Morgunblaðið - 16.01.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.1944, Blaðsíða 11
Sunnudagur 16. janúar 1944. MORGUNBLAÐIÐ II Sagan af töfrabandinu bláa Æfintýr eftir P. Chr. Aasbjörnsen. 6. ur síns og hjelt henni að brjósti sjer til að verma hana. Hann bar hana einnig tvisvar að vör- um sjer og andaði á hana. Þrátt fyrir vanlíðanina gat Lung Yen ekki að sjer gert að brosa. Þetta minnti hann á hvernig hann sjálfur, sem barn, hafði lagt vana sinn að anda á fiðrildin, sem voru dofin af kulda. Eftir fáeinar mínútur komu þeir stræti Hinna-Fjögurra-Dygða og Seileong borgaði ökumannin um. Lung Yen horfði ekki á, því að hann kærði sig ekki um að vita hversu miklir peningar hefðu eyðst á þessari stuttu leið. Síðan hjálpaði sonur hans hon- um út úr bílnum og inn í húsið. Fjölskylda skraddarans var ekki farin að sofa. Allir biðu með eftirvæntingu eftir að fagna hinum nýja gesti. Lung Yen hafði altaf ímyndað.sjer þessa heimkomu allt öðruvísi, en samt var ánægjulegt að finna umhyggju drengsins fyrir honum og nærgætni hans er hann hjálpaði honum að afklæð ast. Lung Yen hrósaði happi yf- ir að hafa farið í bað um morg- uninn og hafa því hreinan lík- ama að sýna syni sínum. Kulda- hrollur hafði gripið hann meðan hann var úti í bílnum, og nú á- gerðist hann. Honum var svo kalt, að hann gat ekki haldið útilyklinum sínum kyrrum og tennur hans glömruðu. Seileong breiddi ofaná hann. Hann setti hlerana enn vandlegar fyrir gluggana til þess að ekki næddi inn um þá og breiddi silkikyrt- ilinn yfir rúmábreiðuna til að auka á hlýuna. Kona skraddar- ans tvísteig fyrir utan dyrnar á flókasóluðum skóm sínum, ræskti Sig hæversklega og kom inn með te. Seileong hvíslaði einhverju að henni. Hún fór út aftur eftir að hafa litið á- En tröllkarlinn lá á bekknum og bölvaði sjer upp á að strákur væri að skrökva, það þyrfti meiri mann til þess að mjólka ljón, sagði hann. Þegar strákur heyrði það, dró hann risann fram af bekknum og opnaði dyrnar. Þá fóru ljónin að urra og krækja klónum í risann, svo drengurinn varð að ganga á milli. Þegar leið á nótt aftur, fór risinn að tala við kerling- una: „Jeg veit sveimjer ekki, hvernig við eigum að fara að því að koma þessum strák íyrir kattarnef. Hann er alt o'f sterkur, getur þú ekki látið þjer detta neitt í hug?“ „Nei, ef þú getur ekki fundið upp á neinu, þá get jeg það ekki“, sagði kerla. „Ja, jeg á tvo bræður, sem búa í höll einni“, sagði risinn. „Þeir eru tólf sinnum sterkari en jeg og þess vegna ráku þeir mig burtu og Ijetu mig fá þenna bæ hjerna, en þeir búa í höllinni og þar er aldingarður með eplum, sem hafa þá náttúru, að. hver sem borðar af þeim, hann sefur í þrjá sólarhringa samfleytt á eftir. Ef við bara gætum sent strákinn þangað eftir eplum. — Auðvitað myndi hann ekki geta að sjer gert að smakka á þeim, og ef hann þá sofnaði, myndu bræður mínir rífa hann í sundur“. Kerling sagði að hún yrði þá að gera sjer upp veiki aftur, og segjast ekki geta orðið góð, fyrr en hún fengi að smakka á eplum þessum, þá ’ myndi hann sjálfsagt fara og sækja þau. Þetta hlustaði piltur á, þar sem hann lá vakandi. Um morguninn var kerlingin ósköp lasin og aum og sagði að sjer myndi aldrei geta batnað aftur, nema hún fengi epli úr aldingarði þeim, sem væri við höll risa- bræðranna tveggja, en engan sagðist hún hafa til þess að senda þangað. En strákur kvaðst fús til að fara, og ljónin löbbuðu með honum. Þegar hann kom að aldingarðinum, klifraði hann upp í eitt trjeð og át eins mörg epli og hann gat í sig troðið, og ekki var hann kominn niður úr trjenu $ft- ur, fyrr en hann steinsofnaði, en ljónin lögðust í kringum hann. Þriðja daginn komu bræður risans. En það var lítill mannsbragur á þeim, þeir komu æðandi eins og mannýg naut og voru að furða sig á, hver hefði lagst til svefns í þeirra eigin aldingarði, og sögðust skyldu mola hann mjelinu smærra. En ljónin ruku upp og rjeðust á risana og rifu þá í sundur, svo ekki varð mjög mikið faðir“, sagði hann. ,,Jeg vil ekki eiga neitt japanskt". Lung Yen hóf upp handlegg- inn og Seiteong hörfaði undan eins og hann byggist við höggi. Yn esnlE xzðó mfæy fdl fæyrr En Yen sló hann ekki. Hvernig hefði hann átt að geta slegið son sinn? En það var þessi ó- sjálfráða og ógnandi hreyfing, sem fjekk drenginn til að missa alla sjálfstjórn, „Þú getur bar- ið mig, en jeg vil ekki bílinn", hrópaði hann logandi af bræði. Hann tók smáar brúnar hend- urnar upp úr vösunum og þær titruðu af áreynslunni að bæla niður gremjuna. Hann tók leik- fangið, henti því í gólfið, sþýtti á það með öðru hinna þurtgu útlendu stígvjela sinna. Bifreið in varð að klessu eins og stóru bifreiðarnar sem Yen hafði stundum sjeð eftir árekstur. — Þetta var alt slæmur draumur. Yen barðist við að ná andanum, eins og stundum, þegar hann var að dreyma. „Hvað hefirðu gert“, muldr- aði hann og tók um leið báð- um höndum um brjóst sjer, því að hann kendi mikils sár- auka. Seileong barðist við að ná fullri sjálfstjórn. „Fyrir pen- ingana sem þú borgaðir fyrir þetta skran, verða smíðaðar byssur til að skjóta hermenn okkar mgð“, sagði hann rólega, en napurlega. „Þú ert óvinur Kína. Faðir minn er óvinur Kína“. Við þessi orð sín æstist hann upp um helming, og hann spýtti enn einu sinni á eyðilagt leik- fangið og þurkaði tárin af vöng- um sjer með hnúunum. Hann gaf frá sjer eitt lágt snökt og þurkaði sjer um nefið með hand arbakinu; síðan mundi hann allt í einu eftir uppeldi sínu og siða- lærdómi, dró upp rauðan vasa- klút og þurkaði sjer um augun, nefið og allt andlitið; það var kafrjótt af gremju og sorg. Lung Yen horfði ráðaleysislega á hann. Hann átti engin orð til að skýra neitt. Hann laut niður til að taka eyðilagða leikfang- ið upp úr gólfinu. En hann komst ekki svo langt. Eitthvað skeði innan í honum. Æsingin og vonbrigðin slitu eitthvað inn an í honum. Hann reikaði og rjetti sig við, hann rak upp lágt óp og datt á borðið. Munnur hans fylltist einhverjum hálf- volgum vökva, og hann myndi hafa kafnað, hefði hann ekki opnað hann. Blóðbuna stóð úr vitum hans og á borðdúkinn. „Faðir!“ æpti Seileong fullur skelfingar. Augnabliki áður hafði hann nærri orðið föður sínum að bana með stóryrðum sínum og fyrirlitningu. En nú, þegar Lung Yen horfði skömm- ustulegur á óþverrann, sem hafði stfeymt úr hinum sjúku iðrum hans á börðið, fann Seile- ong ekki til viðbjóðs; hann lagði handleggina utan ' um hann, strauk honum um vangann, íagði höfuðið að gagnaugum hans og reyndi að hugga hann eins og Lung Yen, væri barnið en hann, Seileong, faðirinn. Þjónarnir komu með klúta og þurkuðu ólundarlegir á svip blóðið á borðinu. Gestgjaf- inn stóð álengdar og beið eftir borguninni, þar eð máltíðinni var nú lokið. Lung Yen reyndi að segja eitthvað, en það varð ekkert úr því nema langdregin stuna. „Faðir, háborna vera, fyrir- gefðu mjer“, hvíslaði Seileong í eyra Lung Yen. Loks leið þó kastið eða Svarta veikin, eins og Yen kallaði það, hjá. í þetta sinn hafði hún sannarlega grip- ið hann þegar síst skyldi. „Það er allt í lagi, vertu ekki hrgeddur11, hvíslaði hann að drengnum og reyndi að brosa. Seileong var skjálfhentur, því að tilhugsunin um, að það sem hann hafði sagt um vörubannið á Japönum, ætti einhverja sök á veikindum föður hans, skefldi hann mjög. A fánunum, sem blöktu yfir íþróttavellinum, stóð letrað: „Besta vopnið gegn óvinunum er vörubannið". En þar stóðu einnig þessi orð: „Ber ið virðingu fyrir ellinni. Gleym ið ekki að elska og virða foreldr ana“. Hann hefði gjarnan viljað gráta og fela höfuðið í kjöltu móður sinnar, enda þótt hann væri nú hálffullorðinn maður. Hann barðist við grátinn og studdi föður sinn með hand- leggnum. „Geturðu gengið?“ spurði hann kvíðandi Lung Yen brosti hugrakkur. Hann reyndi nú að sýna svo mikinn kurteisisbrag á sjer, að það afmáði hin aum- legu áhrif sem veikindi hans hlutu að hafa haft á son hans. Hann sagði því á pidginensku: „Get gert það“. Hann var dálítið valtur á fót- unum, þeir voru bæði kaldir og sárir í hinum ömurlegu skóm; en hann tók upp litla peninga- pokann og borgaði gestgjafan- um og gaf þjónunum tveim drykkjupeninga. Hann gaf þeim meira en hann hafði ætlað sjer í fyrstu, vegna þess, að þeir höfðu haft meira ómak hans vegna, en venjulegs heilbrigðs manns, þrátt fyrir það nöldruðu þeir að baki hans. Seileong setti xlina undir handlegg föður síns til að styðja hann. „Vertu ekki hyggjufullur. Það er ekki nema gott að líkaminn losi sig við óhreina blóðið“, sagði Lung Yen honum til huggunar. „Það er rjett. Það er rjett“, samþykkti Seileong. Útiloftið gerði Lung Yen gott, enda þótt hann færi að skjálfa. Hann þorði ekki að líta niður á sig af ótta við að komast að raun um að silkikyrtillinn væri flekkaður. „Hvar býrðu?“ spurði Seil- I eong, því að hann var nú tekinn við stjórn. „í Chapei, í stræti Hinna — Fjögurra — Dygða“. svaraði Lung Yen. Seileong gaf leigu- bifreið, sem vgir að fara fram hjá, merki. Hún nam staðar með miklu hemlabraki „Nei, það er of dýrt“, sagði Lung Yen í ofboði. Hann vissi að hann hafði aðeins átta cent í buddunni. „Farðu nú inn í hann, sem gestur minn“, sagði Seileong, höfðinglega. „Móðir mín gaf mjer nógá peninga”. Þegar þeir voru komnir inn í bifreiðina tók hann þegar kalda hendi föð „Gimsteinninn minn, má jeg kyssa á hönd þjer?“ sagði ung- ur maður af gamla skólanum, heldur klaufalega. „Já, góði, gerðu það“, sagði nýtískudaman, „en farðu var- lega, svo þú brennir ekki nefið á þjer á sigarettunni minni“. ★ Sigga: Gunría, jeg er ham- ingjusamasta stúlkan í öllum heiminum. Jeg er gift mannin- um, sem jeg elska. Gunna: Ó, er það svo, en það er ekki neitt eins gaman og að giftast manni, sem einhver önn ur elskar. ★ „Þú varst ekki vanur að vefja sigaretturnar þínar sjálfur hjerna áður fyrr. Hversvegna ertu farinn til þess núna?“ „Vegna þess að læknirinn sagði mjer, að jeg yrði að leggja á mig eitthvað erfiði.“ ★ „Þú ert það, sem menit kalla sjálfgerður maður?“ „Já, jeg geri ráð fyrir að svo sje“. „Konan þín og dætur þínar hljóta að vera stoltar af þjer?“ „Já, þær eru eitthvað svipað því stoltar af mjer og heima- gerðum kjólum.“ ★ Hann: Það eru tvær stúlkur, sem mjer finnst reglulega lag- legar. Hún: Hver er hin? ★ Andrjes: Hvernig finnst þjer vindillinn, sem jeg gaf þjer? Árni: Hann er svo góður, að jeg er viss um að þú hefir gefið mjer öfugan vindil“. ★ „Það er almennt viðurkennt, að Jón gamli hafi alltaf verið góður sínum vinnumönnum.“ „Það var ósköp eðlilegt, hann var sjaldan heima.“ ★ „Hvað kemur þjer til að segja að það sje kona, sem er í tungl- inu?“ „Jú, sjáðu til, enginn karl- maður myndi standa þar uppi svona langan tíma einn — og vera úti á hverri nóttu“. Faðirinn: Svo að þjer viljið giftast dóttur minni, eh? Hafið þjer einhverja „bísnis-gáfu?“ Biðillinn: Hvað finnst yður —• jeg er að reyna að komast í fjöl- skyldu yðar, eða er það ekki. ★ „Jeg held að þú álítir mig al- gert fífl.“ „O-nei, nei, ekki geri jeg það“. „Jeg fjell síðastliðna nótt og það var til þess, að jeg gat ekki rótað mjer í nokkrar klukku- stundir“. „Þú segir ekki satt, — hvar — meidirðu þig?“ „Nei, jeg bara fjell í fasta svefn“. ★ „Er ekki fólk einkennilegt?“ „Jú, vissulega. — Ef þú segir einhverjum,að það sjeu 270.678- 934,345 stjörnur á himninum, þá trúir hann því, en ef þú skrif ar á blað „Ný málað“, þá verður sami maður að reka krumlurnar í málninguna til þess að sann- færast“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.