Morgunblaðið - 03.10.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.1943, Blaðsíða 6
6 MOKGUNBLAÐIÐ í{ ,0 K i ’ < i i Sunnudagtn* ‘ 3. öfeáí'* l.S43u> 4«bot-i Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj. Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Augiýsingar: Ámi Óla. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Skýrclusöfnun Atvinnumálanefndar jiarf að hraða Aukin tækni FYRIR um það bil einum mannsaldri bjó íslenska þjóðin við hinar frumstæðustu aðferðir í verklegum efn- um. Atvinnuhættir hennar voru þar af leiðandi mjög fábreyttir og efnahagur einstaklings og heildar svo þröng- ur, að fullkomna örbirgð nálgaðist. En jafnhliða því að þjóðin hóf sókn í sjálfstæðismál- um sínum út á við, sáu framsýnustu menn að hún þurfti að bæta vinnubrögð sín við hin daglegu störf, framleiðsl- una til sjávar og sveita. Síðan hafa stórfeldar framfarir orðið í verklegum efnum í landinu. Verklegri mentun og menningu þjóðarinnar hefir fleygt fram og árangur þeirra framfara hefir orðið bættur efnahagur þjóðarinnar og jafnari og betri lífskjör einstaklinganna. — En þrátt fyrir þær framfarir, sem orðið hafa í þessum efnum síðustu áratugi, skortir þó ennþá stórlega á verklega mentun landsmanna. Vinnubrögðin við margskonar framleiðslu og sarfsemi í landinu eru ennþá úrelt og ófullnægjandi. Heilar atvinnugreinar eru reknar á hinn ófullkomnasta hátt. Ýmiskonar nauðsynlegar framkvæmdir verða þjóð- inni óhemjudýrar vegna kunnáttuleysis og úreltra vinnu- bragða. Margt bendir til þess, að þjóð vor sje að búa sig undi-r nýja sókn í verklegum efnum. Allmargir íslend- ingar hafa stundað verklegt nám meðal þjóða, sem langt eru komnar áleiðis í þessum efnum. Kröfur tímans eru aukinn hraði og fullkomnun í öllum starfsháttum. Notkun vjela verður æ almennari og fleiri og fleiri svið athafna- lífsins hagnýta sjer tæknina. íslendingá vantar vjelar og áhöld til margskonar framkvæmda. Land vort býr yfir miklum möguleikum, sem ekki verða hagnýttar án að- stoðar vjelaaflsins. Og skilyrði til vjelanotkunar eru hjer að mörgu leyti ágæt. Orkan í fossum og ám landsins er ótæmandi og gefur glæsileg fyrirheit um bjartari fram- tíð til handa þjóðinni. Það verður hlutverk næstu ára- tuga að framkvæma stórkostleg átök til umbóta í íslensku þjóðlífi, umskapa og fullkomna atvinnuhætti þjóðarinn- ar, útrýma gömlum og úreltum vinnuaðferðum, taka vjelaaflið í þágu framleiðslunnar og gera hana um leið meiri og arðgæfari. Alt þetta getur þjóðin gert. án þess að verða sjálf vjelamenningu að bráð. Vjelamenningin á að ljetta þjóðinni störf hennar, en ekki að gera hana að þrælum sínum. Berkla varnadagurinn í DAG hefir Samband íslenskra berklasjúklinga fjár- söfnun til starfs síns. Þessi samtök eru ein hin þörfustu, sem leita stuðnings almennings hjer á landi/ Allir vita hve berklaveikin hefir herjað hjer, hvernig hún hefir lagt í auðn heilar ættir, sundrað fjölskyldum, svift menn ástvinum, og veitt fleiri ólæknandi sár. En nú er svo komið, að þessi vágestur, sem fæstir jafnvel heyrðu nefndan öðruvísi en með hryllingi, er á undanhaldi. Fyrir stafni eygja hinir árvöku baráttumenn sigurinn. En mikið er enn að vinna- Markmiðið er það, og það eitt, að útrýma vágestinum að fullu og öllu úr landinu. Þá fyrst geta íslenskir æskumenn og konur aft- ur litið upp óttalaust og djarft, þá er einum vágestinum minna, sem æskuna þjakar og leggur vonir hennar í auðn. Þá er mikill sigur unninn. Það leikur ekki á tveim tungum, að mikið hafi áunnist, síðan S. í. B. S. hóf starf sitt. Þar voru að verki samtök fólks, sem vissi gegn hverju það var að berjast, og hve mikilvægur sigurinn var fyrír þjóðarheildina. Eitt af mestu áhugamálunum er vinnuhælið, sem all ítarlega hefir verið rætt um. Og það.er einmitt vinnuhælið,, sem er eitt öruggasta vopnið gegn berkiunum.. Allir landsmenn eigaþjfefn míkið-. á bættu,. þar sem berklarnir eru annarsvegar. Allir landsmenn sjá nauð- synina á að sigra þá. Um það eru eigi skiftar skoðanir. Því sameinast nú allir um það í dag, að styrkja starfsemi Sambands íslenskra berklasjúklinga. Þ. 2. sept. samþykti bæj- arstjórn að skipa nefnd manna til þess að rannsaka atvinnuhorfur á komandi vetri og gera tillögur um að- gerðir til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi, ef rannsóknin bendir til, að þörf verði slíkra aðgerða. Nefndin hefir ákveðið að afla sjer upplýsinga um tölu starfsfólks hjá atvinnurek- endum og vinnuveitendum í bænum og þær breytingar, er kunna að verða á starfs- mannahaldi þeirra næstu mánuði, eftir því sem næst verður komist. Með allar slíkar upplýsingar verður farið sem trúnaðarmál. í. þessum tilgangi hefir nefndin sent út eftirfarandi spurningar: 1. Hve margt starfsfólk hafið þjer í þjónustu yðar, miðað við 1-/10. —!'43? 2. Hve margt af því telur lögheimili sitt utanbæjar? 3. Ef líkur eru til að þjer fækkið starfsfólki á næstu 6 mánuðum, óskast tilgreint: a) Tala þess. b) Orsök fækk- unarinnar. 4. Ef yður vantar starfs- fólk fyrir núverandi atvinnu rekstur, hve mörgum mönn- um mynduð þjer .bæta við á næstu 6 mánuðum, ef starsfólk fengist? 5. Ef þjer hafið í hyggju að auka atvinnurekstur yð- ar, hve mörgu starfsfólki mynduð þjer bæta við, þeg- ar aukningin kemst í fram- kvæmd? 6. Ef einhverjar sjerstakí ar ástæður torvelda eða hindra fyrirhugaða aukn- ingu atvinnurekstrarins, óskast þær tilgreindar. Mjög er það áríðandi fyr'- ir störf nefndarinnar, að menn svari þessum spurn- ingum sem fyrst, með því að útfylla þau eyðublöð, er þeir hafa fengið, og senda þau til skrifstofu bæjarins, Austurstræti 10, og alls ekki síðar en þ. 10. október. Erfitt hefir reynst að ná til allra atvinnurekenda og vinnuveitenda. Ættu því all ir þeir, sem ekki hafa fengið þessi eyðublöð send, að ná í þau á skrifstofunni í Aust- urstræti 10, til að útfylla þau. Sími skrifstofunnar er 4221. Fróðlegt hefði verið, ef nefnd þessi hefði getað feng ið upplýsingar um hve mörg heimili í bænum vantar starfsstúlkur, svo hægt væri að vita hve mikil atvinna gæti fengist þar, þegar at- vinnan minkar í bænum. í atvinnumálanefnd eru þessir menn: Gunnar E. Benediktsson, Helgi Her- mann Eiríksson, Sigurjón Á. OlafSsen, og er hann for- maður neíndarinnar, og Soforiías Jónsson. % r n ***$ Ijfp dcicýlecýci iíji tnu l 1 y x ? •f Bærinn á haustin. BÆRINN okkar hefir á sjer alveg sjerstakan blæ á haustin, þegar alt er að fölna í náttúr- unnar ríki, og hinar grænu lauf- krónur trjánna fá fyrst á sig gullslit en síðan falla blöðin og feykjast eftir götunum fyrir næðingunum. Og í loftinu er þessi hrásvali keimur, sem ein- kennir haustið, boðar veturinn. En þá lifnar aftur yfir um- ferðinni. Aðalgöturnar eru full- ar af fólki frá morgni til kvölds, og auðvitað er margt af því fólki nýkomið í bæinn. Og það þykir sjálfsagt mörgum gömlum Reyk- víkingum gaman að því að ganga úti á kvöldin og horfa á hina ið- andi umferð. Hún ber það með sjer að borgin þeirra lifir og dafnar. En hinu er ekki hægt að leyna, að borgin breytist með árunum, og að hún vex alveg ótrúlega fljótt. Fari maður lítið um bæ- inn, getur maður stundum sjeð heil' hverfi, þar sem ekkert hús stóð, þegar maður kom þar síð- ast. Svona er það, en það er deilt um hvort þessi vöxtur sje heppi- legur fyrir þjóðarheildina. Ut í þá sálma skal ekki farið hjer, en víst er um hitt, að.gömlum Reyk- víkingum finst bærinn sinn in- dæll á haustin og raunar alt af, — og margir hafa tekið trygð við þenna bæ. Trygðin í verki. EF MENN taka nú trygð við einhvern stað, þá er það auðvit- að svo til ætlast, og á að vera svo, að þeir sýni þetta í verki. Ekki er jeg að segja, að alt það fólk, sem hingað hefir þyrpst hin síðari árin, hafi tekið trygð við borgina, og ekki held jeg því heldur fram, að allir þeir, sem fæddir eru hjer og uppaldir, sýni trygð sína til æskustöðvanna í verki. — Og með þessari trygð í verki á jeg við það, að maður hafi veg og sóma bæjarins fyrir augum, ekki síður en sinn eginn, aðhafist aldrei neitt það, sem geti óprýtt hann, nje minkað fegurð hans á nokkurn hátt. Það ber mikið á því, að unnin sjeu hjer í bænum verk, sem enginn gæti yfirleitt ímyndað sjer, að unnin væru neinsstaðar, verk, sem auðsjáanlega ekk- ert hvetur til, nema skemdafýsn- in ein. En af þessu er þó nokkuð hjer í bænum, og það er eitt af því, sem við þurfum og verðum að losna við. Þá er það einnig sóðaskap- urinn, sem oft er aðeins af hugs- unarleysi kominn, og sem hefir sett hálfgert óorð á þenna bæ. Hann er ekki hægt að sigra með valdboðum, heldur aðeins með því að ala upp fegurðartilíinn- ingu með fólkinu. Nóg dæmi eru til þess að þetta hafi tekist er- lendis, því skyldi það ekki geta tekist hjer líka. Víða í erlendum borgum eru það þegjandi sam- tök fólksins, að bærinn sjel alltaf tandurhreinn, og slíkir bæir eru líka dásamlegir heim að sækja. Þannig á RéýkjávíW líkp qð verða, og mun verða, riema íbúar hennar sjeu raunverulega eins k.ærulausir og sumir halda fram að t>eir sjeu. Skemtilea: umferS. í SUTÍfUM bæjurri er til mjög 'skerntileg' umferð, ánnarsstaðar er hún ákaflega leiðinleg,og hjer i Reykjavík heldur af síðara tag- inu. Fólk er ekki nógu tillits- '.samt við náungann, margir ganga hjer um göturnar, eins og þeir sjeu einir á ferð, og að ein- kunnarorðin „aldrei að víkja“ eigi einnig við á götunum. Þeir ganga beint á hvern þann, sem ekki víkur fyrir þeim. Aðrir eru svo þannig gerðir, að þeir virð- ast ekki vera sjáandi á göngu sinni um strætin, og verða oft árekstrar af því. En í götuum- ferð, jafnt sem annarsstaðar á tillitssemin til náungans að ríkja, þá verður götulífið blæfagurt og skemitlegt. Og þá legðust auðvitað líka niður ,,útifundirnir“,' sem svo oft hefir verið kvartað um, þar sem tveir og allt upp í 10 menn setja skyndilega umræðufundi á miðri gangstjettinni, en fólkið verður að hrökklast út á akbrautina, ef það vill á annað borð komast leiðar sinnar. Nei, gatan er ekki fundarstaður, ef þjer eigið ein- hver stórvandamál órædd, þá blessaðir komið yður af gang- stjettunum. Tíu króna rakstur. HJERNA á krepputímunum fyr ir stríðið, bar það alloft við, að maður mætti mönnum á götunni, sem báðu um 25 aura og upp í krónu; sögðust venjulega ætla að nota það til þess að kaupa sjer matarbita. Þetta voru flestir menn, sem bakkus hafði leikið grátt. Og nú í velsældinni, þeg- ar allir geta fengið vinnu, eru þessir menn enn á ferli, þótt undarlegt megi virðast. En nú er ekki beðið um 25 aura fyrir mat- arbita. Nú er beðið um tíu krón- ur fyrir rakstri! Þetta eru fínir menn. Ekki er manni nú vitanlegt ennþá, að rakstur kosti 10 krónur, þótt dýr- tíðin sje orðin mikil. En svona menn eru alltof „flott“, líklega heimsins flottustu menn! Og þeir segja, ef maður undrast: „Ja, það stendur nú svona á fyrir mjer.“ Ung-a fólkið dansar. UNGU fólki þykir gaman að dansa, og var minnst á skemtan- ir bæjarins hjer í þessum þáttum fyrir nokkru síðan. En unga fólkið hefir því miður heldur lítil tækifæri til þess að dansa hjer í bænum, dansa eins og það vill dansa og á að dansa, frjálst í sæmilega rúmgóðum sölum. Dansleikir eiga ekki að vera ein iðandi kös af fólki. Og það á að vera hægt að snúa sjer við í dansinum. Jeg veit ekki hvernig á því stendur, að þetta var allt öðru- vísi fyrir hreint ekki svo mörg- um árum. Bærinn vex að vísu og fólki fjölgar, en skemtisalir eru ekki reistir að sama skapi. Sumum finnst fásinna að reisa skemtistaði. Það finnst mjer ekki. Jeg er með skemtistöðum. En jeg vil ekki hafa þá troðfull- ar sjóðheitar knæpur. Fýrir einum 10 árum voru ekki haldnir dansleikir, sem fólk viðurkenndi með því nafni, nema að það kæmi þar spariklætt. Og með spariklæðunum kemur há- tíðaskapjð. Og þeif, sem fyrir skemtunum þesáum stóðu, voru heldur ekki svo auragráðugir, að þeir tækju nema vissan fjölda í samkomuhúsin. Ágirndin virðist mjer hafa vaxið með aurunum, eins og máltækið segir. j Hjer, eins óg svo víða ánnafs- staðar þarf ráðAil úrbóta. Unga fólkið þarf að skemta sjer og vill skemta sjer. Það á engum að líðast að okra á þessari heil- brigðu löngun þess. Fólkið á að Framhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.