Morgunblaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 30. des. 1943. IVfinningarorð um .__ • -itmÉ&e&Ba Herborgu Guðmundsdóttur HERBORG GUÐMUNDS- i DÓTTIR verður borin til mold- ! ar í dag. Hún er fædd að Staf- • felli í Fellahreppi 25. júlí 1864. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Bjarnason Jóns- sonar frá Melum í Fljótsdal og Hólmfríður Sigurðardóttir, Brynjólfssonar, Grímssonar prests að Hjaltastað. Móðir Hólmfríðar Sigurðardóttur var Hólmfríður Rafnsdóttir, systir Benedikts Rafnssonar bónda á Kollsstöðum á Völlum. Hann var afi Benedikts Rafnssonar bónda og póstafgreiðslumanns á Höfða. Af þessu, er nú hefir Sagt verið, má %já, að Herborg hefir verið af góðu bergi brot- in. Föðurætt hennar er svo nefnd Melaætt, alkunn að gáf- um og atorku. Sama má segja um móðurættina; eru t. d. mjög kunnar sagnir þar eystra af snilligáfum síra Gríms, svo og Benedikts Rafnssonar frá Höfða, sem var fluggreindur og skáldmæltur. Herborg ólst upp í foreldra- húsum til tvítugsaldurs. Þá fluttist hún að Dalhúsum í Eiða þinghá, gekk hún að eiga bónd- ann þar, Óla Halldórsson, er þá hafði mist fyrri konu sína, tók hún þegar við búsforráðum með honum. Óli átti eina dótt- ur, Önnu, af fyrra hjónabandi. Eftir þriggja ára búskap á Dal- húsum fluttust þau að Keldhól- um á Völlum. Þau bjuggu þar ekki lengi, en keyptu jörðina Höfða í sömu sveit. Þar bjuggu þau um 30 ára skeið, eða ’>ar til þau seldu búið og jörðina í hendur Guðmundi syni sínb-n. Það geta tæplega aðrir en þeir, sem reynt hafa, gert sjer í bugarlund þá hörðu lífsba-- áttu, er fólk háði á þessu lanc’.i árin fyrir og um síðustu alda- mót. Má nærri geta, hvort þau Óli og Herborg hafi farið var- hluta af þeirri baráttu, enda mun efnahagur þeirra hafa verið fremur þröngur framan af. Óli var fjörmaður, djarfur og áræðinn, mun því aldrei hafa verið um undanhald að ræða í búskap þeirra, heldur sótt á brattann jafnt og þjett. Naut þar vel að hagsýni og skapfestu Herborgar, er full- komlega stóð við hlið manns síns, enda mun hann sjaldan eða aldrei hafa ráðist í neitt það, er máli skifti, án hennar vitundar og fulltingis. Þeim hjónum varð 7 barna auðið, 3 dóu ung, elst þeirra Geir varð þriggja ára, sjerstak- lega mannvænlegt barn. Heyrði jeg á þeim hjónum, þótt fáorð væru um slíkt, að það hefði verið þeim þung raun. Annan dreng mistu þau, er Halldór hjet, eitt hlaut ekki skírn. Börn þeirra, er komust til fullorðins ára, eru: Guðmundur, er nú býr í Keflavík, Guðný, Hólmfríður og Elín Geira, allar búsettar 1 Reykjavík. Anna, sem áður get- ur, er búsett á Akureyri. Öll eru þau systkin vel ment og gjörfuleg. Það var árið 1919, sem þau Herborg og Óli brugðu búi; þau fluttust þá til Hafnarfjarðar, keyptu þar hús og settust þar að. Stundaði Óli þar vinnu eft- ir því sem til fjelst, meðan kraftar leyfðu. Sá tími mun hafa verið Herborgu kærkom- inn hvíldartími, eftir langt bú- skaparannríki, en sú hvíld varð ekki löng. Árið 1926 seldu þau hjón hús sitt í Hafnarfirði og fluttust til Reykjavíkur. Óli var þá þrotinn að heilsu. Fóru nú í hönd erfiðir tímar fyrir Herborgu að stunda mann sínn í veikindum hans, en hún brást ekki heldur þá en áður; með sinni alkunnu skyldurækni og stillingu hjúkraði hún manni sínum þar til yfir lauk. Hann andaðist 1928 og í dag verður hún lögð við hlið hans í kirkju- garðinum. Eftir lát manns síns dvaldist hún hjá dætrum sínum, Hólm- fríði og þó aðallega Geiru og manni hennar Sveini Sæmunds syni yfirlögregluþjóni. Hún var við góða heilsu til þess síðasta, lá aðeins 2 daga. Hún andaðist. 22. þ. m. Herborg Guðmundsdóttir var mjög glæsileg kona, meðallagi á vöxt, fríð sýnum, prúð og virðuleg. Hún var ekki sett til menta, enda ekki títt meðal bændafólks í þá daga, en hún var óvenju miklum kostum bú- in. Það er óhætt að segja, að hún var stórgáfuð kona. Hún Hafði stálminni, og hjelt hún því lítt skertu til hins síðasta. Hún fylgdist vel með í öllum landsmálum á hverjum tíma, hafði ákvéðn^r og vel rökstudd ar skoðanir í hverju máli, enda var dómgreind hennar frábær. Herborg mun hafa verið geð- rík alveg í meðallagi, en sjálf- stjórn hafði hún svo góða, að menn urðu þess lítt eða ekki varir, hagaði ávalt orðum sín- um vel og skipulega, hreinskil- in og hispurslaus, sóttist lítt eftir vináttu manna, en vin- átta hennar var traust. Þegar gamalmenni hallast til hinstu hvíldar, á ekki við að gera sjer harmatölur, það er svo eðlilegt og sjálfsagt. En í dag mætast vandamenn og vin- ir í hljóðlátri lotningu við leg- stað hinnar nær áttræðu heið- urskonu. Blessuð sje minning hennar. J. B. RÚSSAR HAFA FENG- IÐ 7000 AMERÍSKAR FLUGVJELAR. RÚSSAR hafa fengið 7000 flugvjelar frá Bandaríkjamönn um í tvö ár, sem lauk 1. nóv. s.l. Ennfremur hafa þeir feng- ið á sama tíma 2500 skriðdreka Hernaðartæki þessi hafa Rúss- ar fengið með láns og leigu- kjara kjörum. Auk þeirra her- gagna, sem hjer hefir verið skýrt frá, hafa Rússar fengið mikið af öðrum- vörutegundum frá Bandaríkjunum. Anna Ingvarsdóttir IHinning FRU ANNA INGARSDOTT- IR ér dáin. Langt, langt í burtu frá fjölskyldu sinni og vinum, heimili sínu og föðurlandi — langt í burtu frá öllu því, sem henni var heilagast og kærast, kvaddi hún lífið í fjarlægri heimsálfu, þessi glæsilega, ís- firska kona. Máttugir vængir nú tíma-flugtækninnar báru hana dauðvona vestur yfir hafið. Þar var úrslitatilraunin gerð til þess að bjarga lífi hennar, en jafnvel það átak varð árangurs laust. Og nú er skarð fyrir skildi heima á Isafirði. ★ Jeg sá Önnu Ingvarsdóttur í fyrsta sinn við guðsþjónustu í Isafjarðarkirkju. Jeg var þá gestur þar í bænum og fáum kunnugur. Það vakti óðara at- hygli mína, að kirkjusöngur ís- firðinga var fagur og fágaður, einkum kvennaraddirnar. í fremstu röð söngflokksins stóð kona klædd íslenskum búningi, forkunnar fríð sýnum, svip- hrein, ljúfmannleg og öll hin glæsilegasta. Mjer var sagt, að þetta væri Anna, kona Jón- asar Tómassonar; hann sat þar við kirkjuorgelið. Hann er söng stjóri og tónskáld. Síðar átti það fyrir mjer að liggja að flytjast alfarinn til Isafjarðar. Dvöl mín þar varð að vísu stutt, og er það önnur saga. En jeg dvaldi þar nógu lengi til þess, að jeg átti því láni að fagna að kynnast dálít- ið þessari fjölskyldu og þessu sjerstæða heimili. Jeg býst við, að hver sá, er nokkur kynni hef ir haft af þeirri fjölskyldu og þeim heimilisbrag, gleymi þeirri kynningu aldrei síðan. Húsfreyjan frú Anha Ing- varsdóttir átti ekki sistan þátt- inn í því að skapa þann ógleym anlega heimilisbrag og afla heimilinu trúrra vina og dá- enda. Hún var flestum þeim kostum búin, sem konu mega prýða. Hún var, sem fyrr seg- ir, glæsileg svo af bar. Hún var ákafléga söngvin: Ijek prýð isvel á píanó og var gædd af- bragðs fallegri söngrödd. Hún var ljúf í viðmóti, hæversk í fasi. Hún var kvenleg í þess orðs bestu og fyllstu merkingu. Slík er minningiri, sem jeg á og mun jafnan varðveita um frú Önnu Ingvarsdóttur. Svo ætla jeg að flestum fari, sem til hennar þekktu. Öll rök hnigu til þess, að hún hlaut að verða hvers manns hugljúfi — og það við fyrstu sýn. Starfsferill þeirra hjóna, Önnu og Jónasar, er mikill og merkilegur. Jeg vil hjer aðeins nefna þann þáttinn, sem mjer er kunnugastur: starf þeirra í þágu söng- og hljómlistar. Um langt skeið hafa þau lagt fram sameinaða krafta sína og hæfi- leika í þágu þeirrar göfugu list a,r og veitt Vestfirðingum ótelj andi og ógleymanlegar unaðs- stundir í ríki söngs og hljóma. Jeg hefj, svo að dæmi sje nefnt frjett um hljómleika, sem þau hjeldu eitt sinn heima á ísafirði ásamt syni sínum ungum, sem hefir erft hina ríku tónlistar- gáfu foreldra sinna. Hjónin ljeku á pianó og orgel, frú Anna söng — og drengurinn ljek á fiðlu. Mjer er sagt, að þessir sjerstæðu hljómleikar hafi vakið mikla og verðskuld- aða hrifningu. „Nú er söngurinn dáinn og sól hnigin véstur ...... “. Nú hljómar kvenröddin fagra ekki lengur, nú er hljótt og dapurt á hinu elskulega heim- ili, þar sem dísir söngsins og gleðinnar rjeðu ríkjum. Jón- as Tómasson og synir hans hafa mikið mist, eiginkonan og fnóðirin er horfin úr því sæti, sem hún skipaði með svo mikilli prýði Jeg sendi þeim feðgunum hjartanlega samúðarkveðju — og jeg veit, að allur ísafjarðar- bær tekur þátt í djúpum og innilegu,m söknuði þeirra. Jón frá Ljárskógum. STRANDHÖGG Á SARK. London í gærkveldi. — Þýska frjettastofan segir frá því í dag, að breskar strandhöggssveitir hafi í nótt sem leið ráðist til landgöngu á eynni Sark í Erm- arsundi, en lent á jarðsprengju svseði, þegar er þær komu á land og horfið aftur við svo bú- ið; eftir að háfa mist nokkra menn. Ekkert hefir um þetta frá Bretum enn. — Réuter. ■ 'W ? „Alexárider mikli“ var rhikill fjölleikamaður. Hann hefir notað einhverja Ifcudini aðferð til að komast úr fangelsinu. FangavÖrðurinp: — Einasta Íeiðin er þakið yfir sjúkradeildinni. X-9: — Við skulum athuga. þakið. , | X-9: — Vatnsgeymirinn, það er laúshinM ' *' Fangavörðurinn: •— Hvað eigið- þjeir við? •' ’X-9 — Fráíéfíslisrörið. Hann hef jr kafað niðpr í geypiirinn; pg'funriið gegnuriij .rori?ir'!j •••■« - Fangávörðurinn: — Hamingjan fangelsisveginn og út í fljótið! » -r" góða. Undir / vJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.