Morgunblaðið - 26.01.1944, Page 8

Morgunblaðið - 26.01.1944, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. janúar 1944 Minningarorð um IHinningarorð um Þorvarð Guðmundsson Agúst Jónsson, Laúgalæk Litlu-Sandvík I dag verður Þorvarður Guðmundsson frá Litlu-Sand- vík í Flóa til grafar borinn í i hinn nývígða reit á Selfossi. — Ljest hann á sjúkrahúsi í Reykjavík þann 15. þ. m. eftir mánaðar legu, en til þess tíma virtist heilsa hans traust, svo að hjer varð sem oftar, að dauðinw gerði lítt boð á undan sjer. Þorvarður fæddist að Litlu- Sandvík 24. janúar árið 1900 og varð þannig tæpra 44 ára gamall. Voru foreldrar hans Guðmundur Þorvarðarson hreppstjóri . (dáinn 1939) og í Sigríður Lýðsdóttir hreppstjóra | Guðmundssonar í Hlíð. Er hjer eigi rúm til að rekjá ættir Þorvarðar, en víst er ,,um það, að hann var af góðu bergi brot- inn. Stóðu að honum í báðar ættir traustustu bændur og bestu húsfreyjur; vel viti bor- ið, hófsamt og farsælt fólk. Þorvarður naut hins besta uppeldis hjá foreldrum sínum í Sandvík. Þar var starfið í heiðri haft, myndarskapur og stórbýlisbragur á öllu. — Að heiman fór Þorvarður fyrst á Flensborgarskóla og lauk þar námi. Næstu 3—4 árin var hann barnakennari í sveit sinni, Sandvíkurhreppi, en vann öðr- um þræðis heima hjá foreldr- um sínum. Eftir það rjeðst hann starfsmaður Kaupfjelags Árnesinga á Selfossi, en síðan til Mjólkurbús Flóamanna og gegndi þar fulltrúastörfum nál. 7 síðustu árin. — Jafnframt þessu var Þorvarði trúað fyrir ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni, var m. a. oddviti Sand- víkurhrepps um 4 ára skeið. Þorvarður Guðmundsson var maður vel skapi farinn. Stiltur og gætinn til orðs og æðis, fá- máll en þó hinn umgengnis- besti. Hann var óframgjarn og gekk á snið við alt hark og dagdóma. Hinn hægláti maður var allur þar sem starf hans var og alt sem hann vann að, var vel og samviskusamlega af hendi leyst. Eftir að hann varð fulltrúi í Mjólkurbúi Flóa- manna kom best í ljós. hve hentugum og völdum manni var þar vandasamt og mikið \ starf falið. Reikningsfærsla hans gagnvart hinum mörgu viðskiftamönnum Mjólkurbús- ins Austanfjalls var á þann veg, að enginn kvartaði og eng inn tortrygði Þorvarð. Það gekk alt svo hljóðlátlega og eins og af sjálfu sjer. Við fráfall þessa manns er því skarð fyrir skildi og munu margir sakna hans. Þeir eru nú svo fáir. sem eru gæddir þeim kostum, mjer liggur við að segja, gamaldags mann- kostum, sem voru styrkur hans og prýði. Þorvarður var ókvæntur og barnlaus, en móðir og systkini sjá um, að þessa ágæta drengs verður minst með kærleika og þökk fyrir hina góðu gjöf lífs- ins. E. E. mtiiiiiiitiiiiiiiiiiiHiiiiuuuiiimiiininiiiiiiiiiiiiiiiiiiri/ | 60-70 | | Isúsundir I I munnn I i § = lesa Morgunblaðið á hverj- 5 Í um degi. Slík útbreiðsla er H Í langsamlega met hjer á | H landi, og líklega alheims- i Í met, miðað við fólksfjölda =§ Í í landinu. — Það, sem birt- i = ist í Morgunblaðinu nær 5 f til helmingi fleiri manna = | en í nokkurri annari útgáfu H Í hjer á landi. = ^iiaiioaimrmnmiamiimnniinnnnmmmuiíiii^ Þann 15. þessa mánaðar and aðist í Landsspítalanum Ágúst Jónsson, fyrrum bóndi að Laugalæk við Reykjavík, og hafði heilsa hans verið veil nokkur undanfarin misseri. Lítt gætti þess þó, hvernig heilsu hans var farið, því að hann var dulur í skapi og harkaði af sjer í Jengstu lög, þótt hann um síðir yrði að lúta í lægra haldi fyrir því ofurefli, sem á einskis manns færi er að standa í móti. Ágúst var fæddur 13. ágúst 1878 í Skipholti í Hrunamanna hreppi, þar sem foreldrar hans hans,þau hjónin Jón Ingimund arson og Þorbiörg' Jónsdóttir, bjuggu langa tíð. Ekki verðar ættar hans get’.ð nánar hjer, því að hún er rakin í næstu hðu í þessu blaði s. 1. haust, or Öenedikt Sveinsson skjalavörð- mælti þar eftir kunningja s.nn, Þcrgrím í Laugarnesi, bróðtu Ágústs, látinn. Ágúst ólst udí) í Skiphoiti og dvaldist þar með foreldrum sí'ium fram yfir tvítugsaldur, en þá tóku þao sig upp þaðan vorið 1900 og fiuttu búferítun að Feitsdal í Arnarfirði, og fylgdi Ágúst þeim þangað. Eft- ir tveggja ára dvöl þar, hjelt hann til Reykjavíkur og nam söðlasmíði af Þorgrími, bróður sínum á vetrum,en dvaldist þó vestra á sumrum, þangað til haustið 1905, þá fluttist hann alfarinn suður og gekk þá að eiga heitmey sína, Karitas Jónsdóttur, borgfirska að ætt, og voru ungu hjónin tvö næstu ár til heimilis á Lágafelli, en þar hóf Þorgrímur, bróðir hans, búskap tveimur árum fyr. Næstu 16 ár bjuggu þau Ágúst og kona hans á ýmsum stöðum hjer nærlendis, á Kjal- arnesi og í Mosfellssveit, en árið 1923 fluttu þau til Reykja víkur, höfðu þau þá keypt skák hálfræktaðs lands úr landar- eign Laugarness hins forna, þar komu þau sjer upp húsi, og nefndu þau býli sitt Lauga- læk, áttu þau þar síðan heima til æviloka. Konu sína misti Ágúst vorið 1931, nokkru síðar tók einka- sonur þeirra, Karl, við búsfor- ráðum á Laugalæk, efþr það stundaði Ágúst jöfnum hönd- um búskaparstörf þar og veggfórðun og smíðar með Þor grími, bróður sínum. Á heimili Karls og tengdadóttur sinnar dvakli hann síðan þau ár, sem hann átti ófarin, naut hann þar ætíð góðs atlætis og umönnun- ar frá þeirra hendi. 1 Börn þeirra voru einnig mjög elsk að afa sínum og honum til ynd- is. Mun gott heimilislíf þar hafa bætt honum upp vaxandi vanheilsu, sem hann mátti reyna, eftir því, sem aldur færðist yfir hann. Ómaklegt væri að geta ekki hjer við fósturdóttur Ágústs og konu hans, frú Emmu Guð- mundsdóttur í Seyðisfirði, konu Kristjáns Gunnarssonar, skip- stjóra þar, en hana tóku þau hjón til fósturs haustið 1918, er spánska veikin hafði gert hana munaðarlausa. Reyndist hún alla tíð hin ástúðlegasta dóttir fósturforeldrum sínum. Ágúst á Laugalæk var næst yngstur þrettán systkina. Af þeim eru nú aðeins fimm lífs. Þó varð hann ekki gamall mað- ur. Af þessu má sjá rás lífs- ins, það siglir oft hraðari byr en við tökum eftir, mennirnir. Við þessu er auðvitað ekkert að segja, ef vel er lifað. Öllum, sem þektu Ágúst á Laugalæk, kemur saman um það, að hann hafi lifað vel, því að grandvar maður var hann til orðs og æðis, greiðvikinn við. náung- ann og umtalsgóður. Því verð- ur hans saknað af mörgum, systkini hans og aðrir vensla- menn harma hann, heimilis- fólkið, þar sem hann dvaldi síðustu æviárin, syrgir hann, en við, sem fjær stöndum, söknum greiðvikins nágranna, sem við getum ekki lengur leit að til með bónakvabb okkar, en þegar við áttum slík erindi við hann, ljet hann okkur ekki synjandi frá sjer fara, tíðara var, að hann byði fram lið- sinni sitt að fyrra bragði, ef hann vissi okkur einhvers þess þurfandi, er hann gat veitt. J. B. Framh. af bls. 7. negi rökstyðja það, aS Rússum hefði ekki verið gerður neinn alvarlegur ó- rjettur, þótt allur austur- hluti Lvovhjeraðs með Lvov borg sjálfri, þar sem Pól- verjar eru í meiri hluta, hefði verið fenginn Pólverj- um í hendur. Að lokum nokkur orð um rússnesk-þýsk landamæra- línuna frá 1939. Hún fellur saman við „Curzon-línuna“ nema í norðri, þar sem Rúss ar fengu næstum alt Biali- stokhjerað og í suðri, þar sem hún er Rússum nokk- uð hagstæðari en „Curzon- línan“ í hjeraðinu Przemysl. Ef „Curzon-línan“ yrði valin sem landamerki, myndi Pólland fá aftur frá Rússum um það bil 1.200.- 000 Pólverja og 450.000 manns af öðru þjóðerni. VinálfusáHmáli Norðmanna og Kínverja SAMKVÆMT frjett, sem blaðinu hefir borist frá norska blaðafulltrúanum hjer, hefir norska ítjórnin í London og Kínastjórn gert með sjer vin- áttusamning. Samningurinn var undirrit- aður í Chungking 10. nóv. s.l. og af hálfu Norðmanna með konungsstaðfestingu 14. þ. m. Samningurinn gengur í gildi, þegar staðfestingarskjalið hef- ir náð til Chungking. VOOOOOOOöOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOdOOObOOOOOOOO01><XK><>0<X>00<XXXK>00<>00<>0) X - 9 Eflir Robert Storm 1 <XH>CKXXX>0<>0<X><X><X><XX><X>00<XX> 00000000000000<x>no<xx>000000! Mike lögreglumaður: Alexander mikli er hjer Afgreiðslumaðurinn: einhversstaðar í þessari verslun. Alexander: — Jeg Hvað var það? Alexander: —• Ágætlega. Jeg ætla að máta þau. að kaupa mjer fot. Hvar er herbergi, sem hægt er að máta í? X-9, Þarna fer hann upp rennistigann! Afgreiðslumaðurinn: HVernig lýst yður á pessi? I ! í )

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.