Morgunblaðið - 16.01.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.01.1944, Blaðsíða 2
2 Sunnudag'ur 16. janúar 1944, 0 ' MORGUNBLAÐIÐ MAX PEMBERTON B.v. Max Pemberton, Sjera .—Ami Sicfur&áóon: 0 Þeir, sem biðu heima BLÖÐIN flytja sorgarfregn í dag. „Max Pemberton“, eitt af happaskipum íslenska fiskiflotans, er talinn horf- inn í hafsins djúp. Og þa.ð sem meira er, og hörmulegra: Með þessu skipi á þjóðin íslenska á bak að sjá 29 dugandi sonum, heilu herfylki á sinn litla mælikvarða. En þó er þetta sárast ástvinum og heimilum; það vitum vjer. — Þeirra er missirinn mestur á allan hátt og viðkvæmastur, missir eiginkvenna og barna, feðra og mæðra og annara skyldmenna. Framh. af bl3. 1. 1. stýrkuaður, yar með honum á skipinu. * Pjetur A. P. Maack, 1. stýrimaSur, sonur skipstjór- ans, Ránargötu 2, f. 24. febr. 1915. Kvæntur, átti 2 börn, 4 og .1 ára og eitt fósturbarn, 8 ára. Jón Sigurgeirsson, 2 stýri- maður., Ásvallagötu 28, f. 9. nóv. 1912. Kvæntur, átti tvö börn, 5 ára og á 1. ári. Þorsteinn Þórðarson, 1. vjelstjóri, Sólnesi við Baldurs- haga, f. 19. tnaí 1892. Kvænt- nr, í\ sex börn á lífi, 2, 6. 10, 13, 15 og 17 ára. Sonur Jians, Þórður, -var 2. vjel- stjóri á skpinu. Þórður Þorsteinsson, 2. vjel st.jóri, Sólnesi við Baldurs- liaga, f. 10. maí 1924. ókvænt- ur. Hilmar Jóhannsson, kynd- nri, Framnesyeg 13, f. 4. mars 1924. Kvæntur. Benedikt R. Sigurðsson, kyndari, Hringb.raut 147, f. 19. de.s. 1900. Kvæntur, átti 4 börn, 6, 14, 15 og 2 ára. Gísli Eríksson, bátsmaður, Víflsgötu 3, f. 1. apríl 1894. Kvæntur og átti þrjú upj)- komin börn, yngsta 14 ára. Björgvin H. Björnsson, stýrimaður, Hringbraut 207, f. 24. ágúst 1915. Kvæntur og átti 1 barn 2 ára. Bróðir hans sem næst er talinn var á skip- inu. Guðjón Bjömsson, háseti, Sólvallagötu 57, f. 27. febr. 1926. (Jkvæntuf. bjó hjá for- eldrum sínum. Ilann var bróð ir Björgvins, sem taliu er næst ur á undan. Valdimar Guðjónsson, mat- sveinn, Sogamýrarbletti 43, f. 21. ágúst 1897. Kvæntur og atti þrjú börn, 6, 8 og 11 ára og sá fyrir öldruðum tengda- föður. Guðmundur Einarsson, neta- rnaður, Bárugötu 36, f. 19. jan. 1898. Kvæntur og átti 2 börn, 10 ára og á 1. ári. Guðmundur Þorvaldsson, bræðslumaður, Selvogsgötu 24, Hafnarfirði, f. 7. des. 1899. kvæntur, lætur eftir, sig börn. Sigurður V. Pálmason, neta maður, Bræðraborgarstíg 49, f. 25. nóv. 1894, ekkjumaður, átti 2 börn, 11 og 13 ára. Sæmundur Halldórsson, netamaður, Hverfisgötu 61, f. 2. apríl 1910. Kvæntur og átti 1 barn ársgamalt. Kristján Halldórsson, há- .seti, Innri-Njárðvík, f. 20. mars 1906, átti 3 börn. Ilann var bróðir Sæmundar, sem talinn er næst á undan. Guðni Kr. Sigurðsson, neta rnaður, Laugaveg 101, f. 15. jan. 1893. Kvæntur. Jens Konráðsson, stýri- maður, Öldugötu 47. f. 29. sept. 1917. Ivvæntur. Jón M. Jónsson, stýrimaður, Tlringbraut 152, f. 10. okt. 1914. Ókvæntur. Valdimar Hlöðver Ólafsson, báseti, Skólavörðustíg 20A. f; o. ajníl 1921. Ókvæntur í for- eldrahúsum. Magnús Jónsson, háseti, Frakkastíg 19, f. 11. ágúst 1920. Ókvæntur í foreldrahús-j? um. Hann var mágur Pjeturs’, 1. stýrimanns. Jón Þ. Hafliðason, hásetip Baldursgötu 9, f. 19. sept. 1915. Ivvæntur og átti 1 barn á 1. ári. Halldór Sigurðsson, liáseti, Jaðarkoti Árnessýslu (Hverf- isgötu 89), f. 26. sept. 1920. ókvæntur. Gunnlaugur Guðmundsson, háseti, Óðinsgötu 17, f. 15. jan. 1917. Kvæntur átti 1 barn. Kristján Kristinsson, að- stoðarmatsveinn, Iláteigi, f. 2. júní 1929. Ókvæntnr. Ari Friðriksson, háseti, Látrum, Aðalvík (Ilörpugötu 19), f. 4. apríl 1924. Aðalsteinn Árnason frá Seyðisfirði, (Efstasundi 14), f. 16. sept. 1924. Jón Ólafsson, háseti, Kefla- vík, f. 22. mars 1904. Ókvænt- ur. Arnór Sigmundsson, háseti, Vitastjg 9, f. 3. okt. 1891. Kvæntur. Feðgar og bræður. Iljer fórust tvennir feðg- ar og tvennir bræður. Feðg- arnir voru: Pjetur Maack, skip stjóri óg sönur hans og al- nafni, sem var 1. stýrimaður á skipinu; ennfremur Þor- steinn Þórðarson 1. vjelstjóri og sonur hans, Þórður, 2. vjelstjóri. Bræðurnr voru: Björgvin og Guðjón, synir B.jörits ^Ánanaustum (bróð- ir þeirra, Anton fórst með m.s. ITilmi fyrir skömmu). þá voru bræðurnir, Kristján og Sæmundur Ilalldórssynir. Þriðji bróður þeirya, Kristjáns og Sæmundar, Kári hefir einn ig siglt lengi með þessum sama togara, en hann var í landi þessa ferð. Skipið. Togarinn. ,,Ma\' Pember- ton“ var 323 rúmlestir“ br., bygður í Englandi 1917. Að- aleigandi skipsins var Halldór Þorsteinsson, skipstjóri í Há- toigi. Þótt sTóipið væri orðið þettá gamalt, (26 ára) var það talið með traustari skip- um í togaraflotanum, enda alt- af m.jög vel við haldið og all- ur útbúnaður þess eins vand- aður og frekast var völ á. Pjetur Maáck skipstjóri var með þektustu skipstjórum: á togaraflotanum, orðlagður aflamaður og afburða sjó- maður. Á skipinu var valinn: maður í hverju rúrai. ★ ' Blaðinu tókst ekki að ná mynd af einum hásetanum, Aðalsteini Árnasyni (frá Seyð isfirði), en hún verður hirt síðar.. KJARRELDAR í ÁSTRALÍU. Melbourne í gærkveldi - Kjarreldar miklir brutust út hjer í grend í gær, og þar sem hvast var, breiddust þeir fljótt út. Nú hefir tekist að ná yfir- ráðum yfir eldinum, en tjón er mikið. Tuttugu manns fórust í eldinum, sem auk þess varð 50.000 kindum að bana. — Reuter. Þetta eru daprir dagar þeim, sem heima biðu, fyrst milli vonar og kvíða, en síðan í nokk urveginn vissu um, að híð sorg legasta hefði gerst, vinirnir hjartfólgnu væri ekki lengur lífs í þessum heimi. Nú hefir reynt og reynir enn á þrekið, rósemina og trúartraustið. Og vjer, sem oft komum á sorgar- heimilin þegar svona stendur á, höfum nú sem oftar sjeð sigur trúarinnar í sárri raun, sjeð hvernig Drottinn lætur það gerast, er í sálminum segir: „Þá styrkist jeg og læt mig böl ei buga, og brosið skín í gegnum öll mín tár”. Þau, sem bíða heima á sjó- mannaheimilunum, og hugsa oft til ástvina sinna á hafinu, vita það vel, að oft er skamt milli lífs og dauða í baráttu vinanna þar úti. Baráttan við storma, stórsjó og náttmyrkur vetrarins er hörð, þegar aðr- ar hættur bætast líka við. En ef þau, sem heima bíða, eiga þá trú, að ástvinurinn sje í Drottins hendi, bæði lífs og liðinn, verður trúartraust þeirra og þrek á raunastund- inni sáru oft aðdáanlegt. Það er eitt af undrum Guðs og stór merkjum, hvernig trúin á hann huggar og styrkir í hörðustu mannraunum lífsins. Samúð vor mannanna getur orkað nokkru til hjálpar, sú samúð sem kann að gleðj- ast með glöðum og hugga sorg- bitna. Sú samúð hefir oft birtst í verki, þegar dimmustu sorg- arjelin dundu yfir. Og jeg veit, að vjer finnum öll til saknaðar og sorgar með þeim, er mest hafa mist, um leið og vjer hugs um öll hlýtt til þeirra mannS, er þannig hefir verið svift burtu úr baráttu jarðlífsins. — Vjer víljum efalaust öll sam- einast um það, að bera málefni syrgjenda á bænarörmum fram fyrir föður miskunsemdanna og Guð huggunarinnar, og jafn framt biðja hann að blessa og varðveita hina horfnu vini í sínum eilífu bústöðum. Ástvinir skipverjanna á Max Pemberton og annara þeirra manna, er hnigið hafa í vota gröf nú nýlega, lifa nú mikla og viðkvæma breytingu á hög- um sínum og framtíðarhorfum. En „þótt breytist alt, samt einn er jafn, um eilíf ber hann Jesú nafn”, nafn hans, er forðum kom til vina sinna á öldunum og kemur enn til allra vina sinna og lærisveina og segir: „Verið óhræddir, það er jeg; óttist ekki”. I Um leið og jeg mmmst þeirra, sem biðu heima uns sorgarfregnin kom, sendi jeg sjómannastjettinni íslensku kveðju vor allra, sem viljum reyna að meta erfiði hennar, baráttu og fórnir. Og um þá menn úr þessari stjett, sem hjer eru frá störfum kvaddir, eftir sína drengilegu og frið- samlegu baráttu í þarfir heim- ila sinna og þjóðar, vil jeg að lokum segja það, sem jeg hefi einhvern tíma áður sagt til minningar um stjettarbræður þeirra, liðsmerin úr hinum sömu hersveitum friðarins, fulltrúa íslensks manndóms, dugnaðar og hugprýði: „Þeirra skjöldur er hreinn. Guði sje lof”! FLUGVJELATJÓN JAPANA. Newdehli í gærkveldi. — í harðvítugum loftorustum yfir Mayuskaga hafa Bretar skotið niður 15 japanskar flugvjelar, en mist sjálfir tvær. Hjer voru að verki Spitfire-flugvjelar, sem nýbúið var að flytja þang- að austur. — Reuter. Sysavarnanám- skeið í Vesimanna- eyjum NÁMSKEIÐ í lífgun drukn- aðra og hjálp í viðlögum hafa að undanförnu verið haldin í Vestmannaeyjum á vegum slysavarnadeildarinnar „Ey- kyndils”. Fulltrúi Slysavarnafjelags- ins, Jón Oddgeir Jónsson, sem dvalið hefir í Eyjum síðan um áramót, við kenslu á þessum námskeiðum, hefir sagt blaðinu svo frá, að þátttaka í þeim hafi verið mjög góð. Kent var sjó- mönnum, nemendum úr efstu. bekkjum Gagnfræðaskólans og Iðnskólans, lögregluþjónum o. fl. Þá var og kent hóp skáta og tóku 14 kvenskátar sjerpróf í hjálp í viðlögum. En alls voru þátttakendur um 160. Slysavarnadeildin „Eykynd- ill“ hefir starfað af miklum dugnaði undanfarin ár og mjög látið sig skifta öll öryggismál Vestmannaeyinga. Formaðui’ deildarinnar er nú frú Sigríður Magnúsdóttir í Hcffn, en áður hafði frú Sylvía Guðmundsdótt ir verið formaður hennar un> fjölda ára. , Skemtlfundur Fjallamanna á ; þriðjudag < FJALLAMENN ÍSLANDS halda skemtifund í Tjarnar- café á þriðjudagskvöld. Þar verða sýndar kvikmyndir í eðli legum litum, sem þeir Vigfús Sigurgeirsson Áósmyndari og Sigurður Tómasson hafa tekið. Kvikmyndir Vigfúsar eru að mestu leyti frá ferðalögum Fjallamanna sjálfra á Tind- fjallajökul og Eyjafjallajökul, en kvikmyndir Sigurðar ei’U teknar á Þórsmörk og í Goð- löndum. I Allir, sem hafa áhuga* á ferðalögum, eru velkomnir á þenna skemtifund. i ---------------- i Hitaveitugeymarnir fyilasf á ný f| HVATNINGARORÐ forstjórg Hitaveitunnar til bæjarbúa, um að spara heita vatnið, viröist hafa borið góðan árangur, því undanfarin dægur hefir nægi- legt vatn verið í geymunum S Öskjuhlíð. Hafa geymarnir jafnan verið fullir að morgni, og með þeirri notkuri og altof lægri spennu á rafmagninu hef ir vatnið í geymunum ekkl lækkað meir en til hálfs yfir daginn. Þrátt fyrir þetta er ástæða til að minna fólk á að fara spaij lega með heita vatnið. LOFTÁRÁS Á CHITTAGONG. ! » Newdehli í gærkveldi. — Jap- anskar flugvjelar rjeðust á Chittagong í gærmorgun. Tjóu af árásinni var lítið, en fimm. menn fórust. Þrjár japanskar flugvjelar voru skotnar niður. •— Reutér. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.