Morgunblaðið - 03.10.1943, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1943, Blaðsíða 1
30. áig. 223. tbl. — Sunnudagur 3. október 1943. ísafoldarprentsmiðja h.f. gj»b VÖRN ÞJÓÐVERJA HARDNANDI í RÚS^ANDI Leiðin til Þvskalands Bandamenn hafa oftsinnis lýst því yfir, að markmið þeirra væri að sækja inn í Þýskaland sjálft og berjast við Þjóðverja og sigra þá í þeirra eigin landi. Myndin hjer að ofan sýnir eina leiðina til Þýskalands. Hún er tekin í hinu fræga Brenn- erskarði, sem svo mjög hefir komið við sögu Evrópu undanfarin ár, en gegnum skarðið liggur járnbraut og vegur frá Ítalíu til Þýskalands. Bandamenn sækja fram fyrir norðan Napoli London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. Framsveitir fimta hersins eru komnar um 4 km. norð- urfyrir Napoli, en áttundi herinn hefir tekið bæina Lucera og San Severo fyrir norðan Foggia og ennfremur hefir nú áttundi herinn Garganoskagann á valdi sínu. henni á fimti herinn enn CLARK KOMINN TIL NAPOLI Bardagar fyrir norðan Napoli eru allharðir, og leitast Þjóðverjar af alefli við að tefja framsókn fimta hersins á þessum slóðum. Beita þeir bæði vjelbyssu- sveitum íallbyssum og jafn vel skriðdrekum til varnar. Fregnir frá Napoli segja frá því, að allmikið af birgð- um Þjóðverja hafi fallið bandamönnum þar í hend- ur, meðal annars okkuð af flugvjelaútbúnaði, svo sem skotfæri í vjelbyssur og einnig allmikið af vjelbyssu útbúnaði í flugvjelar af gerð inni Junkers 88. Víglína bandamanna ligg- ur nú því nær beint frá Na- poli og yfir Ítalíuskagann. Enn er búist við því, að Keselring freisti að verjast við Volturnoána, en að nokkra leið ófarna. Verkfræðingar banda- manna eru þegar farnir að athuga möguleika á því að gera við hafnarmannvirki í Napoli. Annars segja banda- menri, að ástandið sje þann- ig nú í Napoli, að breskar og amerískar hersveitir, sem þar eru, hafi þar vald á öllu sem fram fer. ÞÝSKUM KAFBÁTI SÖKKT London í gærkvéldi. Þýskuin kafbáti hefir voriö sökkt af tveim tundúrspillum bandainanna. (Jerðist þetta í nánd við Pantellaria. 48 menn af áhöfninni voru teknir hönd- um. Annar lundurspillirinn var enskur en hinn grískur. -t- Reuter. London í gærkveldi Mark W. Clark, hershöfðingi frá Bandaríkjunum, er stjórn- ar fimta hernum, og stjórnaði landgöngunni við Salerno, er nú kominn til Napoli. Konv hershöfðinginn þangað í dag. Sagði hershöfðinginn blaða- mönniun, að hann væri ánægð- ur með gang bardaganna. — Reuter. Mikil gagnáhlaup fyrir vestan Gomel og Mogilev London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. AUÐSÆTT ER NÚ, AÐ ÞJÓÐVERJAR REYNA AF MEGNI AÐ STÖÐVA FRAMSÓKN RÚSSA HVAR- VETNA Á AUSTURVÍGSTÖÐVUNUM. Gera þeir hörð gagnáhlaup á vígstöðvum Hvíta-Rússlands, en Rússum er óhægt um vik í sóknirini, vegna þess að vegir gerast nú mjög slæmir af völdum haustrigninga. Rússar segjast hafa unnið allmikilvæga sigra á Tam- anskaga í gær. Kveðast þeir hafa tekið þar þrjár mikil- vægar varnarstöðvar Þjóðverja og segjast nú vera að- eins um 32 km. frá Taman-tanganum, og er landrými Þjóðverja þarna orðið mjög lítið. Ráðist á Miinchen og Wiener IMeustadt London í gærkveldi. Fljúgandi virki frá Norð ur-Afríku gerðu í gær loft- árásir á Munchen höfuð- aðsetur nasista og Wiener Neustadt, útborg Vínar, þar sem eru mikllar flug- vjelasmiðjur. Á þenna stað rj eðust Libe*|ator-f lugv j eÞ ar í sumar. Mikil mótspyrna v|ar af hálfu þýskra orustuflug- vjela og kom til bardaga í hája lofti. Barst leikurinn inn yfir svissneskt land, og var skotið á flugvjeliarnar af svissneskum loftvarna- byssum. Þýskar fregnir herma, að svissneskjar or-! ustuflugvjelar hafi einnig verið á sveimi og skotið niður þrjú flugvirki. Ekki eru enn komnþr nákvæmar fregnir af árás- unum, en talið er að tjón hafi orðið æði mikið. 1 Wiener Neustadt er sagt, að framleiddar h(afi vérið 600 Messerschmitt-orustu-^ vjelar á mánuði að undan- förnu. Reuter. Síðustu frjettir: Bandamenn hafa tekið Finshafen Þjóðverjar gera áköf gagnáhlaup með skriðdrek- um og flugliði fyrir vestan Mogilev, en Rússar eru um 80 km. frá þeirri mikilvægu borg. Hafa Rússar enn sem komið er getað hrundið á- hlaupum þessum, og einnig áhlaupum, sem Þjóðverjar gerðu austuraf Gomel. Frá Vítebskvígstöðvunum hafa engar fregnir borist í dag. Þýskar fregnir skýra frá hörðum bardögum fyrir aust an Melitopol og á öllum víg- stöðvunum þaðan suður að Azovshafi Ekki er í þessum fregnum getið um hvorir eru í sókn, og kalla Þjóðverjar þetta ekki varnarbardaga, sem er þó vani þeirra nú í Austurvegi. Frá Dniepervígstöðvun- um berast enn fregnir um stórskotaliðsviðureignir. — Þjóðverjar greina þar frá stöðugum bardögum um brúarsporða, en segja Rússa hvergi hafa gert ákveðnar tilraunir í gær. til þess að komast yfir fljótið. Rússar sjálfir geta ekkert um bai- daga á þessum slóðum. Nýlega hafa orustur bloss að upp á Volkov-vígstöðv- unum norður undir Lenin- grad, og hafa Rússar reynt að sækja þar fram að sögn Þjóðverja. Segja Þjóðverjar að þessar árásir hafi mis- , tekist með íllu. Úrkomur eru nú yfirleitt miklar í Rússlandi, haust- rigningar byrjaðar. Herma fregnritarar, að engir vegir sjeu færir bifreiðum, aðrir en þeir, er bygðir sjeu úr bjálkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.