Morgunblaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 11
Fimtudagur 30. des. 1943. WORGUNBLAÐIÐ 11 ÍTtl£ VÍCKIMW yður, Monsieur Taylor? Svo þjer eigið nú að bindast við rumstólpann. Það er það besta fýrir yður. Hann er altof láíg- legur til að ganga laus. Velkom in fröken, velkomin til Shang- hai“, sagði hún að endingu um leið og hún virti Ruth fyrir sjer eins og hún væri að taka af henni mál með augunum fyrir föt, skó og lífstykki. „En hvað hafið þjer þarna?“ spurði hún er hún sá litla andarungann milli fingra Ruth. „Lítinn unga, en hvað það er skrítið! Því mið- ur deyr hann, en það er altaf hægt að fá annan í staðinn. —- Þjer komuð einmitt á rjettu augnabliki, ungfrú — hvað var það? ......Anderson? Það er mikið um að vera, skal jeg segja yður. Hafið þjer ekki heýrt Mon- sieur Taylor hvað skeði á Hung joo-flugvellinum? .... Nei? Á hvaða hnetti búið þjer með leyfi, Monsieur Taylor? Kin- verskur vörður skaut tvo Jap- ana, liðsforingja og sjómann í miðju Monumontstræti. Það verður til að ríða baggamuninn. þjer hafið enn ekki upplifað styrjöld í Shanghai. Nú kemur að því. Hve lengi hafið þjer ver ið hjer? Meira en þrjú ár, og ekkert stríð? Hamingjan góða, hvað borgin hefir breyst. En nú hlýtur það að byrja innan skamms. Og hvenær á brúð- kaupið að standa? .... Laug- ardag? Bestu hamingjuóskir! Og hafið þjer heyrt hitt? Það er sagt að kólera hafi brotist út meðal flóttafólksins. Það gerir ekkert til. Ekkert sumar án kóleru, svo framarlega sem jeg þekki Shanghai rjett. Au revoir, kæri minn. Við eigum eftir að tala meira saman áður en langt um líður“. Frank togaði Ruth burtu með sjer, eins fljótt og hann gat kurteisinnar vegna. „Þetta er hýenan", var það eina sem hánn sagði. Næst námu þau staðar við afgreiðsluborðið, þar sem Ruth ljet skrá sig í hótel- bókina og tók við lyklinum að herbergi sínu. „Ungfrú Anderson<:, sagði Mr. Murata, sem stóð brosleitur við hlið þeirra. Hann sýndist enn minni nú, en hann hafði sýnst innan um alla Japanina um borð í Kobe Maru. Hann var hlaðinn töskum og hafði böggul undir handleggnum. — „Frank“, sagði Ruth, „þetta er hr. Murata. Frank Taylor „Sjáið hvað jeg hefi hjerna“, sagði Ruth og sýndi Japanan- um andarungann í lófa sínum. Hann laut hrifinn yfir tístandi ungann. „Töfrandi", sagði hann. „Við Japanir mundum segja „omos- hiroi“. Frank stóð álengdar óþreyju fullur. Hann tók undir hand- legg Ruth. „Sjáumst síðar“, sagði Ruth, um leið og hún hraðaði sjer til lyftunnar. „Jæja“, sagði Murata. „Sjöttu hæð“, sagði Frank við kínverska lyftudrenginn. -*- Dýrari herbergin voru enn hærra uppi. Herbergi Helenu var á sextándu hæð. „Hvað?“ spurði hann, þegar Ruth herti takið á handlegg hans. „Mig svimar — af öllu þessu“, sagði hún afsakandi. Lyftan nam staðar. Ljetta- drengurinn, sem hafði tekið tösku hennar var kominn á und an þeim. Þau gengu fram hjá bambusviðarhúsgögnum og á ábreiðum, sem voru ljelegar stælingar á kínverskum stíl. „Hvað hefirðu haft af þess- um Japana að segja?“ spurði Frank. „Ekkert. Jeg spilaði við hann ping-pong. Japanir spila það annars altaf öðru vísi en við. „Það er varla nauðsynlegt að hafa samneyti við Japana ó- þokkana einmitt núna“, sagði Frank. „Þú hefðir ekki átt að gera það“. „Hvað er athugavert við*Ja- panina?“ spurði Ruth. „Hvað er athugavert við þá? Lestu ekki blöðin? Sástu þá ekki öll hei'skipin á Whangpoo? Við eigum eftir að finna smjör- þefinn af því, hvað athugavert er við þá áður en lýkur“. Ruth horfði óttasleginn á hann. Hjer þykir það leitt“, sagði hún feimnislega. „Jeg heyrði auðvitað engar frjettir um borð í japanska skipinu. Er það alvarlegt? Jeg á við snert- ir það þig nokkuð, að Japanir og Kínverjar eiga í brösum?“ „Það snertir mig sannarlega“, sagði Frank með hita. „í fyrsta lagi getur það haft spillandi á- hrif fyrir starf mitt. Einmitt núna, þegar jeg er loks búinn að koma undir mig fótunum. Og svo er jeg auðvitað í sjálf- boðasveitunum. En við skulum ekki hugsa um það núna“. Folarnir Sjö herbergið barst diskaglamur og mannamál frá eldhúsum hót- elsins, sem einnig snjeru út að garðinum. Uppyfir var blámóða himinsins; þrjár flugvjelar voru sjáanlegar. „Nú er kominn tími til fyiir þig að taka aspirínið11, sagði Ruth, eftir að hafa litið rann sakandi á Frank. Hún gekk að tösku sinni og opnaði hana, eftir að hafa lagt ungann var- lega frá sjer. „Viltu afsaka mig meðan jeg fer og þvæ mjer um hendurn- ar?“ spurði Frank. Hún kink,- aði kolli til samþykkis. Þau höfðu enn ekki kyst.st, Ruth fann asperíntöflumar og tók tvær úr töskunni. Hún fylti glas af vatni úr hitaflösku, sem stóð á borðinu og setti töfl- uprnar út í. Hún litaðist um í herberginu eftir góðum stað {handa andarunganum. — Hún kom körfunni að síðustu fyrir horninu hjá búningsherberg- inu og kysti á lítið gult nef ung ans um leið og hún lagðfr hann frá sjer. Síðan gekk hún hægt að speglinum og horfði gagn- rýnandi á spegilmynd sína. — Frank blístraði inni í baðher- berginu og skrúfaði mikið frá krönunum. Andleg áreynsla þessarar fyrstu klukkustundar var henni næstum um megn. Hún gat sjeð slagæðarnar á hálsi sjer slá ákaft. Það að vera með Frank var eins og að synda í háflæði, þegar hver bylgjan tek ur við af annari, svo að ógern- ingur er að ná andanum á milli þeirra. Hann kom út úr bað- herberginu með vott hárið. — „Hjer er aspirínið þitt“, sagði Ruth. „Því miður hefi jeg ekk- ert byssupúður“. Hún horfði á hann meðan hann drakk vatnið sem töflurnar voru leystar upp Æfintýri eftir Jörgen Moe. 3. langan tíma, og var orðinn bæði sveittur og móður, kom hann að bjargskútanum, þar sem kerlingin sat og spann á snælduna sína. Hún kallaði strax til hans og sagði: „Komdu hingað til mín, sveinninn minn væni, og jeg skal greiða hár þitt“. Það leist pilti vel á. Hann lofaði folunum að fara sína leið, en settist niður í skútann hjá kerlingunni. Þar sat hann og lá og hreyfði sig ekki allan daginn. Þegar folamir komu aftur um kvöldið, fjekk kerlingin þessum pilti líka mosaflyksu og vatnskrús, sem hann átti að sýna konunginum. En þegar konungur spurði piltinn: „Geturðu sagt mjer hvað folarnir mínir sjö jeta og drekka?“ og piltur sýndi mosann og vatnskrukkuna og sagði: „Hjer sjerðu matinn þeirra og drykkinn“. —■ Þá reiddist konungur og skipaði að flengja piltinn, og reka hann þegar úr vistinni. Og þegar piltur kom heim til sín aftur, sagði hann líka sínar farir ekki sljettar, og kvaðst aldrei framar fara að leita sjer atvinnu. Þriðja daginn vildi Öskubjörn fara af stað. Hann sagði að sig langaði líka til þess að reyna að gæta folanna sjö. Hitt fólkið hló og gerði gys að honum, og bræður hans sögðu: Fyrst svona fór fyrir okkur, þá getur þu aldrei gætt þeirra, — enda væri það einkennilegt, þar sem þú aldrei hefir gert annað en að liggja og róta í öskunni“. „Jeg vil nú fara samt“, sagði Öskubjörn. „Jeg er nú einu sinni búinn að taka það í mig“, og hvað sem bræð- urnir hlógu og foreldrarnir báðu, þá var það til einskis gagns. Öskubjörn lagði af stað. Þegar hann hafði gengið lengi, kom hann til konungs- hallarinnar í rökkrinu. Þar stóð konungur úti á tröppun- um og spurði hvert hann ætlaði. „Jeg er að leita mjer að atvinnu“, sagði Öskubjörn. „Hvaðan ertu?“ spurði konungurinn, því nú vildi hann vita svolítil deili á manninum, áður en hann rjeði hann í vist hjá sjer. Öskubjörn sagði hvaðan hann væri, og sagðist vera bróðir þeirra tveggja, sem gætt hefðu folanna konungs- ins, og svo spurði hann, hvort hann gæti ekki fengið að gæta þeirra daginn eftir. „O, svei“, sagði konungur, — hann reiddist, bara ef hann heyrði þá tvo folasmala nefnda, — „ef þú ert bróðir þeirra, þá dugir þú varla mikið heldur. Slíku fólki hef jeg fengið nóg af“. — Ljettadrengurinn opnaði Unnusti minn,! dyrnar, bar töskuna inn fyrir — hr. Murata“. (þau , leit snöggvast inn í bað- ' Murata lagði frá sjer eina (herbergið og skrúfaði frá loft- töskuna til að geta tekið ofan. (ræstingunni, og beið auðmjúk- Hann brosti sínu japanska brosi mjúkur en eftirvæntingarfull- „Það gleður mig, gleður mig ó- ’ ur eftir ómakslaúnum sínum. segjanlega“, sagði hann og Uhdireins og hann var íarinn hneygði sig. lokaði Frank dyrunum, stað- „Gleður mig að kynnast yð- ur“, sagði Frank um leið og hann rjetti fram tvo fingur. • „Leyfist mjer að spyrja — dveljist þjer hjerna einnig, ung frú Anderson?“ spurði YoshiojFrank *, er auðvitað ekki neitt konung næmdist síðan á miðju gólfi. „En hvað þetta er viðkunnan- legt herbergi“, sagði Ruth vand ræðalega. Hana hafði of oft dreymt um endurfundina við Hann ræskti sig. „Það Murata. „Það var sannkölluð heppni. Þá ætla jeg að leyfa mjer að senda bækurnar til her bergis yðar. Nr. 615?“ sagði hann um leið og" hann leit á málmskjöldin, sem hjekk við lykilinn. — Ósjálfrátt stakk Frarik honum í vasann. legt“, sagði hann og brosti dauflega. Hann stóð enn ráða- leysislega úti á miðju gólfi. — Ruth gekk að glugganum og leit út. Glugginn vissi út að garðinum. Fyrir neðan hann var hvolfþak úr gleri og inn í Um það bil, sem Viktoria Englandsdrotning kom til valda, fyrir nálega 100 árum síðan, var meðalaldur Englend- inga 40 ár. En nú er meðalald- ur þeirra 59 ár. Skæðustu sjúkdómar þar í landi eru hjartasjúkdómar og krabbamein. 28% deyja úr hjartasjúkdómum og 14% úr krabba. En ekki nema einn af hverjum 29 deyja úr ellilas- leika. ★ Richard Aldington sagði eitt sinn: „Mjer var eitt sinn falið að skrifa ritdóm um bók, sem eft- irfarandi ,,kvæði“ var í: A B C D E F G H I J K L M N O P Q R 5 T U V W X Y Z. „Jeg krifaði þannig um það: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10. „Jeg held því ennþá fram, að það sje besti ritdómurinn, sem jeg hefi nokkru sinni ritað, en til allrar The Times óhamingju neitaði að birta hann“. veit ekki til þess, að þú hafir nokkurn tíma gert það, elskan mín“. Lincoln var eitt sinn sýnt málverk eftir mjög hljedrægan málara og var beðinn um að segja álit sitt á listaverkinu. „Hvað“, sagði Lincoln, „mál- arinn er mjög góður málari og ætti skilið að fá lávarðsnafn- bót“, „Hvað eigið þjer eiginlega við, Mr. Lincoln?“ „Jeg álít“, svaraði Lincoln, „að hann hafi ekki líkt eftir neinu, sem er í þessum heimi, hvorki á jörðinni, í loftinu, neð anjarðar eða í djúpi sjávarins“. ★ Eftir að lokið hafði verið við töku myndarinnar „Bill of Di- vorcement“, en í henni ljek Katherine Hepburn við John Barrymore, sagði Katherine við John: „Guði sje lof, að jeg þarf aldrei að leika á móti þjer oft- ar“. „Ó“, svaraði Barrymore, „jeg gefa hálfa einn koss af Hann: Jeg vildi æfi mína fyrir vörum yðar. Hún: Takið tvo, og fljótir að ljúka þessu af. verið Það var einhver sem skýrði Jerrold frá því, að einn vinur hans, frjósamur rithöfundur, hefði í hyggju að tileinka hon- um næstu bók sína. Jerrold stundi og sagði síð- an alvarlegaj ■ „Það er annars hræðilegt vopn, sem hann hefir tekið sjer í hönd“. ' „Grafið mig á grúfu“, sagði Diogenes, og þegar hann var spurður hversvegna, svaraði hann: „Vegna þess að öllu verð ur snúið við áður en langt líð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.