Morgunblaðið - 03.10.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.10.1943, Blaðsíða 11
Sunnudagur 3. ökt. 1943. MORGUNELAÐIÐ 11 írri£ yícki wm Síðan fór hún aftur til llono- lulu, en þó ekki fyrr en hún var búin að birgja sig iipp af fötum, því að það var meira úrval í Los Angelos en á eyj- unni. Frank vissi mjög lítið um heimsókn móður sinnar, því að hanji hafði verið með óráði mest allan tímann, sem hiin stóð við. Iíann hafði einhverj- ar óljósar endurminningar góða drauma, meðan hann la á spítalanum. En nú fjekk Mamó kjarkinn; hún sendi syni sínum brjef öðru hvoru, og Ilenry Taylor gat ekki feng ið af sjer að slíta því brjefa- sambandi, enda þótt það yrði alt að fara fram að baki frú Heriíey. Mamó sagði honum frá Ijóðunum, sem Fong orti í eldhúsinu, frá stóru froskun- um, og folaldinu, sem Puolani vrar búin að eignast. Á jólunum komu pakkar handa Frank og Dot, st-órar japanskar brúður, sykraðar hnetur, útsaumuð náttföt, fullur kassi af allskonar skraut legu dóti. Frank bar brjef hennar ætíð á sjer, eins og þau væru ástarbrjef og leit á þá: staðreynd, að hann átti raun- verulega móður, sem dularfult og leynilegt ástarævintýri. Ilann svaraði brjefum hennar á barnalegan hátt — með klunnalegri rithönd. „Kæra Mamó. Þakka þjer fyrir allar fal- Ieg» gjafirnar. Jeg er bara tve in þumlungum lægri en pal n, og hann segir, að jeg mui ú brátt vaxa honiun upp fyr r höfuð. Jeg fer oft að synda í sjónum með skóla- ' bræðrum mínum; það er voða gaman. Þó finst mjer öldurn- ar aldrei nógu krappar. Strax og jeg er búinn í skólanum kem jeg til IlaWai að finna þig. Eða: Kæra Mamó. Jeg er nú orðinn bakvörður í skólaknattspyrnuliðinu og á föstudaginn var keptum við við II. II. S. og unnum 7 á móti þrem. Það var leiðinlegt, að þú skyldir ekki geta verið viðstödd og sjeð það. Silki- skyrturnar, sem þú sendir nijer, eru sjerlega fallegar, en frú Henley segir, að jeg verði að geyma þær til að nota á samkvæmi. Aðrir strákar eru víst aldrei í silkiskyrtum hv« rsdagslega. En mjer þykir ip,j ig vænt um þær. Jeg kyssi ])if ótal sinnum í huganum. Stóri litli fiskurinn þinn. Og- síðan: Iværa Mamó: Jeg skrifa þjer nú frá sum- ardvalarstaðnum, sem faðir minn sendi mig á. Ilann er í Sierra, í níu þúsund feta liæð, og hjer eru mjög stór trje, ekki eins* og trjen í Los Angelos, semjmaður keypti og plantaði, heldur raunveruleg fullvaxta trjeí Við sofum í tjöldum og á kvöldin syngjum við kring- um 'eldinn. Við fórum l'íka í ferðalag, ferðuðumst ríðandi í þrjá daga og sváfum í svefn- pokum. Pabbi segist kannske vilja reisa lítinn kofa handa okkur hjerna í fjöllunum, og þá get jeg farið hingað í öll- um leyfum. Það er meira að segja á hjerna, hún er að vísu þornuð upp núna, en þangað til í júní er vatn í henni. Nú eru aðeins þrjú ár eftir af skól- anum, síðan get jeg komið til IlaWai. Og símskeyti: Get ]>ví miður ekki komið núna stop Pabbi er veikur -— um I stop. ; Ilenry Taylor varð var við magabólgu sína um það leyti sem Frank lauk námi. Frú Ilenley gaf honitm sjerstakan mat, en alt kom fyrir ekki. Hánn horaðist og varð að segja lausri stöðu sinni. Frank gat því af fjárhagslegum á- stæðum ekki íarið til Yale, eins og ákveðið hafði verið, heldur varð hann að láta sjer nægja ríkisháskólann í Los Angeles. Faðir hans vann fyr- ir sjer sem umboðsmaður, með því móti gat liann unnið, þeg- ar hann hafði þrek til og hvílt. sig á milli. Frú Henley beit á jaxlinn og sparaði og sparaði. Hún fór að s.jóða gulrætur og spínat handa manni sínum mteð eigin höndum sínum, og sparaði sjer með því eldabusku. 1 mentaskólanum hafði Frank notið mikilla vinsælda — ein efnilegasta knatt- spyrnuhetjan; skrifaði oft skemtilegar smágreinar í skóla blöðin, og stúlkurnar litu hann hýru auga, sendu honum nafnlaus brjef í tímum og teiknuðu hjörtu með upphafs- stöfum hans í í stílabækurnar sínar. í háskólanum var hann aftur á móti eins og hver ann- ar nýbakaður stúdent, í byrj- un efnafræðináms, sem átti eftir að sýna, hvað í honum bjó. Hann hafði ekki tekið efnafræði íyrir því að hann fyndi neina hvöt hjá sjer til þess, heldur vegna þess, að faðir hans áleit þá námsgrein eiga mikla framtíð fyrir liönd- um. Á föstudagskvoldum fór hann á dansleiki. Hann dans- aði stirðlega í fyrstu, hjelt dömunni í hæfilegri fjarlægð frá s.jer, eins og hann óttaðist, að hún væri brothætt*. Síðan orðið „kynferðismáT ‘ fjekk inntöku í mál mentaðri manna, hafði hann heyrt mik- ið um þau efni. Þrjár síður í skólablaðiuu voru helgaðar máli þessu. Fyrsta var: Ileil- ræði til elskenda; önnur: hneykslissögur úr skólalífinu og sú þriðja alvnrlegar og ber- orðar ritgerðir —- frjálsar ást- ir, kynsjúkdómar, hjónaband bygt á vináttu, takmörkun barnsfæðinga, og margt fleira af þessu tagi. Frank var dæmdur annað hvort of feim- inn eða of montinn, þar eð hann átti enga ástmey. Hann virti stúlkurnar fyrir sjer, sá hvort þær voru lnglegar eða ^ Ijótar pg hvort þær væru fal- 1 legar í vexti. Sumar fanst hon- um býsiía girnilegar, en hann hugsaði ekki um neina sjer- staka. Hann beið ~ eftir hverju vissi hann ekki. Knattspyrnan hafði meira að segja í lífi hans en bæði námið og kvenfólkið. Frank tuniAlcsIioli var lengi vonsvikinn yfir því, að hann skyldi ekki vera val- inn í kapplið háskólans. Hann varð að láta sjer það nægja að sitja fremstur í flokki fagn- andi áhorfenda á kepnunum, æpla hvatningarorð til skóla- bræðra sinna og veifa allskyns mislitum spjöldum. Hann var sorgbitinn dögum saman, ef flokkur hans tapaði. Annars var hann tápmikill og kom vel fyrir sjónir; var það sem skólabræður hans kölluðu per sónuleika. Hann hlaut um síðir forustu í flokki þeirra, sem önnuðust hróp og hvatningar til liðsins í kappleikjum, og fylgdi því liðinu hvert sem fór. llann fór með því til San Francisco og meira að segja einnig til Seattle. Eftir kapp- leikinn drukku bæði sigurveg- ararnir og hinir sigruðu sig fulla og stofnuðu til allskyns ærsla. Frank bi-agðaði þá á- íengi í fyrsta skifti, og lenti í fyrsta ástarævintýrinu. Ilon- um fanst eftir á reyndai'i skólafjelagar sínir hafa ýkt í lýsingum sínum á unaðssemd- um jiessa hvortveggja. Það var mikið metnaðarmál stúlknanna að fá kunningjana til að eyða sem mestu fje í þær; eftir því mát.u þær ást þeirra. Piltur, sem átti bíl, var hetri en sá. sem átti engan, og piltur, sem átti dýra bifreið, var í hávegum hafður, en sá, sem átti aðeins ódýran skrjóð, taldist rjett aðeins „slarkfær". Elómvendirnir, sem þeir sendu, hótelin, sem þeir buðu þeim á, verðið á veitingunum, sem ]>eir gáfu þeim, alt var þetta reikn- að út óg lagt saman sem mæli- kvarði á tilfinningar þeirra. Þetta kendi karlmönnunum að eyða ógrynni fjár í kvenfólk, en stúlkurnar vöndust á að vera hugsunarlausar og eigin- gjarnar og líta á ástina sem kapphlau]) eða íþróttakepni. Skarfarnir frá Útröst Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. áður en ísak ætlaði að sigla heim, kom karlinn til hans, og bað hann að gleyma ekki þeim sem lifðu eftir ná- granna hans, því sjálfur væri nágranninn látinn. „Ef þú annast þessa munaðarleysingja, muntu verða heppinn með nýja skipið“, sagði karlinn. „Þetta er gott skip“, sagði karlinn, „því hlekkist ekki á og ekki fer mastrið um“. Með því meinti hann, að einhver ósýnilegur væri um borð, og styddi siglutrjeð, ef á reyndi. ísak hafði alltaf hamingjuna með sjer upp frá þessu. Hann vissi vel, hvaðan allt hið góða kom, sem hann varð aðnjótandi, og gleymdi heldur ekki að hygla hinum ó- sýnilega skipverja á skútunni í mat og drykk, þegar hann rjeði skipinu til hlunns á haustin og setti það í naust, og hverja jólanótt sást ljós í skútunni, og heyrðist þar fiðluleikur, það var dansað í skútunni hans ísaks. E N D I R. Ráðskonan risans Æfintýri eftir Jörgen Moe. ÞAÐ VAR EINU SINNI KONUNGUR, og hann átti marga syni, jeg veit ekki almennilega hve margir þeir voru, en sá yngsti gat ekki með nokkru móti unað sjer heima, hartn vildi endilega fara út í heiminn og reyna fyrir sjer, og loksins varð konungurinn faðir hans að leyfa honum það. » Þegar hann hafði ferðast nokkra daga, kom hann að bergi einu. Þar átti risi heima, og rjeði konungssonur sig í vist hjá risanum. Um morguninn fór risinn út að gæta geitanna sinna, og um leið og hann fór, sagði hann kon- ungssyni, að hann skyldi moka fjósið, ”og þegar þú ert búinn að því, þarftu ekki að gera meira í dag, því það skaltu vita, að þú hefir fengið góðan húsbónda“, sagði hann. ”En það sem jeg segi þjer að gera, verðurðu að leysa vel af hendi, og svo máttu ekki fara inn í neitt af herbergjunum, sem eru inn af stofunni, sem þú svafst í í nótt, ef þú gerir það, þá skaltu engu fyrir tína, nema lífinu!“ ”Það má nú segja, að þetta sje góður húsbóndi“, sagði konungssonur við sjálfan sig, og hann gekk um gólf í stofunni og söng og trallaði, því honum fanst ekkert liggja á að moka fjósið, en gaman væri nú að gægjast inn í hin herbergin, og eitthvað hlýtur að vera þar, sem hann er hræddur um, fyrst jeg má ekki koma þar inn, hugsaði hann og svo fór hann inn í fyrsta herbergið. — Þar hjekk ketill á einum veggnum og sauð í honum, en enginn eldur var undir. ”Hvað skyldi vera í honum þess- Þegar Rafael var að mála hinar frægn helgimyndir sín- ar, komu til hans tveir kardin- álar, sem byrjuðu að setja út á verk hans, án þess að hafa nokkurt vit á því. „Postulinn Páll er of rauður í framan“, sagði annar kardin- álinn. „llann roðnar þegar hann sjer, í hvaða hendur kirkjan fellur“, svaraði listamaðurinn kuldalega. ★ „Allir eru með nefið niðri í sta.rfi mínu“. „Hertu upp hugann, bless- aSur“. •| „0, jeg' er ekki að kvarta. Jeg framleiði vasaklúta“. ★ : „Nei, ]>akka yður fyrir“, sagði maður, sem hafði verið boðið að koma með í dýragarð inn. „Elsta dóttir mín gengur eins og kengúra, sú næsta tal- ar eins og páfagaukur, sonur minn hlær eins og hýena, kona mín gætir mín eins og fálki, eldabuskan er grimm eins og bjar(ndýr og tepgdamóðir mín segir, að jeg sje eins og gam- all górilla-api! Þegar jeg fer eitthvað út, vil jeg fá tilbreyt- ingu“. ★ „Og þú segir mjer, að marg- ir menn hafi beðið þín“, sagði hann grimdarlega. „Já, margir“, svaraði hún. „Jæja. Jeg vildi að þú hefð- ir giftst fyrsta fíflinu, sem bað þín“, sagði hann. „.Jeg gerði það“, svaraði hún. ★ Gamall maður sá. hvar strákur var að berja lítinn strákhnokka. „Þú mátt ekki berja þennan litla dreng“, sagði gamli mað- urinn. „Mundu eftir því, sem skrifað stendur: Elskið óvini yðar“. Drengurinn: Ilann er ekki óvinur minn. Hann er bróðir minn. ★ Tannlæknirinn sagði, áður en hann byrjaði að draga tönnina: — Hugsið þjer nú um eitthvað skemtilegt, þá finnið þjer ekkert til. Maðurinn kveinkaði sjer ekki hót. — Þetta gekk ágætlega, sagði tannlæknirinn. Um hvað hugsuðuð þjer? — Að tengdamóðir mín væri í mínum sporum. ★ Prestur': Þjer segið, að mað- urjnn yðar misþyrmi yður. Ilvers vegna haldið þjer elcki glóðum elds að höfði hans? Konan (sem;sækir um skiln- að) : Jeg hefi reynt að berja hann með kolaausunni, en jeg hefi aldrei þorað hafa hana fulla af glóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.