Morgunblaðið - 23.10.1943, Blaðsíða 4
I
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 23. okt. 1943.
4
AKUREYRARBRJEF
Frá þinginu
17. gr. jarðræktarlaganna t
Eyðslusemi
unga fólksins.
í skólasetningarræðu
sinni í haust gerði Sigurður
skólameistari Guðmundsson
eyðslusemi unga fólksins að
umtalsefni. Var sú ræða
sögð holl og tímabær hug-
vekja, af þeim er á hlýddu.
Þarna er vissulega mikið
vandamál á ferðum. Þau
böjrn, sem nú alast upp, fara
ekki varhluta af peninga-
austrinum og því, sem hon-
um fylgir. í fyrra skýrði
einn barnakennari mjer frá
því, að hann vildi láta börn-
in í sínum bekk skrifa með
venjulegum áhöldum, penna
stöng og 5 aura penna, en
hann rjeði lítt við það. Börn
in kæmu með 40—60 króna
lindarpenna ,,upp á vasann“
að heiman, sem foreldrar
þeirra hefðu gefið þeim í af-
mælisgjöf eða jólagjöf, og
þau vildu helst ekki nota
annað. Og ekki fer það fram
h já neinum, sem vakandi at-
hygli hefir, að telpur á ferm
ingaraldri berast nú meira
á í klæðaburði en áður hef-
ir* þekst, ganga með eilífð-
arbylgjur í hári og fagur-
rauðar neglur og varir.
Þetta nær jafnt til telpna
af ríku og fátæk.u foreldri.
Verkamaðurinn, sem í byrj-
un ófriðaráranna var skuld-
um kafinn eftir langvarandi
atvinnuskort, verður að láta
það eftir dætrum sínum að
fylgjast með hinum, þótt
það kosti hans síðasta eyri.
Þetta er hin raunalega af-
leiðing þess aldarháttar, er
kýs fremur „gyltan leir“ en
óhreinsað gull.
Svo er áróður auglýsing-
anna í búðargluggum og
blöðum: Spennandi bófa-
mynd á Bíó, be’sta hlutavelta
ársins með glæsilegum mun-
um, óteljandi happdrætti
safnaða, íþróttafjelaga,
’skóla, sundlauga, góðtempl-
arafjelaga o. s. frv., dans-
leikir með góðri hljómsveit,
kaffihús, knattborðsstofur
og pylsuvagnar. Og loks
merkjasölurnar, sem ætíð
og æfinlega eru í þágu ein-
hvers góðs málefnis: sum-
ardvalar barna, til hjálpar
fátækum mæðrum, til slysa
varna, hjúkrunarmála og
annarar mannúðarstarf-
semi. Alt koslar puninga og
aftur peninga, og ungling-
urinn verður að velja og
hafna. Sumt er þarft og
gagnlegt, annað óþarft eða
skaðlegt. Öll fjelög og stofn-
anir reyna að nota peninga-
veltuna til að koma fram
áhugamálum sínum, flest-
um sjálfsagt gagnlegum, en
misjafnlega aðkallandi.
Sum safna fje með hluta-
veltum, veitingasölu og dans
leikjum, önnur með merkja
sölu og happdrætti. Og ung-
lingarnir fá að vita af þessu
öllu saman eigi síður en
fullorðna fólkið. Það eru
þeir sem sækja dansleikina,
veitingastaðina, hlutavelt-
urnar. Þar eyða þeir miklu
fje, sem að sjálfsögðu kem-
ur einhversstaðar í góðar
þarfir. En ekki sjálfum
þeim. Þeir geta unnið fyrir
háu kaupi frá fermingar-
aldri og til fullorðinsára, án
þess að verða svo mikið fje
við hendur fast, að þeir geti
stofnað heimili. En þetta er
ekki ætíð unglinganna
sjálfra sök, heldur jafnoft og
kanske miklu oftar sök sam-
fjelagsins, er seilist eftir
sparifje þeirra. með lokk-
andi skrumauglýsingum.
Skólarnir eiga mikið hlut
verk að vinna, í því að kenna
æskulýðnum að meta gildi
peninganna og hvetja hann
til sparsemi og hófsemi. En
það, sem skólunum tekst að
vinna á í þessu efni, mega
heimilin ekki eyðileggja. Þó
að tiltölulega mörg heimili
í landinu geti nú veitt börn-
unum ýmislegt, er þau fýsir
að eiga, þá skyldu þau hafa
það hugfast, að þeir tímar
geta liðið, og þá eru þeir
æskumenn og meyjar ekki
öfundsverð, er alist höfðu
upp við eyðslu og óhóf.
Bindindisheimilið
Skjaldborg.
Góðtemplarastúkurnar á
Akureyri: Ísafold-Fjallkon-
an, Brynja og ungmenna-
stúkan Akurlilja, hafa nú
tekið við rekstri hússins
Skjaldborg, er stúkurnar
bygðu í fjelagi við U. M. F.
Akureyrar árið 1925 en eign
uðust alt árið 1939. Hefir
húsið hingað til verið leigt
til veitingasölu og samkomu
halds, en hjer eftir annast
stúkurnar sjálfar hvort-
tveggja, og verður húsið
rekið undir nafninu: „Bind-
indisheimilið Skjaldborg“. í
ræðu, er Guðmundur Björns
son flutti í kaffiboði, sem
blaðamönnum og fleiri borg
urum var haldið þar nýlega,
komst hann svo að orði, að
tilgangur stúknanna með
rekstri hússins væri sá, að
reyna að halda uppi opin-
beru samkvæmislífi með
menningarsniði, þar sem
Bakkusi væri ekki hleypt
að. En það virtist nú vax-
andi tíska að hafa hann við-
staddan, ekki aðeins á árs-
fögnuðum fjelaga og afmæl-
um, heldur og jafnvel við
skírn og fermingu barna.
Kvaðst ræðumaður vona, að
samkomur þær, sem fram-
vegis yrðu haldnar í hús-
inu, yrðu með þeim siðmenn
ingarblæ, að ekki aðeins
templurum, heldur og bæj-
arfjelaginu yrði sómi að.
Það fólk, sem óskaði að geta
skemt sjer eða fengið sjer
kaffisopa í friði fyrir meira
og minna ölvuðu fólki, ætti
að geta átt griðastað í Skjald
borg. Þangað fengju ekki
aðrir inngöngu en allsgáðir
menn, og sjerstakar kröfur
væru gerðar um góða hátt-
semi.
. j . .; i u"i . i • : i
Stúkurnar vinna vissulega
gott verk með stofnun þessa
heimilis. Fólki er svo farið,
— mörgu að minsta kosti, —
hvort sem það er góðtempl-
arar eða ekki, að það hefir
raun af ölvun og ruddaskap,
sem oft yerður vart meðal
þeirra, er helst sækja opin-
bera dansleiki og kaffihús,
— og áreiðanlega er betra
fyrir foreldrana að vita börn
sín sækja skemtistað, sem
útilokar ósiðsemi og slark,
en að þau gangi frá einni
„knæpu“ til annarar.
Lítið rafmagn.
Við Akureyringar höfum
lengi búið við ónógt raf-
magn, einkum á tímabilinu
kl. 10—12 f. hádegi. Þó að
öll upphitun með rafmagni
sje bönnuð á þeim tíma,
eiga húsmæðurnar mjög erf
itt með að sjóða miðdagsmat
inn, og fer til þess miklu
lengri tími fyrir vikið. Og
ljósin eru' dauf og döpur
flest kvöld. Við höfum þó
góðar vonir um, að úr þess-
um vandræðum rakni áður
en langt líður. Vjelarnar í
stækkun Laxárstöðvarinnar
eru komnar til Húsavíkur,
og hefst flutningur þeirra
upp að Laxá næstu daga.
Útvarpið.
Jeg var að lesa í Morgun-
blaðinu frásögn formanns
Útvarpsráðs um fyrirhug-
aða útvarpsdagskrá. Hugsa
jeg gott til kvöldvakanna, ef
þær verða eins og hann ráð-
gerir. Með því nálgast þær
það, sem þær voru í upp-
hafi, en þeim fór altaf hrak-
andi, svo að í fyrravetur var
þeim tæplega það nafn gef-
andi. Jeg tel sjálfsagt að á
kvöldvökunum skiptist á
þjóðlegur fróðleikur og
skemtiefni, eins og mjer
skilst að verða eigi í vetur.
En jeg er eins og fleiri óá-
nægður með að hafa leikrit-
in á laugardagskvöldum.
Það eru svo margir, sem
fara helst þau kvöld á sam-
komur, bæði í bæjum og
sveitum. Þau ættu því frem-
ur að vera á föstudagskvöld-
um, en á laugardagskvöld-
um mætti hafa upplestur á
sögum og kvæðum og söng.
Af því efni er skárra að
missa, en það er þó altaf vel
á það hlustandi fyrir þá,
sem heima þurfa að sitja á
laugardagskvöldum.
Heyin hafa náðst.
Hjer í Eyjafirði hafa nú
hey náðst inn og kartöflur
upp úr görðum víðast hvar,
meira og minna. Sumstaðar
eru þær skemdar af frostum.
Úthey eru með minsta móti
hjá bændum og víða óslegn-
ar engjaspildur, sem vant er
að slá árlega. Taða er víða í
meðallagi að vöxtum.Haust
slátrun var lokið að mestu
15. þ. m.
18. okt. 1943.
Jökull.
17. grein jarðræktar-
laganna.
Ingólfur Jónsson, Jón
Pálmason og Gunnar Tor-
oddsen flytja frv. um afnám
17. greinar jarðræktarlag-
anna, margumtöluðu. í grein
argerð segir:
17. gr. jarðræktarlaganna hef-
ir verið mikið umdeild á undan-
förnum árum. Bændur hafa átt
vont með að sætta sig við ákvæði
•hennar og fundist, að með þeim
sje verið að draga úr höndum
þeirra eignarrjettinum yfir jörð-
unum.
Það hefir líka komið í ljós, að
eftir að þessi grein var í lög
leidd, hættu ýmsir dugandi bænd
ur jarðræktarframkvæmdum.
Þeir vildu ekki taka lán út á jarð
ir sínar að nauðsynjalausu, en
höfðu hins vegar tæplega nógu
mikla orku til þess að gera fram-
kvæmdir að öllu leyti fyrir eigin
fje. Það verður því ekki um deilt,
að þessi margumrædda grein hef
ir dregið úr jarðræktinni og taf-
ið fyrir því, að bændur næðu því
marki að heyja aðeins á ræktuðu
landi. Það er skoðun flutnings-
manna, að ekkert það megi í lög-
um standa, sem verður til þess
að draga úr framkvæmdahug og
dugnaði á sviði ræktunarmálanna
eða annara umbóta- og framfara-
mála í landinu. 17. gr. jarðrækt-
arlaganna verður að nemast úr
l‘gum. Það skal ekki efað, að
þeir, sem samþyktu hana og
komu henni inn í lögin, hafa von-
ast til, að hún gerði gagn. Þeir
hafa tæplega búist við, að hún
yrði til þess að draga úr ræktun
landsins. Þeir hjeldu, að með því
ákvæði, sem í henni er, mætti
takast að útiloka jarðabrask og
óeðlilega verðhækkun á jörðun-
um. En það hefir reynslan sýnt,
að jarðir hafa hækkað í verði og
jarðabrask átt sjer stað þrátt fyr-
ir þetta. Þær vonir, sem formæl-
endur 17. gr. jarðræktarlaganna
gerðu sjer um hana, hafa með
öllu brugðist. Eftir að það er
ljóst orðið, ætti ekki að standa
á háttvirtu Alþingi að fella grein
ina úr gildi.
Jarðræktarstyrkurinn á að
veitast sem verðlaun til þeirra
bænda, sem vinna að þvi að
rækta landið. Þeir, sem jarða-
bætur gera, stuðla að því, að
landið verði betra og byggilegra
en áður. Íslan3 er enn lítt numið
land. Gróðurleysi og rányrkja
situr enn í öndvegi. Það á að
vera verkefni núlifandi kynslóð-
ar að koma því til leiðar, að ný
landnámsöld hefjist með því á-
! kveðna takmarki að auka rækt-
un landsins, þannig að þeir, sem
landbúnað stunda, fái heyafla
sinn eingöngu af vjeltæku og
ræktuðu landi. Þá fyrst verður
landbúnaðurinn vel samkepnis-
fær og gefur þeim góðan arð, sem
að honum vinna. ísland var á-,sín
um tíma skógi vaxið milli fjalls
og fjöru. Þar, sem áður voru
skógar, eru nú víða s^ndar og
uppblásnir melar. En það, sem
gefur þjóðinni fyrirheit og trú á
framtíðina, er, að þrátt fyrir alla
þá eyðingu, sem orðið hefir á
gróðri landsins, er fengin vissa
fyrir því, að mögulegt er að
hefta eyðilegginguna og græða
upp og gera að arðberandi og
frjósömu landi, það sem nú er í
auðn og gróðurleysi. Takmark ís-
lendinga verður því að rækta
landið milli fjalls og fjöru. Ts-
lendingum fjölgar árlega. Um
langan tíma hefir öll fjölgunm
lent í bæjunum. Hvort það cr
þjóðfjelagslega holt og eðlilegt,
að öll fólksfjölgunin sje við sjó-
inn, þarf ekki að spyrja um. I að
er ljóst, að af slíku stafar b2:n
hætta, enda er það fullvíst, að
kaupstaðirnir eru nú þegar of
stórir, miðað við þau framleiðslu-
og atvinnutæki, sem þeir hafa að
bjóða. Þjóðin á að nota sjer
möguleikana, sem íslenska gróð-
urmoldin hefir. Fólkinu á að
fjölga í sveiturri landsins, bygðin
að þjettast og lífsþægindin að
aukast. En það er nauðsynlegt,
að alþingismenn að minsta kosti
geri sjer ljóst, að þetta verður
aldrei, nema menn hafi athafna-
frelsi í landinu og ýtt verði undir
sjálfsbjargarhvötina, en ekki
dregið úr henni.
Veitum verðlaun þeim mönn-
um, sem eru duglegir að rækia
og bæta landið.
Þegar jarðræktarlögin voru
fyrst sett, var styrkurinn af
hendi látinn sem verðlaun fyrir
unnið starf. Þannig á það enn að
verða. Sjálfstæðismenn hafa á
undanförnum þingum reynt að
koma því þannig fyrir, en ekki
tekist það ennþá. Flutningsmenn
frumvárps þessa gera sjer vonir
um, að það megi takast nú, eftir
að Ijóst er, að greinin, sem hjer
um ræðir, hefir með öllu brugð-
ist vonum þeirra, sem samþyktu
hana og væntu góðs af henni.
Hjúskapur. I dag verða gef-
in saman í hjónaband af síra
Hálfdáni _ Ilelgasyni ungfrú
Sigurbjörg Hreiðarsdóttir og
Einar Ö. Hallgríms garðyrkju-
maður. Heimili ungu hjónanna
verður að Engi í Mosfellssveit.
Til Bjamalaugar: Frá Huldu
Jónsdóttur 200 kr. Frá Magn-
úsi Símonarsyni, Fellsöxl 100
kr. Með þakklæti mótt.
Níels Kristmannsson.
Katrín mikla
Bókin um konuna, sem kölluð hefir verið
„draumur mannsandans“ — er bráðum upp-
seld.
Dragið ekki að ná yður í eintak.
H. F. LEIFTUR.
i,. i
11 <
I