Morgunblaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 12
Laugardagur 4. desember 1943 12 Albert í Cróttu bjargar U er- lendum mönnum FYRIR nokkrum dögum strandaði erlendur bátur á’ skeri í Skerjafirði. Albert ÞoT'var'ðarson vitavörður í Gróttu sá að strandmennirn- ir komust á skerið og fór Rann á l)át sínum og bjargaði mönnunum öllum til lands. .Voru þeir alls 24 á skerinu. Yar björgunin talsverðum erfiðleikum bundin, en Albert kom fram af miklum dugn- aði við björgunarstarfið. Ifann mun hafa tekið all íræri sjer og lenti í vosl)úð. Jlefir hann verið lasinn síð- an. Bátitr hafði verið sendur frá Reykjavík til að bjarga strandmöununum. En sá bát- ur bilaði á leiðinni og komst ekki á strandstaðinn fyr en. búið var að bjarga mönnun- um. Maður fellur í höfnina í GÆRKVÖLDI á áttunda tímanum var lögreglunni til- kynt, að maður hefði fallið í höfnina. Maðurinn hafði íallið út af Ægisgarði. — Þegar lög- reglan kom á staðinn, hafði manninum verið bjargað, efi var þá meðvitundarlaus. Voru þegar gerðar lífgunartilraunir og farið með manninn í Lands- spítalann. Er þangað var kom- ið, var vart meðvitundar hjá manninum. Blaðið hafði tal af Lands- spítalanum seint í gærkvöldi. Ekki var maðurinn þá kominn til fullrar meðvitundar og mun það stafa af því, hversu drukk- inn hann var, er hann fjell í sjóinn, ennfremur hafði hann hlotið töluverð meiðsl á höfði í fallinu. Lokið við raflýsingu Skíðaskáians LOKIÐ er við að raflýsa Skíðaskála Skíðafjelags Reykja víkur í Hveradölum. — Var stTaumi hleypt á 1. desember. Þeir, sem komið hafa í Skíða- skálann síðan hann var raflýst- ur segja, að öllum ljósum sje smekklega fyrir komið og njóti skálinn sín nú fyrst til fulls. Það var Johan Rönning raf- virkjameistari, sem sá um raf- lögnina. Skíðafólk og aðrir, er sækja Skíðaskálann munu fagna þessum þörfu endurbót- um á skálanum. LOFTARAS A MARSEILLES. London í gærkveldi. — Libera- tor-flugvjelar frá bækistöðvum í Norður-Afríku hafa gert mikla árás í björtu á höfnina í Marseilles. Var árásinni aðal- lega beint að kafbátabækistöð^ sem Þjóðverjar hafa nýlega gert við höfnina þar. Er talið, að miklar skemdir hafi orðið í stöðinni. — Reuter. HLJÓTT IIEFIR VERIÐ um hið mikla breska háfskip, Queen Mary, eitt stærsta skip heimsins, siðan styrjöldin hófst, og hefir ýmsum getum verið leitt að því, hvar skipið væri niður komið. Nú hefir það nýlega verið gert uppskátt, að skipið hefir allan styrjaldartímann verið í herflutningum og flutt í hverri ferð fleiri þúsundir hermanna. Hefir skipið venjulega siglt eitt, enda er það feikna hraðskreitt. — Myndin hjer að- ofan var tekin, er Queen Mary ljet úr höfn í fyrsta skifti, en nú er skipið auðvitað málað grátt eins og flest skip eru á stríðstímum, en ekki í eins glæsilegum litum og myndi n ber vott um. * Aðalfundur Nemenda- sambands Yerslunar- Háskólafyrirlest- ur um Island í frönskum bók- menntum PRÓFESSOR Alexander Jó- hannesson flytur fyrirlestur á morgun í hátíðasal Háskólans, er hann nefnir „Island í frönsk um bókmentum". „Jeg hefi rannsakað ítarlega menningarsambánd Frakka og Islendinga á undanförnum öld- um, sagði prófessor Alexand- er í stuttu viðtali við blaðið í gær. Einn þáttur þeirrar rann- sóknar er að upplýsa, hvaða á- lit Frakkar hafa á okkur eins og það virtist í frönskum ferða lýsingum og ritum á frönsku um Island. Kemur þar margt skringilegt fram. Einnfremur eins og það birtist í frönskum skáldsögum, þar sem yrkisefn- ið er íslenskt, úr sjómannalíf- j inu, eða jafnvel útilégumanna- j sögur frá íslandi. Það er þetta, sem jeg mun ræða um í fyrir- lestrinum á morgun. Fyrirlesturinn hefst kl. 2 e.h. Stöðugar oruslur í Mið-Kína FR5GNIR frá Chungking segja frá því, að stöðugar or- ustur geisi um hina miklu hrís- grjónaborg Chang-Che og virð ist aðstaðan ekki hafa breyst verulega síðustu daga. — Hafa amerískar flugvjelar látið mat- yæli og skotfæri svífa í fall- hlífum niður til þeirra kín- versku hersveita, er verja borg ina, en þær rnunu enn hafa um stúdenta Leilað að norskum slúdentum, sem sluppu FREGN frá norska blaðafull- trúanum segir frá því, að frjett frá Stokkhólmi beri með sjer, að vopnuð lögregla leiti nú þeirra norskra stúdenta, sem sluppu, er handtökurnar fóru fram á dögunum. Er sagt, að flestir þeirra er sluppu muni hafa leitað til sænsku landa- mæranna. Af hálfú landamæra varða í Varmalandi var sagt, að flóttamannastraumurinn hefði ekki aukist neitt sjerstak lega undanfarna daga, enda munu stúdentar þeir, sem sluppu, varla vera komnir til landamæranna enn. Þá segir fregn þessi, að all- margir stúdentar hafi fyrir- fram vitað um, hvað í vændum var og sloppið þessvegna, og hafi þeim meðal annars verið gefnar bendingar um þetta frá norskum lögregluþjónum, en á friðartímum var fjöldi stúdenta við Oslóháskóla um 3—4000, en hafa þó líklega verið mun ! færri nú, og segir, að um 2200 stúdentar hafi undirritað mót- j mæli gegn handtökum kenn- Jara og stúdenta þann 15. okt. s.l. Ennfremur er sagt, að lög- reglan hafi handtekið milli 12 og 15 hundruð stúdenta á þriðjudaginn var. Þá er tekið fram í fregn þess ari, að mikil gremja sje ríkj- andi í Svíþjóð vegna framferð- is Þjóðverja í garð hinna norsku stúdenta. Einnig hafa borist fregnir um það frá Svíþjóð, að allmarg ir stúdentar við Kaupmanna- hafnarháskóla hafi lagt niður nám vegna atburðanna í Nor- egi. Einnig er sagt, að leyni- fundur danskra prófessora og hafi samþykt mót- 17- gr. jarðræktarlaganna Enn sveik Framsókn bændur I GÆR fór mest af fundar- tíina Nd. í þrætur um hið garnla deilumál 37. gr. ,jarð- ræktarlaganna.. Ilafði land- búnaðarnefnd klofnað. Var Bjarni Ásgeirsson framsögu- maður meiri hlutann, rauðu , flokkana, en Jón Pálmason fyrir Sjálfstæðismenn. Sýndi' Jón-fram á hvílík villa þessi lagagrein er og gat meðal annars um að margir fram- bjóð'endur Framsóknar hefðu talið það vænlegast til fylg- is í fyrra, að lofa afnámi þess- fara vitleysu. Ingólfur Jýns- son fór einnig hörðnm orðum um. þrákelni Framsóknar- manna í þessu máli. I Bjarni Ásgeirsson og Páll Zop. vörðu sitt afkvæmi með mikilli alúð og höfðu sitt fram eins o'f fyr. Frumvarpinu var vísað frá með dagskrártillögu. Fylgdu því 16 þingmenn vinstri flokk janna. Aðeins einn þingmaður Framsóknarmanna, Sigurður Þórðarson 1. þm. Skagfirð- ^inga hafði tnanndóm fil að fylg.ja Sjálfstæðismönnum og’ jjnálstað bændarina. Níu þing- inenn deildarinnar vantaði á fundinn. Liggja þeir flestir í inflúensu. Sjáanlega mun það þó eigi hafa haft þýðingu fyr- ir úrslit þessa máls. helming hénnar á valdi sínu. mæli, sem afhent voru dr. Best, Lífið flogið I NOVEMBERMANUÐI var aðeins flogið einu sinni milli Reykjavíkur og Akureyrar vegna slæmra skilyi'ða, auk þess sem landflugvjelin var til viðgerðar allan mánuðinn. AÐALFUNDUR Nemenda- sambands Verslunarskóla ís- lands, var lialdinn 2. des síð- astl. að Verslunarmannáheim- ilinu. Mættur var á fundinum Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla- stjóri Verslunarskólaits, Guð- jón Einarsson forseti sam- bandsins gaf skýrslu um, síðasta starfsár og fer h.jer xr eftir útdráttur úr henni: ITið árlega nemenramót var haldið uppsagnardag skólans 30. ap- í íl s.l.," enfrenxur kynningar- kvöld nú í oktðbermánuði s.l. 36 stjórnarfundir voru lialdn- ir á árinu, var þar aðallega- unnið a'ð skýrslusöfnun og öflun nýrra meðlima, en með- lima tala hafði aukist á árinu um 116. Enfremur var geng- ist fyrir innheimtu árgjalda, er legið hafði niðri s.l. 3 ár. Enfremur skýrði forseti frá kappleik er farið hafði frani á árinu milli Háskólaborgara og sambandsmeðlima og var kept um „Mercur styttuna“, scm gefin var af Sveini Bjöms syni og' Gunnari Ásgeirssyni. Því næst var gerigið til stjórnarkösningar og var stjórnin endurkosin, en hana skipa ])essir menn:: Guðjón, Einarsson fox’seti, Gunnar Ás- geirsson varaforseti, N.jáll iSímonarson gjaldkeri, Þór- Nielsen i'itari, og Þórir Hall sp j aldskrárritari. Meðst j órn- Cndur voru kosnir: Hróbjarti ur Bjarnason og Alfreð Guð- mundsson. Endurskoðendur; Engilbert Hafberg og Berg- þór Þorvaldsson. 1 ritnefnd voru kosnir: Ární 01a, Ivonráð Gíslasou. og Sig- urður Guðjónsson. Tillaga kom frá stjórninni, um að skipa fulltrúaráð, einn manu |úr hyerjum árgangi. s.jei- til aðstoðar ef leita þyrfti til allra 'nemenda sambandsins. Sam- þykt var tillaga, um að hækka æfitillög sambandsíns úr lcr. 7)0 í kr. 100, þó skyldi ]>etta ekki ganga í gildi fyr en áj .næsta aðalfundi. | Skólastjóri mintist á að: hann hefði hug á tveim mál- jefnum, sem sambandið gæti jheitt sjer fyrir, fyrst að bæta iir húsnæðisvandræðum skól- , ans, enfremur að beita s.jer fyrir verslunarmannaskólatali, •í líking'u við við embættis-i mannatöl. 'Samþykt var að kjósa 7) manna nefnd til að aðstoða stjórnina með hvort mögulegt væri að konia á, stofn fjársöfnun meðal versl- unarmannastjettarinnar, tlil eflingar húsakynnum skól- ans. Fleiri mál voru ekki tekin fyrir á fundinum, en að end- •ingu tilkyrxti fundarstjóri, að í ráði væri að halda hátíðlegt 5 ára afmæii sambandsins sunnudaginn 12. des., e£ næg þátttaka fengist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.