Morgunblaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 5
Fimtudagur 30. des. 1943. MORGUNBLAÐIÐ 5 Grein Jóhönnu Knudsen Framh. af 4. síðu. ,,afglöp” eftirlitsins? I sambandi við þetta vil jeg vekja athygli á eftirtektar- verðu atriði. Arnfinnur Jóns- son segir í einni af greinum sínum að „þess hafi ekki ver- ið að vænta að Ingim. Jóhann- esson gæfi barnaverndarnefnd inni skýrslur um störf sín hjá eftirlitinu, vegna þess að hon- Um hafi verið kunnugt um afstöðu nefndarinnar til eftir- litsins þegar það hafi verið stofnað”. Hann bætir því við, að ,,sú vitneskja ein hafi fylli- 3ega rjettlætt það, að hann flytti nefndinni ekki frjettir af aðgerðurrt eftirlitsins”. Hvern- ig á að skilja þetta? Heldur barnaverndarmaðurinn því fram, að nefndin hafi frá önd- verðu verið mótfallin eftirliti með telpum? Ovandað vopnaval einkenn- ir alla baráttu fyrir röngum málstað. Þetta kemur einnig hjer í ljós. T. d. neitar Arn- finnur Jónsson staðreyndum eða lætur eins og hann sjái þær ekki, ef honum býður svo við að horfa. Hann gengur þó feti framar í þessu, en jeg hefði búist við, þegar hann vjefengir skýrslu barnavernd- arnefndarinnar. Hann neitar því þvert ofan í skýlausa frá- sögn skýrslunnar, að nefndin hafi átt þátt í dvöl telpnanna á Kleppjárnsreykjum. Nokk- urt aðhald virðist hann þó hafa af nefndinni að því leyti, að eftir að útdráttur úr skýrsl- unni hefir verið birtur, hætt- ir hann skyndilega öllum árás um á uppeldisheimilið. Síðan beinir hann öllum skeytum sín um að ungmennaeftirlitinu. •— Eitt af þessum skeytum hittir þó ekki eftirlitið, heldur nefnd ina. Arnf. Jónsson heldur því sem sje fram, að sjer. hafi ver- ið meinað að lesa þær skýrsl- ur, sem nefndin hafði í hönd- um frá eftirlitinu. Allir nefnd- armenn eru ábyrgir og hljóta því að hafa jafrian aðgang að gögnum nefndarinnar. — Eftir þéss’u ætti hann þá að hafa verið beittur hreinúm rangind um af meðnefndgrmönnum sínum. ' • Arnf. Jónsson heldur þvi fram æ ofári í æ að skýrslur mínar sjeu ósæmilegar. — Frá þessu hnikar hann ekki, þó færð hafi verið fram rök fyrir því að dómbærari menn en hann sjeu á annari skoðun um þetta. Sama er að segja um hinar þrálátu fullyrðingar um það, að jeg taki það upp hjá sjálfri mjer að yíirheyra stúlkur. Hann gerir sjer meira að segja það ómak að grafa upp skipunarbrjef mitt til þess að gera frásögn sína líklegri í aug um lesenda. Þó veit hann full- vel, að jeg hefi nú í nærri 2 ár framkvæmt þetta eftir fyr- irmælum yfirboðara minna og með samþykki ungmennadóm- stólsihs og barnaverndar- nefndarinnar (og þar með einnig A. J.). Hitt er aftur annað mál, að þessir aðilar géta hvenær sem er, afturkall að þessa héirrtíld. Hvergi kemur. þó innræti þessa mánns eins skýrt í ljós og í lok síðustu greinar hans. Þar læðir hann fram þeirri tilgátu að starf mitt byggist á sjúklegum áhuga fyrir sóða- legum sögum. Jeg bið menn að gera sjer fulla grein fyrir því hvað í þessari aðdróttun felst. Og velta því síðan fyrir sjer hvernig þeim manni muni vera háttað, sem telur sjer slika bardagaaðferð samboðna og hvernig sá málstaður muni vera, sem þarf á slíkum vopn- um að halda. Þau dæmi, sem hjer hefir verið bent á, hljóta að nægja til þess að sýna öllu samvisku samlegu fólki fram á að var- hugavert muni vera að treysta forsjá Arnfinns Jónssonar. Fjöldi íslendinga hefir gert sjer grein fyrir hættunni, sem okkur stafar af hermanna- kynnum kvenfólks. Mikil nauð syn væri nú að-þeir gerðu með sjer samtök um að sporna við henni. Alþingi hefir enn ekki látið þetta mál til sín taka. Það mun brátt koma saman á ný til þess að ræða sjálfstæðismálið. Von- andi er að háttvirtir þingmenn taki þá þann þátt sjálstæðis- mála okkar, sem hjer hefir ver ið gerður að umtalsefni, til rækilegrar yfirvegunar. Verði hann enn látinn reka á reiðanum, fer- ekki því því, að andvaraleysi okkar fái þunga dóma í sögunni. — Þá mun um okkur verða með sanni sagt að við höfum afhent hernum stúlkubörn- m. Reykjavík, 17. des. 1943. Hverniq íslendingar gætu orðið forgönguþjóð og ísland „Farsælda Frón" i. Adam Rutherford kemst svo að orði í ávarpi því, sem sjera Bjarni Jónsson flutti fyrir hönd hans i útvarpinn hjer, 2. júní 1939: Högum yðar íslendinga „er nú þannig háttað, að yður er gefið tækifæri, sem ekki er veitt neinni annari þjóð í heimi“. (Sbr. Sannýal, s. 12). Svo er að sjá sem lítið mark hafi hjer á landi verið tekið á orðum þessum, sem eru þó svo stórmerkileg. Því að það er ekki nokkur vafi á því, að hinn mikli spámaður hefir þama satt sagt. Islendingar eiga þess kost að hafa forgöngu í stærsta máli jarðar vorrar, því máli sem varðar héill alls mannkyns meir én nokkurt annað. Og þarf varla að taka fram, að sú stofn- un sem þama ætti að beita sjer fyrir, er Alþingi. Alþingi gæti veitt fimm miljónir króna til að koma hjer upp fyrstu líffræði- legu stjörnustöðinni á þessari jörð. Mundi sú samþykt verða víðfræg mjög og góðfræg, og með henni skifta alveg um fyr- ir þessari svo mikilvægu stofn- un. Vegur Alþingis hefir, eirls og allir vita, farið mjög hnign- andi þéssi síðustu misséri. En verði því tækifæri sætt sem hinn mikli spámaður á við, mundi skifta alveg um, svo að Alþing hið nýja, sem á svo skamt til 100 ára afmælis síns, einsog kunnugt er, mundi verða mjög miklu frægra en hið foma Alþingi íslendinga, einsog framtíð íslenskrar al- þjóðar mundi verða mjög miklu stórkostlegri en jafnvel sú for- tíð hennar sem frægust er, en þar sem þó sundurlyndið spilti svo mjög, að jafnvel sá íslend- ingur, sem var einn af stór- snillingum mannkynsins, og meir er að þakka en nokkrum einum manni öðrum, að íslensk þjóð er ennþá til, og íslensk tunga sem lifandi mál, var hjer drepin, einsog minst hefir ver- ið fyrir ekki löngu. En sátt og samlyndi mun mjög einkenna líf þjóðarinnar á því íslandi, sem með sanni verður hægt að kalla Farsælda Frón. II. Þörfin á því að íslenska þjóð in komist af ógæfuvegi er viss- lega mikil. Á því landi þar sem smábörn soðna til bana með nokkurra mánaða millibili, og ekki er heldur langt á milli ó- vsentrá og herfilegra sjóslysa, er tilhneigingin til illvildar svo rík sem marka má af því, að varla getur menn grfeint svo á um málefni, að ekki verði af hatur og fúkyrðafjúk. Mun þar verða mikil breyting á, þegar hjálpin verður þegin, sem verið er að reyna að veita oss, og þar sem framkoma Adams Ruther- fords er einn þátturinn, og sá sem ætla mætti að ekki væri auðvelt að komast hjá því a<5 taka eftir og skilja. Hitt er von, að fremur sje misskilið, þegar sagt er að jafnvel hafi veriS leitast við að nota styrjöldina til að koma fram nokkurri hjálp til þeirrar þjóðar, sem forsjón- in — ef svo mætti að orði kom- ast — hefir ætlað að vinna hið nauðsynlegasta verk í þágu alls mannkyns, en fátæktin hefir sligað meir en flestar aðrar. III. Mjer kom í hug að nefna fimm miljónir í þessu sam- bandi, þegar jeg heyrði þess getið, að inneigft landsmanna í bönkum og sparisjóðum hjer heima fyrir mundi vera nálægt 500 miljónum króna. Og er það ekki af því, að ekki væri stjörnulíffræðistöðin verð enn- þá meiri tilkostnaðar, slíkt happafyrirtæki sem hún mun reynast. Jeg þarf varla að taka það fram, að mjer kemur ekki til hugar að biðja um að mjer yrði þetta fje veitt. Virðist sjálfsagt, að til þess að annast þetta mál, væri kosin fjölmenn nefnd slíkra manna, sem helst væri ástæða til að treysta í þessu sambandi. 1. des. Helgi Pjeturss. KAIJPTAXTI er gildir um kaup og kjör á öllum mótor- og gufuskipiun undir 130 rúmlestir, sem stunda veiðar með dragnót (Snurrevaad) og botnvörpu og gerð eru út frá fjelagssvæði undirritaðra fjelaga: 1. Af heildáraflá skipsins (brúttó') greiðist skipverjum 37%, er skiftiSt jafnt milli þeirra er á skipinu vinna. 2. Auk þess sem greinir í tölulið 1, greiðir útgerðin: til skipstjóra 1 hlut. til 1. vjelstjóra Ví hlut, til stýrimanns sem er vanur botnvörpuveiðum,. með óvön- um skipstjóra 1 hlut, til stýrimanns, sem ekki er vanur netamaður *4 hlut, , til háseta, sem er netamaður, (4 hlut, Nú er stýrimaður ekki fullgildur rietamaður og skal þá netamaður fá Vi hlut. til 2. vjelamanns, kr. 116.00 og dýrtíðaruppbót, á mánuði, til skipstjóra, sem er vanur botnvörpuveiðum, fæðispeninga til styrimanns, vönum botnvörpuveiðum, fæðispeninga, til matreiðslumanns, sem vinnur önnur skipsverk, 78 kr. á mánuði, auk dýrtíðaruppbótar miðað við alt að 7 manna áhöfn, en fyrir 9 manna áhöfn kr. 116.00 auk dýrtíðaruppbótar. Sje um stærri skipshöfn að ræða, sje skylt að hafa sjerstakan mat- reiðslumann, og hefir hann kr. 116.00 auk dýrtíðaruppbótar, hvorttveggja á mánuði. Sjeu aukahlutir lægri en að framan greinir, hækkar hlutur skipshafnar (sbr. 1. lið) að sama skapi. 3. Skipverjum, er vinna að útbúnaði skipa í byrjun veiði- tíma, eða að honum loknum, svo sem hreinsun og málningu skips botn, hreinsun og málningu ofan þilja og neðan, umfram dag- legar venjur, svo og útbúnaði veiðarfæra, ber útgerðinni að greiða samkvæmt gildandi kaupi verkamanna á hverjum stað. Vjelamenn og stýrimenn hafi 25% hærra kaup fyrir umrædda vinnu. Þar sem kiör við svona vinnu eru betri en að framan greinir, skulu þau haldast ób'reytt, eða í öllu falli ekki rýrð. í nætur- og helgidagavinnu greiðist 50% hærra kaup. Fæðis- peningar greiðist skipstjóra og stýrimanni vönum á botnvörpu- veiðum samkvæmt reglum, sem gilda um fæðispeninga tog- araháseta í Reykjavík. 4. Skip, sem siglir til útlanda með eigin afla, greiðir skip- verjúm af brúttósölu sairtkvæmt tölulið 1. og 2. Nú kaupir út- gerðarmaðúr fisk til viðbótar, kemur þá til skifta helmingur af brúttó andvirði þess fiskjar. Ef færri menn eru á fiskiveiðum en krafist er til að sigla skipinu til útlanda, þá greiðist þeim mönnum kaup og áhættuþóknun eftir þeim reglum, serti gilda á flutrtingaskipum, og greiðist það af óskiftu. 5. Sigli skipið með veiddan afla og keyptan til sölu á er- lendum markaði, og verði fyrir töfum í ferðinni af völdum ó- friðarins, sjótjóns eða vjelabilunar, sem nemur meira en sex sólarhringum samanlagt í ferð, greiðist skipverjum kaup það, dýrtíðaruppbót og striðsáhættuþóknun, sem greidd er á sams- konar skipum í flutningum með ísvarinn fisk á erlendan mark- að, samkvæmt samningum og kauptöxtUm stjettarfjelags hvers skipverja þann tíma, sem tafirnar tóku samanlagt lengri tíma ert 6 sólarhringa. 6. Utgerðarmaður trvggi afla skipsins á sinn kostnað. — Ónýtist afli af völdum sjótjóns, skiftist vátryggingarupphæðin á sama hátt og andvirði aflans. 7. Útgerðarmaður trjrggir hvern hlut skipverja fyrir hverja 30 daga af ráðningartímanum með kr. 325.00 aúk dýrtíð- aruppbótar á það, og ér það ekki afturkræft. Nú víkur slcipverji úr skiprúmi áður en 30 dagar eru liðnir og skal honum þá greiddur hlutfallslegur hluti tryggingarinnar. 8. Hásetar, matsveinn og vjelamenn sjeu ■ meðlimir viðkomandi fjelaga, eða annara verkalýðsfjelaga innan Al- þýðusambands íslands, er veita sömu rjettindi, enda tryggi skip- stjóri eða útgerðarmaður að svo sje við lögskráningu í skipsrúm. Útgerðarmaður eða skipstjóri heldur eftir af kaupi eða afla hlut skipverja upphæð, er nemur ógreiddu iðgjaldi til stjettar- fjelags hans, ef þess er óskað af fjelaginu og afhendir því þegar þess er krafist. 9. Taxti þessi gildir frá 1. janúar 1944 og þar til öðruvísi verður ákveðið. í desember 1943. Sjómannafjelag Reykjavíkur. Sjómannafjelag Hafnarfjarð- ar. Verkalýðsfjelag Akraness. Verkamannafjelagið Þróttur, Siglufirði, Verkamannafjelag Húsavíkur, VerkamannafjelagiS Fram, Seyðisfirði. Verkalýðsfjelag Nojfðíirðinga. VjelStjórafje- lagið Gerpir, Norðfirði, Verkalýðsfjelag Fáskrúösfjarðar, Verka- lýðs- og sjómannafjelag Gerða- og Miðrteshrcpps, Vérkalýðs-- og sjómannafjelag Kefiavíkur, Sjómannafjelag Akureyrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.