Morgunblaðið - 16.03.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.1940, Blaðsíða 8
 Laugardagur 16. mars 1940.. * ÓFRÍÐA STÍIIKAN 12 Fylgist með frá byrjun Eftir ANKEMARIE SELIKKO Mjer fanst jeg vera svo lítil. Mjer fanst jeg sitja augliti til auglits við sjálf örlög mín. örlögin reyktu sígarettu og voru langt upp yfir alt hafin. „Á jeg að segja þjer nokkuð, hróið mitt — á liverju kvöldi læt jeg hundruð manna, sem koma í slæmu skapi í leikhúsið, hlæja og jeg geri þá glaða. Þetta fólk hef- ir keypt sjer aðgöngumiða, vegna þess að það vill sjá Claudio Pauls leika. Er fólkið fer úr leikhúsinu finst því að lífið sje þrátt fyrir alt gott og að gaman sje að vera til. Jeg er vitanlega afar þakklát ur guði fyrir að hann hefir gefið mjer hæfileika til þess að skemta þessu fólki og fyrir að jeg hefi fengið vald yfir hugum þess, því jeg veit að jeg hefi þetta vald. En, hróið mitt, gagnyart þjer lang- ar mig ekki til að nota þessa hæfileika mína. Jeg vil ekki hafa nein áhrif á líf þitt. Jeg skal segja þjer eins og er. Jeg hefi svo sára lítið vit á uppeldi ungra stúlkna ....“ „En þjer, sem þekkið kvenfólk- ið svo vel, herra Pauls, það segja allir. Jeg vil verða falleg stúlka. Þjer sögðuð heiina hjá Elsu frænku að allar stúlkur gætu orð- ið fallegar. Jeg vil ekki halda áfram að vera ófríð“. Jeg varð þur í hálsinum. Nú var um að gera að fara ekki að skæla; það vantaði nú bara, að fara að shæla eins og skólastelpa; hann myndi bara hlæja að mjer. Eða kannske yrði hann geðvoridur út af því, að jeg skuli hafa eyði- lagt morguninn fyrir honum. En jeg get ekki að þessu gert. Nú sje jeg hann ekki*riema í þoku. Tárin koma fram í augun á mjer. Svona hertu þig nú upp — en það var of seint. Tárin streymdu miður eftir kinnunum á mjer. Jeg leitaði í vösu'm mínum að vasa- Mút og fann hann, snýtti mjer hraustlega og þurkaði mjer um augun, en það komu stöðugt ný tár. Jeg skammaðist mín hræði- lega. Jeg leit yfir yfir til herra Pauls. Hann horfði alls ekki á mig. Hafði hann tekið eftir því að jeg grjet? Hann horfði út um glugg- ann og engin svipbrigði sáust á andiiti hans. Hamingjunni sje iof, að hann hefir ekki sjeð það, hugs- að jeg með mjer. „Fólk, sem ekki hefir hugmynd um hvað það vill, er leiðinlegt“, sagði hann eins og út í bláinn. Hann sagði þetta svona eins og við sjálfan sig og hjelt áfram að horfa út um gluggann. Svo kallaði hann á þjóninn: „Einn mokkakaffi handa ung- frúnni“. Yið mig sagði hann: „Mokka hefir að vísu ekki róandi áhrif á mann, en það gerir hugs- anir manns skýrari. Kannske skil- ur þú sjálfa þig betur á eftir..“ Það varð aftur þögn, óþægilega Iðng þögn. Þjónninn kom með mokkakaffið og jeg drakk úr boll- anum. Kaffið var afar beiskt; síð- ar sá jeg að hafði gleymt að láta tvo sykurimola, sem fylgdu með, út í kaffið. Claudio leit á úi’ið sitt. „Jeg verð að fara í leikúsið, við höfum eytt tímanum í að slúðra. Þegar jeg kyntist þjer var jeg undir á- hrifum koníaks; jeg meinti ekkert sjerstakt með því að tala við þig. Þegar þú komst inn í vínstofuna í gær dat mjer í hug að gaman væri að rabba við þig“. Og svo bætti hann við alt í einu: „Ungar stúlkur, sem eru ófríð- ar, verða fyrir alla muni að gera einhverjar ráðstafanir til þess að þær verði laglegri. Þær verða að útvega sjer vasapeninga og eyða hverjum eyri, sem þær eignast, í hárgreiðslu, handsnyrtingu og feg- urðarmeðul yfirleitt. Konur, sem eru ófríðar, verða að fara til bestu hárgreiðslusjerfræðinga sem til eru. — Það er engin skömm að því, að selja peysur og sokka í búð. Jafnvel þótt faðir manns hafi verið ríkur fyrir stríð .... Það er vitanlega líka hægt að fara á vérslunarskóla og reyna að fá at- vinnu á skrifstofu á eftir. Byrj- endum á skrifstofum éru varla greidd meiri laun en afgreiðslu- stúlkum í búð“. Jeg hlustaði á með athygli. Það voru forlögin sem töluðu til mín. „Ef ung stúlka kæmi til mín og bæði mig að útvega sjer afgreiðslu stúlkustöðu, þar sem hún fengi fimtíu eða hundrað krónur í kaup til að byrja með, myndi jeg leggja mig í lima til að hjálpa henni. En — þessi unga stúlka yrði sjálf að taka ákvörðun um þetta. Mað- ur verður að vita hvað maður vill“. Þögn. „Þýðingarmesta skref sem mað- ur tekur í lífinu er þegar maður setur sig upp á móti vilja for- eldra sinna í fyrsta skifti. Þá á- kvörðun verður maður að taka sjálfur. Það getur ekki gengið að afsaka sig með því, að CÍaudio frændi hafi ráðlagt þetta eða hitt. Claudio frændi hef- ir eltki sagt eitt einasta orð. Skil- ur þú það. Þjónn má jeg borga“. Claudio fleygði nokkrum krón- um á borðið. Gamli þjónninn hjálpaði honum í frakkann, og það var auðsjeð að hann bar virð- ingu fyrir manninum. „Hvernig líður heima, Júlíus?“ spurði Claudio. „Látið mig vita ef dótturdóttur yðar langar að fara í leikhúsið. Hún getur altaf fengið miða hjá mjer“. Síðan fór hann með mjer út á gangstjettina og rjetti mjer hend- ina. „Á morgun ætla jeg ekki að tala við þig. Þxi verður að hafa góðan tíma til að hugsa þig um, svo að þú komist að skynsamlegri niðurstöðu. Kannske attu leið hjer fram hjá daginn þar á eftir ....“ Jeg hneygði mig næstum fyrir honum. „Þúsund þakkir, herra Pauls“. Ilann lyfti hendinni kæruleysis- lega upp að hattbarðinu, brosti, og gekk burtu. V. „.... og- þrjátíu eru átta krón- ur. Tvær við eru tíu“. „.. .. og sex aurar eru fimtíu og fimtíu eru tuttugu og sex. Og fjórir við eru þrjátíu“. Jeg sat á bak við stóran pen ingakassa í vefnaðarvörubúð. Sokkar, nærföt og peysur. Þetta var afar dýr verslun í Karntner- T~> laðamaðnrinn John Gunther, höfundur „Inside Europa“ ©g „Inside Asia“, hefir birt lista um verð ýmsra nýtísku hergagna. Nítísku hermannariffill kostar um 120 krónur, vjelbyssa 2800 kr., 37 m.m. fallbyssa 4200 krónur og Itver byssukúla í hana 65 krónur, 75 m.m. fallbyssa kostar 35.000 krónur og nýtísku skriðdreki 350 þús. krónur, sem ekki er stór upphæð miðað við sprengjuflug- vjel, sem kostar 450.000 krónur. Verð á herskipum er geysi hátt. Venjulegur bryndreki kostar 45 miljónir, flugvjelamóðurskip 65 miljónir og orustuskip alt að 140 miljón krónur. ★ T7I yrir skömmu urðu fjölda margar giftar konur í Skien í Noregi fyrir pví að einhver mað- ur hringdi til þeirra og tilkynti að maðurinn þeirra væri staddur á þessum eða hínum staðnum með ungri stúlku. Upphringingarnar |komu altaf á kvöldin þegar eigin- maðurinn var ekki heima og venju lega sagði röddin í símanum: „Maðurinn yðar dregur yður á tálar. Hann er nú staddur með kvenmanni á .,.. veitingahúsi og þjer ættuð að flýta yður að ná í þann‘ ‘. Einu sinni kom það fyrir að sá er hringdi var óheppinn. Frúin, sem hringt hafði verið til, sagði: — Augnablik ,nú skal jeg lofa yð- ur að tala við manninn minn. Skien-búum er það hreinasta ráðgáta hver! þetta géfur verið, sem hefir gaman af að gera sjer leik að þessu. ★ Tjl nsku konungshjónin fengu nýlega á grammónfónplöt- um alla þá hljómlist, sem fram fór í Iívíta húsinu í Washingtoi* kvöldið, sem þau sátu boð hjá Roosevelt forseta. Georg konungur hafði látið í ljós ósk um að fá á grammófón- plötum eitthvað af því, sem þarna fór fram, en það var meðal annars einsöngur Lawrence Tibbets, kór- söngur, Kentucky Mountains Sing- ers, og Marion Anderson söng ein- söng. Þessar plötur voru aðeins bún- ar til í 4 eintökum. Bresku kon- ungshjónin fengu eitt eintak, Roosevelt forseti eitt, Cordell IIull, utanríkismálaráðherra U. S. A., ! eitt, og sendiherra Breta í Was- hirigton, Sir Ronald Lindsay, eitt eintak. 4r Ameríkumenn eru nú farnir að framleiða bíla með glerþaki. Gler- þakið er úr gleri, sem ekki getur brotnað. Búast má við að þessir bílar verði vinsælir. strasse. Viðskiftavinirnir voru all- ir fínt fólk og afgreiðslustúlkurn- ar valdar fegurðardísir. Jeg ein var ófríð. Alt of ófríð til að mjer færi vel grænn lastingssloppur. „Takið bara eftir, frú, livað þessi guli litur fer vel, frú. Á jeg að máta peysuna? Þá getur frúin betur sjeð hvernig hún fer“. Nei, því miður var jeg alt of ófríð fyrir þessa vinnu. Jeg var sett á bak við stóran kassa, þar sem jeg var falin að mestu fyrir viðskifta- vinunum þar til þeir áttu að borga. Það var ógurlega mikið að gera milli kluklcan 11 og 13.30, þá hefi jeg engan tíma til að hugsa. Jeg skynja ekki neitt nema tölur og peninga. Þegar búið er að loka á kvöldin er kassinn gerður upp og þá eru bornar saman allar nótur dagsins. Jeg styð á hnappa, og þá koma út skúffur, skúffur fyrir krónur og aura og seðla. Við telj- um. Nótur, peningar, nótur, pen- ingar. Ef það vantar í kassann þá er það mín sök, jeg verð því að gæta vel ^að því að gefa ekki skakt til baka, því jeg verð sjálf að bera hallann á kassanum, ef einhver er, og það er dregið frá mánaðarlaunum mínum. Jeg fæ 80 krónur í kaup á mánuði. Milli klukkan 8 og 10 er þægi- lega rólegt í versluninni; þá sit jeg bak við kassann og horfi út á götuna í gegnum stóru sýning- argluggana. Á þessum tíma dags er þessi mikla verslunargata svo ólík sjálfri sjer. Fátæklegt fólk er á ferli. Verkamenn, sem bisa með stiga og stengur, afgreiðslu- stúlkur, sem hlaupa yfir götuna til að kaupa sjer sígarettur, sem þær reykja í laumi. Húsmæður í gömlum kápum með stórar toskur á handleggnum og syfjulegir karl- menn á leið til skrifstofunnar. Þeir líta hvorki til hægri nje vinstri. Þetta er alt almúgafólk. Um 11 leytið koma fínu frúrnar til að gera innkaup sín. Þær koma með tíu tuttugu böggla í fanginu og teyma á eftir sjer hunda í rauðum böndum. Litlu hundarnir vilja stansa við hvert götuhorn, en fínu frúnum er ekkert um það og þess vegna toga þær í böndin, en hundarnir streytast á móti. Það koma oft fyrir einkennileg atvik hjá fínu frúnum og litlu hundunum. Um þetta leyti byrjar ösin í búðinni og þá er ekki leng- ur tækifæri til að horfa út á götuna. Framh. TIL LEIGU 3 stofur og eldhús með öllum þægindum. Upplýsingar í síma 4990. HREINGERNINGAR Pantið í tíma. Guðni og Þrá- inn. Sími 2131. "fjelacjislíf K. R.-ingar fara í skíða- ferð á Hellisheiði (Thulemótið) í dag kl. 9 f. h. og á morgun kl. 9 f. h. Farseðlar fást í Versl. Haraldar Árnasonar og á skrifstofu K.R. ÍÞRÓTTAFJELAG RVÍKUR~ fer í skíðaferðir á Thulemótið í dag kl. 1 og í kvöld kl. 8. — 1 fyrramálið verður farið kl.*8 og 9. Farið frá Vörubílastöðinni Þróttur. Farseðlar seldir í Gler- augnabúðinni Laugaveg 2. ÁRMENNINGAR efna til skíðaferðar að skála sín- um í Jósefsdal í kvöld kl. 8. 1 fyrramák'ð k|. 9 verður farið á Thulemótið í Hveradölum. — Farið verður frá íþróttahús.inu. Farmiðar seldir við bílana. Iþróttafjelag kvenna fer á Hellisheiði og í skála sinn á morgun kl. 9 f. h. Fjelags- konur, sem ætla að dvelja í skál- anum um páskana, verða að hafa tilkynt þátttöku fyrir næst- komandi mánudagskvöld í Hattabúðinni Hadda. Sími 4087. BLÓM & KRANSAR Hverfisgötu 37. Sími 5284. Ilmandi birkigreinar. Daglega mikið úrval af lifandi og tilbún- um blómum. — Hortensíurnar komnar. Bæjarins lægsta verð. MIKIÐ ÚRVAL af nýjum höttum í öllum litum. Hattastofa Svönu & Lárettu Hagan, Austurstr. 3. Sími 3890. TIL SÖLU góð, notuð gasvjel á Bergþóru- götu 55. Sveinn Jónsson. TIL SÖLU tveir stoppaðir stólar, með tæki- færisverði í Vörusölunni á Hverf isgötu 32. KAUPUM KANÍNUSKINN hæsta verði. H.f. Magni, Þing— holtsstræti 23. Sími 2088. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 28i Sími 3594. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðmt Guðmundsson, klæðskeri. — Kirkjuhvoli. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Við sækjum. Hringið í síma 1616. Laugavegs Apótek. ÞORSKALÝSI frá Laugavegs Apóteki kostar aðeins kr. 1,35 heilflaskan. Við sendum. Sími 1616. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum. Opið allan daginn. KOIA8A1AN 8.1 Ingóífihvoli, 2. hæð. Símar 4514 og 1845. SPARTA-DRENGJAFÖT Laugavge 10 — við allra hæfi. HARÐFISKSALAN^ Þvergötu, selur saltfisk nr. 1, 2 og 3. Verð frá 0,40 au. pr.. kg. Sími 3448.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.