Morgunblaðið - 16.01.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.01.1944, Blaðsíða 6
e MORGUNBLAÐTÐ Sunnudagur 16. janúar 1944. j Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Enginn til frásagnar í DAG flytur blaðið þjóðinni þá hörmulegu sorgar- fregn að enn er höggvið skarð í togaraflotann. Má segja að þar sje skamt höggva á milli. Togarinn „Max Pemper- ton“, sem vitað er um að var á leið til Reykjavíkur af veiðum með fullfermi, hefir farist með allri áhöfn, tutt- ugu og níu manns. Einkennileg atvik eru það, að einmitt á þessum sömu slóðum, sem síðast heyrðist til „Max Pemperton", hafa farist með ekki ýkjalöngu millibili þrír togarar og einn vjelbátur. Enginn veit um afdrif neinna þessara skipa, þau hafa farist með allri áhöfn, þar er enginn til frásagnar. Með þessum tíðu sjóslysum er þjóðin lostin þungum harmi. Slíkar sorgarfregnir ná inn að hjartarótum allra ís- lendinga. Sjósóknin við strendur þessa lands er ekki á færi nema hinna vöskustu manna. Á skipaflotanum er saman kominn kjarni þjóðarinnar, þar er valinn maður 1 hverju rúmi. Á þetta ekki síst við um áhafnir togaraflotans. Hvergi reynir jafnmikið á kjark, karlmensku og þraut- seigju íslendinga og í sæförunum, baráttunni við Ægi. Þar ganga þessir eiginleikar undir strangt próf. íslensku sjómennirnir hafa staðist þetta próf með ágætum. Það hafa þeir sýnt með afburða afköstum við fiskveiðarnar og siglingaleikni, sem ekki einasta hefir vakið athygli og aðdáun hjer hjá okkur, heldur og hjá nágrannaþjóðum okkar, því alkunnugt er, að útgerðarmenn annara þjóða sækja mjög eftir íslenskum fiskimönnum sökum atgerfis þeirra. Það eru menn, flestir á ljettasta skeiði, sem eru þessum kostum búnir, er þjóðin á hjer að baki að sjá. Þessvegna er tjón hennar svo mikið og þungbært og söknuður henn- ar svo sár. ★ Á þeim árum sem liðin eru síðan stríðið hófst, hafa siglingar Islendinga goldið mikið afhroð. Og manntjónið, sem þjóðin hefir beðið á sjónum á þessum árum, mun síst minna, ef miðað er við fólksfjölda, en þeirra þjóða er í eldinum standa og fengið hafa að þessu leyti harð- asta útreið. Svo grimm og óvægin hafa örlögin verið hinni íslensku þjóð. Á fáum árum höfum við mist, auk annara skipa, eigi færri en átta togara og mörg þessara skipa voru nýjustu, stærstu og bestu skip flotans. Þetta skeður á þeim tíma, sem þess er engin kostur að geta eignast togara til þess að fylla í skörðin. Með þessu er afkomu þjóðarinnar mjög stefnt í hættu. Togararnir eru, svo sem kunnugt er, stærstu og afkastamestu atvinnu- tækin sem þjóðin hefir nokkurn tíma átt, enda urðu straumhvörf í íslensku atvinnulífi þegar landsmenn tóku togarana í sína þjónnustu. Það er enginn vafi á því, að þetta verður einnig svo í framtíðinni. Þessvegna verður að kosta kapps um það, að þjóðin verður að beita að því allri orku sinni að togaraflotinn verði aukinn að nýju svo fljótt sem kostur er á, með stórum nýtísku skipum. Islenskir fiskimenn eru vissulega þeim vanda vaxnir að halda uppi fiskveiðum á slíkum skipum til jafns við hvaða fiskveiða þjóð sem er og engan veginn er hægt að afla fiskveiðum íslendinga meira öryggi í framtíðinni en með útvegun slíkra skipa. ★ íslendingar hafa löngum orðið fyrir þungum áföllum bæði á landi og sjó.Einkum hafa sjóslysin oft og mörgum sinnum slegið þjóðinni und og dregið úr krafti hennar í bili. En sjómannseðlið er svo ríkt í íslendingum að þeir láta aldrei bugast, sækja brátt á brattan aftur og vaxa við hverja raun. Minningu hinna hraustu og hugrökku sjómanna, sem nú eru horfnir, getur þjóðin með engu móti betur heiðrað en með því, að sýna slíkan manndóm. KIRKJAN ÞAÐ hefir oft heyrst meðal manna, að „embættismenn” svonefndir gerðu eiginlega alt af miklu minna, en þeim bæri, að þeir sætu og „lifðu af laun- unum”, sem virtust vera borg- uð þeim fyrir það eitt að vera til, ekki íyrir að afreka neitt í embættum sínum, ekki vinna neitt í þágu þjóðfjelagsins. Það er auðvitað sannast mála, að embættismenn eru misjafn- ir eins og aörir, en því má sleppa í þessu sambandi. En það er hitt, sem vert væri að minnast, og það er það, að ó- vinir kristindóms og kirkju hafa róið að því öllum árum lengi vel, að sýna fram á að þeir embættismenn, sem öll- um minna gerðu, og öllum fremur sætu að launum sínum, án þess að vinna fyrir þeim, væru þjónar þjóðkirkjunnar, prestarnir. Flest það sem aflaga fór um hið andlega og jafnvel likam- lega uppeldi æskunnar, átti að vera prestunum að kenna, þeir voru löt og gagnslaus stjett, sem yfirleitt var engin þörf fyrir í þjóðfjelaginu. Uppá- stungur komu • um allsherjar „útvarpspresta” og þar fram eftir götunum. Við skuluð nú athuga nokk- uð verkahring prestanna, með þeim fyrirvara þó, að þeir sjeu misjafnir, eins og menn eru al- ment. En við vitum líka að það er engum heiglum hent, að vera prestur í sveit á íslandi, þótt aðstæður kunni margar að hafa batnað frá því sem fyr var, þá hefir prestum sífelt ver ið fækkað, svo þeir þurfa að fara yfir mikið viðara svæði, en áður og það í hvaða veðri sem er. Þeir, sem halda að ís- lenskir prestar sitji heima, þegar skyldan kallar, þeir vita ekki hvað þeir eru að segja. Hefir nokkur gert sjer það ómak að telja saman, hve margir íslenskir prestar hafa látið líf sitt fyrir hamförum íslensks vetrar og vatna, síð- an tekið var að skrá annála. — Líklega ekki, en þeir eru fjölda margir. Þeir hafa fórn- að því starfi sem þeir voru vígðir til því, sem við viljum öll síst missa, lífinu. Það var þannig, sem þeir sátu og tóku laun fyrir ekki neitt. í fyrravetur fórst íslenskur prestur, sem var að fara til þess að messa á annexíu sinni. Hann var einn á ferð, og eng- inn veit með hverjum hætti slys það bar að höndum, sefn krafðist af honum hinstu'fórn- arinnar. Og nú fyrir skemmstu kemur annar íslenskur prestur heim kalinn, eftir að hafa legið 16 klukkustundir í fönn, brot- ist út úr klakafjötrunum heim til bæja. Honum hefir ekki verið fisjað saman, prestinum þeim, enda þótt hann hafi set- ið að fræðaborðum og gerst langskólagenginn. Hann bauð hinum íslenska veðraham byrg inn, hann hikaði ekki við að leggja af stað til skyldustarfa sinna, þótt á móti bljesi, hann var reiðubúinn að fórna öllu til þess að geta leýst sín ætlunar- verk af hendi. Það fórría margir nú á dög- Framh. á 8. síSu. \JíhuerjL óhripa ijr dagle ctcjtecjci uftnu lífu Björgun farþega- flutnings úr Laxfossi GREININ um sleifarlagið á björguninni úr Laxfossi á far- angri farþega hjer í dálkunum í gær hefir vakið mikla athygli og hafa margir spurst fyrir um, hverjum hafi borið að sjá um björgunina og hvernig á því standi, að það hefir ekki verið gert. Vegna þess, að hjer er um óvenjulegt mál að ræða, sem al- menningur veit lítið um, en til- felli eins og þetta geta ávalfkom- ið fyrir, hefi jeg snúið mjer til Gísla Sveinssonar sýslumanns, sem vafalaust er allra hjer- lendra embættismanna. kunnug- astur strandmálum, af langri reynslu. Gísli Sveinsson sagði: „Hjer í höfuðstaðnum virðast menn eigi hafa mikla hugmynd um reglur strandlaga (LÖg um skipströnd og vogrek eru frá 15. júní 1926). Er það að vísu von- legt, því að ef hjer strandar skip í nánd, mun það þegar tekið til umönnunar af nánustu hlutað- eigendum sjálfum, sem eru út- gerð eða vátrygging skips og farms, en ella og alla jafna ber lögreglunni umsjón þeirra mála allrá, ekki síst sjálfsögð ráðstöf- un um alla björgun, og þá eink- anlega á góssi, ef mannbjörg er þegar lokið“. • Hver ber ábyrgðina? „EF ÁÐURNEFNDIR hlutað- eigendur taka þetta þegar í sín- ar hendur, beinlínis, eða óbein- línis, þarf lögreglan (undir for- ystu lögreglustjóra) ekki að koma þar nærri, en þá ættu hin- ir aðilarnir að bera ábyrgð á, að alt sje gert til björgunar, sem kleift er, og er það á kostnað þeirra, sem góss eiga, eftir hlut- fallslegu mati. Spurningin um þessa ábyrgð mun þó ekki hafa komið til kasta dómstólanna fram að þessu, i þeirri mynd, sem hjer getur verið um að ræða gagnvart björgun úr hinu strand aða skipi ,,Laxfoss“. En ef nú þessir umtöluðu aðil- ar enga gangskör gera að björg- unarráðstöfunum, hvað sem á- byrgð þeirra líður, þá er ekki auðið að sjá, hvernig „hið opin- bera“, þ. e. a. s. lögreglan á staðn um, kemst hjá því að taka málið í sínar hendur lögum samkvæmt, hvort sem er í upphafi eða ef rjettmætar kröfur koma fram um það síðar. Hjer að lútandi ákvæði í strandlögunum frá 1926 er að finna einkanlega í 7. -—10. gr. þeirra o. s. frv., þótt þær miðist að ýmsu leyti við aðrar aðstæður en fyrir hendi kunna að vera í þessu falli. Aðalatriðið er, að grundvöllur málsins er vitanlega hinn sami: Að tryggja það sem lagaskyldu, að björgunarráðstafanir sjeu gerðar, án tillits til þess, hverjir „eiga“ verðmætin, eða hvort þau eru „vátrýgð" eða ekki, eða jafn- vel þótt alt geti farið í tilkostn- áð. — Af ákvæðum strandlaga leiðir oftast, að halda ber vörð um skip og góss, þar til úr ræt- ist um björgun". Þannig fórust Gísla sýslumanni Sveinssyni orð og er fróðlegt að fá álit hans í þessu vandamáli. • Merkileg Ijósmynda sýning frá Islandi. FYRIR NOKKRUM DÖGUM bifti Morgunblaðið frjett um Ijósmyndasýningu í New York á myn^um, sem Ijósmyndaradeild ameríska hersins á Islandi haþði tekið. Var þessari sýningu svo vel .«■ ■«. A A JL ♦**»**»***’*/%’v* vv.‘ir tekið í New York, að ákveðið var að framlengja sýningartím- ann verulega frá- því, sem í fyrstu hafði ákveðið verið. Það er á vitorði allmargra ís- lendinga, að ljósmyndarar amer- íska hersins hjer hafa tekið býsnin öl af ljósmyndum víðs- vegar um land og að sú deild hersins, sem ljósmyndarar eru i, á mikið 'safn óvenjulega góðra ljósmynda, sem teknar eru hjer á landi. Þó mjer sje ekki kunnugt um það, tel jeg víst, að Ijósmynda- safn þetta verði sent til geymslu til Ameríku, þar sem herinn hef- ir varla yfir að ráða hentugu húsnæði til geymslu á myndun- um hjer á landi. Vonandi er ekki búið að senda myndasafnið vest- ur um haf ennþá, og því tími'til að athuga tillögu, sem jeg hefi í sambandi við myndasafn þetta. Tillaga mín er sú, að herstjórn- in verði fengin til að halda sýn- ingu éða lána úrval úr mynda- safni þessu til sýningar hjer í bænum. Agóði til menning- armála. SLÍK LJÓSMYNDASÝNING myndi ábyggilegá vekja mikla óg alménna athygli. Sennilega myndi herinn ekki taka neitt fyrir að lána myndirnar, en ein- hver kostnaður yrði að sjálf- sögðu við að koma myndunum fyrir og leigu á sýningarstað. Yrði því að selja aðgang að sýn- ingunni, við vægu verði, en ef’ einhver hagnaður yrði af, ætti hann að ganga til einhverra menningarmála. Jeg tel alveg víst, að ef að ljósmyndirnar eru fyrir hendi, muni herstjórnin með ánægju veita leyfi sitt til að sýning verði haldin. • Verðlauna- Ijósmyndir. LJÓSMYNDIR, sem ljósmynd- arar hersins hafa tekið hjer á landi, hafa farið víða um heim og verið birtar í blöðum bæði í Ameríku og Englandi.' Bæði vetrar- og sumarljósmyndir, sem jeg hefi átt kost á að sjá, eru með því besta, ef ekki albesta, sem sjest hefir. Margir af ljós- mjmdurum hersins voru kunnir ljósmyndarar, áður en þeir gengu í herinn. Sumar Ijós- myndir, sem þeir hafa tekið hjer á landi, hafa fengið verðlaun í Ameríku. Það væri vissulega fengur að fá að sjá úrval af þess- um myndum. Síðar mætti at- huga, hvort ekki væri ástæða til að fá keypt eitthvað af þessu safni. Skemtanir fyrir börn. NÚ HEFIR barnaverndar- nefndin hjer í bænum. loksins komið auga á það, sem jeg hefi verið að hamra á hjer í dálkun- um hvað eftir annað, en það er nauðsyn þess, að kostur sje á fleiri og hollum skemtunum fyr- ir börn í bænum. Barnaverndar- nefndin leggur til, að hið opin- bera beiti sjer fyrir því, að kvik- myndahúsin hafi sýningar fyrir börn og selji aðgang við vægu verði. Mjer er kunnugt um, að lcvik- myndahúsforstjórarnir hafa gert tilraunir til að fá hingað kvik- myndir, sem væru við barna hæfi og þeir hafa áhuga fyrir, að hafa barnasýningar í kvikmynda Framh. af bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.