Morgunblaðið - 26.01.1944, Síða 4
4
M 0 R G U N B L A Ð I Ð
Miðvikudagur 26. janúar 1944
AF SJÓNARHOII SVEITAMANNS
Aðdráttarafl Reykjavíkur.
REYKJAVlK lieiii’ mikið,
aðdráttarafl. Á hverju ári sog
ar hún til sín fjölda manna
Úr sveitum- og sjávarbyggðum
landsins. M.örgum þykir þessi
þróun allískyggileg. Fyrsti
þingmaður Reykvíkinga, hr.
Magnús Jónsson, sagði einu
sinni í þingræðu, að Reykja-
vík væri orðið nokkuð þungt
höfuð á þjóðarlíkamanum, og
allir vita hvernig sá er kom-
inn, sem ckki getur haklið
hiifði. Ef höfuðið getur ekki
stjórnað limunum, dansa þeir
ekki lengi. Ofvöxtur Reyk.ja-
víkur á sjer ýmsar orsakir.
A árunum fyrir stríðið flúði
fólkið sveitirnar, enda þótt
bændavinirnir í Frams. rjeðu
þá lögum og Lofum í landinu.
Þá kaus fólkið líka heldur
,.íhaldsbæinn“ Reykjávík, en
sæluríki jafnaðafmanna. Þó
straumurinn lægi þá yfirleitt,
frá sveitum til sjávar, úr
dreifbýlF í þjettbýli, fækkaði
fólkinu frekar en fjölgaði
í þeim bæjum og þorpum, þar
sem flokkar h.inna vinnandi
stjetta fóru með völdin, eins
og til dæmis á Eskifirði, í
líafnarfirði og víðar.
Síðan stríðið hófst og eftir-
spurnin eftir vinnuaflinu varð
mikil alstaðar í landinu, bæði
ti) sveita og við sjó^ hafa
menn tekið Reykjavík fram
yf.ir alla staði. Og nú er svo
komið, að þar mun búa um
einn þriðji hluti allra lands-
manna.
Pólitík og skynsemi.
ER EÐLILEQT að hugs-
andi mönnum hrjósi hugur
við þessurn misvexti i þjóð-
lífinu, ekki síst þegar þess er
gætt, hvernig atvinnuhörfur
höfuðstaðarbúa eru. Allir vita
að hve miklu leyti atvinna
þeirra nú byggist á „ástand-
inu“ og hvað tekur svo við
þegar því sleppir? Nýlega
gerði einn blaðanmður Ai-
þýðublaðsins þetta að umræðu
efni í pistlum sínum og þykir
óvænlega horfa. Segir hann að
Rjeykjavík sje bersýnilega orð-
in allt of stór, „og að hjer
(í Rvík) hlýtur í framtíðinni
að skapast neyðarástand, ef
fólkið flytur ekki aftur burt
úr borginni og leitar sjer lífs-
bjargar annarstaðar. Iljer er
ekki um neina pólitík að ræða
heldur . hreint skynsemismál,
(leturbreyting mín), sem allir
hljóta að sjá við rólega at-
hugun. Það er alveg víst, að
þeir sem ekki hafa örugga
afkomu hjer framundan, geta
betur skapað sjer lífsskilyrði
utan Rvíkur; þegar minka fen
um atvinnuna og háflæði pen-
inganna tekur aftur að
hjaðna“.
Það er mikil hreinskilni hja
manntetrinu, að viðurkenna
að pólitík eigi ekkert skylt
við skynsemi; þvr sannarlega
hefir það átt við um pólitík
><><><><><><><><> <><><><><><>0
Eftir Gáin
>000000000000000
Alþýðufli á undanförnum ár-
um.
Þegar ltann var þátttak-
andi í „stjórn hinna vinnandi
st.jetta“, magnaðist atvinnu-
leysið ár frá ári. Mun atvinnu-
leysishópurinn hafa verið kom
inn upp í 1300 manns í
Reykjavík einni, þegar Fram-
sókn var orðin mædd og södd
af samvinnunni við Alþfl. og
sendi út neyðarkallið til Sjálf-
stæðismanna árið 1939. Var
slíkt eymdar ástand ekki ann-
annað en eðlileg afleiðing
þeirrar stjórnarstefnu, sem þá
hafði lengi verið ujrpi haldið.
Ríkið píndi alla atvinnurek-
endur með sköttum til að
halda uppi óarðbærum fram-
kvæindum (atvinnubótum), en
útflytjendur voru liigsóttir
og sektaðir fyrir að verja
gjaldeyri sínum til að endur-
nýja atvinnutækin. Allir sjá
nú, að sú pólitík var ekki í
neinni átt við skynsemi eins
og greinarhöf. Alþýðublaðs-
ins kemst að orði.
AlþýSuflokkurinn og
ofvöxtur Reykjavíkur.
ÞAÐ ER líka næsta eftirtekt
'arvert, á hvern hátt Alþýðu-
flokkurinn vinnur að því nú
að fólkið geti skapað sjer at-
vinnu og lífsskilyrði utan
Reykjavíkur. Ilann hefir ham-
ast eins og óður væri gegn.
samkomulagi og niðurstöðu
sexmannanefndarinnar, sem,
veitti bændum jafnrjetti við
aðrar stjettir, og hann greiddi
atkvæði gegn verðlagsuppbót
til sveitafólks, en hefir unnið
að grunnkaupshækkun og full
um dýrtíðaruppbótum laun-
þega. Og það þarf ekki að
efa, að frá honum koma áreið
anlega fyrstu og frekustu
kröfurnar um atvinnubætur og
íátækraframfæri lianda kau]>-
stöðunum þegar „háflæði pen-
inganna tekur aftur að
hjaðna“. Þannig vinna Al-
] ýðuflokksbroddarnir gegn of-
vexti Reykjavíkur. Það virð-
ist „hreint skynsemismál“, að
gera þann flokk áhrifalaus-
an hið allra fyrsta.
Hitaveitan.
IIITAVEITAN í Eeykjavík
er áreiðanlega eitt merkasta
fyrirtæki á landi hjer. Stjórn
Reykjavíkurbæjar hefir sýnt
hvernig viö Islendingar eig-
um að hagnýta auðlyndir
landsins. Þess munu áreiðan-
lega engin dæmi í heiminum,
að borg, sem telur þriðjung
heillar þjóðar, skuli vera hit-
uð nreð hveravatni og upplýst
með vatnsafli. Það er sannar-
lega ekki að furða, þó sem
flestir reyni að flýja kujda
og myrkur okkar löngu vetra,
þangað sem þeir geta liotið
slíkra gæða.
En hitaveitan hefir kostað
mikið fje. Það er talið í tug-
um iniljóna. Og hörmulegt er
t.il ]>ess að vita, að þetta skuli
vera fyrirj ókkar eigin afglöp
og innanlands óstjórn. Eins
og menn muna hafði Reykja-
,víkurbær fengið loforð um lán
til hitaveitunnar í Eiigla.ndi
fyrir stríðið, eu það loíorð
brást, þegar breskum stjórnar
völdum var orðið Ijóst, hve
hörnndegt fjármálaásíand rík-
isins var. Fvrir. bragðið varð
verkið að bíða til yerðhæklc-
unar stríðsáranna.
Það er sannkallað þrekvirki
að hafa komið hitaveitunni
í framkvæmd undir núverandi
skilyrð.um. Samt er sú aðdá-
un ekki óblandiii. Mjer finnst
það mikið efamál, hvort ekki
hefði verið rjettara, úr því
sem komið var, að láta verk-
ið bíða þar til eftir stríð. Allir
vita hvílík áhætta lántökur
eru núna, þegar verðgildi
peninganna er svo lágt, og
öll fjármál og viðskifti á hverf
anda hveli. Og ekki verður
atvinna Reykvíkinga það mik-
il eftir stríðið, að þeir hefðu
þá ekki komist til að dunda
við hitaveituna.
Andstæðingar Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík vilja
kenna honum um seinkun
hitaveitunnar, af-því að hann
hefir verið hinn ráðandi flokk
ur í bænuíh. Er það ekki í
fyrsta sinn, sein þeir vilja
klína sinni eigin skömm á
aðra. Það væri full jiörf á,
að rekja sögu hitaveitumálsins
frá upphafi, til að sýna fram
á hvernig eymdarástandið og
óstjórnin í fjármálum ríkis-
ins á árunum 1934— ’39 hefir
verkað á framkvæmd og stofn,
un ]iessa merka fyrirtækis. Sú
saga yrði áreiðanlega fróðleg,
og hún mundi sannfæra Reyk-
víkinga og raunar þjóðina alla
um það, hversu dýrt það er,
að trúa angurgöpum og lýð-
skrumurum fyrir fjármáluin
landsmanna.
Bretar sækja fram
í Burma
LONDON í gær.
BRESKAR og indverskar
hersveitir í Burma hafa hrund-
ið gagnárásum Japana og hafa
sótt nokkuð fram. Meðal ann-
ars hafa Bretar tekið þrjár
mikilsverðar hæðir. Þetta var
á syðstu vígstöðvunum af
þremur, sem Bretar sækja fram
á í Burma.
I Hukon-dalnum hafa Bret-
ar og sótt fram. Flugsveitir
bandamanna hafa gert loftárás
ir á stöðvar bandamanna í
Suður-Burma og eyðilagt þar
þýðingármikla járnbrautarbrú.
Amerískar flugvjelar hafa
gert árás: á höfnina í Hong
Kong.
Þórður
Friðfinnssou
vjetsfjóri
fórst með v.b. Hilmi,
HANN var fæddur 12. júní
1913 að Kjaransstöðum í
Dýrafirði og ólst þar upp hjá
foreldrum sínum. Þeim helg-
aði hann alla krafta sína
óskifta meðan tími vanst til.
Hann sýndi jafnan þraut-
seigju og ósjerhlífni við störí
sín og vann þau í kærleika
líf fórnfúsum huga. — Það
kunnu foreldrar hans líka vel
að meta og þakka.
Þórður var meðalmaður á
vöxt, hvikur í hreifingum, ljós
á hár og hörund, en það sem
jeg minnist einna best, er hið
milda bros, er stundum færðist
yfir andlit hans og gaf því dul-
rænan bjarma. Hann var fjöl-
hæfur að eðlisfari og gáfaður
vel, glataði aldrei jafnvægi og-
hjelt sífelt rósemi sinni, þótt
vanda bæri að höndum. Áhrifa
magn persónuleika hans var
mjög sterkt, göfgi hans. heið-
arleikur og sannleiksást í um-
gengni við aðra menn, vöktu
athygli og traust.
Hann var alvörumaður og
viðhorf hans til lífsins fyrst og
fremst hugræn, og það hygg
jeg, að hann hafi jafnan notið
sín best í fámenni og í hópi
þeirra, er hann var vel kunn-
ugur. Athyglisgáfa og fram-
sýni hans urðu þess valdandi
að honum kom fátt að óvörum
og þá eigi heldur hin mikla
breyting, er verða mundi á
högum hans innan skamms
tíma og rættist það hugboð
furðu fljótt, sem kunnugt er
orðið.
Frændur og vinir senda
honum ástríkar hugsanir vfir
landamærin, og árna honum
friðar og framfara á nýjum
þroskabrautum. S.
Rausnarleg gjöf. Fyrir síðustu
jól barst Álftártungukirkju á
Mýrum að gjöf vegleg altaris-
tafla, ináluð af Ásgeiri Bjarn-
þórssyni listmálara. Er hún gefin
kirkjunni af hjónunum Aðalheiði
Guðmundsdóttur og Úlfari Bergs
syni í Reykjavík, til minningar
um son þeirra Örn, er ljest á
fyrsta ári 26. júní 1942, og var
jarðsettur við Álftártungu-
kirkju. Fyrir þessa fögru og
höfðinglegu gjöf, er vakið hefir
hrifningu allra þeirra, er sjeð
hafa, flytur sóknarnefndin fyrir
hönd safnaðarins hinar alúðai’-
fylstu þakkir. — Sóknarnefnd
Álf tártungukirk j u.
Sigurlini
Friðfinnsson
vjelstjóri
fórsl með v.b. Hllmi.
HANN fæddist 7. apríl 1922
og var þvf tuttugu og eins árs,
er hann ljest með sviplegum
hætti. Starfstímabil lífs hans
var nýbyrjað, en þó mátti sjá
að þarna var piltur á ferð, er
glögt mundi vita hvað hann
vildi og eiga framsækni og þor
til þess að ná settu marki, og
þessvegna voru margar og
bjartar vonir foreldranna
tengdar við framtíð hins mann
væniega sonar, en nú hefir
dauðinn höggvið stórt skarð og
svift þau tveim sonum á sömu
stundu. Hjörtu þeirra eru særð
djúpu sári, en þau eiga bjartar
minningar um hamingju og
gleðidaga er samvistir liðinna
ára hafa veitt þeim. Þau hugsa
því ekki einungis um sinn eig-
in missi, heldur ávinning
þeirra, sem nú eru fluttir vfir
á annað lífssvið, því vonon er
sú, að á bak við hulu þá, er
menn nefna dauða, bíði okkar
Ijós og friðarheimur með nýrj-
um viðfangsefnum fyrir hverja
sál. S.
Annað bindi Sögu
Vestur-íslendinga
WINNIPEG. — Annað bindi
hinnar yfirgripsmiklu bókar
„Saga Vestur-íslendinga" eft-
jr Þorstein Þorsteinsson hefir
verið gefið út og er komið á
bókamarkaði bæði í Bandaríkj
unum og Kanada.
Fyrra hefti bókarinnar fjall-
aði aðallega um brottflutring
íslendinga til hins nýja herms,
en seinna heftið er að mestu
leyti helgað hinum margvís-
legu frumbygðum Islendinga í
Norður- og Suður-Ameríku.
Lýsingar á frumbygðum ís-
lendinga í Brasilíu, Utah, Mus-
koka, Kinnount, Markland og
annars staðar eru hinar ná-
kvæmustu og mjög fræðandi.
Sjerstaklega skemtilegur er
kaflinn, er fjallar um fyrstu
Mormónabygðina í Utah, en
þar eru hin íslensku áhrif
íaunverulega með öllu horfin.
Bæði bindi bókar Þorsteins
voru gefin út á vegum Þjóð-
ræknisfjelags Islendinga í
Vesturheimi.