Morgunblaðið - 07.09.1943, Síða 12
12 1 ;;;
Hey fýkur
ð Rangár-
vatlasýslu
GUÐMUNDUR ÁGÚSTS-
SON, stöðvarstjóri í Shell, er
nýkoininn úr för austur fyrir
fjall. Skýrði hann !)laðinu frá
því, að á miðvikudagskvöld
og aðfaranótt fimtudags hefði
gengið svo mikið rok af
austri yfir Rangárvallasýslu,
að hey hefðu fokið á flestum
bæjum. Yeðurhæðin mun, a.
m. k. sums staðar, hafa verið
30—11 vindstig.
Á sumum bæjuni í Fljóts-
hlíð munu hafa foltið upp'und-
ir 300 hestar af heyi. Svo
h\ast var á Gunnarshólma, að
mikið fauk af grasþurri Ijá.
Á Sámsstöðum eyðilagðist
korn á alt að þriggja hektara
spildu.
__ ★
Guðmundur sagði líka frá
því, að kálmaðkur væri mjög
mikill þar eystra. Á Sámsstöð-
um var sáð rófum í allstóra
spildu, en ekki mun verða
reynt að taka rófurnar upp,
því að þær eru gereyðilagðar
af maðki.
Síðan hámarksverð var sett
á rabarbara, er mörgum bænd-
um eystra hætt að finnast
borga sig að taka hann upp
og borga flutningskostnað til
Reykjavíkur, því að verðið er
svo lágt, 60—65 aurar fyrir
kílóið.
KVIKNAR
í ÚT FRÁ
OFNI
I GÆR, kl. um 3, var slökkvi
liðið kvatt að húsinu nr. 1 við
Spítalastíg. Að líkindum mun
hafa kviknað í með þessum
hætti: Lítið barn kömst inn í
stofu, þar sem var rafmagns-
ofn og kveikti á honum. En á
ofninum lágu gluggatjöld, sem
síðan mun hafa kviknað í.
Húsið er úr steini, en inn-
veggir eru úr pappalögðu
timbri. Eldurinn náði til lofts
og veggja, og urðu dálitlar
skemdir á innanstokksmunum.
Slökkviliðinu tókst fljótlega
að slökkva eldinn.
MONTGOMERY OG FANGAR
Breski flotinn
vann afrek við
• Sikiley
London í gærkveldi.
Alexander flotamálaráð-
herra Breta sagði í dag frá
afrekum breska flotans í
innrásinni á Sikiley, og
kvað hann hafa verið minna
gert úr þeim en vert væri.
Sagði hann, að herskipin
hefðu veitt landherjunum
stórmikla aðstoð, haldið
uppi skothríð á stöðvar óvin
anna, fylgt flutningaskipum
og margt fleira.
Flotamálaráðherrann
sagði ennfremur, - að her-
skipin hefðu 50 sinnum skot
ið á og eyðilagt mikilvægar
stöðvar fyrir óvinunum.
Hjer er Mongomery hershöfðingi að skoða nokkuð af
ítölskum föngum, sem eru á leið í fangabúðir. Hinir
fremstu eru sjóliðar.
Walterskepnin:
K.R. vonn Víking 3-0
ÞAÐ VARÐ K. R, sem
gekk með sigur af hólmi í
þessari fyrstu viðureign
Walterskepninnar, og voru
það rjettmæt úrslit. Liðið
var æði mikið kröftugra og
sjerstaklega þó fljótara en
lið Víkings, sem var
lint.
Gangur leiksins var þessi:
K. R.-ingar kjósa mark und-
an vindi, hefja sókn. Vík-
ingar svara í sömu mynt, og
Ijeku ólíkt betur fyrst í stað
en síðar í leiknum. Gengur
á ýmsu, en lítið sjest af
fögrum leik og lystilegum.
Um miðjan hálfleikinn
skora svo K. R.-ingar eftir
snarpa sóknarlotu. Víking-
ar herða sig nú gróflega, en
framlínan er ákaflega slyppi
feng, enda andstæðingarnir
hraðari að knettinum. Höfðu
Víkingar sókn að meiri það
sem eftir var hálfleiks, en
voru aldrei verulega hættu-
legir.
í síðari hálfleik byrjaði
K. R. allmikla sókn gegn
vindinum, og komst mark
Víkings oft í hættu. Þegar
um 20 mínútur voru af hálf
leik, skoruðu K. R.-ingar
annað mark sitt eftir tví-
tekna og næsta grínfulla
aukaspyrnu við vítateig, þar
sem dómarinn raðaði leik-
mönnum eins og peðum á
skákborði. Við þetta mót-
læti færðist þó lítt móður í
Víkingana, virtust þeir frem
ur sem dolfallnir yfir öðr-
um eins ósköpum, og leikur
þeirra í molum lengi vel.
Þar kom þó að þeir sóttu í
sig veðrið, gerðu upphlaup,
skutu sæmilega til marks,
en alt var varið. Settu svo
K. R.-ingar þriðja mark sitt
úr horni fyrir leikslok. Vík-
ingar fóru hörmulega með
hornspyrnur sínar í leik
þessum, nema eina. Voru
þær spyrnur eigi hættuleg-
ar.
Þannig gekk nú þessi leik
ur til. Af sigurvegurunum
skaraði enginn fram úr öðr-
um, allir gerðu það sem þeir
gátu; gott efni í útherja eiga
K. R.-ingar á vinstra kanti.
Óli B. var mættur og bræð-
ur hans tveir. Börðust þeir
vasklega og drengilega. Jón
var þar sem mest á reið og
Birgir ljet ekki sitt eftir
liggja. Þórður Pjetursson
vann mikið, snerpa og á-
gengni einkendi alt liðið, en
samleikurinn var ekki eftir
því. Auk þess hafði K. R.
þarna á vellinum kór einn
fjölmennan, en ekki að
sama skapi hljóðfagran, og
eggjaði hann menn mjög til
dáða.
Víkingar hafa undanfarin
ár lagt mikla stund á að
leika ljetta og fíngerða
knattspyrnu og komist oft
langt í þeirri fallegu iðn, en
þessu voru þeir sviftir í þess
um leik, höfði ekki þann
hraða, sem þeir hafa oft
haft áður, og auk þess voru
spyrnur þeirra einkenni-
lega hikandi og árangurslitl-
ar oft og tíðum. Það var
eins og liðið fyndi ekki
sjálft sig í leiknum, enda
kanske að nokkru leyti von
eftir langt hlje á kappleikj-
um. Þá hefði niðurröðun
liðsins að mjög skaðlausu
mátt vera önnur. Brandur
á ekki að vera í sókn; hann
er þrátt fyrir alla sína tækni
heldur lítið liðgengur þar,
enda er hans gætt óþyrmi-
lega. Þeir Haukur og Ingi
Pálsson báru uppi sóknina,
en það er ekki nóg að hafa
góða innherja. Helgi á hægri
kanti er gott efni, gerði
margt rjett laglega,
en úr þessu varð
ekki heilsteypt lið, sjerstak-
lega ekki þar sem framverð
irnir, Einar og Gunnlaugur,
voru alls ekki vel upplagð-
ir. Vörnin var upp og ofan,
heldur lítið örugg, sjerstak-
lega hægri bakvörður. Guð-
mundur stóð sig vel, og eins
Hörður, þótt hann sje að
mínum dómi sóknarleik-
maður en ekki varnar, og
þar að auki alls ekki nægi-'
lega þjálfaður í vörninni
enn. — Berndsen stóð á forn
um slóðum og bjargaði
mörgu.
J. Bn.
Fjársöfnun til
minnismerkis
Jóns Arasonar
15. ÁGÚST síðastliðinn
sat biskup fund að Hólum
í Hjalbadal með norðlensk-
um kennimönnum og leik-
mönnum. Var þar rætt um
fjársöfnun til minnismerk-
is um Jón Arason biskup.
Vonast er til, að hægt
verði að reisa minnismerk-
ið á Hólum 7. nóv. 1950, en
þá eru 400 ár liðin frá
dauða Jóns biskups.
Kristján Karlsson skóla-
stjóri á Hólum veitir gjöf-
um viðtöku. Afgtreiðslia
Morgunblaðsins tekur einn
ig á móti gjöfum til minn-
ismerkisins.
Bíl ekið út af
við Laugarvatn
1 FYRRADAG valt stór
farþegabifreið iit af veginum
rjett hjá Laugarvatni. Nokkr-
ir farþeganna, sem í bifreið-
inni voru, skrámuðust lítils-
háttar eða mörðust, en alvar-
leg meiðsli urðu engin.
I bifreiðinni var starfsfólk
úr Isafolda rprentsmiðju, og
var það á heimleið úr skemti-
ferð, þegar þetta vildi til:
Þriðjudagur 7. sept. 1943.
Fyrstu umferð
Reykjavíkur-
mótsins í golfi
lokið.
Fyrstu umferð í Reykja-
víkurmóti í golfi lauk í
gærkveldi. Úrslit urðu
þessi:
Meistaraflokkur:
Helgi Eiríksson vann Þor
vald Ásgeirsson.
Jakob Hafstein vann
Hallgrím Fr. Hjallgrímsson,
Jóhannes Helgason vann
Magnús Andrjesson.
Gísli Ólafsson vann Frið-
þjóf- Johnson. , ,
F yrstif lokkur:
Daníel Fjeldsted vann
Frímann Ólafsson.
ólafur Gíslason viann
Halldór Magnússon.
Magnús Kjaran vann
Árna Egilsson. 1
Sfgurður GuðmundBson
Bárð Guðmundsson.
KVENNAKEPNI.
Ólafía Sigurbjörnsdóttir
vann undirbúningskepni um
„Meistarabikar kvenna“. —•
Keppendur voru níu og varð
röðin þessi:
1. Ólafía Sigurbjörnsdóttir.
2. Herdís Guðmundsd. 3. Þór-
unn Ásgeirsd. 4. Anna Krist-
jánsd. 5. Unnur Magnúsd. 6.
Ragnh. Guðmundsd. 7. Jó-
hanna P.jetursd. 8. Ágústa
Johnson. 9. Ragnh. ^Jonsdóttir.
Handhafi bikarsins ei’
Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Rússor taka Konotop,
Kramatorsk og
Slaviansk
RÚSSAR tilkyntu í kvöld
töku bæjarins Konotop á járn-
brautinni frá Kursk til Iviev,
og hefir verið barist lengi um
borg þessa. Einnig tilkyntu
Rússar töku bæjarins Makev-
ka, sem er í Donetzbygðum,
ekki allfjarri Stalino, og bæ.j-
anna Kramatorsk og Slavi-
ansk norðar.
Þjóðverjar hafa ekki viður-
kent fall þessara bæja, en
segja, að hersveitir sínar eigi
í hinum ógurlegustu varnar-
bardögum hvarvetna á víg-
stöðvunum, og takist að
hrinda mörgum áhlaupum og'
vinna Rússum mikið tjón.
I Donetzbygðum seg.jast
Rússar hafa sótt fram um 15—
20 km. í dag, og tekið allmörg
þorp, en norðar kveðast ])eir
hafa tekið járnbrautarstöðina
Kramatorskaya og' borgina
Slaviansk, en um þessar borg-
ir báðar var mikið barist í
vetur.
Fyrir sunnan Briansk segj-
ast Rússar hafa sótt fram um
15—20 km. og tekið nokkur
þorp. Fyrir vestan og suðvest-
an Karkov voru harðir bar-
dagar háðir, og segjast Rúss-
ar hafa bætt aðstöðu sína á
þessum slóðum.
Á Smolensk-svæðinu segjast
Þjóðverjar liafa hrundið Rúss-
um aftur á bak með gagnárás-
um, enda segjast Rússar að-
eins hafa bætt þar aðstöðu
sína lítið eitt.
Þ.jóðverjar skýra frá því,
að öflugt skipalið Rússa hafi
gert tilraun til þess að setja
lið á land að baki þýsku víg-
línunni við Finnlandsflóa, en
segja að tilraun þessi hafi far-
ið út um þúfur, og Rússar beð-
ið nokkurt tjón. — Reuter.
Yfirlýsing frá
Fr. de Fontenay
sendiherra
VEGNA þess, að Danmörk
hefir sem stendur enga löglega
Stjórn, tel jeg mjer ekki fært
að fara eftir neinum fyrirskip-
unum frá Kaupmannahöfn
eins og er.
Meðan það ástand varir,
held jeg áfram líkt og kolleg-
ar mínir í mikilvægustu em-
bættunum og í samráði við
þá, að gegna starfi mínu á
sama hátt og til þessa, á grund
velli þeirrar löglegu tilskipun-
ar, sem jeg fjekk forðum frá
hans hátign konunginum.
Reykjavík, 3. sept. 1943.
Fr. de Fontenay
(sign.).