Morgunblaðið - 04.01.1941, Side 5

Morgunblaðið - 04.01.1941, Side 5
Laugardagur 4. janúar 1941. jplorjgtmMaMd 'Ötgef.: H.f. Árvakur, Raykjavlk. Sitatjðrar: Jðn Kjartanaaon, Valtýr Stefáneaon (ábyrcOarm.). AuKlýslngar: Árni Óla. Rltstjórn, auglýsli-gar ojf afkralOaia: Austurstrætl 8. — Slasl 1800. Áakrlftargjald: kr. 8,50 i asánnOl lnnanlands, kr. 4,00 ntanlanda. lausasðlu: 20 aura elntaklB, 25 aura meO Lesbðk. 5 KaupgjalÖssamn igarnir Erþettaviljinn? NÁLÆGT því fimti hluti af fjelagsmönnum í Dagsbrún voru því fylgjandi á sunnudaginn var, að fjelagið hafnaði samninga- tillögum þeim, er samninganefnd fjelagsins og stjórn Vinnuveit- endafjelagsins höfðu komið sjer saman um. Tillögur þessar fólu það í sjer, sem kunnugt er, að greidd yrði hjer á eftirl full dýrtíðarupphót á grunntaxtakaup fjelagsins, sam- kvæmt vísitölu kauplagsnefndar. Síðan þessum tillögum samn- inganefndar Dagsbrúnar var synj- að á nýársdag, hefir öll vinna ís- lenskra verkamanna stöðvast lijer í bænum. Síðan hafa nokkur veiðiskip komið hingað úr Englandsferð. 3?au hafa ekki fengið afgreiðslu. JÞau bíða hjer í höfninni uns vlnnustöðvuninni lýkur. Undanfarið hefir atvinna manna hjer í bæ bygst að'mjög miklu leyti á ísfisksveiðum, ísfiskssöl- unni til Englands, og á þeim fram kvæmdum, sem breska herstjórn- in hefir haft lijer með höndum. Hinir 446 Dagsbrúnarmenn, sem greiddu atkvæði á nýársdag gegn samningstillögunum, hafa komið því til leiðar, að hvorttveggja er stöðvað. Það hefir komið í ljós, að þeir verkamenn á Dagsbrúnarfundin- um, sem þóttust vita, að breska herstjórnin ljeti sig engu skifta I fcaupgjaldsmál, hafa ekki vitað hvað þeir voru að segja. Er líklegt, áð allir þessir 446 Dagsbrúnarmenn, sem atkvæði greiddu gegn samningstillögunum, sjeu sama sinnis, að fengnum :rj ettum upplýsin gum ? Og hvað segja þeir 1600 Dags- hrúnarmenn, sem ekki greiddu at kvæði á sunnudaginn var? Eru ’þeir ánægðir með ákvörðun þessa fimtungs. fjelagsnianna ? Og hvað segja þessi 118 þús. manna, sem utanvið Dagsbrún standa, en ekki verða ósnortin a£ því, ef aðalframleiðsla lands- manna og’ mesta atvinna verka- manna stöðvast? ITjer er ekki verið að spyrja um það, hvér sigri í vinnudeilu, hvort það eru atvinnurekendur eða verkamannaf jelagið Dags- brún. Hjer er um það að ræða. hvort meirihluti Dagsbrúnar- * manna vill ganga lengra í kaup- kröfum en önnur verkalýðsfjelög og taka með því á sig þá ábyrgð, að aðálframleiðslan stöðvist, og sú atvinna, sem um 1800 verka- menn 'hafa liai't hjer undanfarið, kunni að ganga úr greipum þeirra, TJm vilja kommúnista ]>arf ekki að spyrja. Þeir vilja engar ís- fisksveiðrir o<r breska verkamenn inn í 'landið. En live margir ern j>eir. sem eru sama sinnis? f^að mun fátt vera, sem haft getur slíka þýð- ingu fyrir afkomu þjóðarbú- skapar vors á hinu nýbyrj- aða ári, sem úrslit þeirra samning-a milli vinnuveit- enda 0£ launþega, sem nú standa yfir. Engu verður spáð með vissu um úrslit þeirra, þegar þetta er skrifað, en vitað er að flest stjetta- fjelögin krefjast mjög bættra launakjara, þar sem þau krefjast flest hver bæði hækkunar á grund- vallarkaupi og fullri uppbót á kaupi í samræmi við dýrtíðina. Hafa þegar tekist samningar milli vinhuveitenda ög launþega innan nokkurra iðngreina á þeim grund- velli, að dýrtíðin er að fullu bætt. Því verður með engu móti neit- að, að hin öra verðhækkun á flest- um nauðsynjum, sem átt hefir sjer stað á síðastliðnu ári, hefir orðið launþegunum tilfi'nnanleg, þar eð dýrtíðafuppbótin hefir ekki fylgt verðhækkuninni eftir, svo að menn hafa orðið að neita sjer um ýmsa hluti, sem þeir hafa áður getað veitt sjer. Stöðug og mikil at- vinna hefir þó að nokkru bætt hjer úr, og borið saman við þær þrengingar, sem aðrar Evrópu- þjóðir hafa orðið að þola af völd- um styrjaldarinnar, mun okkar hlutur þó mega teljast góður. En til þess liggja ýmsar orsakir, að eins og okkar högum er nú varið, verður að telja miklar launahækkanir nú mjög varhuga- verðar, þar eð þær gætu haft í för með sjer svo óheillavænlegar afleiðingar fyrir fjármála- og at- vinnulíf vort, að þessar afleiðing- ar gætu meira en vegið upp á móti þeim stundarhagnaði, sem laun- þegastjettirnar hafa af kauphækk- ununum. Skulu þessar orsakir nú raktar litlu nánar. ★ Það hefir oft verið á það bent og iðin Eftir Ólaf Björnsson hagfræðing undanfarið í ýmsum blöðum bæj- arins, að náið samhengi er á milli kaupgjalds og dýrtíðar, þannig að hækkað kaupgjald hlýtur að leiða til meiri verðhækkunar og svo koll af kolli. Þetta ætti að vera svo augljóst mál, að óþarfi ætti að vera að eyða orðum að því, til þessa Kggur meðal annars sú einfalda ástæða, að vinnulaunin eru stærsti liðurinn í framleiðslu- kostnaði flestra vara, og hlýtur því hækkun vinnulauna óðar en varir að koma fram í nýrri hækk- un vöruverðs. Kauphækkanirnar hljóta einnig að valda hækkun á verði útlendra vara, þar eð auk- in kaupgeta almennings kemur fram sem aukin eftirspurn eftir þeim vörum einnig. Þetta samband milli dýrtíðar- aukningarinnar og hækkunar kaupgjáldsins er þó engan veginn aðalatriðið nje mesta alvörumálið í þessu sambandi. Ef viðskiftum vorum við útlönd væri þannig varið ,að stöðugt væri hægt að auka innflutninginn í sama lilut- falli og kaupgetan eykst inn-an- lands, mætti e. t. v. með nokkrum rjetti segja að við hefðum „efni á“ að láta kaupgjaldið fylgja dýr- tíðinni. Auðvitað mundi það verð- hrun peninganna, sem af þessu leiddi, leggja þungar byrðar á herðar sparifjáreigenda og hafa lamándi áhrif á sparnaðarviðleitni landsmanna, auk þess sem flestir munu t. d. sammála um, að ó- rjettlátt sje, að láta verðbólguna 'gleypa árangurinn af viðleitni þeirra sjómanna, sem nú leggja I fyrir af kaupi sínu í þeirri von að geta notið ávaxtanna af hinu áhættusama starfi sínu að stríð- inu loknu, en þessar röksemdir munu þó sennilega ekki þykja nægilega sterkar mótbárur gegn verðbólgupólitíkinni. En það sem mestu máli skiftir í þessu sambandi, er það, að því er engan veginn þannig varið, að við getum flutt ótakmarkað inn af vörum til að seðja þá eftirspurn eftir neysluvörum, sem hin sí- aukna kaupgeta í krónutali skap- ar. Sú þjóð, sem við nú verðum að sækja flestar okkar nauðsynjar til, heyir nú hina erfiðustu baráttu fyrir lífi sínu og sjálfstæði, og á sjálf við margskonar skort að búa, svo við getum varla búist við því að hún telji sig aflögufæra um svo miklar vörubirgðir handa okk- ur, að við getum lifað jafngóðu eða jafnvel betra lífi en fyrir stríð. Enda er svo mikið á allra vitorði, þó verslunarskýrslur sjeu ekki birtar, að innflutningur af erlendum vörum hefir verið til muna minni að magni síðastliðið ár en undanfarin ár, og það þrátt fyrir þá auknu vöruþörf sem hjer- vera setuliðsins skapar (þar eð kunnugt er, að setuliðsmenn kaupa allmikið fyrir utan þær er þeir leggja sjer til sjálfir). Ennþá meiri örðugleikar munu þó óefað verða á innflutningi þetta ár. Það þarf því ekki spámann til þess að sjá fyrir afleiðingar þeirr- ar stefnu í kaupgjaldsmálum sejn nú virðast ætla að verða ofan á. Hinn takmarkaði innflutningur, jafnframt síaukinni kaupgetu og hömlum á álagningu vara, hlýtur og svo fór það . . óhjákvæmilega að draga í kjölfar sitt nokkuð sem ekki verður um- flúið þó kaupgjald fari hækkandi í hlutfalli við dýrtíðina og meira til, og verður öllu tilfinnanlegra en dýrtíðin, nefnilega stórfeldan vöruskort í Iaudinu. Það ætti engum að koma á óvart, þó svo færi að óbreyttu ástandi, er líða tæki á árið, að sjá mætti biðraðir fyrir untan fleiri búðardyr en dyr Viðtækjaverslunarinnar, á svipaðan hátt og ferðamenn segja að eigi sjer stað í ákveðnu aust- lægu landi, þar sem launþegarnir bera að vísu álitlegar launaupp- hæðir úr býtum hvað nafnverð snertir, en sá slæmi galli er á gjöf Njarðar, að erfitt er að fá vörur fyrir peninga. Af ofanrituðum ástæðum virð- ist mega telja það mjög vafasamt, að kauphækkun í hlutfalli við dýrtíðina, hvað þá meira, verði til nokkurra hagsbóta fyrir verka- lýðinn í heild nema síður sje, nema aðeins um stundarsakir. Virðist svo sem óvíða sje slík þörf sem hjer fyrir athafnir frá stjórnarvaldanna hálfu í anda þeirra lofsverðu orða er atvinnu- málaráðherra Ijet falla í sambandi við dýrtíðarmálin í nýárshugléið- ingum sínum í þessu blaði á gaml- ársdag síðastliðinn, en þau voru á þá leið að stjórnin vildi í þessu efni gera það er hún teldi rjett- ast frá sjónarmiði þjóðarheildar- innar, Óháð því hvað vænlegasi væri til kjörfylgis. Það virðist engu minni ástæða til þess að framlengja ákvæði gengislaganua þannig, að þau gildi fyrir yfir- standandi ár, nú en við síðusttt áramót. En fari nú svo, að hin skamm- sýnni stefna í kaupgjaldsmálun- um verði ofan á. er þess að vænta, að stjórnarvöldin megi bera giftu til þess að framkvæma allar þær aðrar ráðstafanir er að gagni mættu koma til þess að bægja frá þjóðinni erfiðleikum verðbólgunn- ar og vofu vöruskortsins, enda þótt svo verði að vísu að álítast, að af þeim aðgerðum, sem í okkar valdi stendur að framkvæma í þessum tilgangi, mundi hemill á hækkun kaupgjaldsins hafa mest áhrif. Ólafur Björnsson. Myndin er af flugvjelarvæng þýskrar flugvjelar, „Junkers 88“, sem skotin var niður í Kent. ,,Ein af fjölda mörgum“, segir í skýrjngunni, sem fylgdi myndinni frá Englandi. BRETAR HERÐA ÓLINA. Matvælaráðherra Breta, Wool- ton lávarður, hefir tilkynt, að frá og með næstkomandi mánu degi muni kjötskamturinn í Eng- landi verða minkaður úr 1 shili- ing og 10 pence á viku í 1 shill- ing og 6 pence. Ráðherrann gat þá skýringu á þessu, að nota hefði þurft um stundarsakir skipin, sem verið hafa í kjötflutningum, til hergagnaflutninga til Lihyu. Sykurskamturinn hefir eirinig verið minkaður úr 16 únzum á viku í 12 únzur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.