Morgunblaðið - 16.01.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.01.1944, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. janúar 1944. WORGUNBLAÐJÐ T Sjálfstæðismálið. Ríkisstjórnin flytur á Al- þingi tvö mál, varðandi sjálf- stæðismálið, það er um afnám Sambandslaganna og stofnun lýoveldisins. Vegna þess að þetta er mál flokkanna þriggja, gat það verið álitamál, hvort heldur flokkarnir skyldu flytja frumvörpin eða stjórnin. En eðlilegt var að stjórnin flytti mál þessi, þar eð milliþinga- nefnd hefir um þau fjallað, og stjórnin er sammála niðurstöð- um milliþinganefndarinnar. Ut á við lítur það betur út, að stjórnin flytji málið en ekki flokkarnir. Ætti þingið ekki að þurfa að sitja íengi yfir af- greiðslu þessara laga. Undanhaldið. Alþýðublaðið heldur áfram uppteknum hættí, að gjamma urn „hraðskilnaðinn”, sem það kallar,- og reyna að leiða menn inn á undanhaldsleiair. Hefir ritstjórinn nú snúið sjer með sjerstakrí heift gegn dr. Birni Þórðarsyní forsætis- ráðherra, út af því, að hann skuli hafa tekið upp málstað þjóðarinnar. Ér auðheyrt að blaðið hefir gert sjer von um, að forsætisráðherrann fylgdi undanhaldsmönnum að málum. En þetta verða ekki síðustu vonbrigði undanhaldsliðsins. Þeir predika fyrir daufum eyr- um. Þó þeir kunni að stofna ný 'blöð með hverri tunglkomu, fer alt á sömu leið. Þeir ein- angrast. Almenníngur vill ekki líta við þeim. Þá dagar uppi, eins og vera ber, því þeir stefna að því að gera veg þjóð- arinnar sem minstan. Menn hugleiða hvaða afleiðingar það hefir, ef hið ómögulega gerðist, að þeir fengju vilja sínum fram gengt, að ónýta málið við at- kvæðagreiðsluna. Hvenær rynni þá upp sá dagur, að ís- lendingar yrðu teknir alvar- lega, ef þeir ónýttu þannig sjálfstæði sitt í eigin höndum? Hve margir skyldu þeir menn vera í undanhaldsliðínu, sem raunverulega vildu, að slíkt kæmi fyrir, Sennilega eru þeir nokkuð fáir, sem þannig við- urkenna málstað og stefnu sína og vilja fylgja henrá eftir. Einstakir menn meðal þjóð- arinnar vilja ekki skílnað. Það er rjett. Svo hefir það altaf verið. Þeir vilja ríghalda sam- bandi við Danmörku. Þeir líta svo smáum augum á íslensku þjóðina, að þeir vílja hafa yfir- þjóð að líta upp til. Og þeir telja okkur þessa yfirþjóð best henta. Und i rþj óðarhugsunín kemur oft í 1 jós hjá þeim í umræðum þeirra um málið. Þeim dettur aldrei í hug að lita á okkur jafnrjettháa Dönum. í þeirra augum erum við þiggjendur, hin þjóðin veitendur. Og það eftir að Danir hafa haft hag af íslenskum viðskiftum í allar þessar aldir, og talið þann hagn að sína rjettmætu eign. Eimskípafjelagið. Á morgun er Eimskipafjelag íslands þrítugt. Þann 17. jan. 1914 var stofnfundur þess hald inn. Það var hátíðlegust fje- lagsstofnun, sem fxam hefir farið á þessari öld meðal ís- lendinga. Fjárhagur þjóðarinn ar var þá svo þröngur, að stofn un fjelagsskapar til eimskipa- REYKJAVÍKURBRJEF kaupa var Grettistak. Því var lyft með þátttöku almennings. Menn fundu metnað í því að vera með. Hlutabrjef í hinu nýja fjelagi voru heiðursskjöl í. höndum hvers íslendings. Fjöldi manna út um sveitir, sem aldrei hafði að heita má stigið á skipsfjöl, urðu með- eigendur skipa og flyktust til strandar árið eftir, til að sjá hin nýju „skrautbrúnu skip íyrir landi”.* Stofnun Eimskipafjelagsins voru tímamót í atvinnusögu og þjóðlífi íslendinga. Þjóðin fjekk annan svip. annan hugs- unarhátt, er fólk þurfti ekki lengur að stíga á erlendar þilj - ur, til þess að komast á milli innfendra hafna. Þeir menn eiga bágt með að skilja mis- muninn, sem muna ekki hina liðnu niðurlægingartíma. Eimskipafjela'g íslands hefir orðið þjóðinni til ómetanlegs gagns. En vel megum við hug- leiða það á 30 ára afmælinu, að þetta óskabarn þjóðarinnar , þarf að geta þróast og dafnað í framtiðinni. Til eru í landinu þeir menn, sem hafa ekki enn skilið hvílík lífsnauðsyn sigl- ingarnar eru okkur, en eru til þess búnir að gera þróun fje- lagsins á ýmsan hátt erfitt fyrir. Slík skemdarstarfsemi kemur niður á allri þjóðinni. Keikningar Reykjavíkur. Á síðasta bæjarstjórnarfundi voru samþyktir bæjarreikning- ar fyrir árið 1942. Var fjár- hagsútkoman góð á því ári. Heildartekjurnar urðu 18,6 milj. kr., en hreinar tekjur 4,1 milj. kr. og fyrningaa’ískriftir nál. 400 þús. kr. Niðurstöðutölur efnahags- reikningsins eru m. a. þessar: Arðberandi og seljanlegar eign ir nem^ kr. 29.6 milj., eignir til almenningsþarfa kr. 8.3 milj. og skuldlaus eign hafnar- innar kr. 7.8 milj. Skuldirnar voru samtals 5.3 milj. _kr. og skuldlaus eign 40 milj. kr. Fjárhagur bæjarins er góð- ur, þegar .tekið er tillit til þess, að á bæinn var velt megin þunga framfærslumálanna á at vinnuleysisárunum fyrir stríð. Andstæðingar Sjálfstæðis- manna veitast sjaldan að meiri hluta bæjarstjórnar fyrir fjár- haginn út af fyrir sig. En þeir nefna það stundum, að bæjar- stjórn hafi verið of srriátæk í ýmsum framkvæmdum, er lýsi sjer m. a. í því, að nú um skeið hafa bæjarbúar orðið fyr ir óþægindum vegna þess hve raforkan er orðin ófullnægj- andi. Ur þessu raknar von- andi í næsta mánuði. Alþýðuflokkurinn og komm- únistar geta bent á ýmsa kaup staði og kauptún á landinu, loar sem ekki hefir borið á því, að ört þyrfti að stækka al- mennings fyrirtæki, vatns- veitur, rafveitur og þessháttar. Einkum er þetta alt með kyrr- um kjörum þar sem rauðu flokkarnir hafa lengi verið við völd. Þar þarf engra stækkana við. Fólkijju fjölgar þar ekki svö ört. Því menn sækjast ekki • eftir að flytja þangað, setjast þar að með atvinnu sína. 15. jan. Það hefði sennilega ekki þurft að stækka rafstöðina við Ljósafoss, ef vinstri flokkarnir með Framsókn gömlu sjer við hlið, hefðu verið hjer lengi við völd. Atvinnan í bænum. I haust var skipuð nefnd í bæjarstjórninni, til þess að at- huga atvinnuhorfur í bænum. Hún skilaði áliti sínu nokkru fyrir áramót. Þar er gerð grein fyrir atvinnuskifting bæjar- manna. Þar kemur m. a. í ljós, hve iðnaðurinn er orðinn mik- ill þáttur í atvinnulífi bæjar- ins. Þar kemur þá um leið nokkur skýring á því, hve raf- magnsþörf bæjarbúa hefir auk ist ört og mikið. Við iðnaðinn starfa hjer nú rúmlega 8000 manns. Afkoma bæjarfjelags- ins veltur því mjög á því, hvernig tekst með þann fjöl- þætta atvinnuveg í framtíð- inni. Alþýðuflokksmenn og kon.m únistar hafa nú tekið höndum saman í því að efna til kaup- kröfu að nýju. Hefir verið kvrð um þau mál að miklu leyti síðan „smáskæruhernaðurinn” var háður hjer sumarið 1942. Þá unnu verkamenn og aðrar stjettir að því að fá hlutdeild í stríðsgróðanum. Sú afstaða var skiljanleg á þeim tímum. Nú leggur enginn út í kaup- kröfubaráttu í þeirri trú, að hann hagnist á því. Árangur kauphækkana í krónutali verð- ur sá einn, að krónurnar verða verðminni en áður. Og atvinna ótryggari, stopulli í naéstu fram tíð. Þetta vita allir, sem hugsa nokkuð um málið. En Alþýðu- flokksmenn og kommúnistar æsa hvorir aðra upp í þessum málum, svo hvorugir þola að bera sannleikanum vitni og segja sem er, að það er verka- fólki allra stjetta fyrir bestu, að mest sje um það hugsað, að tryggja atvinnuna og atvinnu- lífið í landinu. Hvort aurar eða krónur, með ótryggu verð- gildi eru greiddar fleiri eða færri fyrir klukkustundar- vinnu, er ekki lengur aðalatr- iðið. Hitt skiftir mestu máli, að krónugildið hrörni ekki og atvinnan haldist við. Fyrirmvndir. Kommúnistar hafa lengi snú ið sínum aðdáunaraugum aust- ur á bóginn. Sigrarnir á sljett- um Rússlands á þessu ári hafa heldur örfað þá aðdátín. Þjóð- Iviljinn er margorður um hma fórnfúsu menn, er bjarga heiðri ! og framtið þjóðar sinnar og ganga hiklaust í opinn dauð- ■ ann. Hvað skyldu þeir fá í kaup, sem standa í slíkum stór- ræðum? Og hvernig er því tek- io þar eystra, ef menn vilja ekki vinna föðurlandi sínu á hættunnar stund? Þjóðviljinn okkar er fáorður um það. Hann ætlar víst að bjarga þjóð sinni með því að eyðileggja atvinnu fólksins og gera gjaldmiðil þjóðarinnar sem verðminstan. Kanske kemur það upp úr kafinu, að kommúnistarnir ís- lensku sjeu orðnir fyrirmvnd- unum fremri í listinni. Nýr skóli. Þeir tímar munu ekki vera fjarri, að íslenska þjóðin fari að kenna á afleiðingum styrj- áldarinnar. Þá reynir á bæði útsjón og dugnað okkar. Styrj- aldarþjóðirnar hafa lært að standa saman.Við höfumdæmin fyrir okkur í Noregi og Dan- mörku. Þar hafa menn gleymt í hvaða stjórnmálaflokki þeir eru. Þeir eru Norðmenn og Danir. Það er þeim nóg. í Noregi hafa ekki aðeins stjórnmáladeilur þagnað, held- ur líka trúmáladeilurnar, er voru meiri þar en hjer hafa verið. Þar og í Danmörku hef- ir kirkjan átt öflugan þátt í sameining og viðnámi þjóðar- innar. Sænska blaðið „Stokkholms- tidningen” sagði nýlega: Kirkjur Norðurlanda eiga nú í mikilli baráttu og hafa ákaf- lega mikið verkefni að inna af hendi. Barátta norsku kirjunn ar hefir verið stórfenglegust. Hún hefir fært miklar og marg ar fórnir. Og fleiri verða þær orðnar um það er lýkur. En þær hafa ekki verið færðar til einskis. Margir Norðmenn, er áður Ijetu sig engu skifta málefni kirkjunnar og trúmálin yfir- leitt, hafa nú skilið hið sanna gildi kristindómsins. Norska kirkjan hefir risið með djörf- ung og festu gegn quislingum og innrásarher, gegn ofbeldi og lagaleysi, og skapað bæði Þjóð- verjum og norskum landráða- mönnum marga erfiðleika. Þetta segir sænska blaðið. Eftirtektarverð orð fyrir alla þá, sem þekkja íslensku kirkj- una og óska að hennar vald og vegur verði sem mestur. Slettur Alþýðu- blaðsins. Morgunblaðið hefir fengið nokkrar grátitlingsslettur frá Stefáni Alþýðublaðsritstjóra um það, að blaðið hafi verið mjög hliðholt nasistum fyrir nokkrum árum. En ekki hefir hann látið sjer detta í hug að finna þeim orðum sínum stað á neinn hátt, og fellur því tal hans í því sem öðru, máttlaust niður. VerÖl orð hans engu áhrifameiri. þó hann hafi flú- ið til Tímans og fengið Þórar- inn vin sinn til að taka þátt í þessu sparðakasti. En vel sæmir það Stefáni Pjeturssyni að ásaka frjáls- lynda menn fyrir ofurást á of- beldi og hryðjuverkum. Því hann mun geta minst sinna fyrri daga, er hann skrifaði lof gerðarit sín um kúgun og blóð- ugar byltingar, fjöldamorð og útþurkun frumstæðustu mann rjettinda og sat á skólabekk í hverju þjóðlandi af öðru, til þess að nema slík fræði. Svo heldur þessi pólitíski spörfugl að hann geti dulið eymd sína frá fyrri árum og núverandi niðurlæging. með því að ákæra andstæðinga sína fyrir nasista- hugarfar. AburSur. í fyrra neitaði núverandi landbúnaðarráoherra að ræða við íslenska verkfræðinga um stofnun áburðarverksmiðiu. Hann þóttist þurfa að tala fyrst við ameríska sjerfræð- inga. Fyrir nokkrum mánuðum náði hann í einn slíkan. En., ekki hefir heyrst nokkurt orð um neinar aðgerðir í því mikla framfaramáli landbúnaðarins. Meðan sjerfræðingurinn dvaldi hjer, var hann á vegum þess manns, sem einna mest hefir verið orðaður við „fjárafla,- plön”, bæði í alvöru og gamni. Hefi jeg heyrt að þeir hafi brugðið sjer til Akureyrar, með það íyrir augum, að finna á því möguleika, að hin vænt- anlega verksmiðju mætti reisa á einhverjum útskæklum Kaup fjelags Eyfirðinga. Rjett eins og sá staður væri miðsvæðis í framtíðarræktunarsvæðum iandsins. Ætti að vera kominn tími til að landbúnaðarráðherrann gæí'i, af veldisstóli sínum, ein- hverja hugmynd um hvað máli þessu liði. Ráðsmenska. ^Sá hinn sami ráðherra gerði nú um áramótin þá breyting á forsjá áburðarverslunarinnar, að hann vjek þaðan Árna G. Eylarids, sem frá byrjun hefir haft á hendi stjórn áburðar- verslunarinnar. og frá fyrstu tíð hefir ekki einasta annast viðskiftahlið þess máls, heldur jafnframt verið mikilvirkasti leiðbeinandi bænda við hag- nýtin-g þessarar nýjungar í ís- lenskri ræktun. Enda hefir hann til þess bæði bóklega og praktiska mentun. Er líklegt að mörgum þjrid sú ráðstöfun ráðherrans undarleg og sjer- kennileg, að ýta þessum manni frá störfum, sem mesta hefir reynslu og þekking á hagnýt- ing tilbúins áburðar og jafn- framt frá grænmetisvérslun- inni. Hefir forstjórastarfið við hana oft verið óvinsælt og síst eftirsjá í því fyrir Árna. En fyrir hans tilverknað fyrst og fremst hafa nú verið sett lög um kartöfluverslun og útsæð- isrækt, sem mikla fagþekking þarf til að koma í framkvæmd, svo vel sje. En margir bændur eiga mik ið undir því, að vel takist með framkvæmd þessara laga. Ráðherranum er slíkt e. t. v. óviðkomandi. -Urdaglegalífinu Framhald af bls. 6. húsunum. En þeim hefir því mið- ur ekki tekist að fá myndir við barna hæfi nema endrum og eins. Það er virðingarvert af barna- verndarnefnd, að hún skuli sjá nauðsvnina á því, að haldið sje uppi heilbrigðu skemtanalífi fyr- ir yngstu borgarana, en hæpið er, I að það verði, gert með valdboði ‘ frá hinu opinbera. Ef t. d. á að fyrirskipa kvikmyndahúseigend- um að hafa barnasýningar á á- kveðnum tíma og þar að auki að fyrirskipa þeim að selja aðgang við ákveðnu verði, þá verður fyrst að tryggja, að hægt sje að fá kvikmyndir við barna hæfi og svo verður hið opinbera að vera við því búið að taka á sig allan ‘ kostnað, sem kynni að leiða af , slíkum valdþoðssýningum. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.