Morgunblaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIB Fimtudagur 30. des. 1043. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Quðmvmdsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuðl innanlands, kr. 10.00 utanlands I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Vinnufriður rofinn? TRÚNAÐARRÁÐ verkamannafjelagsins Dagsbrúnar hefir ákveðið, að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu meðal fjelagsmanna um það, hvort segja skuli upp kaup- samningum fjelagsins við atvinnurekendur, en þeim má segja upp frá og með 22. febrúar næstkomandi. Hvetur trúnaðarráð jafnframt verkamenn til að segja upp samn- ingunum. Svo sem kunnugt er, ákvað stjórn Dagsbrúnar að segja ekki upp samningum á síðastliðinu sumri, en þeim mátti þá segja upp frá 22. ágúst. Þessa afstöðu sína rök- studdi stjórn Dagsbrúnar þá með því, að tímarnir væru ekki heppilegir til þess að fara út í kaupdeilur og gæti afleiðingin orðið sú, að verkamenn mistu mikla og góða vinnu (hjá setuliðinu), en önnur vinna væri ekki það mikil, að hún gæti fylt upp í skarðið. En samtímis sneri stjórn Dagsbrúnar sjer til ríkisstjórnarinnar og fór fram á, að hraðað yrði sem mest athugun þeirri á útreikningi vísitölunnar, sem margsinnis var búið að lofa, en aldrei orðið neitt úr framkvæmdum. ★ Þessi afstaða, sem stjórn Dagsbrúnar tók síðastliðið sumar, var án efa sú eina rjetta, eins og málin stóðu. En það einkennilega skeði, að Alþýðublaðið rjeðist harkalega á stjóm Dagsbrúnar fyrir þessa ákvörðun, og hefir jafnan síðan notað þetta til árása á kommúnista, sem hafa ráðin í Dagsbrún. Ekki er ósennilegt, að þessi furðulega fram- koma Alþýðublaðsins eigi drjúgan þátt í því, að nú á að ráðast í uppsögn samninganna, enda þótt atvinnuhorfur sjeu engan veginn það glæsilegar framundan, að álitlegt sje fyrir verkamenn að fara út í kaupdeilur. ★ Vissulega eru það mikil og alvarleg tíðindi, ef rofinn verður nú sá vinnufriður, sem ríkt hefir í landinu um skeið og menn vonuðu, að gæti orðið varanlegur. Enginn getur sjeð fyrir afleiðingar þess, ef árið 1944 á að hefja innreið sína með uppsögn kaupsamninga, kaupdeilna og verkfalla. Ef til vill verður það upphaf þess hruns í at- vinnulífinu, sem óhjákvæmilega hlýtur að koma, ef á- fram.verður haldið þeim Hrunadansi, sem þjóðin í heiíd hefir verið þátttakandi í undanfarið. En í sambandi við fyrirhugaða uppsögn samninga Dags brúnar, er ástæða til að spyrja ríkisstjórnina: Hvað kom út úr endurskoðun á grundvelli vísitölunnar, sem ríkis- stjórnin Ijet framkvæma á þessu ári? Trúnaðarráð Dags- brúnar færir m. a. fram þau rök fyrir uppsögn samninga nú, að endurskoðunin hafi leitt í ljós, að grundvöllur vísi- tölunnar væri launþegum óhagstæður í verulegum atrið- um. Ef þetta er rjett, hví heldur ríkisstjórnin þessu leyndu? Hví beitir hún sjer ekki fyrir lagfæringum á misfellunum, ef þær eru einhverjar? ★ Ef grundvöllur sá, sem vísitalan er bygð á er þannig lagður, að verkamenn og aðrir launþegar geta fyllilega treyst honum, er ekki' líklegt að verkamenn færu nú al- ment að segja upp kaupsamningum, eins og atvinnuhorf- ur eru nú framundan. Er því vissulega athugandi, hvort ekki er einmitt hjer hægt að koma til móts við verka- menn og tryggja um leið vinnufrið í landinu. Einnig verður að hætta með öllu þeim skrípaleik, sem leikinn hefir verið um skeið undanfarið, að vera að greiða niður þær vörur á innlendum markaði, sem aldrei sjást á hinum frjálsa markaði, svo sem smjör, egg o. fl. Með þessum pappírsniðurgreiðslum er beinlínis verið að blekkja la'un þega og rangfæra vísitöluna. Stjórn Dagsbrúnar lagði til á s.l. sumri, að samningar skyldu standa áfram, einmitt með það fyrir augum, að grundvöllur vísitölunnar yrði endurskoðaður. Ef það er rjett, að sú athugun hafi leitt í ljós, að grundvöllurinn sje launþegum óhagstæður í ýmsum atriðum, ber að leið- rjetta þetta. Það myndi áreiðanlega gera verkamenn á- nægða og tryggja vinnufriðinn í landinu. Eftir Raymond Gram Swing ifcuerji ibripar: 'l/Jr claglcgci líýinu ÞAÐ ER hvei’jum áhoi’í'- anda augljóst, að bandameim hafa allmíkinn hag haí't a€ innrásunum 'á Nýja-Bretland. Þær eru þáttur í sameiginlegri labd- loft- og sjósókn gegn Japan, sem hefir verið gerðl möguleg vegna aukiiís her- afla bandamanna. En margt er það við að- stöðu Japana í framtíðinni, sem ekki er svo gott að gera sjer grein fyrir. Yið Arawe greiddu Ameríkumenn éinni af þýðingarmestu skipaleiðum Japana, alvarlegt högg, en! þessi leið var hin eina, sem hægt var að færa birgðir yfir til margra framvarðstöðva: Japana. Fyrir stríð höfðu Japanar allstóran kaupskipaflota til til þess að færa nauðsynleg' hráefni heim til heimaíands- ins, og til þess að koma her- gögnunum út til stöðva þeirra þar sem stríðið var háð, og þeirra ianda, er Japanar höfðu lagt undir sig. Því ver fyrir Japana, verð- ur að flytja hráefnin : þaðan sem þau eru og til heimalands ins, ef þau eiga að köma iðn- aðinum að nokkru haldi. Jap- anar verða að flytja % af ol- Úi sinni sjóleiðis, 90% af ben- síni og því nær alla nauðsyn- lega málma, svo sem, mangan, króm, nikkel og fosfat. Til þess að fæða fólkið heima, þurfa Japanar að flytja iteim, um 30% af þeim matvælum, sem það notar. Árásir bandamanna gegir skipastól Japana, takast, en, árásir Þjóðverja. á skipakostj bandamanna, eru hættar áð bera árangur. Það er eftir- tektarvert, að sökt er 60% af skipum yfir 1000 smólestir. Það hlýtur að vera lítið skemti legt fyrir Japanana að vita af því, að Bandaríkin taka í notkun um 50.000 smál. skipa á dag. - Söfnun fil erlendra barna Framh. af bls. 2. jólabasar, er börnin hafa útbú- ið. Er þar f jöldi muna áf margs konar gerð og tægi til skrauts, skemtunar og gagns, og hafa börnin unnið því nær alt sjálf, bæði í skólanum og heima, en allur ágóði á að renna til söfn- unarinnar. — Loks gat skóla- stjóri þess að hann vænti þess, að fleiri barnaskólar tækju málið upp í einhverju formi. Steinsen bæjarstjóri þakkaði fyrir hönd gestanna og fór við- urkenningarorðum um skólann 'og störf hans, og ljet í ljós á- nægju yfir þessari framtaks- semi. Að síðustu skoðuðu gestir jólaskreytíngu á kenslustofum, er börnin höfðu sjálf ánnast. Leðurblökuheimsókn til Islands. í NÝÚTKOMNU HEFTI af Náttúrufræðingnum segir Finn ur Guðmundsson frá leður- blökuheimsókn til íslands. Er þetta í fyrsta sinn, sem þetta dýr kemur til íslands og því sjerstakur viðburður í náttúru- fræðisögu landsins. Talið er að leðurblakan hafi borist hingað með skipi, eða flugvjel frá Norður-Ameríku. Leðurblakan náðist lifandi að Hvoli í Mýrdal og gaf Eyjólfur hreppstjóri Guð mundsson Finni eftirfarandi skýrslu um þenna merkilega fund: „Laugardaginn 9. okt. 1943 var austanóveður fyrrihluta dags, en stytti upp eftir mið- degi. Á Hvoli í Mýrdal notaði heimilisfólkið uppstyttingu skúranna til þess að taka upp úr kartöflugarði, en haustverk höfðu gengið í síðara lagi, vegna óhagstæðs tíðarfars. Sig- urður sonur minn tekur þá eftir því, að á svonefndum Gerðis- Garði liggur smákvikindi, lík- ast hauslausri mús. Sýnist hon- um þétta vera dauðyfli og tek- ur að hreyfa við því og skoða það nánar. Kvikindið fer þá að lifna við og beita tönnum, svo þenst það út — og verður að leðurblöku. Sigurður þekkir strax hvað þetta muni vera og tekur leðurblökuna í pokahorn, og sýnir fundinn öðru fólki, en lætur hana síðan í kassa og var hún alin þar i nokkra daga. Var henni sleppt lausri á kvöldin, og flaug hún þá um herbergið og festi sig síðan einhversstaðar á veggnum, og þar hjekk hún uns hún var tekin aftur og lát- in í kassann. Þar sem hún fanst eru 200 m frá sjávarmáli. Lá hún þar í loðnu grasi — blaut og úfin. Fyrst í stað var hún máttlitil, en hrestist við hús- hlýjuna og næringu, sem henni var gefin. Helst fjekk hún ána- maðka og mjólk, og virtist hún halda allgóðri heilsu til 17. s m., en þá var hún send ireð góðri ferð til Reykjavíkur*. • Hvít krækiber og sil- ungar á fuglaveiðum. MARGT er einkennilegt í náttúrunnar ríki og margt fróð legt í Náttúrufræðingnum, riti Hins íslenska náttúrufræðifje- Iags. í sama hefti, sem sagt er frá leðurblökuheimsókninni er birt stutt brjef frá Eiríki Ein- arssyni, Gavðarstræti 34 hjer í bæ. Hann segir frá því, að hann hafi fundið hvít krækiber, én þau vaxa á nokkurra fermetra svæði í fjallsbrúninni fyrir of- an bæinn Núpa í Ölfusi. Ung- lingar á þessum bæ hafa vitað um þessi einkennilegu kræki- ber í mörg ár og ekki er kunn- ugt um að þau vaxi nema á þessum litla bletti. En Eíríkur var varð við fleiri náttúrufyrirbrigði þarna fyrir austan. Segir hann svo um sil- unginn, sem hafði verið á fugla veiðum: „Jeg vil svo bæta því við, þó það sje óskylt, að í sumar náð- ist silungur í læk í mýri rjett hjá Þóroddstöðum í Ölfusi. — Þegar skoðað var í maga hans, var þar beinagrind og fiður af fugli, — óðinshana? Jeg hefi lítið heyrt þess getið að silung- ar stundi fuglaveiðar, þó gráð- ugir sjeu. Þetta var urriði fullt kg. að þyngd. Annars eru þama sjaldan silungar. Æti ér lítið fyrir þá, enda var þessi horað- ur og hefir hann líklega ætlað að fita sig á fuglakjöti“. ' Þetta minnir á söguna, um silunginn, sem veiddist í Með- alfellsvatni í fyrra. Sá var með heila hagamús í maganum. • Barnatíminn á jól- unum. BARNATÍMINN í útvarpinu á jóladag tókst mjög vel að flestu leyti og hefir áreiðanlega orðið til að auka á jólagleði harnanna, bæði hjer i bæ og úti á láridi. Það ér vitanlega svo, að auð- veldara er að undirbúa góða barnatíma á jólunum heldur en aðra daga ársins, en ýmislegt rná df þessum barnatímum á- lykta hvað það er, sem börnin hafa mest gaman af. Jeg hafði tækifæri til að fylgjast méð því hvernig nokkrum börnum fanst barnatíminn og jeg þori að full yrða að vinsælustu skemtiat- riðin meðal barnanna eru þeir þættir, sem börn annast. Söng- ur og hljóðfæraleikur barna er vel þeginn og t. d. söngur litlu tveggja ára telpunnar hrærði hug, ekki aðeins barnanna. sem á hlustuðu, heldur og kanske ekki síður, hinna fullorðnú, sém hlustuðu. • Hver geri hreint fyrir sínum dyrum. ÞAÐ ER VÍST meira en ár síðan að jeg stakk upp á því hjer í blaðinu, að hverjum manni væri gert að skyldu að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þannig t. d„ að þegar snjór er mikill á götunum, þá verði hver einasti kaupmaður eða húseig- andi að hreinsa stjettina hjá sjer. Myndi þá leiða af sjálfu sjer, að gangstjettir allar væru hreinsaðar af snjó. Rjett er að geta þess, að sumir kaupmenn hreinsa ávalt stjettirnar fyrir framan sínar verslanir, en þ.ví miður er það ekki meiri hluti húseigenda, sem lætur fram- kvæma þessa sjálfsögðu hrein- lætisskyldu. Það ætti að setja inn í lög- reglusamþykt bæjarins ákvæði um, að hver húseigandi sjái um að snjó sje mokað af gangstjett fyrir framan hús sitt, og ef hann gerir það ekki, láti bær- inn gera það á kostnað húseig- anda. Undrabókin. ÞAÐ FÓR fyrir mjer éins og fleirum, sem. gengið hafa um Austurstræti undanfarið, að mjer varð starsýnt á sýningar- k gluggann við Hressingarskál- ann, þar sem Rafskinna hans Gunnars Bachmanns hefir ver- ið til sýnis síðan fyrir jól. Þarna var margt fólk og einn mann heyrði jeg segja við fjelaga sinn: „Það virðast ekki. vera nein takmörk fyrir ímyndunar- afli þessa náunga, sem gefur út þessa bók. Altaf hefir hann eitthvað nýtt, sem dregur að sjer athygli fólksins. Sjáðu t. d. norðurljósin. Það er sniðugt að koma þessu svona fyrir. Jeg verð að segja, að mjer finst auglýsingarnar í bókinni fara batnandi með hverri hátíð. Það er ekki hægt annað en að stansa hjerna og horfa á þessa undrabók“. Þessi ókunni maður sagði ná- kvæmlega það, sem jeg var að hugsa og jeg býst við, að svo hafi farið fýrir öllum þeim rnörgu, sem átt hafa léið fram hjá sýningarskálanum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.