Morgunblaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 6
m' órgúnbl a'ð'ið Miðviííudagur í. des.' 1942 Stofnun lýðveldis á næsta ári sem hún stendur þó óskipt um niður- stöðu þess. aS það samkvæmt eðli málsins og sögu er oss gagnlegt og sjálfsagt og getur í náinni framtíð verið oss nauð- syn; öll töf því áhætta, en sambands- þjóðinni að engu gagni að eining, gagn og nauðsyn þjóðar- innar á .-.að ganga fyrir öðru, sem út af fyrir sig gæti verið æskilegt (form- legt viðtal, orðsendingar þó farið á milli). að sambandsþjóðin er þess vitanlega albúin, að vjer sjálfir skerum úr. Kristinn Daníelsson. Frú Kristin L. Sigurðardóttir: Frekari dráttur sýnir tvískinnung. Vegna þess, að við höfum ótvíræðan rjett til sambandsslita. Við höfum þá sýnt Dönum alla þá bið- lund, nærgætni og drengskap, sem með nokkru móti verður af okkur krafist. Allur frekari dráttur og hik, sýnir tvískinnung og vanmáttarkend, sem er ósamboðin sjálfstæðisbaráttu vorri. Með stofnun lýðveldis á næsta ári, erum við sjálfir búnir að sýna ský- lausan vilja okkar, og þá festu sem nauðsyn ber til, er að því kemur að þjóðirnar gera upp sín mál, og getum ákveðið vænst þess, að rjettur okkar verði í engu skertur. Kristín L. Sigurðardóttir. Magnús Gíslason, skrifstofustjóri: Skyldan við þjóðina. Sambandssáttmálinn við Dani hefir um skeið verið ófram- kvæmanlegur, af á- stæðum, sem hvorug- ur samningsaðili á sök á. Ekki er fyrir- sjáanlegt, að sáttmál- inn öðlist aftur gildi sitt áður en samningstíminn er út- runninn. Við íslendingar höfum engar skyld- ur við sambandsþjóðina til þess upp á okkar eindæmi að framlengja það ástand, er sáttmálinn skapaði, fram yfir samningstímann. Hinsvegar er það tvímælalaus skylda við vora eigin þjóð og raunar höfuð- nauðsyn að taka nú þegar skýlausa lokaákvörðun um hvern sess við ætl- um okkur að skipa meðal þjóðanna í framtíðinni. Hik og fálm getur haft örlagaríkar afleiðingar. Stöndum því sameinaðir um úrslita- átökin: Stofnun lýðveldis á íslandi á næsta ári. Magnús Gíslason. Magnús Jónsson, stud. juris.: Ófrjáls þjóð á sjer enga framtíð. Sú þjóð, sem ekki á frelsið sem æðstu hugsjón, er illa á vegi stödd. Eins og frelsið er með öllum lýð- frjálsum þjóðurn tal- ið eitt af frumrjett- indum mannsins, hlýt ur stjórnarfarslegt sjálfstæði að vera hverri þjóð helgur rjettur, er hún ætíð á tilkall til. Þess munu fá dæmi í veraldarsögunni, að þjóð hafi hikað við að taka sjer fullt sjálfstæði, ef henni hefir boðist það. íslenska þjóðin á nú þetta tækifæri, sem hún hefir þráð öldum saman. Það væri glæpur gagnvart sjálfum oss og óbornum kynslóðum að nota það ekki. ^iðferðislegur rjettur vor hefir ætíð verið tvímælalaus, og nú eigum vjer einnig óvjefengjanlegan lagalegan rjett. Magnús Jónsson. Magnús Thorlacius, hrl.: Forsjónin hefir aldrei veitt þjóðinni annað eins tækifæri. íslendingar hafa öðl ast rjett til riftunar sambandslagasamn- ingsins fyrir vanefnd- ir Dana og konungs- sambandsins vegna brostinna forsenda. Islenska þjóðin hef- ir þegar skuldbundið sig til að neyta riftunarréttar síns ekki forystumennirnir einir, heldur kjós- endurnir, með stjórnarskrárbreyting- unni. Við þetta verður þjóðin að standa. Ef látið er hjá líða að neyta riftun- arrjettar, meðan vanefndir og brostnar forsendur liggja fyrir, fellur riftunar- rjetturinn niður. Forsjónin hefir aldrei veitt íslenskri þjóð annað eins tækifæri til að slíta einnig konungssambandinu. Látum oss því sýna staðfestu, ein- urð og trú á málstað vorn, stofna þeg- ar í stað lýðvelai á íslandi og láta rætast aldalangan draum um óskorðað frelsi íslands. Magnús Thorlacius. Niels Dungal, prófessor: Þjóð, sem á kost frelsis, en liafnar því, á ekki skilið sjálfstæði. Ef afgreiðsla sjálf- stæðismálsins dregst, svo að það verður ó- útkljáð í styrjaldar- lok, og sá dráttur get- ur orðið langur, á ís- land á hættu, að lenda á markaðnum, þar sem erlendir stjórn- málamenn braska með smáríki Ev- rópu. Við því er síður hætt, ef form- lega er gengið frá sjálfstæði og full- veldi landsins áður. Allir íslendingar hafa lengi þráð að sjá lýðveldið fæðast hjer, og vita, að meðgöngutíminn er senn á enda. Sú skömm má ekki henda þessa kyn- slóð, að það verði að steinbarni fyrir handvömm. Þjóð, sem á kost á fullu frelsi og hafnar því fyrir loforð um frelsi, á tæplega skilið sjálfstæðið. Niels Dungal. Olafur Friðriksson, ritstjóri: Þora íslendingar að vera frjálsir? þráð í aldarfjórðung. En að draga lausn málsins fram yfir 17. júní kofhandi, daginn sem alpingisnefndin hefir á- kveðið, gæti samt orðið okkur tíl mik- ils tjóns og óþæginda. Því enginn veit hvaða menn eða skoðanir verða ríkj- andi í ófriðarlok, handan hafanna. Sumir segja að Danir verði reiðir. Leiðinlegt ef satt reyndist — fyrir Dani. Því ekki eiga þeir rjett okkar til lýðveldisstofnunar. Enginn lætur reiði einhvers eða einhverra stöðva fyrir sjer rjettlátt mál. Ólafur Friðriksson. Dr. Páll Eggert Ólason, fyrv. prófessor: Því fyr, því betra. Því fyrr, því betra. i gg v. -- -g|| 7r Jeg hygg, að ekki sje til sá íslendingur, sem r'-íiýilifi// '' ' Áy yéÍA ekki þrái, að rætist þessi gamli og fagri ■n ' . .'■■% fgg draumur margra kyn * jH slóða. í huga mínum f A ■ vegur þó ekki minna Wfcr. ’, * ’H Svo er komið, að ekkert getur nú stöðv i táe/SS&L að endurreisn íslensMa í ,”’1 lýðveldisins, nema það, ef Islendingar | wEÍ M yrðu nú hræddir við sjálfa sig, og hjkuðu • % & w* ■ % /M& ■vlK við að framkvæma J það, sem beir Kafa KS wjf r- wr , o* þjóðarinnar. Að öðru leyti hljótum vjer að leita skipta við aðrar þjóðir, þar sem oss er haganlegast, hvort held- ur varðar verslun eða þær greinir menningar, sem vjer verðum að sækja til annarra landa. Hnattstaða lands- ins er oss styrkur í hvoru tveggja. Iíún er annars vegar sem heimsálfa, en hinsvegar þjóðinni til einangrunar því, sem henni er best ískapað. Páll Egger Ótason. Pjetur J. Thorsteinsson, stud. jur.: Markið sctt fyrir aldarfjórðungi. Um langan aldur hafa íslendingar ver- ið staðráðnir í því, at taka öll mál sín í eig- in hendur. Samkv. sambandslagasamn- ingnum gátu þeir slit- ið sambandinu við Dani árið 1944. í ald- » arfjórðung hafa íslendingar ætlað sjer að ganga frá sambandsslitum á því ári. — Það bæri ekki vott um einlæg- an sjálfstæðisvilja, að hvika nú frá þeim ásetningi. Rás viðburðanna hef- ir orðið sú, að íslendingar þurfa ekki framar að semja við Dani um sjálf- stæði sitt, en þeir þurfa að semja við Dani og aðrar þjóðir um ýms önnur málefni, og þá er happadrýst, að Is- land komi fram sem sjálfstætt lýð- veldi. Þá fyrst er skapaður grundvöll- ur fyrir traustri samvinnu íslands og hinna Norðurlandanna. Pjetur J. Thorsteinsson. Frú Ragnhildur Pjetursdóttir: Aukið frelsi veitir sjálfstraust og djörfung. Síðan jeg var ung- lingur, hefir mig dreymt um lýðveldi á Islandi. Auknar framfarir og stórhugur til marg- þættra átaka og fram kvæmda síðan 1918 hefir sýnt, að aukið frelsi gefur sjálfstraust og djörfung. Þess vegna eigum við nú á komandi ári, að nota skýlausan rjett okkar — til stofnunar lýðveldis á íslandi. Þjóðin hefir þegar ákveðið. afstöðu sína í áður gefnum samþykktum þing- .íiokkanna. Þessvegna er það blekking gagn- vart þjóðinni, ef forystumenn hennar heykjast, þegar komið er að lendingu, þó boðar sjeu framundan. Við verðum eins inn á við, sem út á við, að halda gefin loforð. Með því höldum við virðingu okkar og heiðri. Ragnhildur Pjetursdóttir P'rk. Sigríður Sigurjónsdóttir, forstj. Sundhallarinnar: Best að binda eigin bagga sjálfir. Mjer er það fyrst og.fremst tilfinninga- mál. Fyrsta stjórn- skipulag íslands var lýðveldi, sem leið undir lok fyrir utan- aðkomandi íhlutun. Það ætti að vera búið að kenna okkur Is- lendingum, að best er að binda sína eigin bagga sjálfir. Þó að hjer búi fámenn þjóð, eru nógu margir gáfu- og menntamenn til að ráða ráðum sínum sjálfir, ef góður vilji og samhugur, að gjöra það eitt sem landi og þjóð er fyrir bestu, verður fyrsta boðorð allra hinna stríðandi stjórnmálaflokka landsins. Mætti lýðveldishugsjónin sameina þá alla, undir þeim orðum, sem þeir allir vildu sagt hafa: „íslandi allt!“ Sigríður Sigurjónsdóttir. Sigurður Thorlacius, skólastjóri: Enginn nauðungarsamningur geíur rýrt helgan rjctt vorn. Frestun málsins get ur stefnt sjálfstæði ís- lands í tvísýnu. Það er skylda vor og virð- § ingarmál að grípa allra fyrsta tækifærið til lýðveldisstofnunar. íslendingar hafa altal viljað fult frelsi. Hvik frá þeirri kröfu hefir jafnan verið nauðungarafsláttur. Árið 1918 áttum vjer ekki heldur á betra völ. Menning- arsága íslendinga, bókmenntatungan og landamærin eru sjálfstæðisrjettur vor. Þjóðin var svipt sjálfstæðinu með svikum og ofbeldi. Enginn nauðung- arsamningur getur rýrt helgan, skil- yrðislausan sjálfstæðisrjett hennar. Bágindi Dana minnka ekkert þótt vjer jstefnum sjálfstæði íslands í hættu með ástæðulausri bið eftir að tala við þá um mál, sem þeim kemur ekki við, enda hafa sjálfir afsalað sjer af- skiptum af. Sigurður Thorlacius. Steingr. Steinþórsson, búnaðarmálast j.: Þá er rjetíur okkar ótvíræður. * o Alþingi hefir lögum samkvæmt sagt upp sáttmálsgjörð þeirri, sem sett var milli Is- lands og Danmerkur i| með sambandslögun- 1 um 1918. — Þessi uppsögn er í fullu sam ræmi við þjóðarvilj- m ^ ann. Þjóðin mun vera samhuga um að slíta öll stjórnarfarsleg tengsl við Dani. En svo sjálísagt sem það er, þá er hitt jafnvíst, að oss er hin mesta nauðsyn að hafa sem nánust viðskifta- :og menningarsambönd framvegis við Dani og aðrar frændþjóðir okkar á Noj?ð- urlöndum. Styj’jþldin hefir rofið þessi sambönd urii StUndarsakir. Jeg álít að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.