Morgunblaðið - 16.03.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.03.1940, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. mars 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 iiiiiiiiiiiiiiiiimHiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiut 3 fi (Hersklp og Isarj I tll farartálma I | ___________________ | j Frá ferð til | Norðurlanda I Átta daöa að briotastSex Oelöfl taka _ ” r . þátt I handknatt- gegn um ísmn við Danmörku IIIIIIMKIIIMIIIimil immtiiiiiiiimmiii Gunnar Einarsson prentsmiðju stjóri er nýkominn heim úr ferðalagi um Norðurlönd. Átti blaðið tal við hann í gær og spurðí hann umi ýmislegt viðvíltjandi sjó- ferðinni og hag manna og horfum á Norðurlöndum. Skipið sem hann fór með hjeð- an var tekið inn til Kirkwall. Það var miðja vega milli Pæreyja og íslands, er breskt herskip koin í veg fyrir það að nóttu til og voru gefin merki þaðan um að farþega- skipið skyldi hætta að nota loft- skeytatæki sín og breyta um stefnu í ákveðna átt. Er birti af degi var bátur send- ur frá herskipinu um borð í skip- ið, og skyldu bátverjar athuga farm skipsins og hvaða farþegar væru þar. Báturinn fór síðan aft- ur að herskipinu og sótti þangað fleiri menn og voru sjóliðarnir þá orðnir 12 í farþegasldpinu, er farnar höfðu verið tvær ferðir. Er hjer var komið sögu ljet skipstjóri af skipstjórn 'og sigldu sjóliðarnir bresku skipinu til Kirk- wall. Flugvjelaárás á kafbát. Er komið var mjög nálægt Kirk wall sáu farþegar, að flugvjelar drifu skvndilega að þeim slóðum, þar sem skipið fór. Taldist far þegunum, að þær hefðu alls ver- ið um 30. Skutu þær úr hríðskota- j byssum og vörpuðu djúpsprengj- um. Kom það brátt í ljós, að flug- vjelarnar voru að gera árás á kaf- bát einn eða fleiri, en skipi hafði verið sökt þá fyrir skammri stund rjett utan við höfnina í Kirkwall. | Ekki vissu farþegarnir hvernig þteirri viðureign lauk. , f Kirkwall lá skipið um kyrt í tvo daga, og var allur póstur tek- ■inn úr því og fluttur í land til skoðunar. Skipið átti að koma við í Fær- eyjum í utleið, en varð nú að fara þangað er það losnaði rir Kirk- wall. Pjekk skipstjóri nú aftur umráð yfir skipinu og vottorð um, að hann mætti fara frjáls ferða sinna. ísalög við Noreg. Er til Noregsstranda kom voru margir firðir þar lagðir og skip föst í ísnum. Svo mjög höfðu kola- ^lutningar tafist þá um skeið til Bergen t. d., vegna þess hve mörg kolaskip voru föst í ís, að skamta þurfti kolin mjög og draga úr eyðslu manna. Voru eftirlitsmenu Játnir ganga þar milli íbúðarhús- anna til þess að sjá um, að hvergi væri kveikt upp til að ylja upp íbúðir, fyr en um hádegi í fyrsta lagi, og ekki væru hituð nema fá eða eitt herbergi í íbiið hverri. í Noregi varð hann minna var við ófriðarótta og varíiðarráðstaf- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Skipstjórinn á Gull- fossi segir frá SÍÐASTA FERÐ GULLFOSS til Kaupmanna- hafnar verður þeim löngum í minni, sem með v ru, því að skipið var 8 sólarhringa að brjót- ast gegn um ísinn í sundunum hjá Danmörku. Gullfoss fór hjeðan 6. febrúar, en kom til Hafnar 26. febr.; var þannig alls 20 daga á leiðinni. Skipstjóri var þessa ferð yfirstýri- maður Bjarni Jónsson. Tíðindamaður frá Morgunblaðinu hitti Bjarna að máli í gær og bað hann segja lesendum blaðsins eitthvað frá þessu æfintýrlega ferðalagi. —- Af ferð okkar til Porsgrund í Noregi er ekkert sjerstakt a.ð segja, segir Bjarni. Þær hindránir og tafir, sem við urðum fyrir á leiðinni þangað, voru allar eðli- legar, á þessum tímum. En ferðin frá Porsgrund til Hafnar tók okkur 8 sólarhringa, en venjulega tekur sú ferð um sólarhring. Það var ísinn í Katte- gat og sundunum, sem tafði okk- ur. Við urðum fyrst varir við ís langt úti í Skagerak. Pyrst ís- hröngl, en þjettist brátt. Þó voru alllengi vakir á stöku stað, sem við þræddum. ísbrjótur kemur. Þegar komið var móts við Var- berg í Svíþjóð var ísinn orðinn svo þjettur, að ekki var viðlit að komast lengra hjálparlaust. í sam- fylgd með okkur voru 4 kolaskip, alls 5-skip samflota. Kom nú ísbrjóturinn „Bryder- en“ okkur til hjálpar. Hann ruddi brautina fyrir skipin gegn um ís- inn. Alt situr fast. Þegar við höfðum verið sólar- hring í fylgd með „Bryderen“ hvesti skyndilega af suðvestri. Keyrði þá allan ísinn upp að Svíþjóðarströnd og stóð þar alt fast. Skipin ráku með ísnum og var ekki viðlit að komast áfram. Þenna tíma var ekki svefnsamt um borð í Gullfossi. fsinn skrúf- aðist upp með skipinu, svo að brakaði og brast í öllu, með feikna hávaða og gauragangi. Þarna voru nú skipin gersam- lega ósjálfbjarga í ísniiin og ekki að vita hvað við tæki. Þrír ísbrjótar. Voru nú kallaðir tveir ísbrjót- ar í viðbót, til hjálpar, því að mikil hætta var á, að skipin rækju upp. Komu nú ísbrjótarnir „Stóri- Björn“ og „ísbjörn“. Voru þá ís- brjótarnir 3 með þessum 5 skip- um. En það tók ísbrjótana heilan sólarhring, að koma þessum 5 skipun?i 4 mílur út frá strönd- inni, á venjulega siglingaleið. Varð að taka eitt og eitt skip ! í einu. ísbrjótarnir brutu ísinn i og oft urðu þeir að taka skipin í eftirdrag. | Þegar loks var búið að koma j skipunum á venjulega siglinga- ! leið, fóru tveir ísbrjótanna burtu, j en „Bryderen" var áfram í fylgd | með þessum 5 skipum. „Stóri- i Björn“ var kallaður til Frederiks- i havn, til þess að brjóta ísinn þar. j Skipstjórinn á „Stóra-Birni“ ‘ bauðst til að taka með farþega,. | sem vildu og fóru 4 farþegar með |;honum til Prederikshavn, tveir í sem ætluðu til Álaborgar og tveir, sem ætluðu til Hafnár. Þeir ætl- uðu með þessu að flýta ferðinni. en þannig fór, að þeir komust ekki til Hafnar fvr en 5 dögum eftir Gullfoss, því að sundin vorn | lokuð og flugferðir hindraðar, | vegna. snjóa og veðra. Sex far- þeganna fóru í land í Noregi. en i alls voru 32 farþegar með Gull í fossi. Bjarni Jónsson. Gullfoss kemst fram úr. Það var föstudagskvöldið 23. febrúar, sem ísbrjótarnir tveir yfirgáfu Gullfoss og hin fjögur kolaskip, sem voru samflota með honum. Næsta dag, laugardag, hvesti af norðri. Þá greiddist ísinn ofurlít ið og rak innar í sundin. Gat þá Gullfoss komist án hjálpar alla leið inn undir Kullen. Kolaskip- „Gullfoss“ i isnum Myndir, sem skipverjar á Gullfossi tóku á leiðinni, og sem gefa góða hugirynd um ísinn. — Á neðstu myndinni sjást fjórir skipverjar, sem hafa brugðið sjer út á ísinn í „göngutúr“. Skipið sjest í baksýn. Fjárlögin afgreidd til 3. umræðu FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU leikmótinu I andsmót í handknattleik, hið *-* fyrsta, sem haldið er hjer á landi, hefst í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar 30. þ. m. Sjö fjelög taka þátt í irótinu. Keppa sex sveitir í I. fl., fjórar í II. fl. og þrjár kvensveitir. Prestur til að tilkvnna þátt- töku var útrunninn í gær. í I. fl. keppa Pram, Haukar, Hf., íþrótta fjelag Háskólans, í. R., Valur og Víkingur. í II. fl. Pram, í. R., Valur og Víkingur. Kvenflokknr frá Ármanni, Haukum og í. R. Dregið hefir verið um, í hvaða röð fjelögin keppa í fyrstu uni- ferð og verður röðin þes:.i: I. fl.: Valur—Haukar, Víking- ur, f. R„ Háskólinn—Fram. II. fl.: Pram-—Víkingui og Val- ur—í. R. Kvenfl. Haukar—í. R. Mikill áliugi er innan íjelag- anna fyrir mótinu. Atkvæðagreiðsla við aðra um- ræðu fjárlaganna fór fram í gær. Voru allar breytingar fjárveit- inganefndar — 66 talsins — sam- þyktar, að einni undanskilinni, sem var feld. Það var tillaga um það, að ríkisskattanefndarmenn skyldu hafa 10 kr. fyrir hvern fundardag. Heildarúpphæðin (14 þús.) til ríkisskattanefndar var hinsvegar látin standa. Önnur til- laga nefndarinnar, um lækkun á framlagi til loðdýraræktar um 5 þús. kr„ var tekin aftur til 3. um- ræðu. Aðeins tvær breytingartillögur lágu fyrir frá þingmönnum, og var önnur samþykt, en hin feld. Samþykt var tillaga frá Sig. Hlíðar o. fl„ um 5000 kr. í sam- skotasjóð v.b. Kristjáns. En feld tillaga frá Páli Zoph. og Ingvari Pálmasyni, um að brúafjeð skyldi hækkað úr 30 þús. í 120 þús., með þeirri athugasemd, að 90 þús. skyldu fara til brúar á Jökulsá á Pjöllum hjá Lambhöfða. Thíile-mótíð í dag Thule-skíðamótið hefst í dag klukkan 3 við Skíðaskál- ann í Hveradölum með 18 km. kappgöngu. Kept er um Thule-bikarinn, sem ,,Skíðaborg“ frá Siglufirði hefir unnið þrisvar og Skíðafje- lag Siglufjarðar einu sinni. — Vinni ,,Skíðaborg“ gönguna hefir hún unnið bikarinn til fullrar eignar. Skíðafjelagið, sem stendur fyrir mótinu sjer um að bílferðir verði austur frá Austurvelli kl. 10 og kl. 1 e. h. önnur fjelög efna einnig til hópferða á skíðamótið. Göngu- kepninni verður lýst í útvarpinu. Á morgun heldur mótið áfram og verður þá kept í svigi og stökkum. Svigkepnin fer fram klukkan IOI/2 f- h. og kl. 11/2, en stökkin hefjast klukkan 4. Búast má við fjölda áhorf- enda, einkum á morgun. Er þess vænst að fólk kaupi merki móts- ins, sem er aðgöngumiði að mót- inu. Finsku hermennirnir dauðuppgefnir Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. T3 euterfrjettastofan skýrir frá því, að finsku hersveitimar, sem nú hörfa frá stöðvum sínum undan rússneska hernum, sjeu dauðuppgefnar. Margir hermannanna hafa ekki þrótt til þess að ganga þá 10 km. á dag, sem ætlast er til að þeir fari. Eru þetta afleiðingar svefn- leysis og mikillar áreynslu und- anfarnar vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.