Morgunblaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. desember 1943 9 — Milliþinganefnd Framh. af fjórðu síðu. aftur taka til starfa og það mundi tefja starf hennar óþarf- lega, ef svörin yrðu þá ekki komin, svo að hún gæti þá tek- ið að vinna úr þeim. ★ Auk þeirra brjefaskrifta, er að framan greinir, var það eitt af fyrstu verkum nefndarinn- ar að bjóða til verðlaunasam- kepni þeirrar, er um getur í ályktun Búnaðarþings og í sam rsemi við hana, að því viðbættu, að miða skyldi við það „að af- koma bænda og starfsmanna þeirra, verði hliðstæð afkomu manna í öðrum starfsgreinum, er krefjast álíka starfsmenn- ingar“. Ritgerðirnar skulu komnar til skrifstofu B. I. í Reykjavík fyr- ir 7. janúar n. k., merktar dul- merki, en nafn höfundar fylgi í lokuðu umslagi, merktu sama dulnefni. Auk þeirra' 10 þús. króna, er verja má til verðlaunanna úr sjóði B. í., hefir Sveinn bóndi Jónsson á Egilsstöðum heitið 1000 kr. til verðlauna, og hefir hann sjálfur íhlutun um úthlut- un þeirra, en að öðru leyti dæm ir nefndin um ritgerðirnar og kveður á um úthlutun verð- launa fyrir þær. — Komin er til nefndarinnar ein samkepn- isritgjörð. Vegna fyrirspurnar, er nefnd inni hefir nýlega borist frá Norðurlöndum, fyrir milligöngu utanríkismálaráðuneytisins og sendifulltrúa íslands í Stokk- hólmi, hr. Vilhj. Finsen, mun nefndin ekki binda sig ein- strengingslega við hinn auglýsta frest, fyrir íslendinga búsetta á Norðurlöndum, ef hún fær vitneskju um að von sje á sam- kepnisritgerðum frá þeim. — Lengri frest getur hún þó að svo stöddu ekki gefið þeim en til janúarloka n. k. Nefndin óskar að hafa sam- vinnu við aðrar nefndir, er nú starfa að skyldum verkefnum, og er þegar kominn vísar að samvinnu við „Skipulagsnefnd” þ. e. milliþinganefnd til undir- búnings verklegra fram- kvæmda eftir styrjöldina og endurskoðun á skipulagi stór- atvinnurekstrar í landinu — og væntanlega einnig við Raf- orkunefnd ríkisins. Starf nefndarinnar er enn á undirbúnings og byrjunarstigi. Eina málið, sem á nokkurn rek- spöl er komið, er framhalds- nám búfræðinga. Skólastjórar búnaðarskólanna hafa skilað nefndinni sameiginlegu áliti sínu um það mál og leggja til að komið verði á framhalds- námi í sambandi • við bænda- skólann á Hvanneyri. Hinsvegar hyggur nefndin, að náminu verði betur fyrir komið í Reykjavík, í sambandi við At- vinnudeild Háskólans, nánar til tekið landbúnaðardeildina, og hefir falið þeim Steingrími Steinþórssyni, dr. Halldóri Páls syni og Metúsalem Stefánssyni að athuga málið nánar í sam- ráði við Rannsóknarráð ríkis- ins, og leggi þeir síðan málið fyrir nefndina, þegar hún tek- ur aftur til starfa, eftir ára- mótin. Þegar nefndin er ekki að starfi, hefir hún þó opna skrif- daga, í húsi Búnaðarfjelags ís- lands, Lækjargötu 14 B, Reykja vík, og geta þeir, sem erindi eiga við nefndina, snúið sjer þangað til Metúsalems Stefáns- sonar. Sími 5656, pósthólf 657. Áttræður. Gísli Magnússon múrarameisíari HANN er fæddur 2. des. 1863 og er eyfirskur að ætt og upp- runa. Ungur kvæntist hann Þórunni Benjamínsdóttur, — Styrkveiting Þeir sem sækja ætla um styrk úr styrktarsjóði Skipstjóra- og stýrimannafjelagsins Kára í Hafn- arfirði, sendi skriflega umsókn til formanns fje- lagsins, Jóns Halldórssonar, Linnetsstíg 7 fyrir 18. desember n.k- STJÓRNIN- Úfbreiðslufundur þingsiúkunnar AÐ TILHLUTUN Þingstúk- unnár í Reykjavík var haldinn útbreiðslufundur fyrir almenn- ing í sýningarskála listamanna s.l. mánudag. Samkoman hófst með því, að ágætri konu, systur Magnúsar þ0rsteinn J. Sigurðsson ávarp- Benjamínssonar, úrsmiðs. ' aði fundarmenn og lýsti hann Fluttust þau skömmu síðar til [ erindi sínu tilgangi fundar- Reykjavíkur (laust eftir 1890) haldsins. Kvaddi hann til fund- og bjuggu lengi í Eskihlíð, sem 'arstjóra Helga Helgason versl- þá var nokkuð utan við bæinn. unarstjóra. Af börnum þeirra, sem upp ] _ . . , , . ( Erindi, er Olafur Bjornsson komust, var Beniamin skip- ' _ , , .. . , ... „ j kaupmaður fra Akranesi hafði stiori, nu latmn og Guðlaug, I ... ., . , „ . , , J ’ . ; a, /> samið, flutti stortemplar Knst- kona Sigurions A. Olafssonar, „, ., . , , . . > - „ , mn Stefansson, vegna veikmda alþingismanns. I Eskihlið og - . _ forfalla Olafs, og var enndið siðar í Hlið attu margir ferða- , . , ,, , , , , , ° bæði snjalt og vel flutt. menn athvarf, þvi að þar var j _ . , , _ . „ „ Systurnar fru Þora Borg Em- arsson og ungfrú Emilía Borg skemtu. Frú Þóra las upp sögu- legt efni, en ungfrú Emilía Ijek undir á slaghörpu, og þótti þeim takast með afbrigðum vel. j Þá flutti Sigfús Sigurhjart- arson alþingismaður erindi. Öðru hvoru var aímennur söngur fundarmanna og voru sungnir ættjarðarsöngvar og templaraljóð, og var þátttaka í söngnum mjög almenn. Að lokum tók til máls Pjetur Sigurðsson erindreki. í ræðu sinni kom hann víða við og kunni frá mörgu að segja, m. a. frá reynslu annara þjóða í á- fengismálum. Var ræðan flutt af miklum skörungsskap og fjekk hún hinar bestu undir- tektir. Nefnd sú, er sá um allan und irbúning fundarins, var skipuð þessum mönnum: Pjetur Sig- urðsson erindreki, Helga Helga son verslunarstjóri og Indriði Indriðason frá Fjalli. Fundurinn fór mjög vel fram og var hinn stóri salur þjett skipaður fundarmönnum. öllum sýnd frábær gestrisni, góðvild og alúð, enda þá í þjóð- braut og því leituðu þangað margir misjafnlega á sig komn ir. Þórunn sál átti lengi við mikla vanheilsu að búa, en bar sjúkleika sinn með miklu þreki og sálarstyrkleik.Nokkrum ár- um eftir andlát hennar kvænt- ist Gísli í annað sinn Guðlaugu Jónsdóttur, einnig ættaðri úr Eyjafirði. Samfarir þeirra urðu einnig hinar bestu. Eignuðust þau tvö börn: Helgu, sem náði fullorðinsaldri, einkar efnileg og listhneigð, er ljest eftir langa legu á Vífilsstaðahæli, og Magnús múrara á Brávalla- götu 8, þar sem Gísli nú dvelur. Loks varð hann enn fyrir þeirri raun, að missa seinni konu sína á næstliðnu vori. Þrátt fyrir þennan ástvina- missi er Gísli ætíð glaður og kátur og tekur lífið rjettum tökum, eins og hann hefir gjört allt sitt líf. Hann er kvikur á fæti og ákaflega unglegur, gengur að störfum sínum af- greiðslu hjá skipaútgerð rík- isins, sem ungur væri, enda hef ir hann alla æfi verið heilsu- hraustur. Hinir mörgu ættmenn hans og vinir óska nú Gísla þess á þessum merku tímamótum í \ æfi hans, að honum megi auðn- ast að halda góðri heilsu og sinni ljettu lund til leiðar- loka. Einar Thorlacius. AUGLfSING ER GULLS ÍGILDI E.s. „Hrímfaxi“ Flutningi til Isafjarðar veitt móttaka til hádegis í dag. Landakotskirkju gefin höggmynd af Hólabiskupi !_ O liANDAKOTSKIRKJU hefir aorist vegleg gjöf frá Sigurði Tuðmundssyni klæðskerameist ara. Er það'^öggmynd af Mar- teini Hólaþiskupi, en högg- myndina gerði Guðmundur Ein arsson frá Miðdal. Þetta er brjóstlíkan af bisk- upi, gert fyrir nokkrum árum og er í meira en fulli líkams- stærð. Gefandinn afhenti lík- neskið á fullveldisdaginn og mun það verða afhjúpað við há messu, sem Jóhannes biskup les í Krists kirkju á morgun kl. 10 árd. Fyrir nokkrum árum gaf Sig urður Guðmundsson Krists- kirkju í Landakoti, fagra ljósa- stjaka og miklar marmarasúlur til minningar um hinn látna Hólabiskup, Martein Meulen- berg. Sigurður Hlíðar formaður Dýravernd unarfjelagsins AÐALFUNDUR DÝRA- VERNDUNARFJELAGS ís- lands var haldinn föstudaginn 26. þ. m. Varaformaður fje- lagsins, Flosi Sigurðsson trje- smiður, stjórnaði fundinum og mintist sjerstaklega hins látna formanns, Þórarins Kristjáns- sonar hafnarstjóra, og hlýddu fundarmenn á mál hans stand- andi. Ritari gaf skýrslu um Framh. á bls. 10. 5OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓÓOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓOOCOOOOOOOÓOOOOOOOOOOÓOOOOOOOOOÓO) X - 9 Eftir Robert Storm )<X>0000<><>00<><X><>0<X>0<>0<X>0ö<><>0' MBUUX «4ZD£sJ'. ThU<5 & I hiAVE A T7/> P/ZÚA1 A NEWZPAPEfZ I t&EhJD TPAT THERE ytt-^hCr &E TROÚBLE AT <xxx><><><><>o<><><>óó<xxx><XXXXXXXX>! X-9: Símar til Query-fangelsisins —: Er það fangavörðurinn, X-9 talar. Kunningi minn, sem er blaðamaður, hefir sagt mjer, að það geti orðið vandræði í .Query-fangelsinu í kvöld. Er ekki alt í lagi? >• ■ - ‘ i/ Fangavörðurinn: Alt rólegt eins og í barnaheim- ili. Þökk fyrir upphringinguna. Fangavörðurinn kallar á eftirlitsmenn fangels- iéins: Piltar . .. X-9 úr ríkislögreglunni hringdi til mín frá Washington. Hann hafði einhverjar upp- lýsingar um að eitthvað væri í uppsiglingu hjer í kvöld. — Það er best fyrir okkur að vera vel á verði. — Alt í lagi, fangavörður. - i; !i i jí :!->■/! M • i í ■: I i l il V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.