Morgunblaðið - 03.10.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.10.1943, Blaðsíða 7
tt-l Sunnudagur 3j qV*<, X&tStu%»f>unnu& MORGUKBLAÐI ríkissjóður. í dýrtíðarlögunum frá í vor fekk ríkisstjórnin heim- ild til þess að greiða niður dýrtíðina. Gekk nokkuð stirðlega að fá þessa heim- ild samþykta í þinginu. — Höfuðtilgangur þeirra, sem heimild þessa samþyktu var sá, að hún næði fram til þess tíma, er sexmanna- nefndin, er reikna skyldi vísitölu búnaðarvara og kaupgjalds, hefði lokið starfi sínu. Þá átti þing að koma saman þ. 1. sept. sem og varð, til þess að ákveða hvað gera skyldi í þessum málum til frambúðar. Þegar þingið kom saman, leitaði ríkisstjómin heim- ildar þingsins, til þess að verja tekjuauka af tóbaks- og vínsölu í sama skyni, vegna þess að ríkisstjórnin leit svo á, að þá væri eytt því fje, er vorþingið ætlaði til þessara útgjalda og inn kæmi með verðlækkunar- skattinum. Heimildin. tíl þess að verja hinum auknu vín- og tóbakstekjum, veitti þingí ið með því skiíyrði, að fje 1 til þessara útgjalda yrði ekki tekið úr ríkissjóði, án samþykkis Alþingis- Björn Ólafsson fjármála- ráðherra færðist undan því, að gefa þinginu loforð um þetta. En hann komst þó ekki hjá því. , i i Flokkunum skrifað. VEGNA þessa loforðs ráð herrans skrifaði ríkisstjórn- in þingflokkunum, þar sem stjórnin fer fram á að fá óbundnar hendur um að verja þessum aulínu tekjum til að borga niður dýrtíð- ina. Tveir flokkamir svöruðu neitandi fyrir sitt leyti, Al- þýðuflokkurinn og komm- únistar. Framsóknarflokk- urinn gaf loðin svör í þessu máli, sem fleirum. Sjálf- stæðisflokkurinn svaraði því, að hann væri slíkum greiðslum samþykkur, með- an leitað væri formlegs samþykkis Alþingis, enda skyldi stjórnin leita þess tafarlaust. Vjefengt væri, hvort heimild væri fyrir hendi frá eldri lögum. Og þó svo væri, kæmi ekki til mála að nota hana meðan þingið situr. Svar ríkis- stjómarinnar. þessa heimild. Hefði hún allsherjar heimild til að greiða fje úr ríkissjóði í þessu skyni, þá þurfti hún ekki sjerstaka heimild til að nota hinar auknu tóbaks- og víntekjur. En auk þess er hjer um að ræða brot á því loforði, er fjármálaráð- herrann gaf, er hann fjekk heimild til að hækka tóbak- ið í því skyni, að borga nið- ur dýrtíðina, og lofaði þá, að nota ekki fjeð, nema heimild þingsins kæmi til. Eftir þetta er það óum- flýjanlegt að fá endanlega og skýlaust úr því skorið, hvort fjárveitingavaldið er raunverulega í höndum þingsins, ellegar það er þaðan horfið, og komið í hendur utanþingsstjórnar- innar. Hvaða leið verði farin. SENNILEGA eru það margir menn, sem enn í dag vilja loka augunum fyrir hinu raunverulega ástandi atvinnu- og fjármálum þjóðarinnar og láta borga niður dýrtíðina með ríkis- fje. Björn Ólafsson ráðherra komst þannig að orði í ræðu, að hann líkti þjóðlíkaman- um við sjúkling, er þvrfti blóðgjafir, þangað til hann gæti bjargað sjer sjálfur. Ólafur Thors vakti athygli á, að ef líkja ætti þjóðinni við sjúkling, þá hefði það mikið til síns máls. En vit- að er, segir hann, að sá sjúk lingur þarf gagngerðrar læknisaðgerðir við. Því óum flýjanlega átaki er slegið á frest, en haldið áfram að krukka í sjúklinginn. Gæti ekki svo farið, að einmitt með þessu móti verði hann orðinn svo lasburða, þegar til alvörunnar kemur, að hann þoli ekki hina gagn- gerðu læknisaðgerð. Nú er alt reitt, sem hægt er í skatta og fjenu dreift út, til þess að fresta því, er fram á að koma. Þetta leið- ir til þess, að ríkissjóður tæmist, atvinnuvegir van- megnast, svo hvorki ríkið nje einstaklingar geta klof- ið erfiðleika atvinnulífsins, þegar frá líður. Tilfinningamál. SJÁLFSTÆÐISMÁL okk- ar íslendinga hefir alltaf, sem eðlilegt er og sjálfsagt RÍKISSTJORNIN, eða j verið mikið tilfinningamál. fjármálaráðh. fyrir hennar! Mörgum hefir sá þáttur hönd, hefir síðan. að gefnu:þess verið hugstæður. Þeir tilefni, gefið sitt svar í; hafa gert sjer minni grein þessu máli. Segir hún nú, ' fyrir þeim hagrænu afieið- að hún hafi heimild til að ingum af fullu þjóðarsjálf- ráðstafa ríkisfje til að borga | stæði. Svona hefir þetta yer niður dýrtíðina, og það enda ið, og er enn. þótt þing sitji* og hún ætli j En það er eipkennilegur sjer að nota þessa heimilcL: lokaþáttur í þessú langa Með þessu svari hefir rík- baráttumáli okkar. íslend- isstjórnin lýst þvi yfir, að inga, að tilfinningar nanna, hún hafi, að ástæðulausu sem áður urðu til þess að leitað til flokkanna um herða menn og stæla í bar- áttunni fyrir þjóðrjettind- um, skuli snúast upp í við- kvæmni gagnvart okkar elskulegu bræðraþjóð í raunum hennar, rjett eins oð það væri einhver kær- komin raunabót fyrir Dani, ef við ættum enn nokkur skref ófarin til hins lang- þráða lokatakmarks. Dráttur á lýðveldisstofn- un Islendinga, eftir að samn ingstíminn er útrunninn, getur, eins og marg oft hef- ir verið tekið fram, orðið okkur Islendingum óþægi- legur, svo ekki sje dýpra tekið í árinni. En þó við byðum hættunum heim í þessu máli, með óþarfa drætti, er dönsku þjóðinni enginn greiði gerður, eng- um manni þar í landi, nema þeim, ef nokkur er, sem kynni að vilja að við fengj- um ekki endurheimt sjálf- stæði okkar. Er það ekki alveg óþörf viðkvæmni ef við Islend- ingar ættum að fara að geð- þótta þessara manna, sem þannig hugsa í okkar garð, ef þeir þá eru nokkurir til, sem er alveg óvíst. Þeir 270 undirskriftamenn sem Alþýðublaðið telur alla meðal áhrifamanna þjóðar- innar og skal það ekki dreg- ið í efa að svo sje, hafa skap að sjer ákaflega einkenni- lega aðstöðu í hjartfólgn- asta máli okkar íslendinga. Alþýðublaðið vill að nöfn þeirra sjeu birt sem víðast. Skyldu þeir kæra sig um það allir? Ætli þau gevm- ist ekki nægilega vel, þó þau sjeu ekki birt annars- staðar en í Alþýðublaðinu og Þjóðólfi. , Minkarnir lifa. MEIRI HLUTI landbún- aðarnefndar vill ekki að lagt verði niður minkaeldi, telur að skaðsemi villi- minka sje ekki sönnuð, en arður af eldinu sje vís. Það kann líka að vera, að villiminkar sjeu orðnir svo margir í landinu, að þeim verði ekki útrýmt hjeðan af, svo við hefðum ekkert eftir nema skaðann, ef eldinu væri slept. En kæmi ekki til mála að láta hjeraðasamþyktir ná til minkaeldis? Að t. d. sýslu- nefndir fengju því ráðið hver um sig, hvort minka- eldi yrði leyft? Hitaveituvinnan. Þjóðviljinn birti nýlega fólskulega grein um húg Morgunblaðsins til verka- manna, út af því, að minst 'hefir verið á það hjer í blað iriu, að bæjarmönnum hafi fundrst misjafnlega vel unn iði hitaveituvinnunni. Ætl- ar greinarnöfundur að telja lesendum sínum trú um, að þessar aðfinnslur, sem hjer hafa heyrst, sjeu sprottnar af illvilja og illkvitni í garð verkamanna í landinu. Sjá allir viti bornir menn. að slíkt er hin mesta firra. ' Þjóðviljamaðurinn ætti þá að minnast þess, að það var í því blaði, sem þessu hitaveitumáli fyrst var hreyft og alveg rjettiléga. En þegar Þjóðviljamehn slysast til að taka skynsam- lega í eitthvert málefni, þá eru þeir altaf vísir til þess, áður en langt líður, að snúa alveg við blaðinu, og kann- ast ekki við sinn eigin mál- stað. Útskæklaritstjórinn. Þegar aðalritstjóri Tím- ans hefir talað sig þreyttan um eitthvert mál, þá er út- skæklaritstjórinn stundum látinn taka við og jótra upp hið margtuggna fóður. Harmagrátur Tímamanna út af valdamissi og þing- manna fækkun hefir verið hávær í aðaldálkum blaðs- ins í sumar. Kenna þeir Ólafi Thors um ófarir Fram sóknar. Það sje honum að kenna, að heita má einum samar^, að Framsókn misti þingmennina í fyrrahaust, en Alþýðuflokkurinn kjós- endurna. — Framsóknar- menn og Alþýðuflokkur ætl uðu sjer að reka hina mestu ,,klókinda“ pólitík, sem <------------------------- kunnugt er, og væntu þess að alt færi þetta á annan veg. Framsókn hjeldi höfða tölu sinni á þingbekkjum og Alþýðuflokkurinn við kjör- borðið, en fylgismönnum Sjálfstæðisflokksins og þing mönnum hans fækkaði. Sjálfstæðisflokkurinn varð stærsti flokkur þingsins, eins og hann lengi hafði ver- ið stærsti flokkur þjóðar- innar. Þetta hefir hinum fyrri bandamönnum við Tímann og Alþýðublaðið sviðið svo sárt, að þeir geta að heita má ekki ógrátandi á það rr|:nst. Þetta er alt Ólafi Thors að kenna, segja þeir, og spinna um þetta hvern langhundinn af öðrum, með ívafi rógs, lyga og gróu- sagná eftir hinu gamal- kunna Hriflu-recepti. En nú er sem sagt Þórar- inn hættur, og maðurinn sem skrifar smáskítlegheit- in tekinn við í bili. Bókasala Mentaskólans verð ur opin á mánudag 6—7. St ú. dentar og eldri nemendur eru sjerstaklega beðnir að koma með eftirtaldar bækur: Dansk Litterætur et’tir Agerskov og Rördaur. Fornaldarsögu (fyrir lædómsdeild) Miðaldarsögu (C lærdómsdeild) Allar latínubæk ur, sem kendar eru. Kemi, eft- ir Ring. Fysiologi, Biologi og Kennslubók í frakknesku. WWVVVVVVVV*.M-“,%*V :> % i I I TiEkynning til hluthafa Gegn framvísun slefna frá hluta- brjefum í h.f. Eimskipafjelagi íslands fá hlufhafar afhentar nýjar arðmiSa- arfcir á skrifsfofu fjelagsins í Reykja- vík. - Hlufhafar búsetfir úfi á landi eru beðnir að afhenda stofna frá I hlufabrjefum sínum á næstu af- greiðslu fjelagsins, sem mun annasi úfvegun nýrra arðmiðaarka frá að- alskrifstofunni íýReykjavík. H.f. Eimskipafjelag Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.