Morgunblaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 2
9 M O R G-U NBLAfilÐ Fimtudagur 30. des. 1943. AKUREYRARBRJEF J«!a-annir. ÞAÐ er nú orðið langt síoan að jeg hefi skrifað Morgunblað- inu og veldur þar hvorttveggja, að hjer gerist fátt frásagnar- ' vert í skammdeginu og að jog fer ekki, frekar en aðrir, var- hluta af jólaannríkinu, sem virð ist altaf fara árvaxandi. Það er svo með okkur, þessa kvæntu menn í hinu dæmalausu vinnu- konuleysi, að við þurfum ýmis- legt að snúast fyrir heimilið, ef konurnar eiga að koma öllu í kring heima fyrir, sem þar þyk ir nauðsynlegt fyrir jólin. Og af því að jeg býst við, að hef- uðstaðarblöðunum veiti varla af rúmi sínu fyrir jólaaugljs- ingar um þessar mundir, mun jeg verða stuttorður. Bókaflóðið. MÖRGUM verður tíðrætt um bókaflóðið fyrir jólin, og verð- ur þess mjög vart hjer. Ný- komnar eru hjer út margar bæk ur, og alltsaman jólabækur, svo sem gefur að skilja á þessum tima. Meðal þeirra má nefna: ..Minningar frá Möðruvöllum“, ritaðar af gömlum „MQðruvell- ingum“, sem er hin glæsilegasta bók að útliti og efni, „Ham- ingjudaga heima í Noregi“, •vfyrstu bók Sigrid Undset, sem út kemur á íslensku, „Töfra- manninn“ eftir Fenchtwanger cg „Sjö mílna skóna“ eftir Halli burton, Þá hefir verið stofnuð ný bókaverslun, „Bókabúð Ak- ureyrar“, lítil en einkar smekk leg, og er ekki annað sjáanlegt, en að nóg sje að gera í þeim öll um, þótt hún bætist við. Hámarksverð bóka. Sú röggsgmi Viðskiptaráðs að lækka verð nýju bókanna um 20% mælist misjafnlega fyrir. Eins og gefur að skilja, eru út- gefendurnir ekkert hrifnir af Því, og má vissulega búast við, að verðlækkunin komi mjög hart niður á þeim útgefendum, sem reynt hafa að stilla verði útgáfubóka sinna í hóf. Og þeir sem búnir voru að kaupa „jóla bækurnar“ fyrir 1—2 dögum, þegar verðið var lækkað, n^ga sig í handabökin, en hinir hrósa happi, sem áttu það eftir. En margir mæla svo, að eftirlit méð verðlagi á bókum hefði mátt vera komið á fyrir löngu. ■Skilnaðarmálið. SJALDAN hittir maður svo annan mann að máli, að ekki sje minnst á skilnaðarmálið við Dani, og er þá jafnan látin undr trn í ljósi yfir andstöðu Alþýðu flokksins. Á síðasta landsþingi flokksins viðurkendu þeir Al- b-fl.menn, að skoða bæri yfir- lýsinguna frá 17. maí 1941 sem uppsögn á samningunum, en þó halda þeir áfram að dylgja um „samningsrof“, „hraðskilnað", „ódrengskap“ o. s. frv., þegar ymprað er á skilnaði þrem ár- um eftir uppsögnina. Þeir tala cm, að ekki komi til mála, að við höldum áfram að vera í sambandi við Dani nje afhenda Þöim aftur neitt af þeim mál- vm, er þeir fóru með fyrir okk- ur fram til 10. apríl 1940, en J>ó má ekki slíta sambándinu. Hver skilur þeirra hugsana- gang? Mikilsverð umbót á samgöngum. MEÐ þeirri ráðstöfun póst- stjórnarinnar, að halda uppi j samgöngum milli Akureyrar og Reykjavíkur tvisvar í viku nú í vetur, hefir mikil bót verið ráðin á póst- og samgöngumál- um Norðlendinga. V.s. Víðir reynist hið besta skip í ferðum þess milli Sauðárkróks og Ak- ureyrar. Nú vænta menn þess einnig, að framvegis verði lang ferðabílunum, sem ganga milli Norður- og Suðurlands, ekið fyrir Hvalfjörð, svo að farþeg- ' arnir losni alveg við sjóleiðina. a. m. k. yfir sumarið. Væri það , til mikilla þæginda, ef svo gæti orðið. Betri vegir — meiri slys. OFT kvarta menn undan vondum vegum hjer á landi. En vondir vegir hafa sína kosti. Slysahættan er þar miklirminni ! en á góðu vegunum. Það er við urkend reynsla, að því betri, sem vegirnir eru, því hraðara sje ekið og umferðaslysin tíð- ari. Þessa reynslu höfum við ís- lendingar einnig hlotið. í Rvík og nágrenni, (svo sem á Suður- landsbraut) eru umferðarslys- in tíðust, en hjer á Akureyri og í grend, þar sem götur og veg- ir eru yfirleitt í ljelegu, ásig- komulagi, eru slík slys sjald- gæf. Má þar um segja, að „fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott“. Tíðarfar og heilsufar. MJER hefir verið öndvegis- tíð í skammdeginu, miklu betri en síðastliðið sumar, hlákur og hlývindi af suðri. Hinsvegar hef ir heilsufarið verið lakara. In- flúenza gengið yfir og lagst nokkuð þungt á einstaka mann, þótt hún hafi yfirleitt verið með vægasta móti. Skarlats- sótt hefir einnig stungið sjer niður á stöku stað, en er hald- ið í skefjum með einangrun sj úklinga. 16. des. 1943. Jökull. Söinun handa hörn- um í ófriðarlönd- unum Frá frjettaritara Mbl. á Akureyri, LAUGARDAGINN 18. des- ember bauð skólastjóri barna- skólans á Akureyri tíðinda- mönnum blaða ásamt skóla- nefnd ög bæjarstjóra, upp í barnaskóla til að kynnast nokk urri nýjung, er skólinn hefir tekið upp í v^tur, en það er fjársöfnun handa nauðstöddum börnum í ófriðarlöndunum. í ræðu, er Snorri Sigfússon skólastjóri flutti yfir kaffi- borði, gat hann þess, að söfnun þessi hefði tvöfalt markmið. Henni værri beitt þannig, að hún hefði sem mest uppeldis- legt gildi fyrir börnin sjálf, hún væri áhugastarf, sem örfáði hugkvæmni og dug, en tilgang- urinn í eðli sínu mannbætandi. Hitt væri og aðal markmiðið, að hefja raunhæft starf meðal barna, á tímum allsnægta, til þess að þau legðu nokkuð af mörkum í þarfir annara barna, sem miklu verr væru stödd. Að vísu væ,ri það öllum ljóst, að slíkt gæti ekki af vorri hálfu orðið nema einn dropi í haf hörmunganna, en hann myndi þó vel þeginn og bera vott um vilja til hjálpar. Taldi skóla- stjórinn, að börnin hjer hefðu sýnt ótrúlegan dugpað og hug- kvæmni í þessu söfnunarstarfi, sem væri þó aðeins mánaðar gamalt. Hafa þau nú þegar með samskotum, smáskemtunum innan skólans, hlutaveltum o. fl. safnað nokkrum þúsundum króna. Og bærinn hefir sýnt það á ýmsan hátt, að hann tek- ur þessu vel, og fjöldi heimila aðstoðað skólann á ýmsa lund við starfið, beint og óbeint. Var gestum því næst sýndur Framb á 6. síðu. Verndari kaupskipa 'Mörg af kaupskipum bandamanna, sem um úthöfin sigla, hafa meðferðis Hurf-ieane-orustuflugvjelar, og er ein á hverju skipi, á rennibraut. Eru flagvjelar ]>essar hafðar til varnar gegn ]>ý.skum flugvjelum, en sá er galli á, að hver flugvjel getur aðeins háð eina onistu, síðan verður hún að setjast á sjóinn 1 Jólakveðja til Grænlands Jólakveðja sendiherra Dana hjer, til Grænlendinga, er á þessa leið: „Kæru landar, Þegar jeg vjek nokkrum orðum af framtíð Danmerkur á þessum tíma í fyrra, þá ef- aðist jeg ekki hið minsta um það, að danska þjóðin myndi, er fylling tíinans kæmi, geta utekið örlögum sínum með virðulegum þrótti, og var jeg þess fullviss, að danska þ.jóð- in myndi ganga þyrnibraut lieiðursins, ef vélja yrði milL heiðurs og vanvirðu. Tímar örlaganna eru nú, komnii' yfir Danmörku, og danska þjóðin gengur liinn þyrnum stráða veg sigursins, þá þyrnibraut mótlætis, and- legrar kúgunar, haturs og misskilnings, sem H. C. And- ehscn hefir dregið svo greini lega upp fyrir oss. Sú þyrni- gata heiðursins, sem rang- læti og ofbeldi kernur þjóð til að velja, sem eins og daiiska þjóðin á aldagamlan norrænu vægiskendar, til þess að lifa ar rjettartilfinningai' og jafn- af. I>að var líka að þessu leyti, hvað viðveik rjettlætiskend- inni, að þolinmæði dönsku þjóðarinnar þraut, og sanxbúð- in fór út um þúfur. Það varð, þegar átti að rjúfa vort eld- gaxnla i'jettarfai', þegar átti að ræna x-jetti frjálsra manna, til þcss að dæmast af jafn- iixgjum sínixin, en ekki eftir dutlungunx drotneixdanna, sem ckki er hægt að nefna því nafni, sem heilagt er norræn- um mönnum: lög. Orðið lög, sem víð Danir settnm fram andanxi í fyrir 700 ánxm síð- an í hiixum hljómfullxx spak- mælum jótsku laga: Með lög- um skal land byggja. — Þá reis þjóðin upp sem einn mað- ur, og konungurinn og þjóð- in skildi rödd fólksins, kröf- una xun það, að nú væri tími til kominn að segja nei, og ganga þymaslóð heiðursins. Með þessari afstöðxx vann danska þjóðin mikla sigra á tímabilinxx um 1. september. IIúii vann aðdáun og virðingu heimsins, sem þjóð, er ótta- laust lagði út í baráttu gegn ofureflinu, þegar heiðuiinn var í veði, og þetta veítti hinni svoncfndu nýskipan hennar mesta stjórnmálaósigur. Sem tákn þess heiðurs, senx vjer höfum hlotið, sjáum vjer í dag, að danski fáninn blaktir nxv aftur á sínum rjetta stað á öllum dönskunx skipum, sem með því að sigla í breskri, þjónustu, gera hinum sam- einuðu þjóðum þýðingarmikið gagn. Það hefir verið stolt augnablik í dag (jóladag), er danskir sjómenn xxnx hin ýmsu höf og í höfn, gátu aftur dreg ið þjóðfáiia sinn að hún, og líka var það* uppreist fyrir nafn og heiður Danmerkur. Þegar við nii lýtum fram til ársins 1944, þá er það í vorx um, að það ár nxuni færa dönsku þjóðinni það frelsj og' ]>ann frið, scm hiin hefir nxi bráðxxm þráð í fimm ár. Yjer voxium að öll þjóðin; standist þrengingarnar meðj sama ákveðna samhuganum og> til, og að konungur vor haldíj áfram að vera skjól og skjöldj ur Danmerkur, gegrx ofureflí og valdbeitingu, og að hom um auðnist að lifa þann dag, þegar hann aftur er konungi nr frjálsrar þjóðxxr. Vjer g'leðjj umst við fregnirnar uni það, að mótlætið síðan 1. septern* ber hafi hert konxxng voi’n og gert hann þrekmeiri en nokkrxn sinni áður. ' 1 fyrrá um þetta leyti, sái um vjex' rofa til framundan, og gx’unaði að tímar valds og kúgunar væi’u að styttast. 1 ár sjáunx vjer morguninii renna og myrkraöflin á f'lótta, Vongóðir getum vjer haldiði jól og beðið dagsins. Láturn vjer oss öll ó.skai hvert öðru gleðilegra jóla og góðs nýárs. Láturn oss öll ti’eysta því, að áiúð 1944, verði ár fi'elsis! og friðar. Gleðileg jól og nýár. Fr. de Fontenay. Peningagrjafir til Vetrarh.jálp* arinnar: Óli Ólason 100 kr. GeúJ H. Zoega 200 kr. Verslun H. Toft 200 kr. B. P. 200 kr. J. H. 100 ki*. N. N. 100 kr. Veiðarfæraversl. Geysir 300 kr. Starfsfólk hja Veiðarfæraversl. Geysir 195 kr. Esja & Kári 20 kr. Lyfjabúðin Iðunn 300 kr. X 50 kr. St. G. 50 kr. H. Ólafsson & Bernhöft 500 kr. Starfsfólk H. Ólafsson & Bernhöft 130 kr. Jóh. G. Hall» dórss. 10 kr. Halld. Eyþórss. 10 kr. Ö. W. 10 kr. Sjóklæðagerð ís- lands h.f. 250 kr. J. Þ. 50 kr. Heildvei’sl. Hekla 500 kr. Guðm. Kr. Guðmundsson 25 kr. Starfs- fólk á bæjarskrifstofunum 480 kr. Starfsfólk hjá J. Þorlákssoxí & Norðmann 165 kr. I. 50 kr. T. 30 kr. Ónefndur 300 kr. Starfs« menn á Klapparstíg 28 100 kr. Starfsfólk Landssímans 440 kr. H. E. 100 kr. Bernh. Petersen 250 kr. Geir Thorsteinsson 300 kr. Jóh. Guðmundss. 15 kr. Ragnar H. Blönda h.f. 500 kx’. Starfsfólk hjá Ragnar H. Blöndal h.f. 200 kr. Heildverslunin Edda 500 kr. Timburversl. Völunduc h.f. 500 kr. N. N. 10 kr. Anna litla 15 kr. Ónefndur 10 kr. St. J. 100 kr. Eir. 20 kr. Ti’jesmíða- vinnustofan Vatnsstíg 10 200 kr. Fimm systkin Seljaveg 9 50 kr. Hugull 25 kr. Þórður Sveinssoxt & Co. h.f. 300 kr. G. Helgason Melsted h.f. 500 kr. Bókaversl. Sigf. Eym. 500 kr. H. W. 30 kr. Brynjólfur 20 kr. Einar Jóhanns- son 20 kr. J. & S. 100 kr. Starfs- fólk í Reykjavíkur Apóteki 440 kr. Veiðarfæraversl. Verðandi 200 kr. S. B. 60 kr. Starfsfólk h.f. „Ræsir“ 460 kr. H.f. „Ræsir“ 200 kr. Jón og Steingrímur 200 kr. Ónefndur 20 kr. N. X. 200 ki’. Lárus Guðgeirsson 5 kr. Áheit 5 kr. H.f. „Shell“>500 kr. N. N. 50 kr. Starfsfólk við Heildverslun Garðars Gísasonar 350 kr. H.f. „Lýsi“ 500 kr. XXX 50 kr. Starfs- fólk hjá Rafmagnsveitu Rvíkuc 455 kr. A. F. 50 kr. K. 50 kr. Stai’fsfólk Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg 70 kr. Starfsfólk f Landsbanka íslands 130 kr. Starfsfólk í IsafoldarprentsmiðjU h.f. 300 kr. *’4— Kærar þakkir. F. h. Vetrai’hjálparinnar | Stefán A. Pálsson. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.