Morgunblaðið - 16.01.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.01.1944, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 16. janúar 1944, Virkisrúsiir Japana Einhverjir hörðustu bardagar, sem háðir hafa verið á Kyrrahafssvæðinu, voru á Tarawa-eyju í Gilbertseyjaklasan- um, og voru mannskæðir mjög. Fjell alt setulið Japana á eynni, alls 5000 manns, en mar.ntjón Bandaríkjamanna var einnig mjög mikið. Hjer sjest eitt af virkjum Japana, sem hef- ir orðið fyrir svo mörgum sprengjum, að það er rústahrúga ein, en yfir rústirnar sækja Ameríkumenn fram til næsta virkis % Húsnæðisvandræðin: 45 fjölskyldur (151 maður) búa í skálum Húsnæðið yfirleift ijelegt og ekki til frambúðar FJÖRUTÍU OG FIMM FJÖLSKYLDUR hjer í bænum búa í skálum víðsvegar um og við bæinn, en það er bráða- birgðahúsnæði, sem þessu húsnæðislausa fólki var út- vegað í haust. Samtals er 151 maður í þessum fjölskyld- um. Nefnd, sem bæjarstjórn fól að athuga þetta bráða- birgðahúsnæði hefir skilað áliti og telur hún íbúðir í flest- um þessara skála sjeu mjög ljelegar og lítt nothæfar í öðrum, sem mannabústaðir. Egill Skalla- grsmsson Iksmst i hann Ikrappann TOGARINN „Egill Skalla- grímsson” kom af veiðum í gærmorgun. — Á heimleiðinni hrepti hann versta sjó út af Malarrifi, svo a&—skipsmenn áttu fult í fangi með að verja skipið. Einn hásetinn slasaðist. Skipstjórinn, Lúðvík Vil- hjálmsson skýrði blaðinu þann ig frá: F>að vaia klukkan rúmlega 3 síðd. á föstudag, ^ð við kom- um á þessar slóðir. Var sjór- inm þá svo erfiður og víðsjáll, að jeg ætlaði að snúa við og halda dýpra. En það var ekki viðlit að snúa skipinu við. — Öldurnar komu úr öllum ,átt- um og myndaðist einskonar svelgur, því að feikna straum- ur er þarna út. Við urðum að halda áfram og tók það okkur fulla sex tima, að komast út úr þessum sjó. Sú sjóleið er þó vafalaust ekki yfir 10 sjómíl- ur. Hefi jeg sjaldan eða aldrefi átt eins erfitt með að verja skip óg að þessu sinni. Einn háset- inn slaðist í þessari viðureign. Hann heitir Jón Kristján Jóns- son, frá ísafirði; hann lær- brotnaði. Þessi vondi sjór á þessum bletti, er ekki nýtt fyrirbrigði fyrir okkur sjómenn, segir Lúðvík. En jeg bjóst ekki við ■svona vondum sjó núna, því ánnars hefði jeg haldið dýpra og reynt að verða fyrir utan verstu straumröstina. En eftir áð skipið var komið inn í svelginn, var gersamlega ó- mögulegt að snúa við. — Það þurfti að verjast sjóum, ýmist úr þessari eða hinni áttinni. Breiar fagna uppá- siungu Pélverja London í gærk\ . UPPÁSTUNGA pólsku stjórn- arinnar um það, að Bretar og Bandaríkjamenn miðli málum milli Pólverja og Rússa, hefir yfirleitt vakið fögnuð í Bret- landi, og er sagt, að það sje aðallega af þeim ástæðum, að með þessu sje sýnt. að Pólverj- ar vilji semja við Rússa, og að ékkert beri þessum þjóðum a milli, sem ekki megi fjalla um með vinsamlegum viðræðum. Er talið sjálfsagt að Bretar vérði við tilmælum Pólverja úm að miðla málum í deilu þeirra og Rússa. Óeirðir í Perú London í gæi'kv. STJÓRNIN í Perú hefir látið handtaka allmarga menn, bæði innlenda, þýska og jap- : nska, vegna óeii'ða, sem urðu í Lima, höfuðborg landsins og ýmsum öðrum borgum fvrir gkömmu. Óeirðunum var eink- ym beint gegn Gyðingum, og voru allmargar sölubúðir Gvð- ina eyðilagðar. Perústjórn hef- ir tilkynt, að sumir hinna haud teknu verði gerðir landrækir, óh' aðrir fluttir í fahgabúðir i.ní)i í landinu. Reuter í nefndinni áttu sæti Guð- undur Ásbjörnsson, forseti bæj arstjórnar og bæjarfulltrúarn- ir Jón A. Pjetursson og Katrín Pálsdóttir. Ekki til frambúðar Nefndin segir í skýrslu sinni til bæjarráðs, að það hafi ,,kom ið í ljós hjá sumum skálabú- um, að" þeir töldu sig vera að búa um sig til frambúðar. Þar mætti hafast við til langframa, ef vatn og skólp yrði leitt í og frá skálunum”. „Nefndin vill alvarlega vara við því, að það verði ^á nokkurn hátt látið 'í veðri vaka, að slíkt geti átt sjer stað, því síður að að því sje stuðlað, þótt til þessa óyndisúrræðis yrði að grípa um stundarsak- ir”. Nefndin leggur áherslu á, að unnið verði ótrauðlega að því, að koma fólkinu fyrir í hús- næði, sem sæmilegt geti talist. Óhæft húsnæði Verstu skálarnir að dómi nefndarinnar eru við Álfheima og Sölfhólsgötu og skálana við Ægisgarð. Telur nefndin flést'a óhæfa með öllu pg enga manna bústaði, síst fyrir konur og börn, bæði vegna umhverfis- ins og ljelegs smíðis. Um skálana við Ægisgarð segir nefndin: 1) Skálarnir eru það ljelegir, að óvit má telja, að leggja fje í að lagfæra þá og 2) Staður- inn er mjög óheppilegur fyrir baimafjölskyldur vegna hafn- arinnar og hafskipabryggjunn- ar og umferðarinnar þar. Skála búar eru að miklu leyti varn- arlaust kvenfólk með smábörn, er geta auðveldlega farið sjer að voða og hljóta að bíða heilsu tjón í slíkum íbúðum. Nefndin telur að bærinn þurfi að aðstoða nokkrar fjöl- skyldur við að lagfæra skála til að þeir verði íbúðarhæfir og ennfremur þurfi að flytja fólk milli skála, ef ekki tekst að fá því betra húsnæði. ÁRÁS Á MARSHALL- EYJAR. Pearl Harbour í gærkveldi. — Amerískar sprengjuflugvjelar gerðu árás á hernaðarstöðvar Japana á Mili-ey, Mai'shalleyj- um í fyrradag. Engar japansk- gr oru^tuflugvjelar sáust, og korhu allar sprengjúflugvjelarn ar aftur. Alþingismaður dæmdur í 15 daga varðhald SÍRA Sveinbjörn Högnason, alþingismaður, að Breiðabóls- stað, var í gær dæmdur í 15 daga varðhald og sviftur öku- leyfi æfilangt fyrir brot á á- fengislögunum, bifreiðalögun- um og lögum nr. 60, 1943, sem banna íslenskum borgurum að fara inn á hernaðarsvæði. Síra Sveinbjörn hafði ekið einkabifreið sinni, er hann var undir áhrifum áfengis. Ók hann bílnum á mannvirki og olli nokkru tjóni, en alþingismaður inn slapp ómeiddur. Þetta skeði snemma í desem- bermánuði, en rjett fyrir jólin var mál höfðað gegn síra Svein- birni. Sprengjur í appel- sínufarmi verða milliríkjamál London í gærkv. NÝLEGA kom það fyrir, að sprenging varð í skipi, sem var á leið til Bretlands frá Spáni með appelsínur, og eyðilagðist nokkur hluti farmsins. Allar líkur benda til að sprengjunum hafi verið komið fyrir um borð í skipinu í höfn, en annars er málið enn ekki að íullu rann- sakað. I Loondon er litið svo á, að Bretastjórn muni taka upp mal þetta við spönsku stjórnina, og mun hertoginn af Alba, sendi- herra Spánverja í Bretlandi, ræða þetta mál og önnur /ið stjórn sina, er hann snýr heirn til Spánar frá London bráð- lega til skrafs og ráðagerðæ London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins Reuter. Það eru franskar hersveit- ir meðal annars sveitir Mai’- okkomanna, sem best hefir orðið ágengt á vígstöðvum fimta hersins í gær. Ilafa þær sótt fram alt að fimm km. og tekið þrjá fjallahryggi, háa og sævi þakta. Ilefir æði oft verið barist í návígi á þessum slóðum. og hafa Marokko- menn beitt hnífurn sínum. Þessar stöðvar eru fyrir aust- an Cassino. Amerískar hersveitir úr fimta hernum sækja nú upp hlíðar fjalls þess,. sem aðal- v.arnir Þjóðverja eru á, og veitist seint, því Þjóðverjar hafa komið piikli| aí, faliþyssj- iim og vjelum fynr ’í fjallinu og láta skothríðina dynja yfir STORARAS BRUNSWKK London í gærkveldi. Sprengjuflugvjelar Breta gerðu í nótt sem leið mjög harða árás á þýsku borgina Brunswick, en hún var ein af þeim borgnm, sem dagárás Ameríkumanna var stefnt að, á dögunum, er lofturusturnar. urðu sem mestar yfir Þýska- landi. Segir breska flugmála- i-áðuneytið, að 2000 smáiest- um af sprengjum hafi verið varpað á borgina, sem ekki jhefir verið ráðist á fyr en í þessi tvö skipti, en húp er 'sögð ein af þýðingarmestu iðna ð arst öðvum Þýska 1 an ds, einkum þó kvað orustuflug- vjelaiðnaðinn snertir. Mótspyman gegn sprengju- flugvjelum Breta vár afar hörð, enda komu 38 þeirra ekki’ aftur. Þjóðverjar not- uðu flugvjelar, búnar rakettu byssum, og segja brésku flug- mennirnir að rakettuniar dragi miklum mun lengra en vefljulegar flugvjelafallbys.su- eða vjelbyssukúlur. Fjórar þýskar orustuflug- vjelai’ voru skotnar niður. Auk þessara árása — rjeðust Mosquitoflagvjelar að Berlíu og Magdeburg í truflunar- arskyni. — Reut.er. Hersveifir Titos hörfa London í gærkveldi. I tilkynningu Titos í dag er sagt, að hersveitir hans hafi þurft að hörfa allvíða í Mið- og Vestur-Bosníu fyrir áköfum áhlaupum Þjóðyerja^ og ennfremur að við Banja Luka sjeu enn háðar miklar orustur. líafa Þjóðverjar í dag tekið tvo bæi í framsókn. sinni, sveitir 'I’itos eru nú, farnar að gera vart við-sig í Austur-Bosniu, þar sem ]xær gera atlögu að Þjóðverjum. sóknarherinn. ITafa Þjóðvei'j- ar þarna mikla mergð af' alls- konar skotvopnum. FlugvjeL ar bandamanna hafa ekkí komið að fullum notum. við árásir á hinar þýsku stöðvar, vegna þess hversu landslagi er þarna háttað. Fjall það, sem aðalstöðvar Þjóðverja eru á, heitir Monta Trocchio. Frönsku sveitirnar eru komnar að ánni Rapido, seni er mjög straumhörð og er á- litið að Þjóðverjar hafi öfl- ugar varnir á norðurbakka hennar. Munu þeir hyggja þar á harðar vamir. Frá stöðvum áttunda hers- ins er alt tíðindalaust, nema hvað loftárásir hafa verið gerðar- á nokkur virki Þjóð-j verja imp) með, ?trö|ijlþjtni;» m á landi er ekki einu srtrni' get- ið um framvarðaskaimr. Franskar h.ersveitir sækja fram vih Cassino

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.