Morgunblaðið - 21.08.1940, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.08.1940, Qupperneq 8
8 Fjelagsltf ÞEIR Í.R.-ingar, |>)] er vilja æfa sund, tali við Jónas Halldórsson sundkennara eða fór- mann fjelagsins í síma 1156 sem fyrst. VIKTORÍU BAUNIR í pökkum nýkomnar. Þorsteins- búð. Grundarstíg 12, sími 3247, Hringbraut 61, sími 2803. RABARBARI nýupptekinn, rauður og falleg- ur. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12, sími 3247. Hringbraut 61, sími 2803. NÝREYKTUR SJÓBIRTINGUR mikið betri en lax ofan á brauð, verður seldur meðan birgðir endast á aðeins kr. 5,00 kg. Fiskverslunin Hverfisgötu 123. Sími 1456. BESTA TEGUND grænsápu kr. 1,00 pk. Versl. Selfoss, Vesturg. 42. Sími 2414. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ina og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið í eíma 1616. Við sækjum. Lauga- vegs Apótek. FRAKKAR og SVAGGERAR fyrirliggjandi í miklu úrvali. Guðm. Guðmundsson, klæð- skeri. Kirkjuhvoli. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum. Opið allan daginn. FLÖSKUVERSLUNIN 6 Kalkofnsvegi (við Vörubíla- irtöðina) kaupir altaf tómar flðskur og glös. Sækjum sam- ■tundis. Sími 5333. NÝJA FORNSALAN Aðalstræti 4, kaupir allskonar húsgögn og karlmannafatnað jgegn staðgreiðslu. SLYSAVARNAFJELAG ISLANDS Mlur minningarspjöld. — Skrif- ■tofa í Hafnarhúsinu við Geirs- gðtu. Sími 4897. JPIðtfg1ttS$BI&&l$ Miðvikudagur 21. ágúst 1940 Ferð til Kanaríeyja ... m Eftir A. J. CRONIN 14. dagur „Góði minn“, sagði hún vingjarn lega. „Mjer þekir þjer ekkert verri þó þjer skvettið í yður. Carajo, nei, síður en svo. Og það hlýtur að vera auma helvítið þeg ar það er lokað fyrir svona í hvelli. Það sem þjer þarfnist er einn lítill — bjór og portari. Sterkt en hressir“. Hún deplaði augunum framan í hann. „Aðeins orð frá yður og jeg skal trakt- era“. „Nei, þakka yður fyrir“, sagði Harvey og bjóst til að fara. „Æ, farið ekki“, óð hún áfram. „Tyllið yður og verið hugguleg- nr. Tungan er stokkbólgin í munninum á mjer af hreyfingar- leysi. Með þennan bölvaðan upp- skafning við borðið er ekki hægt að koma einu orði að. Hann myndi ekki einu sinni taka ofan fyrii* Gvöði almáttugum. Einn daginn segir hann veð meg: „Far- ið þjer á veiðar“, bara til þess að hrella meg. „Veiðar!“ segi jeg, Jeg, sem ekki þekke mun á sporði og hala, en ef þjer eruð að gera gríu að mjer, skal jeg fara á veiðar á skallanum á yð- ur svo um munar“. Hún hringl- aði hneyksluð með eyrnalokkun- um, en brosti svo undir eins. „Þjer eruð öðruvísi. Þjer hafið lent í því, hanasterturinn minn, eins og jeg. Þessvegna kann jeg veð yður. Þjer hafið mína hlut- tekningu, það getið þjer hengt meg upp á. Þjer þurfið að heim- sækja meg í Santa. Veð fáum okkur eina kjaftatörn og slag. Númer 116 í Calle de la Tuna. Skrefið það hjá yður“. „Þjer eruð mjög vingjarnleg- ar. P!n jeg býst samt ekki við að hafa tíma til þess að koma“. „Enginn veit sína æfi, hana- sterturinn minn. Og á meðan jeg man; Hvað eiginléga gerir venur yðar Corcoran? Hann hefir eitt- hvað í sigti, þrátt fyrir allan fag- urgalann. Jeg hefi unneð þetta litla af peningum hans í rommy. Hvað er hann að gera til Sarita ? Jeg get ekki botnað í honum“. Harvey hristi höfuðið. „Jeg hefi ekki minstu hugmynd um það“, sagði hann kuldalega, og áður en hún gat sagt nokkuð meira, flýtti hann sjer á braut. Hann fór stjórnborðsmegin og ætlaðist til þess að vera einn. Þrátt fyrir það að tveir af stól- SMURT BRAUÐ fyrir stærri og minnl veislur. Matatofan Brytinn, Hafnar- ítræti 17. REYKHÚS Harðfisksölunnar við Þvergötu, tekur lax, kjöt og fisk og aðrar vörur til reykingar. SoftaS-furulií KVEN-ARMBANDSÚR (chromað), aflangt, hefir tap- ast. Skilist í Sápubúðina, Lauga veg 36, gegn fundarlaunum. unum þar væru uppteknir, sett- ist hann vegna máttleysis. Sólin vermdi hann og augnablik gleymdi hann sorgum sínum. Hann opnaði augun, vegna þess að hann fann, að það var horft á hann. Susan Tranter leit fljótlega undan og roðnaði. Hún sat í næsta stól og var að stoppa í sokk. Vasabók og blý- antur lá í kjöltu hennar. Hún leit svo snögglega undan, að vasabók- in datt á þilfarið og lá þar opin. Hann tók bókina upp og hann fann það á sjer, að þetta var dag- bókin hennar. Hún leit einmitt út fyrir að halda nákvæma dagbók og gera við undirfötin af bróður sínum, hugsaði hann. En þegar hann hjelt bókinni í hendi sjer, opnaðist hún óviljandi og hann sá sjer til mikillar undrunar nafu sitt og svohljóðandi setningu á eftir: „Jeg trúi ekki að þetta sje sönu, saga. Hann hefir göfugt andlit“. Þetta var alt og sumt. Bókin var aftur komin í kjöltu hennar. Svipur hans hafði ekkert breyst,. Hún var eins og dálítið rugluð og fanst hún mega til að segja eitthvað, en vissi ekkji hvað það átti að vera. Að síðustu vogaði hún sjer út í: „Jeg vona — jeg vona að yður líði betur“. Hann sneri sjer undan. Eftir uppgötvunina hataði hann um- hyggju hennar. Þó var eitthvað í fari hennar, sem neyddi hann til þess að svara: „Já ,mjer líður betur“. „Það er gott. Þegar við kom- um til Las Palmas á laugardag- inn, verðið þjer orðinn ]>að hraust ur, að þjer farið í land og klifr- ið upp fjallið“. „Jeg fer sennilega í land og drekk mig íullan. Ekki á neinn hetjulegan hátt, heldur svo jeg viti hvorki í þennan heim nje annan“. Tommi (við föður sinn, sem ætlar að refsa honum): Þegar þú varst óþekkur sem drengur, flengdi pabbi þinn þig þá? Faðirinn: Já, Tommi. Tommi: Og þegar hann var ó- þekkur, flengdi pabbi hans hann þá? Faðirinn: Já, Tommi. En ar hverju spyrðu ? ! Tommi; Jeg’vil komast fyrir, hver byrjaði á þessum óskunda. ★ íri og eldri herramaður voru einustu farþegar í járnbrautar- vagni. Pat las blað og söng við og við hástöfum: Lengi lifi fr- land. Herramaðuriun gat afborið það dálitla stund, en að lokum gat hann ekki stilt sig. Hann hvæsti: Lengi lifj hel- víti. — Þetta er rjetti andinn, hver fyrir sitt eigið land, sagði frinn. ★ Hvernig sund yfir Ermarsund er tilkomið. Skoti fann penny í Folkestone eftir lokunartíma Hún ætlaði að mótmæla, en hætti við. „Bróður minn og mig langaði til þess að hjálpa yður, þegar þjer voruð lasinn. Hann vildi heimsækja yður í klefann, en jeg fann það á mjer, að þjer vilduð vera í friði“. „Þjer liöfðuð á rjettu að standa“. Svar hans var sagt í þeim tón, sem gaf til kynna, að hann vildi hafa þögn. Þrátt fvrir það sagði hún eftir augnablik; „Það sem jeg sagði, hljómar svo faglega“, sagði hún. einurð- arlaust. „Jeg má til að skýra fyr- ir yður, að jeg hefi þriggja ára reynslu sem hjúkrunarkona. Jeg liefi hjúkrað fólki með flesta sjúkdóma, frá malaríu til krampa. Það er ágætt fyrir Ro- bert í trúboðastarfsemi hans. En jeg býst samt við, að heilsuleysi sje ekki mikið í Laguna“. Hann hlustaði ekki á. Hann rendi augunum um þilfarið, þar til hann kom auga á unga stúlku, sem svaf í stól. Augnhárin vörp- uðu skugga á sólbrúna kinn henn- ar. Fyrir innan kápuna glitti í perlufesti með bleikum perlum. Hún svaf rólega eins og barn. Fegurðin ljómaði af henni eins og blómi. Hiin virtist brosa í svefn inum. Susan hafði þagnað þegar hiin fann, að Harvey hlustaði ekki á liana. Hún gaut hornauga við og við á hann og sá hvert hann starði. Að lokum gat hún ekki stilt sig um að segja: „Lafði Fielding er mjög ung og áltaflega falleg“. „Sennilega einustu dygðirnar“, svaraði hann kuldalega. Hann sá eftir því á sama augnabliki. Hon- um fanst hann hafa barið eitthvað fallegt, sem engri vörn gat komið fyrir sig. Susan setti ekki ofan í við hann fyrir hæðnina og uppörfaði hann heldur ekki til frekara spotts. búða og synti þessvegna til Bou- logne til þess að eyða honum. Þeg ar hann kom þangað, var þar al- mennur frídagur, svo hann synti til baka til Folkestone. ★ Lögregluþjónn (við Nonna, sem er að klifra inn urn gluggann): Þú þarna! Hvað ertu að gera ? Nonni; Það er alt í lagi. Mamma var að enda við að skúra tröpp- urnar. ★ Englendingur kom inn í sápu- vöruverslun í Aberdeen og keypti ýmsar vörur. Hann átti að borga með tveim shillingum, en ljet búð- arþjóninn fá half-a-crown. Skot- inn Ijet hann hafa sixpence til baka, en Englendingurinn gleymdi að taka þá með sjer. TJm leið og Skotinn sá það, hljóp hann út í glugga og barði í hann — með svampi. ★ Amman: Jæja, Tommi minn, sestu niður og segðu ntjer, af hverjn pabbi þinn flengdi þig. „Hver af perlum þessum mundi geta haldið lífinu í sveltandi fjöl- skyldu í ár. Finst yður það ekkl voðalegt, Leith læknir? Aumingja. fólkið, sem sveltur í fátækrahverf- unum — og þessir skartgripir! I alvöru, þeir eru gagnslausir“. „Jeg hefi ekki áhuga fyrir sveltandi fjölskyldvrm í fátækra- hverfum“, sagði hann biturt. „Ekki nema í þeim tilfellum sem: þær svelta til dauða. Það mundl bæta mannkynið. Það þarfnast þess. Þjer vitið auðvitað, að jeg iðka drápsaðferðina. Þrír sakleys- ingjar þurkaðir út áður en jegr kom hjer um borð. Góð byrjun!“ Það mátti lesa sársauka í svip hennar. Yegna meðaumkvunar- sinnar fann hún, hve særður hanrs. var innra. Andlit hans — það kom við hjartað í henni — líkt- ist svo málverkinu, sem hún hafði sjeð af Frelsaranum. Hún varð að halda áfram að tala. „Maðurinn lrennar er Sír Mic- hael Fielding", sagði hún út í blá- inn. ITann er forríkur stórekru* eigandi þarna á eyjunum. -Teg; býst ekki við, að það sje hans aðalatvinna, en við heyrðum talað um það á ferðaskrifstofunni. Ilauri lrefir gott orð á sjer, og svo er nafn hans auðvitað — sögulfegt? Ætli hann sje ekki eitthvað eldrt en hún? Lafði Fielding er fædcE Mainwaring. Það er undarlfeg.fr,. að hún er á ferðalagi án manns- ins síns. Mjer þætti gaman að vita af hverju“. „Þjer gætuð spurt hana“, sagðli hann hörkulega. „Jeg hefi engan; áhuga á hneykslismálum,. jáfnvei þótt þau sjeu með guðsorð'a- bragði“. Hún starði á liann og svipur hennar breyttist snögglega í ótta. „Mjer þykir þetta leitt“, sagði lrún hálfhvíslandi. „Jeg hefði ekki átt að segja þetta. Mjer þykirr þetta mjög leitt“. Tommi: Jeg vil heldur standa. og segja þjer það, amma. ★ Gamall sjómaður: Á hvað ertíi að glápa, drengur rninn? Drengurinn; Pabbi segir að þil sjert. gamall sjóhestur og jeg er að bíða eftir að þú hneggir. ★ Bóndinn (sem heyrir hávaða úr hænsnahúsinu): Hver er þar? Ekkert svar. Bóndinn; Síðasta tækifærið til að svara áður en jeg skýt. Rödd (úr hænsnahúsinu): Það eru bara við hænsnin. ★ Móðirin: Langar þig í dálítið af þessari köku? Siggi: Nei. Móðirin.- ITvað viltu þá? Siggi: Mikið, þakka þjer fyrir. ★ 1. flakkari; Jeg tápaði krónu í dag. 2. flakkari: Var gat á vasanum? 1. flaklcari; Nei, maðurinn sem. misti hana, heyrði hana detta. Framh: 'WiexT onnja^u/rJu^^ÁyrixjL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.