Morgunblaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 10
10 ( MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. des, 1943. SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS 1. desember-tímabilið. FYRSTI DESEMBER verður frægíxr í sögu íslands meðan íslendingar verða sjerstök þjóð og vérnda sögu sína og menn- ingu. Og varla getur hjá því farið, að tímabilið frá 1. des. 1918 og til þess tíma er lýð- veldið íslenska verður endur- reist að fullu, verði kennt við þennan dag. Þetta tímabil hefir sín glöggu ummerki og sjerkennilega svip. Tímamótin, er það hefst og end- ar, eru skýr og ákveðin. Og sjerkenni þess eru einnig ljós og verða þó ljósari er frá líður, eins og jafnan er um söguleg fyrirbrigði. Aldrei verður saga íslands skrifuð svo, að ekki verði kaflaskifti, er marka 1. desember-tímabilið frá tíman- um á undan og eftir. Sjerkenni þessa tíma eru ekki eingöngu pólitísk, og þó eru póltísku sjerkennin ærið nóg til þess að greina þetta tímabil frá öðrum. Það voru ekki nein smáræðis viðbrigði þegar fullveldi okk- ar var viðurkent og ísland gekk inn í röð algerlega sjálfstæðra rikja, þó að um stundarsakir yrði með samningi að fela ann- ari þjóð meðferð nokkurra mála, sum lengur og önnur skemur. Sá samningur var í raun og veru ekkert annað en fróun eða sárabætur handa hinni þjóð- inni, sem vanist hafði því, að líta á Island sem nýlendu, nokk urskonar deyfandi lyf til þess að fleyta henni yfir hinar sár- ustu blóðnætur. Að nokkru leyti mætti líkja sambands- lagasáttmálanum 1918 við und- anþágumar, sem heiðnum mönn um voru gefnar hjer á landi árið 1000. Þeim var fróun að því, að mega blóta á laun, og þeir þóttust nokkru hafa áork- að, að leyfður var útburður bama og hrossakjötsát. Það er alltaf dálítil fróun í því, að geta sagt, að maður hafi einhvern hlut borið af hverjum hólmi, og ætti oftar og betur að gæta þess í viðskiftum milli vina, sem í deilum eiga. Hitt er jafnvíst, að þróunin hefir orðið lik í báðum dæmun- um. „Heiðnin“ var af tekin við fyrsta tækifæri. Og íslendingar hafa ekki heldur beðið með að taka af, jafnóðum og unt var, þá „heiðni“, sem haldið var í sambandslagasáttmálanum. — Þeir tóku æðsta dómsvaldið í sínar hendur samkvæmt 10. gr. samningsins og gæslu landhelg- inar samkvmt 8. gr. hans. Þeir sendu menn úr landi til þess að annast samninga fyrir lands ins hönd, samkvæmt 7. gr., og fóru eins langt og þeir komust í því, að hafa sendifulltrúa, þar sem hagsmuna var að gæta. 'Og um þau atriði, sem samn ingsbundin voru til 25 ára lýstu þeir því yfir og mintu á það aft ur, að þeir væru ráðnir í því og einhuga, að taka þau einnig að fullu og öllu í sínar hendur þegar í stað, er samningstíminn væri á enda. Hvað sem annars verður um okkur íslendinga sagt í þessum efnum, þá verður ekki sagt jneð sanni, að við höfum farið dult með vilja, okkar og fyrirætlan- Eftirdr. M agnús Jónsson, prófessor ir í þessum málum. — Hvorki Dönum nje öðrum þarf að koma það á óvart, þó að við viljum fá fullan og allan rjett okkar þegar eftir árslok 1943. Breytt stjórnmála- viðhorf. NÆRRI má geta, að hjer verður ekki unt að lýsa sjer- kennum þessa merkilega 25 ára tímabils nema að mjög litlu leyti. En eitt má þó minnast á, og liggur ljóst fyrir, og það er sú gerbreyting, sem verður á gangi stjórnmálanna innanlands. Fram til 1918 skiftust menn hjer á landi í flokka, eftir við- horfi þeirra í stjórnmálabarátt- unni við Dani. í þær deilur fór megin áhugi og þróttur mestu leiðtoga þjóðarinnar á stjórn- málasviðinu. í þetta þref fór tími manna, og áhugi þeirra dróst í þessa óeðlilegu átt, svo að innanlandsmálin sátu á hakanum, og allar stefnur í þeim málum voru loðnar og ó- ljósar. Þessu má — þótt annars sje ólíku saman að jafna — líkja við ófriðarástand, þegar þjóðir eyða tíma sínum, fjármunum og kröftum í það að heyja ófrið við aðrar þjóðir. Allt verður að sitja á hakanum fyrir þessu eina, að verja sig og sækja á, og heilbrigð þróun ínnanlands, atvinnuvegir og framleiðsla verður mjög út undan. Það er ómögulegt að neita því, að hug- ur margra bestu manna fór — og varð að fara — í þetta, að ir og frjáls viðskifti við þær á berjast fyrir sjálfstæðisviður- mörgum sviðum hafa kent kenningunni, því að frjálsborin okkur hvorttveggja, að meta þjóð, sem hefir vaknað til með- okkur ekki of lágt og ekki of vitundar um rjett sinn, getur hátt. Það er miklu betra en það, ekki unað öðru en fá hann við- sem áður vildi meira við urkendan. En þegar áhuginn brenna, að við værum montnir stefnir að einu marki, er hann og miklir á lofti heima fyrir en ekki jafnvakandi um annað. feimnir og ístöðulausir út á Það er fyrst eftir 1. desem- við. ber 1918 að flokkaskiftingin Á þessu tímabili höfum við um innanlandsmálin getur far- lært það betur en áður, að við Þróun og sjálfs- traust. EN SJERKENNI þessa 1. desember tímabils eru fleiri en breytingin, sem varð á stjórn- málaháttum í landinu. Timabilið er mótað af geysi- lega hraðri þróun á öllum svið- um þjóðlífsins, fjölgun og vexti atvinnuvega, fjelagsmálalög- gjöf, breyttum lífskjörum al- mennings, samböndum út um heim, andlegum og efnalegum. Við höfum átt við nóg að stríða í fjármálum og öðru, og hin hraða þróun hefir reynt svo á, að brakað hefir og brak- ar enn í hverri rá og röng. — Mikið hefir verið siglt og ef til vill full-ógætilega. En áreynsl- an hefir stælt, og ef borið væri saman það, sem Islendingar kunnu og gátu 1918 og 1943, þá myndi sá samanburður koma flestum á óvart. En eitthvert mesta sjer- kenni þessa tímabils og besta, er það, hve sjálfsmat og sjálfs- virðing þjóðarinnar hefir færst til rjettara horfs. Hin lamandi vanmáttarkend hefir minkað stórum. Þetta er bein afleið- ing fullveldisviðurkenningar- innar og annars, er af henni leiddi. Það stælir og stækkar manninn að geta fengist við við fangsefni og sigrast á þeim. Og hann lærir líka á því að bíða ósigra, og varast hætt- urnar. Kynni okkar af öðrum þjóðum í frjálsum viðskiftum hafa sýnt okkur, að við getum vel talað við þær eins og maður við mann. Kynni við aðrar þjóð ið að myndast, enda fer hún þá að verða til. Má margt að þeirri þróun finna, enda er hún ekki svo löng orðin, að von sje til þess að hún sje komin yfir bernskuskeiðið. Innanlands hagsmunirnir, sem settir höfðu verið út í horn, hafa nú sótt fram á mitt gólf og sú viður- eign, er þar hefir hafist, stefnir of mjög til baráttu milli stjetta, svo að til hættu horfir. — En það væri sú aumasta ályktun, sem af þessu væri unt að draga, að við ættum að fara að horfa um öxl og harma sjálfstæði okkar. Þetta er stundar fyrir- brigði hjer sem annarsstaðar, og lagast með aukinni reynslu og æfingu. Hitt er hættulegra að menn sýnast hafa gleymt því helst um of, að ekki var að fullu gengið frá öllum málum okkar við Dani 1918. Baráttan um innanlandsmálin, sem áður hafði setið í skugga sambands- málsins, varð nú ,svo fyrirferð- arroikil, að hún, fór að akyggja 4 sjálfg,tæðismá,l^. B(,;hIiíífe „ erum fámenn þjóð en jafngóð og aðrar þjóðir. Hvorttveggja er jafnnauðsynlegt að vita — án hroka og án vanmáttarkend- ar. Þessi 25 ára skóli ætti að vera okkur hinn besti undirbúning- ur er við nú eigum að ganga undir hið mikla próf. 1. desember 1918. ÞETTA merkilega 25 ára tímabil í sjálfstæðissögu ís- lands mótast með einkennileg- um hætti af tveim heimsstyrj- öldum. Það er varla efamál, að væntanleg ófriðarlok 1918 og skipun mála í álfunni í sam- bandi við þau, urðu til þess, að Danir tóku upp samningana við íslendinga þá um vorið. Fullveldiskenningin 1918 var ávöxtur fyrri heimstyrjald- arinnar. Þessa viðburði má nú rifja upp með örfáum orðum. Samn- ingamenn Dana komu hingað til Reykjavíkur í Ipk jánímán- aðar. Sat sambandslagaiiefnddn fundum 1.—19. júlí, .en, Al- þingi, sem þá hafði lokið störf- um var látið bíða. Þegar samningum var lokið, og sýnt var, að þeir væru þorra þingmanna að skapi, var Al- þingi slitið. En það kom saman aftur um haustið, og samþykkti sambandslögin 9. sept 1918, með 37 atkv. gegn 2. Þjóðarat- kvæðagreiðsla fór fram 19. október. Þátttaka var lítil, því að menn voru mjög á einu máli. Greiddu 12411 atkvæði með lögunum eða yfir 90% en 999 á móti. Og þess ber vel að gæta, að báðir þeir þingmenn, er at- kvæði greiddu á móti og vafa- laust svo að segja allir þessir 999 kjósendur er á móti voru, gerðu það af því, að þeim þótti ekki nóg fengið með sambands- lögunum. * Þing Dana samþykkti svo lögin 22. og 29. nóv., með 100 atkv. gegn 20 í Ríkisþinginu og með 42 : 15 í Landsþinginu. Og svo rann upp hinn 1. des- ernber 1918, þegar sambands- mála sáttmálinn gekk í gildi, og ísland gekk inn í röð viður- kendra fullvalda ríljja. Dagurinn varð þó nokkuð með öðrum blæ, en búast mátti við, því að feikna viðburðir höfðu skeð í mánuðinum næsta fyrir, og mun enginn, sem þann nóvembermánuð lifði hjer, gleyma þeim. En það var spánska pestin, sem lagði bæj- arbúa að velli um stund, og marga þeirra alveg. Var pest þessi að vísu um garð gengin að nafni til fyrir mánaðarmótin, en höfuðstaðarbúar voru lam- aðir mjög eftir hana, bæði and- lega og líkamlega, og auk þess hafði veikin komið í veg fyrir undirbúning allan. Jeg man vel eftir þessum degi, og var einn í þeim fjöl- menna hóp, er safnaðist um- hverfis Stjórnarráðsblettirm. Ákveðið hafði verið að láta Ifram fara hátílega athöfn í tilefni af þessum merkilega við burði. Hófst hún kl. 11.30. Voru helstu menn landsins og full- trúar erlendra ríkja saman safnaðir fyrir framan Stjórnar ráðshúsið, en nýstárlegast þótti að - sjá röð sjóliða af Islands Falk, er stóðu þar vopnum bún ir. Og nú voru þeir ekki koihn- ir eins og hermenn Hvítfelds eða Trampes til þess að ógna, heldur til þess að heiðra fána vorn og fullveldi. Tíðarfar hafði verið heldur rosalegt, ef jeg man rjett, enda fanst vesalingum þeim er úr rekkju skreiddust, hver gustur kaldur og nístandi. En þennan dag gerði betra veður. Og sam- an söfnuðust menn, þó að flest- ir sýndust heldur fjörlitlir og lamaðir. Lúðrasveit ljek Eldgamla ísa fold, en eftir það stje Sigurður Eggerz f jármálaráðherra í ræðu stól, í fjarveru forsætisráðherra Jóns Magnússonar. Flutti hann stutta en snjalla ræðu. Lauk, hann máli j sínu mpð því,. að nú yrði ríkisfáni. íslands í fyrsta sjnni dr<yginn að þún á Stjórnarráðshúsinu. Þetta var einhver hátíðleg- asta stund, sem jeg hefi lifað, og var nú eins og öllu væri burt sópað úr huganum nema þessu eina. Fyrstu tónar þjóð- söngsins hljómuðu og hljóður mannfjöldinn stóð berhöfðað- ur. Tjúgufáninn íslenski seig hægt upp eftir stönginni. Hvell skipun heyrðist og sjóliðarnir heilsuðu fánanum að hei'manna sið, en fallbyssuskotin, 21 að tölu, kváðu við frá varðskipinu. Á sama tíma komu íslenskir fánar á fjölda stanga í bænum. Engum fagnaðarópum var lostið upp er fáninn staðnæmd- ist við húninn, en tár blikuðu þá í mörgu auga. Fánastengurnar tvær, þar sem blakt höfðu hlið við hlið íslenski staðarfáninn og danski fáninn, stóðu nú auðar, eins og tákn liðna tímans. Síðasti „1. desember“. Og nú höldum við vonandi í síðasta sinn „1. desember“. Allt, sem fram hefir farið, hefir sýnt okkur og sannað, að því meira, sem við höfum not- ið eðlilegs rjettar okkar, því betur hefir okkur vegnað, and- lega og líkamlega. Tákn mikil og stórmerki urðu um það bil, er vjer fengum hina miklu rjettarbót 1918. Ógurleg- ur jarðeldur brann í Kötlugjá um haustið. Mannskæð drep- sótt fór í kjölfarið. Og enn kom þriðja hremmingin upp úr ára- mótunum, frostaveturinn mikli, er sjó lagði víða svo, að ekki sá út yfir. Öll þessi mikla óáran var nokkurskonar áhrifamikill inn gangslestur um nauðsyn sjálf- stæðisins og raunhæfan kraft þess í lífsbaráttu þjóðarinnar. Fyr á tímum, meðan áþján hvíldi á þjóðinni, hefði slík ó- áran fellt tugi þúsunda manns. Nú fór hún yfir án þess að var anleg spor sæjust eftir þótt margur ætti um sárt að binda. Allt gott má segja um kurt- eisi og sambúðarvenjur, en þeir mannkostir einir duga ekki þjóð, sem býr í slíku landi sem Island er. Hjer verður að búa þjóð, sem hefir óbundnar hend- ur og óbundinn hug, frjáls þjóð, vígreif gegn náttúruöflunum og ekki uppnæm fyrir hverjum voveiflegum hlut. Hvernig bregðast íslendingar nú við? Ólíkt sterkari eru þeir nú en 1918, þegar litið er á allan ytri hag. Og enn hafa þeir lært í 25 ára skóla, að sjálfs er höndin hollust. Viðburðina 1918 bar óvænt að garði. Við gripum þá, og hvorki Kötlugos nje drepsótt, heimsstríð eða annað kom á okkur hiki. Aftur ber viðburðina óvænt að garði. Sambandslögin sjálf skýrðu frá því, hvernig við ætt- um að öðlast fullt sjálfstæði. Um það eru skýr og ótvíræð á- kvæði í 18. grein. — En hvað duga paragraffarnir, þegar stórviðri mannlífsins fara yfir lönd og þjóðir. Eins og fyrri heimsstyrjöld- in færði, okkur óvæntan feng, éins kom síðari heimss,t(y(rj.öldin Frarnþ. ,á U. sííju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.