Morgunblaðið - 23.10.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.1943, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. okt. 1943. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Rit9tjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Hvað vildi Finnur upp á dekk! NÝVERIÐ var hjer í blaðinu sagt frá því, að Alþýðu- flokkurinn hefði á ný sest að í gömlu hjáleigunni hjá Framsókn og undirgengist að gera Alþýðublaðið að bæj- arútgáfu Tímans gegn því, að Framsókn tæki að sjer her- vernd Alþýðuflokksins gegn kommúnistum. Voru færðar sannanir fyrir þessu, Eftir þetta kom hik á Alþýðublaðið og er sagt að til mikilla átaka hafi komið milli forystu- liðsins um það, hvort hættulegra myndi reynast Alþýðu- flokknum að vera berskjaldaður og hlífarlaus gegn árás- um kommúnista eða gerast ber að þjónkun við fjand- menn Reykvíkinga, Tímaklíkuna. í gær opinberaði bæjarútgáfa Tímans á eftirminnilegan hátt, að hræðslan við kommúnistana yfirgnæfir allt hjá veslings Alþýðuflokknum, og hefir Alþýðublaðið aldrei sannað jafn skýrt að það ber með sóma rjeTtnefnið — ,,bæjarútgáfa Tímans“. í umræðum þeim, sem fram fóru á Alþingi milli Ólafs Thors og Eysteins Jónssonar út af álygum þeirra Eysteins og Hermanns um þá Jakob Möller og Ólaf Thors, leyndi það sjer ekki, að þingmenn vissu að Ólafur Thors fór satt og rjett með sitt mál. Framsóknarmenn sátu vandræða- legir, en ljetu sem þeir a. m. k. álitu, að ekki væri svo auðleikið að skera úr og hjer hefði váfalaust eitthvað farið á miHi mála, einhver misskilningur átt sjer stað. En þótt þannig væri a. m. k. á yfirborðinu nokkur ágrein- ingur milli Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna um þessa hlið málsins, þá voru þeir og allir aðrir, er á hlýddu, á einu máli um það, að Alþýðuflokkskempan Finnur Jónsson hefði fengið hina háðulegustu útreið. Ólafur og Eysteinn börðust, en Finnur fjell! Hann blandaði sjer ótilkvaddur inn í umræðurnar, ákaflega hneykslaður yf- ir því, að nú væri sannað, að „verslað hefði verið með mesta mannrjettinda málið“. Eysteinn þekkir Finn. Þeir hafa margt og misjafnt bruggað saman. Hann spurði Finn ósköp einfaldlega hvað hann „vildi upp á dekk“? Allir vissu, að Alþýðuflokkur- inffhefði frá 1928—1938 og frá 1934—1937 selt Framsókn ,,mannrjettindamálið“, stutt Framsókn í stjórn og verið í stjórn með henni með því skilyrði, að standa gegn þessu máli. Finnur þagnaði! Hann hefir víst óttast, að Eysteinn færi ella að tala um, hvað Finnur og fjelagar hans fengu fyrir „mannrjettindamálið“, eða kannske Eysteinn hefði ekki staðið vel að vígi að útskýra allt, sem fram fór milli þessara dánumanna. Nú skyldu menn hálda, að háðungin væri nægileg. En svo hefir ekki reynst. Alþýðublaðið er í gær látið borga fyrir meðferð Eysteins á Finni með því að reyna að rjetta hlut Eysteins í viðureigninni við Ólaf með beinum lygum. Þetta vekur þó ekki undrun af því, að það er algengt úr þessari átt. En þegar látið er sem höfuðhneykslan Al- þýðublaðsins í garð Ólafs og Jakobs sje út af því, að þeir hafi lofað að taka ekki upp „rjettlætismálið“, er erfitt aö dæma um, hvort ómerkilegra er, skriðdýrseðlið gegn Framsóknarflokknum eða óskamfeilni þeirra manna, sem a. m. k. í sex ár hafa selt þetta „rje.ttlætismál“ fyrir fje, völd og vegtyllur sjer til handa. Hvernig ætlar bæjarútgáfan að verja eiðrof Stefáns Jóhanns í Sjálfstæðismálinu? Hvað hafa þeir Stefán Jóhann og Haraldur Guðmunds- son sjeð sjer í því að skrifa 7..apríl s.l. undir heitið um stofnun lýðveldis í síðasta lagi 17. júním.k., og gerast nú ,,eiðrofar“ í þessu stærsta máli þjóðarinnar? Og hverjir eru þáð, sem svona mikil áhrif gátu haft á þessa eiðrofa? Og hverskonar rÖkum eða ráðum var beitt á eiðrofana? Hvaða lyklar voru það, sem að þeim gengu? Og ennfremur svari bæjarútgáfan því, hvort rjett sje, að æra Haraldar Guðmundssonar sje þessa dagana tals- vert rædd af alveg sjerstökum ástæðum? Erlent yfirlif. ÞAÐ sem hæst ber í styrjöld inni lun þessar mundir, er sókn | Rússa fyrir vestan Kremen- ' chug, þar sem herir þeirra hafa | ruðst vestur yfir Dnieperfljót- j ið á allbreiðu svæði og sótt nokkuð fram. Þjóðverjar hafa 'nú safnað að sjer miklu vara- j liði á þessum slóðum og geysa jþarna grimmar orustur, og hef ' ir heldur dregið hraðann úr sókn Rússa síðustu daga, en stöðvuð er hún ekki enn og viðurkenna þýskir herfræðing- ar, að ástandið þarna sje all alvarlegt, enda væri liði Þjóð- verja í Dnieperbugðunni mikil hætta búin, ef Rússar næðu Krivoi Rog, járnbrautarborg þeirri, sem þeir nú stefna að, til þess að rjúfa samgönguleið Þjóðverja vestur á bóginn. Orustur hafa nú geysað í Melitopol í 10 daga samfleytt, og er ekki sjeð fyrir um iirslit- in enn, enda myndi lið Þjóð- verja sem eftir er á Krímskag- anum vera mjög illa komið, ef varnir Þjóðverja í Melitopol biluðu. Norðar á Rússlándsvígstöðv- unum hafa þvínær engar breyt- ingar orðið síðustu viku. Um síðustu helgi leit svo út, sem Gromel væri að falla Rússum í hendur, en svo varð þó ekki. Einnig bárust fregnir um að Rússar væru komnir inn í ixt- hverfi Kiev, en einnig það reyndist rangt. Má hjer af sjá, hve óáreiðanlegar og áróðri blandar stríðsfregnirnar eru oft og tíðum. :k Á Ítalíu hafa bandamenn nú rofið varnir Þjóðverja við Vol- turnoána, og sækja hægt á eft- ir þýsku herjunum yíir örð- ! ugt land. Þjóðverjar munu I hafa komið sjer fyrir í nýjum fjallastöðvum nokkru norðar, og má l)úast við að þannig gangi sóknin upp eftir Italíu- skaganum yfirleitt. Þjóðverjar virðast ákveðnir í því að leggja aldrei til meginorustu, heldur hopa hægt og bítandi og verj- ast snarplfga á unðanhaldinu. ★ Stimson hermálaráðherra Bandaríkjanna hefir látið það uppi, að Þjóðverjar sjeu nú farnir að nota rakettuflugvjel- ar í bardögunum við amerísku sprengjuflugvjelarnar, sem ráðast á þýskaland í björtu. Mikið hefir verið rætt um rak- ettuflugvjelar áður, en aldrei hafa fyr borist fregnir um að þær væru komnar í notkun. Ilitt er víst að ýmsir flugmála- fræðingar halda því fram, að slíkar verði flugvjelar fram- t íðarinnar. 'k Á Kyrrahafssvæðinu hafa Japanar skyndilega færst í aukána og byrjað gagnsókn: regn Ástralíumönnum á Nýju j (Inineu. — Þótt fregnir þaðan sjeu óljpsar, virðist Japönum bafa orðið nokkuð ágengt, og mun markmið þeirra vera að ná aftur Finshafen, sem banda iv,enn tóku af þeim fyrir nokkrli. Er barist á Huan- j skaganum. Ilvernig sem sú við-, ureign fer, mun aðgangurinn á Suðvestur Kyrrahafssvæðinu verða bæði. harður og langur,' áðuV yfir lýkur. 'Uíhverji óhripc ÚÁ aaíeaa {íjimt Þjóðleikhús og braggaleikhús. LEIKHÚSGESTUR skrifar um þjóðleikhús og braggaleikhús. Fyrir nokkru fór jeg í leik- hús Ameríkumanna á Melunum. Það heitir „Tripolis“ eða eitt- hvað þess háttar. Þar er mikill og rúmgóður áhorfendasalur, góð sæti, rúmgott svið, og yfirleitt allt rýmra og betra en í gömlu Iðnó okkar, sem, eins og allir vita, er álíka gömul eins og Súð- in eldri? Sjónleikurinn, sem þarna var sýndur, var vel leikinn og skemti legur. En það er mál fyrir sig. Jeg fór að húgsa um húsa- kynnin, Þjóðleikhúsið og Iðnó, og bera saman við þetta skyndi- hús, sem herinn hefir komið sjer upp á álíka löngum tíma og menn reisa sjer tjaldborg. Hjer hefir leiklist kúldrast í ófullnægjandi húsakynnum ára- tugum saman, af því að stíga átti allt í einu mikið stökk, allt frá hinum gamla kumbalda við Tjörnina og í hið volduga Þjóð- leikhús. En þegar hjer koma fnenn, sem ekki eru eins þaulvanir því, eins og við íslendingar að bíða, þá byggja þeir leikhús, sem er margfalt betra en Iðnó. Það er að vísu ekki traustbyggt, eða til langframa, en getur með góðri meðferð staðið alllengi. Skynsamlegt hefði það verið, að byggja leikhús, sem tæki ekki áratugi að reisa, en væri þó mikl um mun stærra og betra en Iðnó, og lofa leiklistinni að þróast þar meðan lokið væri við hið mikla hús við Hverfisgötu. Þetta er ekki sagt í þeim til- gangi að hvetja til þess að snúa sjer við og hverfa frá Þjóðleik- húsinu, úr því sem komið er. Nú er best að koma því í lag sem fyrst, þegar það losnar. En sagan um Þjóðleikhúsið og Iðnó er gott dæmi um, hve ó- praktískir við Islendingar erum, ekki aðeins á þessu sviði, heldur á mörgum öðrum. Reglan er þessi hjer: Ýmist í ökla eða eyra, ýmist deyfð og fullkomin vanræksla eða skýja- borgir, sem erfitt er að gera að veruleika. • „Angel Street“ sýnt fyrir barna- spítalann. LEIKFLOKKUR ameríska setu liðsins, sem undanfarið hefirjeik- ið „Angel Street“, en þar leikur íslenska leikkonan frú Inga Lax- ness eitt aðalhlutverkið, hefir á- kveðið að leika einu sinni til á- góða fyrir barnaspítalasöfnun Hringsins. Verður sú sýning í kvöld kl. 8. Sýningin er einungis fyrir íslendinga. Það hefir áður verið sagt frá þessu leikriti hjer í blaðinu. Það er eitt af vinsælustu leikritum, sem leikið hefir verið lengi í New York og hefir nú verið sýnt þar viðstöðulaust á þriðja ár, eða alls um 800 sinnum og að- sóknin ekkert farin að rjena ennþá. Það er fallegagert af leikflokk og yfirmönnum setuliðsins, að gefa þessa sýningu til ágóða fyr- ir barnaspítalann. Setuliðið hefir áður sýnt hinu fagra málefni Hringsins velvild með því að leggja til skemtikraft á ufiskemt un fjelagsins í Hljómskálagarð- inum í sumar. Það eru ábyggilega margir bæj arbúar, sem hafa gaman að sjá þetta leikrit og það þarf varla að efa að leikhúsið Tripolis, beint á móti Loftskeytastöðinni verður þjett setið í kvöld. Ljótur leikur ungl- inga. KONA, sem býr skamt frá suðurenda Sólvallakirkjugarðs kvartar yfir að illa sje lýst upp í því hverfi. Þar var fyrir skömmu eitt einasta götuljós, ep fyrir nokkrum dögum sá hún tvo pilta, á að giska 16—18 ára vera að leika sjer að því að kasta steinum í þetta eina götuljósker og þeim heppnaðist að brjóta ljósaperuna með grjótkasti. Síðan hefir verið algjört myrk ur við suðurenda kirkjugarðsins. Þarna er mikil umferð bíla og gangandi fólks og vafalaust eykst umferðin er fólk fer að flytja í nýju bæjarbyggingarnar á Mel- unum. Það er því sjálfsagt og nauðsynlegt að fleiri götuljós- kerum verði komið upp á þess- um hluta Hringbrautarinnar. • Hugulsemi við slökkviliðsmenn. ÞEGAR SLÖKKVILIÐSMENN — um tuttugu talsins — höfðu lokið við að vinna bug á elds- voðanum í Austurstræti 6, síðastl. miðvikudagskvöld, bauð Brynj- ólfur J. Brynjólfsson veitinga- maður í Höll í Austurstræti öll- um slÖkkviliðsmönnunum úpp á kaffisopa. Þessi hugulsemi Brynjólfs var vel þegin, því slökkviliðsmenn- irnir voru þreyttir eftir erfiðið og gott er að fá heitan kaffisopa til að hressa sig á eftir mikið strit. Pjetur Ingimundarson hefir skýrt mjer frá, að það sje mjög sjaldgæft og næstum eins dæmi, að slökkviliðsmönnum sje sýnd svona vinsemd. Veitingastofan Höll, er nýtt veitingahús. Er þar öllu smekk- lega fyrir komið, enda er Brynjólfur J. Brynjólfsson, eig- andi þess vanur veitingamaður. Hann var lengi bryti á skipum Eimskipafjalgsins, lengst af á Brúarfossi. LIÐ FRÁ AFRÍKU TIL CEYLON. London í gærkveldi. MIKIÐ lið frá Afríkuný- lendum Breta er nýlega komið til Ceylon. Eru þar á nieðal fallbyssu- og loftvarnabyssu- skyttur. Liðið er undir stjórn breskra, foringja. Lið frá Af- ríku er einnig komið til Ind- lands. — Reuter. Hjúskapur. í dag verða gef- in saman í hjónaband af síra B.jarna Jónssyni Ingibjörg 1 l.jálmarsdóttir og Baldur Úlf- arsson. Heimili ungu hjónanna verður á Þjórsárgötu 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.