Morgunblaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 30. des. 1943. Fímm mínútna - SjÓOMSlan krossgáta Framh. af bls. 1. Lárjett: 1 lyfta — 6 kletta- skora — 8 tónn — 10 tveir sjer- hljóðar — 11 hindraði — 12 frumefni — 13 forsetu — 14 ástfólgin — 16 lamað. Lóðrjett: 2 fornafn — 3 langt í burtu — 4 játning — 5 rusl — 7 skilja eftir — 9 óvissa — 10 ýra — 14 kvað — 15 goð. Tapað GULLARMBAND tapaðist annan í jólum Skólavörðustíg eða í strætis- vagni þaðan og vestur Garðastræti. Skilist gegn fundarlaunum á Skólavörðu- stíg 15. Sími 1857. Kaup-Sala TVENN SMOKINGFÖT til sölu. Onnur ný á háan mann hin sem ný á fremur lágan mann. Klæðaverslun Iir’Andersen &Sön, Aðalst. 16 KlNVERJAR og KnölþBrjefhfifur. Búðin Bergstaðastræti 10. NOTUÐ HÚSGÖGN keypt ávalt hæsta verði. - Sótt heim. Staðgreiðsla. ■ Sími 5691. Fornverslunin Grettisgötu 45. Tilkynning' FÍLADELFÍA Samkomur á Gamlárskvöld, Nýársdag og sunnudag kl. 8,30 e. h. Allir velkomnir. L O. G. T. JÓLATRJE barnanna í Unni og Jölagjöf. Sækið aðgöngumiða í dag kl. 10—12 og kl. 1—2 í GT-hús- ið. UPPLYSINGASTOÐ um bindindismál opin hvern fimtudag kl. 6—8 e. h. í G. T.-húsinu. ik*.hmM“X<<«Xm:mX“Xm:**xm:m:“:“:. Fjelagslíf SKÍÐADEILD l.R. Skíðaferðir að Kol- viðarhóli á gaml- ársdag kl. 6 e. h. ef næg þátttaka fæst. Á nýárs- <iag kl. 9 f. h. Á sunnudag kl. 9 f. h. Lagt af stað frá Varðr arhúsinu. Farmiðar seldir í Versl. Pfaff á gamlársdag kl. 12—3. Sjóorusta hefst. En nú 'voru hresku beiti- skipin komin á vettvang og> rjeðust þau þegar á tundur- spillaflotan. Þjóðverjamir voru samt ekki í miklum víga hug, því þeir skiftu tundur- spillahópnum, fyrst í þrent og síðan í fleiri hópa og reyndu að komast undan. Bresku jheitiskipin veittu fjórum tund’ urspillum eftirför, sökt*u þrem, þeirra, en auk þess er vitað* að þau löskuðu aðra. Allan tíman meðan á þessu stóð, voru flugvjelar banda- manna og þýskar flugvjelar ál sveimi yfir skipunum. Voru skotnar niður tvær breskar flugvjelar og ein þýsk. Ileink- el 177. Sraávægilegar skemdir urðu á beitiskipinu Galsgow. Þjóðverjar notuðu sjer ekki yfirburði sína. Breskir hernaðarsjerfræðing- ar furða sig á því, að þýski tundurspillaflotinn skyldi ekki hafa notað 4jer yfirburði sína. Þýsku tundurspillamir höfðu þá yfirburði að vera fleiri og gátu því skift sjer til árása á þeitiskipin tvö. Tundurspillarn ir eru hraðskreiðari heldur en beitiskipin, ganga sennilega 35 mílur á móti 31 mílu gangi beitiskipanna. Auk þess höfðu tundurspillarnir samanlagt meiri vopn. Það eina, sem bresku beitiskipin höfðu fram yfir þýsku tundurspillana var, að byssur þeirra drógu lengra. Þá geta flotasjerfræðingar þess til viðbótar, að tundurspill arnir höfðu samanlagt 76 tundurskeytabyssur á móti 18 tundurskeytabyssum beitiskip- anna. Þykir það mikill sigur beitiskipanna að hafa sökf % af skipakosti andstæðinganna í þessari viðureign. Þá er og bent á, að Enter- prise er 24 ára gamalt skip, en þýsku tundurspillarnir allir af nýjustu gerð. Sumir bera saman framkomu Þjóðverjanna í þessari orustu og bresku tundurspillanna fjögurra, sem rjeðust að þýska orustuskipinu Sehamhorst á annan jóladag og tókst að koma á það þremur tundurskeytum. Hclmingur þýska tundurspillaflotans. Það er talið, að Þjóðverjar hafi átt alls eina 20 tundur- spilla og hefir því verið um að ræða helming tundurspillaflota jeirra í þessari einu flotadeild. 364. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 7.40. Síðdegisflæði kl. 20.05. Ljósatími ökutækja: Frá kl. 15.00 til kl. 10.00. Forsætisráðherra verður til staðar í embættisskrifstofu sinni í stjórnarráðinu á nýársdag kl. 2.30—4.30, fyrir það fólk, sem kynni að vilja bera fram nýárs- óskir við hann. Hjónaefni. Á jóladag opinber- uðu trúlofun sína imgfrú Stein- unn Jónsdóttir, Stórholti 8 og Ágúst Júlíusson, starfsm. hjá Vjelsm. Hjeðinn. Hjúskapur. Á jóladag voru gefin saman í hjónaband áf síra Garðari Þorsteinssyni Guðrún Sigurjónsdóttir, Hverfisg. 45 Hafnarfirði og Karl Kr. Krist- jánsson frá Borgarnesi. Heimili þeirra er Grettisg. 76. Hjónaefni. Á Akranesi opin- beruðu trúlofun sína á aðfanga- dag jóla ungfrú Jóna Elíasdóttir, Óðinsgötu 15 og Haraldur Magn- ússon sjómaður, frá Flateyri. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Guð- ný Jóhanna Hannesdóttir frá Hnífsdal og Jón Ásgeir Gestsson bílstjóri, Langeyrarveg 12, Hafn arfirði. Hjónaefni. Um jólin opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Hall- dóra Jóhannsdóttir frá Bíldudal og Andrjes Júlíus Ásgrímsson sjómaður, Lindargötu 52, Rvík. í dag er síðasti dagur újhlut- unar á skömtunarseðlum, en í gær höfðu 24.000 manns sótt seðla. Afgreiðslan er opin frá kl. 10 f. h. til 6 e. h. og er hún í húsa kynnum Hótel Heklu, gengið inn um suðurdyr. ÚTVARPIÐ í DAG: 20.20 Útvarpshljómsveitin leik- ur (Þórarinn Guðmundsson stjórnar): a) Forleikur að ó- perunni „Zampa“ eftir Her- old. b) Blysadans eftir Mey- erbeer. c) „Estudiantina", vals eftir Waldteufel. d) Mars eftir Fucik. 20.50 Frá útlöndum (Axel Thorsteinsson). 21.15 Lestur íslendingasagna (dr. Einar Ól. Sveinsson há- skólabókavörður. Foreldrar Óttars Eggertssonar Winnipeg eiga símskeyti í utan- ríkisráðuneytinu, sem ekki hefir verið hægt að koma til skila, vegna ókunnugleika um heimilis fang þeirra. Óskar ráðuneytíð, að skeytisins verði vitjað. Austfirskir sjúklingar á Vífils- stöðum biðja Morgunblaðið að færa fjelagi austfirskra kvenna árnaðaróskir með besta þakklæti fyrir jólaglaðninginn. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir Vopn guðanna eftir Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi á nýárs- dagskvöld og hefst sala aðgöngu- miða kl. 2 í dag. Hótel Borg biður blaðið að koma þeim skilaboðum til ^eirra, er eiga eftir að sækja aðgöngumiða að nýársfagnaðin- um, að vitja þeirra kl. 3—6 í dag TaA* Á. r. 3t«r^unt)laítí) cxj* bGjjipjuruluJimih sj fevma ÍLa/mcí. c&cuCy j Innilegt hjartans þakklæti votta jeg hjer með herra Ásgeiri G. Stefánssyni og fjelögum hans í H.f. Hrafnaflóka í Hafnarfirði, fyrir þá höfðinglegu gjöf, er mjer var færð frá þeim nú fyrir jólin. Jeg bið guð að launa þeim og öllum öðrum, sem hafa glatt mig fyrir þessi jól og margoft áður. Jeg óska þeim öllum gleðilegs nýárs og komandi daga, með bestu þökk fyrir liðnu árin. Ólafur Jónsson, Garða. Mínar bestu þakkir til allra þeirra, er glöddu mig með gjöfum, skeytum og á annan hátt sýndu mjer vinarhug á 65 ára afmæli mínu. Ólafur Kr. Ólason. Miðtúni 42. t Mínar bestu jóla- og nýársóskir, sendi jeg H.f. Keili, forstjóra þess, samstrafsmönnum mínum, sem og öllum vinum og velunnurum f jær og nær, ásamt innilegri þökk fyrir höfðinglegar gjafir, vinsemd og kærleika. Guð blessi ykkur öll. Filippus Ásmundsson. Skrifstofustarf Ungur maður óskast til skrifstofustarfa hjá stóru fyrírtæki í miðbænum nú þegar. Umsókn merkt „Miðbær/ sendist afgreiðslu þessa blaðs fyrir 4. jan* n k. ásamt mynd af umsækjanda Húsgagnasmiðir Húsgagnaboldang nýkomið frá Bandaríkjunum. HEILDVERSL. JÓH. KARLSSON & CO. Sími 1707. Lokað Kl. 10-1 vegna jarðarfarar Ingólfsbakarí tmst Bróðurdóttir mín GUÐLAUG ÞORBJARNARDÓTTIR frá Flatey á Breiðafirði, sem andaðisst á Vífilsstöð- um 18. des s. L, verður jarðsett frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 31. des. kl. 1 e. m. Fyrir hönd systra hennar og ættingja. Sigurður Magnússon, Grxmdarstsíg 4, Hafnarfirði. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við frá- fall og jarðarför . HLÍFAR ÞÓRÐARDÓTTUR Fyrir hönd okkar og annara aðstandenda. Katrín Pálsdóttir. Ásgeir Kröyer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.