Morgunblaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 4
X MORGUNBLAÐIÖ Fimtudagur 30. des. 1943. Jóhanna Knudsen: Eigum við að eftirláta hernum stúlkubörnin? Við íslendingar höfum nú í sjö misseri sjeð setuliði tveggja stórvelda fyrir kven- fólki. Smán okkar og tjón af þessu er svo mikið, að við mun um seint bíða þess bætur. Jeg hefi kynst þeirri manní skemd, er af þessu hefir hlot- ist meðal ungra stúlkna, betur en aðrir, vegna starfs míns við ungmennaeftirlit lögreglunnar í Reykjavík. Þess vegna tel jeg mjer skylt að vara við henni. Skemd þessi breiðist út eins og farsótt, og að mínum dómi er hún hættulegri en nokkur önnur plága, sem hingað gæti borist. Gegn henni standa heim ili varnarlaus og barnaskólar eiga í vök að verjast. Foreldr- um er bágt að þurfa að fylgja efniiegum börnum sínum tll grafar, en þakkarvert sýnist mjer það þó vera, samanborið við þá hörmung, að horfa á þau verða þessari plágu að bráð. Hjer við bætist svo hin þjóð- ernislega hætta. Stúlkurnar, sem um er að ræða, dást mjög að tungu og siðum hermann- anna, og þær dreymir um land þeirra. Enginn efi er á því, að ílestar þeirra myndu fegnar skifta um þjóðerni, ef þær ættu þess kost, þvi sína þjóð og sitt iand líta þær smáum augum. Frá þeim og öðrum áhangend- um hersins berst út hugsunar- háttur meðal þjóðarinnar, sem verða mun sjálfstæði okkar hættulegur. Og glæsilegt 'er ekki að hugsa til þess að fjöldi mæðra næstu kynslóðar verði siðferðilegir aumingjar. Hernaðaraðilarnir virðast telja þessar kvennafórnir okk- ar sjálfsagðar. Breski herinn tók land okk- ar hernámi. Þess vegna var þess ef til vill ekki að vænta að hann sýndi mikinn skilning á vanda málum okkar. En öðru máli er að gegna um Bandaríkjaher- inn. Hann var sagður hingað kominn til að vernda okkur. Svo framarlega sem stjórn Bandarikjanna ætlaði sjer að skila heiðri okkar og sjálfstæði óskertu eftir verndina, var henni skylt að gera sjer ljóst, hversu varlega varð hjer að fara vegna fámennis þjóðar- innar. Ef til vill hefir engin smá þjóð staðið jafn varnarlaus uppi gegn erlendum áhrifum og ís- lendingar standa nú. Og þess- ara áhrifa gætir langsamlega mest gagnvart kvenfólkinu. Ein stúlka íslensk er okkur jafn mikils virði og þúsund stúlkur Bandaríkjaþjóðinni. Þess vegna þarf hjer að nota annan mæli- kvarða en hjá stærri þjóðum. I tímariti einu amerísku var þess getið að setuliðsmönnum Bandaríkjamanna í Norður- Afríku, hefði verið bannað að yrða á kvenfólk. Jeg véit ekki hvort þetta er satt, en slík ráð- stöfun hefði átt við hjer. I stað þess að taka þess hátt- ar tillit til velferðar þjóðar okk ar, heldur herinn uppi reglu- bundnum skemtisamkomum og býður þangað kvenfóiki í því skyni að kynna það hermönn- , um. Og kvenfólk virðjst hafa mjög greiðan aðgang að her^ búðum. Jafnvel telpur innan fermingar komast inn á þessa staði. Og hvað gerum við sjálf til þess að hindra óhæfuna? Skömmu eftir komu Banda- ríkjahersins gerði ríkisstjórnin tilraun til að bjarga einhverju af hinum yngstu stúlkum og forða öðrum börnum frá sömu örlögum. Var komið á fót bráða birgðaheimili í Reykjavík, upp eldisheimili í sveit handa telp- um, stofnsettur dómstóll til þess að fara með mál ung- menna, og lögreglustjóranum í Reykjavík falið að koma upp sjerstakri deild til eftirlits með telpum. Illa var þó að öllum þessum stofnunum búið. Þrátt fyrir það gerðu þær stórmikið gagn og brýn nauðsyn hefði verið að efla þær á alla lund. En raunin varð önnur. Ríkisstjórnin lokaði uppeld- isheimilinu í haust og sendi telpurnar heim. Urskurðir ung mennadómstóls voru að engu hafðir, og honum var ekki einu sinni gert aðvart um þetta. Nú hefir bráðabirgðaheimil- inu verið lokað. Ungmennadómstóllinn hefir verið lagður niður. Allar telp- ur, er að hans tilhlutun dvöldu á sveitaheimilum, hafa fengið tilkynningu um að þær væru lausar undan úrskurði dóms- ins. Þær geta með öðrum orð- um nú um hávetur komið aft- ur til höfuðstaðarins og tekið hermannafjelagsskap sinn upp að nýju. Ungmennaeftirlitið hefir enn ekki verið afnumið, en það hlýtur að verða næsta sporið. Vegna þessara ráðstafana er svo úr starfsmöguleikum þess dregið, að segja má að ungum stúlkum sje nú frjálst að fara sjer að voða eftir vild. Og her- mennirnir þurfa ekki að kvarta um kulda íslendinga. Hvað vakir*fyrir ríkisstjórn- inni? Svo spyrja nú margir athug- ulir menn og konur hjer í bæ. Hitt er líka víst, að til er fólk, sem fagnar þessum aðgerðum stjórnarinnar. Varnartilraun þessi hefir mætt nokkurri tor- trygni og hleypidómum, eins og oft vill verða um nýmæli. Þó hefir þessa gætt öllu minna en við hefoi mátt búast, því mjög margir aðstandendur stúlkn- anna hafa tekið hjálparviðleitn inni mjög vel. Starfsemin hefir ekki orðið fyrir verulegu aðkasti opin- berlega fyr en í síðastliðnum mánuði. Þá tók barnaverndar- nefndarmaður einn og barna- kennari að skrifa um hana ó- vandaðar og órjettmætar ádeilu greinar í dagblaðið .Þjóðvilj- ann. Greinar þessar eru þann- ig úr garði gerðar, að skemti- legast hefði verið að láta þær afskiftalausar. Þetta hefði lika verið gert, ef maður þessi stæði einn i baráttu sinni. En svo er ekki. Að baki hans stendur hóp ur kvenna og karla, sem virð- ast hafa sett sjer það mark að hindra allar skynsamlegar að- ;ger(5ir 4 þgssp, máli. ,Qg þetta f : í ; ’ i n -.V. í *.'>-'■> tfjf h -r r fólk virðist að mestu leyti byggja skoðanir sínar á upp- lýsingum hans. Andstaða gegn einu brýnasta velferðarmáli Islendinga er því reist á röngum forsendum. Af þessari ástæðu sá jeg mjer 'ekkí annað fært en að skýra almenningi frá ástæðum, eins og þær eru. Jeg ritaði grein í Morgunblaðið þ. 24. nóv. og þ. 30. s. m. fjekk jeg birta stutta leiðrjettingu í Þjóðvilj- anum við einni árásargrein- inni. Hvað barnaverndarnefndar- manninn snertir, þá virðist það engin áhrif hafa á hann, þó rök sjeu færð fyrir því, að hann fari með rangt mál. Hann ber staðhæfingar sínar jafn blákalt fram fyrir því. Blaðaskrif hans eru þó að því leyti mjög gagn- leg, að þau eru besta sönnun, sem unt er að fá, fyrir þvi, hversu veikur málstaður þeirra manna er, sem á slíkum gögn- um byggja. Vil jeg ráðleggja þeim, er að rjettri niðurstöðu vilja komast í þessu máli, að lesa þessar blaðagreinar gaum gæfilega. Þær eru x 254., 260., 268. og 271. tölublaði Þjóðvilj- ans. Afgreiðsla blaðsins er á Skólavörðustíg 19 og höfund- urinn heitir Arnfinnur Jóns- son. Til glöggvunar vil jeg leyfa mjer að benda á nokkur dæmi: Yfirborðsháttur er mjög á- berandi í öllum þessum skrif- um. Þó leitað væri með jog- andi ljósi í öllum greinunum, er þar hvergi orð að finna um kjarna málsins: Þ. e., hvernig helst væri hægt að hjálpa þeim telpum, sem um er rætt. Þó er viðurkent að þær hafi farið sjer að voða. Megináherslan er lögð á það að ungmennadómstóll og ungmennaeftirlit hafi ekki haft heimild til að gera björgunar- tilraunina. Barnaverndarnefnd- in ein mátti gera hana. Hins er aftur á móti ekki getið, að barnaverndarnefndin hefir ekki að neinu ráði látið þessi mál til sín taka, nema fyrir for- göngu ungmennadómstólsins, og er heldur ekki líkleg til að gera það. Oheilbrigt meðaumkvunarvol kemur einnig víða fram í grein unum. Til dæmis vorkennir höí undurinn telpunum ósköpin öll að þeim skuli vera ætlað. að segja frá afglöpum, sem þær hafa framið. En ekkert ber á meðaumkvun vegna þess að þær skuli hafa leiðst út í spili- ingu. Og þess sjást heldur eng- in merki, að hann velti fyrir sjer möguleikum til að forða öðrum unglingum frá sömu ör- lögum. Oheilindin í baráttu Arnfinns Jónssonar eru afar mikil. Hann vii’ðist lengi hafa verið sann- færður um að ungmennadóm- stóll og ungmennaeftirlit beittu ungár stúlkur hinni herfileg- ustu meðferð. En hann kærif' þetta ekki. Vitanlega hefði það þó verið skylda hans bæði sem borgara og bai’naverndarnefnd armanns. Hann afsakar sig með því að hann hafi heldur kosið að vinna móti. þesspm, stofn- unum ,,í kyrþey”. Með öðrum oroum: með baktjaldaaðferð- um. Og til þess að þurfa ekki að neita sjer um þetta, lætur hann það svo viðgangast í nokki’a mánuði, að fjöldi telpna verði fyrir ósæmilegi’i meðferð. Hvað segir barnaverndar- nefndin um þetta? Brosleg er frásögnin um það, þegar Arnfinnur Jónsson er að reyna að hreinsa barna- verndarnefndina í augum telpu anna á Kleppjárnsreykjum. Hvernig sem hann leggur sig í líma til þess að sannfæra þær um að nefndin sje sárasaklpus af því að eiga nokkurn þátt í dvöl þeirra á heimilinu, þá vilja þær ekki trúa honum. Veslings maðurinn! Á þessu er raunar alvarleg hlið. Þess- um manni var trúað fyrir rík- isstofnun, og þess hefir vafa- laust verið vænst af honum, að hann ynni henni sem mest gagn. En af frásögninni er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá, að hann hafi látið stúlk- urnar á sjer skilja, eða jafn- vel talið þeim trú um að ung- mennadómstóllinn hafi beitt þær rangindum. Skortur á almennri háttvísi er leiðinlega áberandi í öllum skrifum þessa barnakennara. Einkum vekur þó ruddaskapur- inn við frú Vigdísi Blöndal undrun mína. Frú Vigdís er með afbr.igðum vel látin kona og mikils metin af öllum, ei kynnast henni. Hún hefir unn- ið merkilegt starf í þágu bai’na hjer í bænum, og jeg hefi aldrei fyr heyrt nokkurn mann minnast á hana örðuvísi en með virðingu og hlýju. En þessi stjettarbróðir hennar leyfir sjer að ráðast á hana með ofstopa og brígslyrðum um falsánir og illar hvatir, eingöngu vegna þess að hún lætur uppi skoðun sma á lokun Kleppjárnsreykja- heimilisins. Virðingarleysi fyrir sannleik anum kemur mjög fram í bar- áttu Arnfinns Jónssonar. Þao sýnir sig meðal annars í með- ferð hans á raunsögu einnar þeii’ra telpna, er send var heim frá Kleppjárnsreykjum þegar heimilinu var lokað. Hun strauk að heiman þrisvar sinr.- um á sex vikum og var týnd í samtals þrettán sólarhringa. Síðast var hún í burtu nokkuð á aðra viku, þangað til ung- mennaeftirlitinu tókst að finna hana. Þetta ber Arnfinnur Jónsson þannig á borð fyrir lesendur sína, að hann reynir að gera telpuna að pislarvotti hinna grimmilegu aðferða ungmenna eftirlitsins. Hann lýsir því með fjálgleik að „einkennisklædd- ir lögregluþjónar hafi verið látnir taka telpuna í kvik- myndahúsi”. Þetta eru ósannindi. En ef til vill er það engu verri áróð- ur fyrir því? Svona er frásögnin rjett: Jeg frjetti til telpunnar með hérmanni í kvikmyndahúsinu. Jeg er ekki einkennisklædd. Jeg gekk í myrkri inn eftir sýn •ipgargalnum á meðan athygli [ i' i I ■"• i > : 1 1 i-l t- i ;J fólks var beint að sýningunni. Dyravörður hússins var með mjer og hann sagði telpunni að samtals væi’i óskað við hana. Hún gekk þegjandi með mjer út úr salnum. Hermaðurinn elti hana. Jeg hafði vitanlega haft þá var úð að biðja lögregluþjóna um að vera til taks, ef hermaður- inn skyldi sýna yfirgang eða telpari gera tilraun til að strjúka. Lögregluþjónarnir biðu í anddyi’inu og þar var ekki annað fólk en nokkrir starfs- menn. Lögregluþjónarnir snertu telpuna ekki og ávörp- uðu hana ekki. Þeir gengu með okkur út að leigubifreið, er beið á götunni, og settust inn í hana ásamt okkur. Uti var dimt, svo þetta vakti enga sýnilega eftirtekt. Heima beið móðir telpunnar rúmliggjandi og í öngum sín- um. Mjer hefði þótt leitt að þurfa að segja henni að jeg hefði af óvarkárni mist dóttur hennar aftur í hörmungar- ástand hennar. Aðstandendur þessarar telpu unna henni mjög, og virðast mikið vilja á sig leggja henni til hjálpar. — Þeir höfðu neyðst til að biðja þrjár lögregludeildir um að- stoð við leitina, auk ungmenna eftirlitsins, sem sje götulög- regluria og rannsóknarlögregl- una í Reykjavík og lögregluna í Hafnarfirði. Útrúlegt er því, að þeir sjeu Arnfinni Jónssvni þakklátir fyrir að hafa gert vandræði þeirra að blaðamáli á þessum grundvelli. Skiljanlegra hefði mjer þótt að frásögnin um þetta hefði borið méð sjer mikla áhyggjur vegna hvarfs þessarar telpu. Brotthlaup hennar og sömu- leiðis þeirrar telpu, er jeg gat um í fyrri grein minni, er bein afleiðing af lokun Kleppjárns- reykjaheimilisins. En að lok- uninni skilst mjer að Arnfinn- ur Jónsson telji sig hafa unn- ið í „kyrþey”. Margur maður- inn hefði látið sjer þessi óhöpp að kenningu verða. En þau virðast örfa baráttuhug hans. Ef til vill er hjer eiri- mitt fundið það takmark, sem hann stefnir að: fullkomið frelsi barna til þess að fara sínar eigin götur, jafnvel þó það leiði til glötunar fyrir þau sjálf og tefli framtíð þjóðarinn ar í hættu! Einkennileg er líka ráðs- menskan með fulltrúa barna- verndarnefndarinnar, Ingimar Jóhannesson. Úr honum gerir Arnfinnur Jónsson einnig písl- arvott. En auk þess segir.hann að hann sje framkvæmdarstj. ungmennaeftirlitsins. Þetta er alveg tilhæfulaust. Ungmenna eftirlitið hefir aldrei haft framkvæmdastjóra. Á öðrum stað’*í þessum greinum slær höf. því föstu, að ungmenna- eftirlitið sje „aðeins ein kona” sem tekið hafi sjer þetta heiti til virðingarauka. Erfitt er að sameina þetta. Og hefði Ingi- mar Jóhannesson verið fram- kvæmdarstjóri, hversvegna er þá ekkert á hann deilt fyrir * Framh. á 8. síðu. í 1 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.