Morgunblaðið - 12.12.1943, Side 8

Morgunblaðið - 12.12.1943, Side 8
8 MORGUNBLAÐIE Sunnudagur 12. des. 1943, Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Þjóðnýting atvinnu- ' veganna í nánd STÆRSTU tíðindi, sem gerst hafa á Alþingi síð- ustu árin, gerðust þar síðasta föstudag. — Þrír flokkar þingsins, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sósíal- istaflokkur, sameinuðust um afgreiðslu skattamála, sem hljóta að leiða til allsherjar ríkisrekstrar. Þessara frum- varpa var lauslega getið hjer í blaðinu í gær. í efri deild var samþykt til þriðju umræðu frumvarp um eigna- aukaskatt, flutt af Haraldi Guðmundssyni, Hermanni Jónassyni og Brynjólfi Bjarnasyni. Þau lög mundu sópa miklum hluta af eignum margra atvinnurekenda í ríkissjóð. Hitt frumvarpið var samþykt út úr neðri deild og sent til efri deildar með atkvæðum sömu þingflokka. Báðar atkvæðagreiðslurnar fóru fram milli klukkan 3 og 7 á föstudag. Þessu frumvarpi var lýst í aðalatriðum hjer í blaðinu í gær og skal það ekki endurtekið. Astandið í þjóðfjelaginu er nú orðið þannig, að afstaða til skattamála markar aðalstefnur um eignarrjett eða þjóðnýtingu. Baráttan stendur um yfirráð atvinnutækja í útgerð, iðnaði og verslun. Með þessum frumvörpum er stefnan greinilega mörkuð, þó ekkert sje sagt um til- ganginn. Eftir hlýtur að fylgja stjórnarsamvinna og alls herjar yfirráð hinna þriggja sameinuðu flokka. Hvert myndi nú verða viðhorf þeirra atvinnurekenda, sem að er ráðist? Þegar eignaaukaskatturinn kemur til framkvæmda jafnhliða því, sem afnumin eru varasjóðs- rjettindi allra hlutafjelaga, og kaupfjelög undanþegin stríðsgróðaskatti að mestu eða öllu leyti, þá er sennilegt, að atvinnurekendum þyki ekki fýsilegt að halda lengur áfram. Útgerðarfjelögin loka sínum skrif- stofum og leggja skipum sínum við land. Verslanirnar og iðnaðarfyrirtækin loka sínum fyrirtækjum og aug- lýsa fjelagaslit. Þetta ástand yrði þó aðeins um stund. Ríkisvaldið tæki eignirnar. Þjóðnýtingarstarfsemin byrjaði. Þeir atvinnurekendur, sem eiga íbúðarhús, fengju sennilega að vera þar áfram og margir þeirra fengju ef til vill atvinnu hjá ríkisfyrirtækjunum með skrifstofu- manna og verkamannalaunum. — Forstjórar allir yrðu vafalaust úr forustuliði stjórnarflokkanna. Hvort þeir hefðu þekkingu á útgerð, verslun eða iðnaði, gæti legið milli hluta. Þessi breyting hefði til að byrja með mikla kosti í för með sjer. íslenska þjóðin ætti ekki lengur neina atvinnu- rekendur, sem ófyrirleitnir þekkingarsnauðir og ábyrgð arlausir þjóðmálaskúmar gætu notað sem hræður, til að ginna heimskasta fólkið í landinu. Við værum lausir við öll verkföll og allar kaupskrúfur. Ríkisstjórnin og forstjóramir skömtuðu kaupið. Fyrst í stað yrði það óbreytt á meðan verið er að eyða eignum atvinnurekenda. Síðan mundi það fara eftir arði fyrir- tækjanna og fjárhagsgetu ríkisins. — Allir landsmenn mundu verða verkamenn ríkisins. Landbúnaðurinn yrði ekki lengi rekinn af einstaklingum, þegar alt hitt væri rekið af ríkinu. Skatta alla og gjöld yrðu ríkisins verka- menn að greiða. Fyrirtæki ríkisins yrðu auðvitað skatt- frjáls. Mætti þakka fyrir, ef þau bæru sig og gætu greitt viðhalds og endurnýjunar kostnað. Öll þessi dýrð er sennilega í vændum. Meiri hluti Al- þingis er ákveðinn á línunni. Fyrir atvinnurekendur er líklega betra að fá breytinguna strax, heldur en að bíða dauðans, sem fram undan er og róa fyrst sinn lífróður gegn um öldur þess reksturshalla tímabils, sem orðið getur á leiðinni í lok stríðsins. Hitt er annað mál hvort breytingin verður til bóta fyrir þjóðina alla. Um það ættu kjósendur Framsóknar og Sósíalista að hugsa. Sjálfstæðismenn og þeirra kjósendur eru í engum vafa. KSRKJAH Á SÍÐUSTU TÍMUM, sem af ýmsum hafa verið nefndir tímar mannúðarinnar, hefir það vilj- að við brenna-, að kristin kirkja og lærisveinar hennar hafi mis- skilið hina svonefndu mannúð, og hún hafi orðið að undanláts- semi gagnvart hinu illa. Þetta hefir óneitanlega veikt aðstöðu kirkjunnar mjög, það hefir gert það að verkum, að hún hefir ekki lengur getað borið með rjettu nafnið stríðandi kirkja, kirkja, sem enga undanláts- semi þekkir við, hið illa, en sem berst gegn því af alefli með vopnum sannleikans og trúar- innar. Sje kirkjan sönn í sínu há- leita starfi, má hún aldrei sýna hinu illa minstu undanlátssemi. Hún á að ljósta upp um hneyksl in, rífa sauðargærurnar af úlf- unum, en ekki að rjetta þeim hinn minsta fingur. Slíkt er mis skilin mannúð, því úlfurinn bít ur þann fingur af, sem að hon- um er rjettur, hann verður alt af úlfur, aldrei lamb, þótt reynt sje að klappa honum. Og auk þess glotta óvinir kirkj unnar í leyni, þegar fulltrúar hennar fara að sýna þeim til- látssemi, hún skaðar þann sem undan slær, ekki þann sem þannig kemur ár sinni fyrir borð, að hann sýnist meinlaus, þó.tt hann sje hættulegúr. Samkvæmt kenningum kristn innar fer hjer í heimi fram stöðug barátta milli tveggja afla, ills og góðs, þéirra afla, sem vilja rífa niður og hinna sem vilja bæta Og byggja upp. Niðurrifsöflin stefna einnig að því að hindra framþróun hins góða, þau eru hlífðarlaus í bar- áttunni, þau þekkja ekkert til miskunnar. Það voru þau, sem ofsóttu spámennina, þau kross- festu Krist, þau myndu gera hvorttveggja aftur, ef þau fengju færi á. Þessi öfl þekkja allir þeir, sem berjast fyrir hinn góða mál stað, en það kemur því miður tíðum fyrir, að þeir látast ekki þekkja þau, eða halda að þau hafi breytst, sjeu ekki lengur hin sömu og forðum. Þeir halda að Fariseinn hafi ekki lengur hroka sinn og kulda til að bera, þeir halda að þróunin hafi breytt trúníðingnum að ein- hyerju leyti í skárri veru. En það er hvorttveggja misskiln- ingur, algjör misskilningur, slík ir breytast ekki þótt þeir skifti um búning í blekkingarskyni. Það er að vísu erfitt fyi»r kirkjuna að neita um hjálp og stuðning við ýms mál, en hún á að vera glöggskygn á það, hve- nær er verið að freista hennar, henni til ófarnaðár. Og hún á í slíkum kringumstæðum að hafa þrek til þess að segja: Vík frá mjer Satan. Frá upphafi vega hefir bar- áttan milli hins illa og góða staðið, og hún stendur enn í al- gleymingi. Enginn maður þarf að halda, að hún verði útkljáð á næstu árum, næstu öldum, næstu aldatugum eða hundruð um. Sumir eru þeirrar skoðun- ar, að hún verði aldrei útkljáð hjer á jörðu. Hinu ber ekki að neita, að hið góða hefir unnið á í þess- um mikla hildarleik, en það er smátt eitt Þeir halda, að Þjóð- verjar hafi bygt hitaveituna. FYRIR nokkrum dögum var íslendingur með nokkrum her- mönnum í bíl. Þeir óku hjer í nágrenni bæjarins og sáu þeir hitaveituleiðsluna úr bílnum. Alt í einu segir einn hermannanna: — Hvenær var það annars, sem Þjóðverjar byrjuðu á þess- um hitaveituframkvæmdum? íslendingnum hnykti við. En svaraði þó ofur rólega: „Þjóð- verjar hafa ekki bygt neina hita veitu hjer á landi. Slíkt hefir aldrei komið til greina“. Erlendi hermaðurinn, sem var nýkominn til landsins, baðst afsökunar á spurningu sinni. En sagðist hafa lesið þetta vestur í Kaliforníu í blaði og fjelagar hans, sem með voru í bílnum, staðfestu, að það myndi vera rjett, því þeir hefðu einhversstaðar sjeð minst á eitt- hvað svipað í amerískum blöð- um, sem þeir hefðu lesið. Þessi saga er því miður ekk- ert einsdæmi. Jeg hefi hitt út- lendinga, sem hafa haldið því fram, að Þjóðverjar hafi bygt Hafnarfjarðarveginn og Suður- landsbrautina og mjer hefir ver- ið sagt, að hermaður nokkur hafi staðið á því fastara en fótunum, að það hafi verið fyrir forgöngu Þjóðverja, að nýjustu stein- steyptu íbúðarhúsin hafi verið bygð hjer í bænum. Menn munu vafalaust telja þessar firrur und- antekningar einar. Yfirleitt viti amerískir hermenn og aðrir út- lendingar betur. Sem betur fer er það rjett. En að slík fáviska skuli yfirleitt vera til, getur skaðað landið og þjóðina meira en margan grunar. Sökina á þessu eigum við sjálf. Það er nú bráðum ár síð- an, að Blaðamannafjelagið sendi Alþingi tillögur um landkynn- ingu og um stofnun opinberrar frjettastofu. Erindi Blaðamanna- fjelagsins — en fjelagar þess eru öllum þesáum málum manna gagnkunnugastir — hefir ekki svo mikið sem verið svarað. Hugsandi menn eru farnir að hafa verulegar áhyggjur af því, hve lítið er hugsað um landkynn ingarmálin, og það ekki að á- stæðulausu. Möguleikar í happ- drættinu. FLESTIR munu vera þeirrar skoðunar, sem von er, að ekki hafi verið hægt að vinna meira en 75.000 krónur á einn heil- miða í 10. drætti Happdrættis Háskólans, sem fór fram í fyrra- dag. En sannleikurinn er sá, að með sjerstakri hepni var hægt að vinna 80.000 krónur á einn heilmiða. Hæsti vinningurinn var eins og kunnugt er 75.000 krónur. Ef að sá vinningur hefði verið á fyrsta númeri, sem dregið var út, þá fjekk það númer 5000 króna aukavinning. Einnig ef hæsti vinningurinn hefði fallið á 1000. númerið, sem dregið var, eða hið 2000., því bæði þessi númer fengu aukavinninga, eða glaðninga, á 5000 krónur. Áður hefir verið sagt hjer í blaðinu, að þetta er iangstærsta peningahappdrætti, sem fram hefir farið á landinu og má bú- ast við, að margir háfi verið spentir. Én svo fór, eins og kunn I ugt er, að hæsti vinnirtgurinn skiftist í fjóra hluta. Of mörg happdrætti og hlutaveltur. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLANS er ágætt fyrirtæki, rekið á heil- brigðum grundvelli og hagnað- ur af því fer til nytsamlegra hluta, sem annars væru látnir ógerðir, eða framkvæmdir þeirra myndu dragast árum saman, ef ekki væri aflað fje til þeirra með happdrættinu. En sannleikurinn er hinsvegar sá, að það er orðið of mikið um happdrætti og hlutaveltur hjer á landi. Hvaða fjelag sem er get- ur að því er virðist fengið leyfi til að stofna til happdrættis, og svo eru barðar bumbur og al- menningur nærri neyddur til að kaupa miða. Yinningamöguleik- ar í flestum þessum happdrætt- um eru svo litlir að heilbrigðara og rjettara væri að viðkomandi fjel. kæmu hreint og beint fram ög kæmu hreint og beint fram og bæðu fólk að gefa sjer aur- ana, sem happdrættismiðarnir kosta, heldur en að gabba menn með einhverri lítilfjörlegri vinn- ingsvon til að leggja fram fje. Ríkisstjórnin ætti að taka í taumana nú þegar og veita ekki happdrættisleyfi, nema alveg sjerstaklega standi á og um mál- efni og fjelagsskap sje að ræða, sem virkilega vinnur að almenn- ingsheill, líkt og Happdrætti Há- skólans gerir. Sykurskamturinn dugar illa í dreif- býlinu. FÓLK, sem býr utan Reykja- víkur, kvartar yfir því, að sykur skamturinn dugi illa. Virðist Svo sem sykurskamturinn dugi mönn um ver úti á landi heldur en í kaupstöðunum, einkanlega Rvík. Ef þetta er athugað nánar, er það í rauninni ekki undarlegt. Ósennilegt er, að fólk, sem í dreifbýlinu býr, noti meira af sykri heldur en bæjarbúar. En ýmislegt annað kemur til greina. í stærri kaupstöðum eru kaffi- hús og allmargir drekka kaffi í þeim. Þar þarf enga skömtunar- seðla til að fá sykur nje kaffi, og sparast því ávalt töluvert á heimilunum. I kaupstöðunum flestum eru brauðgerðarhús og margir kaupa allar sætar kökur í brauðgerðarhúsum. Heldur ekki þarf skömtunarseðla til kaupa á sætum kökum og enn spara kaupstaðarbúar sykurseðla sína. Hjer á dögunum kom til mín kaupmaður af Suðurnesjum. Hann sagði, að til vandræða horfði víða þar syðra vegna þess, að mörg heimili væru búin með sykurskamt sinn og hefðu ekki neitt til jólanna. Menn hefðu verið að vona, að sykur myndi verða veittur út á stofnaukann, en það var sem kunnugt er poki af kaffi, sem veittur var út á stofnaukann. Þessi maður sagð- ist hafa nóg af sykri og það væri hart, að mega ekki hjálpa fjÖl- skyldum um eitt eða tvö kíló fyrir jólin, en skomtunarskrif- stofa ríkisins segði nei. Kaup- maðurinn lje svo ummælt, að fyrir 30—40 árum hefði oft ver- ið fátækt mikil á Suðurnesjum, en sjaldan eða aldrei hefði það komið fyrir, að menn hefðu ver- ið algjörlega sykurlausir fyrir jólin, eins og nú. Engin Lesbók fylgir Morgun- blaðinu í dag. Næsta Lesbók verður Jóla-Lesbók.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.