Morgunblaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 4
4 "1 TWTI MOFGUNBLAÐIÐ Laug'ardagur 4. desember 1943 Frd störfum milliþinga- nefndar Búnaðarþings Mnéim vantar enn upplýsiugar Á SÍÐASTA Búnaðarþingi, er' háð var á öndverðu þessu ári, bar Steingrímur Steinþórs- son búnaðarmálastjóri íram til- lögu um skipun milliþinganefnd ar til athugunar á framleiðslu- málum landbúnaðarins og síð- ar á þinginu flutti Sveinn bóndi Jónsson á Egilsstöðum tillögu , um verðlaunaveitingar fyrir samkepnisritgerðir um sama efni. Báðar þessar tillögur voru afgreiddar á þinginu sameig- inlega með svohljóðandi þings- ályktunartillögu, er samþykt var með 25 samhljóða atkvæð- um: „1. Búnaðarþing ályktar að kjósa 5 manna milliþinganefnd, er sje skipuð stjórnarnefndar- mönnum Búnaðarfjelags Is- lands og tveim búnaðarþings- fulltrúum og vinni nefndin að rannsókn á framleiðsli^ iand- búnaðarins og markaðsskilyrð- um fyrir landbúnaðarafurðir. Sje í því sambandi athugað hverjar framleiðslugreinar sje nauðsynlegt að efla og hvort hagkvæmt væri að draga sam- an aðrar einstakar greinar, svo að framleiðsla landbúnaðarins verði sem best samræmd neyslu þörf þjóðarinnar og erlendum markaðsskilyrðum. Nefndin leggi árangur rann‘ sókna sinna fyrir næsta Bún- aðarþing. 2. Að Búnaðarþing íslands efni til opinberrar samkepni um tillögur með greinargerð, til framkvæmdaáætlunar fyrir ís- lenskan landbúnað. Skulu til- lögurnar miðast við það fyrst og fremst, að þeim breytingum verði á komið í búrekstri, bún- aðarháttum, verslunarháttum og skipulagsmálum lándbúnað- arins, að hann verði samkepn- isfær atvinnuvegur í þjóðfje- laginu. Stjórn fjelagsins setur nánari reglur og form fyrir sam kepninni. 3. Að heimila stjórn Búnað- arfjelags íslands að greiða úr sjóði Búnaðarfjelagsins verð- laun í samkepni þessari, sam- tals alt að kr. 10000,00 eftir tillögum dómnefndar. Auk þess verði greidd hæfileg ritlaun, er dómnefnd ákveður, fyrir aðrar ritgerðir, sem berast og nefndin kann að afla sjer, enda verði handritin öll eign B. I. Jafn- framt sjeu birt framlög áhuga- manna, sem leggja vilja fram fje til verðlauna í þessu skyni. 4. Samkepnisritgerðirnar dæmist af milliþinganefndinni”. Úr hópi búnaðarfjelagsfull- trúa voru kosnir í nefndina Jón Sigurðsson á Reynistað og Hafsteinn Pjetursson á Gunn- steinsstöðum. ★ Á fyrsta fundi nefndarinnar, 10. apríl, var Hafsteinn Pjet- ursson kosinn formaður nefnd- arinnar, en Jón Sigurðsson rit- ari. Síðar hefir nefndin ráðið Metúsalem Stefánsson sjer til aðstoðar og hefir hann látið blaðinu í tje eftirfarandi upp- lýsingar um störf nefndarinnar til þessa. Til nefndarinnár hefir B. í. vísað þessum málum: !' 1. Frumvarpi til laga um breytingar á jarðræktarlögun- um, þ. a. að 17. gr. laganna verði feld niður. 2. Erindi Gunnlaugs Krist- mundssonar: ,,Um breytta bún- aðarhætti og sandgræðslu“. 3. Erindi Ásgeirs L. Jónsson- ar um framhaldsnám búfræð- inga. 4. Erindi Guðmundar Jósa- fatssonar um hrossarækt. 5. Erindi Hafsteins Pjeturs- sonar um eignaraðila fasteigna í sveitum. 6. Erindi Þorkels Kristjáns- sonar um heimilisiðnað og iðju í sveitum. 7. Erindi Búnaðarsambands Vestfjarða varðandilöggjöf um fækkun hrossa. 8. Þingsályktunartillögu um ráðstafanir til eflingar íslensk- um landbúnaði, er samþykt var í Sameinuðu þingi 9. febrúar þ. á. „ Nefndin hafði í vor (í apríl) 4 fundi óg aðra 4 um síðustu mánaðamót, og var það aðal- starf þessara funda að skrifa ýmsum einstaklingum, fjelög- um og stofnunum og óska álits þeirra, tillagna og upplýsinga, er nefndin síðar getur stuðst við og bygt á, að meira eða minna leyti, ,í endanlegum til- lögum sínum varðandi megin- verkefni nefndarinnar. I þessu skyni hefir hún ritað öllum ráðunautum Búnaðarfjelags IsF lands, framkvæmdastjóra Rækt unarfjelags Norðurlands, skóla stjórum bændaskólanna skóla- stjóra garðyrkjuskólans, for- stöðumanni búreikningaskrif- stofunnar, Búnaðarsamböndun- um, mjólkurbússtjórum, Sam- bandi ísl. samvinnufjelaga, Verslunarráðinu, Iðnaðarmanna fjelaginu í Reykjavík, Slátur- fjelagi Suðurlands og Kaupfje- lagi Borgfirðinga, Kjötverðlags nefnd, Raforkunefnd ríkisins, atvinnumálaráðherra (heilbrigð isráði) o. fl. Enn hafa fæstir þeirra, er nefndin hefir þannig snúið sjer til, svarað brjefum hennar og vill hun nú mælast til þess, að þeir, sem ekki hafa svarað, sendi henni svör sín og álits- gjörðir eigi síðar en um ára- mót n. k., því að þá mun hún * Framhald á bls. 8. Brynvagn í Rússlandi Rússar nota í stórum stíl brynreiöar, sem þeim hafa verið sendar frá Bandaríkjunum, og sýnir myndin eina slíka á Austurvígstöðvunum. Alls hafa Bandaríkjamenn látið Rússa fá láns- og leiguvörúr fyrir um hálfa þriðju miljard dollara I hín sígilda sogo kapt. Monya með fjölda fallegra mynda, óstytt, kemur í bókabúðir í dag PERCIVAL KEENE þarf hver röskur unglingur með æfintýraþrá og framtaks- löngun í blóðinu að eignast, en sá, sem einu sinni hefir kynst kapt. Marryat, les bækur hans aftur og aftur sjer til jafnmikillar gleði.fram á elliár. Bókaútgáfan Ylfingur Bókin sem mest hefir selst í Ameríku undanfarin missiri : Nýr heimur Eftir WENDELL L- WILLKIE. Bók þessi er tvent í senn: Ferðasaga höfundar úr för þeirri, er hann fór i erindum Roosevelts Bandaríkjat'or- seta til Miðjarðarhafslanda, Rússlands og Kína fyrir ári síðait og boðskapur hans um þá veröld, er rísa eigi úr ösku eftir hreinsunareld styrjaldarbálsins. Wendeil 1j. Wiiikie er í fremstu röð nafnkendra og mikilhæfra stjórnmáiamanna í Bandaríkjunum. ITann er maöur skarp gáfaður, víðsýnn og gerhugull og skilur samtíð sína manna best. Boðskapur sá, er Iwillkie hefir að flytja, er hið merki- legasta umhugsunarefni. Hann varðar fleiri en Banda- ríkjamenn., Hann varðar ailar þjóðir' og alla menn. Tvýnn ist þessum boðskap af eigin raun — lesið þessa bók. Fæst hjá bóksölum. Békaútgáía Guðjóns Ó. Guðjónssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.