel, en mesta vandamáiið er, hvað gera eigi við alt það fólk, sem heimilis- j laust verður. öll farartæki, sem hægt er að fá, eru notuð við fiutningana. Talið er að 450 þús- und manns muni heldur kjósa að yfirgefa heimili sín heldur en að búa við stjórn Rússa. Á snæviþöktum vegunum, er liggja frá þeim hjeruðum, sem nú verða rússnesk, eru endalaus- ar raðir af fólki, sem flýr undan rússneska valdinu. Mönnum hef- ir verið í sjálfsvald sett, hvort þeir vildu heldur vera kyrrir eða snúa til Finnlands, en komið hef- ir í ljós, að svo að segja enginn viíl lúta Rússum, eða eiga af- komu sína undir þeim. Fólkið vill heldur yfirgefa heimili sín, sem það hefir búið á og verið alt sitt líf og þar sem forfeður þess hafa átt heima mann fram af manni. Mesta vandamál firisku stjórn FRAMH. Á SJÖTTU SIÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.